Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 26
SMÁRINN/GARÐABÆR/ HLÍÐARENDI Víðir Sigurðsson Bjarni Helgason Jóhann Ingi Hafþórsson Blikar sýndu á sér sparihliðarnar í gær þegar þeir unnu afar sannfær- andi 4:0 sigur á KA á Kópavogsvell- inum og styrktu með því stöðu sína í öðru sæti úrvalsdeildar karla í fót- bolta. Þeir höfðu haldið öðru sætinu á nánast ótrúlegan hátt þrátt fyrir aðeins eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Thomas Mikkelsen og Guðjón Pétur Lýðsson voru í aðal- hlutverkum í frísku og samstilltu Blikaliði. Mikkelsen skoraði tvö markanna, það seinna eftir glæsi- legan undirbúning Guðjóns Péturs sem réð ferðinni á miðjunni og var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Alexander Helgi Sigurðarson skoraði fallegt mark beint úr auka- spyrnu og varamaðurinn Brynjólfur Darri Willumsson rak endahnútinn með fjórða markinu undir lokin og gerði þar með sitt fyrsta mark í efstu deild. Ef þetta er sú hlið sem Blikar ætla að sýna á lokaspretti Íslands- mótsins eru þeir kandídatar í annað sætið. Ef við gefum okkur að það fyrsta sé þegar frátekið fyrir KR. Spilamennska þeirra hefur verið köflótt undanfarnar vikur en þessi leikur gefur fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. KA situr eftir í næstneðsta sæt- inu og markatala liðsins versnaði til muna. Besti kafli norðanmanna var í seinni hálfleik, þá náðu þeir að koma Hallgrími Mar Steingríms- syni inn í leikinn, sem er forsenda þess að eitthvað gerist í sóknarleik liðsins. Blikar stóðu það af sér með traustum varnarleik og óðu síðan yfir KA-menn á lokakaflanum þegar þeir innsigluðu sigurinn með tveim- ur síðari mörkunum. vs@mbl.is Stjarnan í 3. en Víkingar brátt uppiskroppa með afsakanir Stjarnan nýtti sér svo sannarlega sofandahátt Víkinga þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabæ. Leiknum lauk með 2:1- sigri Garðbæinga en öll mörk leiks- ins komu í seinni hálfleik. Jósef Kristinn Jósefsson kom Stjörnunni yfir á 52. mínútu og Hilmar Árni Halldórsson tvöfaldaði forystu Garðbæinga með marki úr víta- spyrnu á 56. mínútu. Óttar Magnús Karlsson minnkaði muninn fyrir Víkinga á 65. mínútu í sínum fyrsta leik fyrir félagið síðan hann sneri heim úr atvinnumennsku. Garðbæingar lokuðu vel á allar sóknaraðgerðir Víkinga og pressuðu þá mjög stíft, aftarlega á vellinum. Stjarnan vann boltann trekk í trekk á vallarhelmingi Víkinga og Garðbæingar voru í raun klaufar að nýta sér það ekki betur. Stjarnan byrjaði seinni hálfeikinn af gríð- arlegum krafti og hálfpartinn keyrði yfir hálfvankaða Víkinga og það skóp sigur gærdagsins. Víkingar voru afar ólíkir sjálfir sér í leiknum og voru í vandræðum eð einfaldar fimm metra sendingar á milli manna. Þeim gekk skelfilega að spila út frá aftasta manni og buðu hættunni heim trekk í trekk. Óttar Magnús byrjaði í holunni fyr- ir aftan Nikolaj Hansen og það voru mistök hjá þjálfara liðsins. Víkingar voru undirmannaðir á miðjunni og Óttar var lítið í takt við leikinn framan af. Skjótt skipast veður í lofti í efstu deild þessa dagana og Stjarnan er komin í þriðja sæti deildarinnar en sigur Garðbæinga var ekki sann- færandi og þeir bökkuðu allt of aft- arlega í gær og buðu hættunni heim með því að hleypa Víkingum inn í leikinn. Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar hans í Víkinni fara að verða uppiskropppa með afsakanir. Breiðablik sýndi loks sparihliðar  Guðjón Pétur réð ferðinni í öruggum sigri á KA  Stjarnan og Valur unnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlíðarendi Ólafur Karl Finsen og Helgi Valur Daníelsson. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 Pepsi Max-deild karla Breiðablik – KA........................................ 4:0 Stjarnan – Víkingur R ............................. 2:1 Valur – Fylkir ........................................... 