Morgunblaðið - 08.08.2019, Page 25

Morgunblaðið - 08.08.2019, Page 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 Lopapeysa í sveitina Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar okkar á Laugavegi 4-6 Álafossvegi 23, Laugavegi 4-6, alafoss.is Þessi eina sanna sem verður bara betri eftir því sem þú nota hana meira. Innan við ár er þar til næstu Ólympíuleikar fara fram og verða þeir í Tókíó í Japan. Einn Íslendingur er öruggur um keppnisrétt á leikunum eins og staðan er núna. Anton Sveinn McKee náði lág- markinu í 200 metra bringu- sundi á HM á dögunum. Undir- strikaði Anton þar hversu sterkur sundmaður hann er en lágmörkin fyrir leikana eru orðin mjög erfið. Hann þurfti á sínu besta að halda og náði því fram. Er hann á leiðinni á sína þriðju Ólympíuleika. Lágmörkin eru mjög þung bæði í sundi og frjálsum og verða æ strangari með árunum. Þá getur reyndar sú staða kom- ið upp í einhverjum greinum að pláss sé fyrir fleiri keppendur en þá sem ná lágmörkunum. Ef maður skoðar lágmörkin í frjálsum þarf okkar fólk að bæta sinn besta árangur til að vera öruggt um sæti á leikunum. Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir þurfa til dæmis að bæta Íslandsmet sín til að ná lágmarki. Mjög erfitt er því að spá fyrir um hversu marga keppendur Ís- land gæti átt í þetta skiptið. Komið hefur fram að kylfing- arnir Ólafía Þórunn Krist- insdóttir og Valdís Þóra Jóns- dóttir gætu átt möguleika. Þá er fólk í ýmsum einstaklings- greinum sem gæti komist inn eins og Ásgeir Sigurgeirsson sem varð í 14. sæti í skotfimi í London 2012. Karlalandsliðið í handknatt- leik er skipað ungum leik- mönnum. Liðið er ekki komið á þann stað að búast megi við því á leikunum. En eftir næsta stór- mót í janúar kemur betur í ljós hvar liðið stendur. Und- ankeppnin verður í apríl 2020. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is EM 2021 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn Sviss í Laugardalshöll á laugardag til að eiga möguleika á að komast áfram úr forkeppni EM karla í körfubolta. Ísland tapaði með eins naumum hætti og hugsast getur gegn Portúgal á útivelli í gær, 80:79, þar sem boltinn dansaði einhvern veginn upp úr körfunni eftir lokaskot leiksins úr smiðju Tryggva Snæs Hlinasonar. Sviss og Portúgal hafa nú unnið einn sigur hvort í riðlinum en Ísland getur jafnað riðilinn út með sigri á laug- ardag. Aðeins efsta liðið kemst áfram í undankeppnina. „Maður er mjög fúll með að við höf- um ekki náð að klára dæmið og vinna leikinn en á sama tíma er ég mjög ánægður með karakterinn sem við sýndum. Tryggvi setur niður 9 af 10 svona skotum á æfingum, maður er ekki vanur að sjá hann klikka en þetta var bara hrikaleg óheppni,“ sagði Martin Hermannsson, besti leik- maður Íslands í gær, en hann skoraði 28 stig, þar af 20 á fyrstu 15 mín- útunum. „Þrátt fyrir að við lentum 10 stigum undir í fjórða leikhluta náðum við að koma okkur í séns til að vinna leikinn í lokin. Það var margt mjög fínt í þessu hjá okkur. Við vitum alveg að það mun taka tíma fyrir okkur að ná árangri, því margir okkar hafa ekkert spilað saman, en Portúgalar hittu líka á sinn besta leik. Það fór einhvern veginn allt ofan í hjá þeim,“ sagði Martin. Jón Axel hlaðinn hæfileikum Ísland var án Hauks Helga Páls- sonar í leiknum og Martin við- urkenndi að hans hefði verið sárt saknað, sem og Kristófers Acox, en að sama skapi fengu nýir og nýlegir landsliðsmenn að láta ljós sitt skína. Jón Axel Guðmundsson spilaði mikið og skoraði 13 stig, og þeir Martin virtust tengja vel saman á köflum. „Mér finnst við hafa fullt af hæfi- leikum og ég er mjög bjartsýnn eftir þennan leik, þrátt fyrir tap. Jón Axel er framtíðarlykilmaður í þessu liði, hefur staðið sig frábærlega í Banda- ríkjunum og maður sér að hann er að bæta sig mikið. Auðvitað er þó svolít- ill munur fyrir hann að mæta og spila við fullvaxna karlmenn, verandi að spila við jafnaldra sína úti í há- skólaboltanum, en við gerum miklar kröfur til hans sem er kannski ósann- gjarnt vegna þess hve ungur hann er. Þetta er annar leikurinn sem ég spila með honum og maður finnur hvað það er gott að spila með honum því hann er hlaðinn hæfileikum,“ sagði Martin. Orðið lífsnauðsynlegt að landa sigri í Höllinni  Boltinn dansaði upp úr körfunni og Portúgal fagnaði sigri  Martin með 28 Morgunblaðið/Hari Stigahæstur Martin Hermannsson stóð fyrir sínu í gær og skoraði 28 stig auk þess að eiga 5 stoðsendingar. Sines í Portúgal, 3. umferð forkeppni EM karla, H-riðill, miðvikudaginn 7. ágúst 2019. Gangur leiksins: 4:8, 12:14, 14:15, 27:23, 31:31, 32:36, 36:38, 43:41, 46:46, 49:49, 60:55, 65:58, 67:60, 76:67, 76:71, 80:79. Portúgal: Jeremiah Wilson 20, Migu- el Cardoso 15, Joao Guerreiro 11, Pedro Catarino 8, Miguel Queiroz 6, Claudio Fonseca 6, Pedro Pinto 5, Joao Grosso 5, Fabio Lima 4. PORTÚGAL – ÍSLAND 80:79 Fráköst: 10 í sókn og 23 í vörn. Ísland: Martin Hermannsson 28, Tryggvi Snær Hlinason 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 14, Jón Axel Guð- mundsson 13, Hlynur bæringsson 5, Frank Aron Booker 2, Elvar Már Frið- rikson 2. Fráköst: 8 í sókn og 26 í vörn. Dómarar: Yohan Rosso (Frakklandi), Manuel Mazzoni (Ítalíu), Wojciech Liszka (Póllandi). Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefja titil- vörnina á Íslandsmótinu í golfi í dag en það hefst núna klukkan átta að morgni á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Konurnar byrja og meðal þeirra sem hefja leik klukk- an átta er Ragnhildur Sigurðardóttir, sú gamalreynda kempa úr GR sem á marga sigra að baki. Guðrún Brá leggur af stað kl. 9.40, Ragnhildur Kristinsdóttir er með henni í hópi en þær eru taldar líklegar til að slást um sig- urinn. Þá eru Saga Traustadóttir, Berglind Björnsdóttir og Helga Kristín Einarsdóttir í síðasta hópi sem leggur af stað kl. 9.50. Fyrstu karlarnir fara af stað klukkan 10. Axel Bóasson sem hefur unnið í karlaflokki tvö ár í röð byrjar kl. 15.30 en Haraldur Franklín Magnús og Bjarki Pétursson eru með honum í hópi. Guðmundur Ágúst Kristjánsson fer af stað tíu mínútum síðar. Síðastir hefja leik þeir Hlynur Geir Hjart- arson, Kristján Þór Einarsson og Sigurður Bjarki Blumenstein kl. 16.20 þannig að búast má við að fyrsta hring ljúki um kl. 21 í kvöld. Ragnhildur fer fyrst af stað Axel Bóasson Meistaralið Englands og Ítalíu í fótboltanum, Manchest- er City og Juventus, áttu stór viðskipti í gær þegar tveir bakverðir fluttu sig um set á milli félaganna. Joao Can- celo til City og Danilo til Juventus. City keypti portúgalska bakvörðinn Joao Cancelo af Juventus fyrir 60 milljónir punda. Hann er 25 ára gamall og gerði sex ára samning við ensku meistarana. Hann leikur vanalega stöðu hægri bakvarðar eða kantmanns en getur líka leyst stöðu vinstri bakvarðar. Brasilíski vinstri bakvörðurinn Danilo, sem er 28 ára gamall, fór til Juventus í staðinn en hann er metinn á 34 milljónir punda upp í kaupverð City á Canelo, sam- kvæmt BBC. Lokað verður fyrir félagaskiptin í tveimur efstu deildunum á Englandi í dag og búist er við annríki. Sjá má allt um félagaskiptin á mbl.is/sport/ enski þar sem allt er uppfært jafnóðum. vs@mbl.is Skipti milli meistaraliðanna Joao Cancelo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.