1:0 Staðan: KR 15 11 3 1 34:16 36 Breiðablik 15 8 2 5 29:18 26 Stjarnan 15 6 6 3 24:20 24 Valur 15 7 2 6 26:21 23 ÍA 15 6 4 5 20:17 22 FH 15 6 4 5 19:21 22 HK 15 6 3 6 19:17 21 Fylkir 15 5 4 6 23:26 19 Grindavík 15 3 8 4 12:16 17 Víkingur R. 15 3 7 5 22:25 16 KA 15 5 1 9 19:26 16 ÍBV 15 1 2 12 11:35 5 Meistaradeild kvenna Undanriðill í Sarajevo: ASA Tel Aviv – Breiðablik....................... 1:4 Sarajevo – Dragon.................................... 5:0 Staðan: Sarajevo 1 1 0 0 5:0 3 Breiðablik 1 1 0 0 4:1 3 ASA Tel Aviv 1 0 0 1 1:4 0 Dragon 1 0 0 1 0:5 0 Önnur helstu úrslit: BIIK Kazygurt – EBS/Skála .................. 6:0 Lillestrøm – Linfield ................................ 4:0 Braga – Sturm Graz ................................. 2:0 Flora Tallinn – PK-35 Vantää ................. 2:3 Anderlecht – PAOK Saloniki .................. 5:0 Twente – Alashkert.................................. 8:0 Meistaradeild karla 3. umferð, fyrri leikir: Krasnodar – Porto................................... 0:1  Jón Guðni Fjóluson kom inn á hjá Kras- nodar á 72. mínútu. Istanbul Basaksehir – Olympiacos ......... 0:1 Basel – LASK Linz .................................. 1:2 CFR Cluj – Celtic..................................... 1:1 Maribor – Rosenborg............................... 1:3 Evrópudeild karla 3. umferð, fyrri leikur: Slovan Bratislava – Dundalk................... 1:0 Tyrkland Meistarabikarinn: Galatasaray – Akhisarspor .................... 1:0  Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik- inn með Akhisarspor. Danmörk Bikarkeppnin, 1. umferð: Allesö – Vejle ........................................... 0:6  Kjartan Henry Finnbogason lék ekki með Vejle. Noregur Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Avaldsnes – Klepp ................................... 2:1  Kristrún Rut Antonsdóttir lék ekki með Avaldsnes. Norðurlandamót U17 karla Leikið í Danmörku: Finnland – Ísland..................................... 5:1 Danijel Dejan Duric skoraði mark Íslands. KNATTSPYRNA Skúli Jón Friðgeirsson, knattspyrnumaður úr KR, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið og hyggur á nám í Svíþjóð. Frá þessu greindi hann í viðtali við Fótbolta.net í gær. Skúli missti af stórum hluta yfirstandandi tímabils vegna alvarlegra höfuðmeiðsla en jafnaði sig af þeim og hefur leikið sex deildarleiki og einn bikarleik í sumar. Hann á möguleika á að kveðja sem bæði Íslands- og bik- armeistari með KR og bæta þar með við titlasafn sitt en þessi 31 árs gamli varnarmaður varð Íslands- og bik- armeistari með KR árið 2011 og bikarmeistari árið 2008. Þá varð hann sænskur meistari með Elfsborg árið 2012 en Skúli var hjá sænsku félögunum Elfsborg og Gefle á árunum 2012-2014 áður en hann sneri heim til KR á ný fyrir sumarið 2015. „Það er hugsunin að ég sé búinn eftir þetta tímabil. Nú er ég bara á leið- inni út í nám og ætla að kalla þetta gott í fótboltanum. Í rauninni býður lík- aminn þannig lagað enn þá uppá það að halda áfram en þetta er ákvörðun sem ég er að taka. Án þess að ég sé að endanlega að loka á allt þá er ég samt að hætta,“ sagði Skúli við Fótbolta.net. Hættir Skúli sem meistari? Skúli Jón Friðgeirsson 1:0 Thomas Mikkelsen 21. 2:0 Alexander Sigurðarson 36. 3:0 Thomas Mikkelsen 80. 4:0 Brynjólfur D. Willumsson 87. I Gul spjöldAlexander Sigurðarson, Elfar Freyr Helgason og Davíð Ingvarsson (Breiðabliki), Haukur Heiðar Hauks- son (KA). Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson, 7. BREIÐABLIK – KA 4:0 Áhorfendur: 1.068. MM Thomas Mikkelsen (Breiðabliki) Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðab.) M Elfar Freyr Helgason (Breiðabliki) Viktor Örn Margeirsson (Breið.) Davíð Ingvarsson (Breiðabliki) Hallgrímur Mar Steingrímss. (KA) Brynjar Ingi Bjarnason (KA)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.