Morgunblaðið - 08.08.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.08.2019, Qupperneq 27
Ef maður skoðar hópinn sem Vík- ingar eru að spila á þá er þetta á meðal bestu liða landsins á pappír. Menn þurfa að fara skila stigum í hús í Fossvoginum og lið með tvo miðverði í landsliðsklassa á ekki að fá á sig tvö til þrjú mörk í hverjum einasta leik. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Góðir Alex Þór Hauksson lék mjög vel með Stjörnunni og Óttar Magnús Karlsson skoraði fyrir Víking í fyrsta leik eftir endurkomuna. Heppinn? Haukur Heiðar Hauksson hefði líklega getað fengið rautt spjald frekar en gult þegar hann felldi Gísla Eyjólfsson sem var sloppinn í gegn. En úr aukaspyrnunni skoraði Alexander Helgi Sigurð- arson og kom Blikum í 2:0. Evrópubarátta í boði Pedersen Valsmenn eru komnir upp í 23 stig og upp fjórða sæti eftir 1:0- sigur á Fylki á heimavelli. Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið ann- an leikinn í röð. Hann er kominn með þrjú mörk í fjórum leikjum síðan hann kom til Vals frá Sheriff í síðasta mánuði. Valsmenn eru jafn- framt búnir að vinna alla þrjá leik- ina sem hann hefur skorað í. Mik- ilvægari leikmann finnur þú varla í deildinni. Daninn er stærsta ástæða þess að Valsmenn eru í mjög góðri stöðu til að tryggja sér Evrópusæti eftir herfilega byrjun í sumar. Eins og gegn ÍA í síðustu umferð, þá spiluðu Valsmenn ekk- ert voðalega vel. Þeir eru hins veg- ar byrjaðir að finna leiðir til að vinna leiki. Valur gerir nóg til að stoppa andstæðinginn og svo skor- ar Pedersen alltaf, svona nánast. Mark Danans kom í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 1:0. For- ystan var verðskulduð. Í seinni hálfleik fengu Fylkismenn fleiri og betri færi og hefðu með smá heppni getað jafnað. Lukkudísirnar voru hins vegar með Val í liði. Valsliðið virkaði þreytt í seinni hálfleik eftir langt ferðalag til Búlgaríu í síðustu viku. Það er hins vegar farið að duga Valsmönnum að spila þokka- lega til að ná í þrjú stig og þurfa hin liðin í Evrópubaráttunni að ótt- ast meistarana. Tímabil Fylkis heldur áfram að vera eins og vega- salt. Fer stundum upp, en endar alltaf á því að fara niður aftur. Það virðist ætla að vera nóg til að sleppa við fall, en varla meira en það. johanningi@mbl.is ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 SKECHERS SUMMITS DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41 DÖMUSKÓR 12.995 1:0 Patrick Pedersen 37. I Gul spjöldHaukur Páll Sigurðsson (Val), Orri Sveinn Stefánsson, Sam Hew- son, Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki) Dómari: Pétur Guðmundsson, 6. Áhorfendur: 1.032. VALUR – FYLKIR 1:0 M Birkir Már Sævarsson (Val) Sebastian Hedlund (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Patrick Pedersen (Val) Andri Adolphsson (Val) Eiður Aron Sigurbjörnsson (Val) Sam Hewson (Fylki) Ari Leifsson (Fylki) Helgi Valur Daníelsson (Fylki) 1:0 Jósef K. Jósefsson 53. 2:0 Hilmar Árni Halldórss. 56. (v). 2:1 Óttar Magnús Karlsson 65. I Gul spjöldJósef Kristinn, Hilmar Árni, Martin Rauschenberg og liðsstjórn (Stjörnunni), Sölvi Geir Ottesen, Kári Árnason, Guðmundur Andri Tryggva- son, Ágúst Hlynsson og liðsstjórn (Víkingi) Dómari: Jóhann Jónsson, 6. Áhorfendur: 1.127. STJARNAN – VÍKINGUR R. 2:1 MM Heiðar Ægisson (Stjörnunni) Alex Þór Hauksson (Stjörnunni) M Jósef K. Jósefsson (Stjörnunni) Daníel Laxdal (Stjörnunni) Þorsteinn Már Ragnarss. (Stjörn.) Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni) Óttar Magnús Karlsson (Víkingi) Dofri Snorrason (Víkingi) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Davíð Örn Atlason (Víkingi) Ensku úrvalsdeildarfélögin þurfa að hafa hraðar hendur í dag til að bæta við leikmannahópa sína áður en lokað verður fyrir félagaskipti í tveimur efstu deildum Eng- lands síðdegis í dag, sólarhring áður en ný leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hefst. Everton fékk í gær til sín franska bakvörðinn Djibril Sidibé að láni frá Monaco með möguleika á kaupum að leiktíðinni lokinni. Sidibé er 27 ára og var í 23 manna sigurhópi Frakklands á HM. Everton er einnig að reyna að fá Alex Iwobi frá Arsenal og Wilfried Zaha frá Crys- tal Palace, en félagið seldi Palace-miðjumanninn James McCarthy í gær. Tottenham gæti tryggt sér Giovani lo Celso frá Real Betis sem hefur samþykkt kauptilboð í argentínska miðjumanninn. Christian Eriksen mun aftur á móti vilja komast frá Tottenham, til Spánar. Romelu Lukaku, fram- herji Manchester United, er floginn til Mílanó í læknisskoðun hjá Inter. David Luiz hefur óvænt farið fram á sölu frá Chelsea til Arsenal sem er einnig að tryggja sér bakvörðinn Kieran Tierney frá Celtic. Fylgst er vel með öllu sem gerist í dag á mbl.is/sport. Líflegur lokadagur glugga? Giovani lo Celso  Hinn 19 ára gamli knattspyrnumað- ur Dagur Dan Þórhallsson hefur verið lánaður frá norska úrvalsdeildarfélag- inu Mjøndalen til Kvik Halden sem leikur í norsku C-deildinni. Liðið er í harðri baráttu um að komast upp í B- deild og er Degi ætlað að hjálpa til í þeirri baráttu út leiktíðina sem lýkur í byrjun nóvember. Dagur er uppalinn hjá Haukum, fór þaðan til Gent í Belgíu og lék með U19- og U21-liði félagsins, og lék svo 16 leiki með Keflavík í Pepsi-deildinni í fyrra. Hann kom inn á sem varamaður í einum leik í norsku úrvalsdeildinni með Mjøndalen í ár og í fjórum bikarleikjum.  Afturelding hefur bætt við sig spænskum knattspyrnumanni fyrir lokasprettinn í 1. deild karla. Sá heitir Alejandro Zambrano, 28 ára miðju- maður sem hefur leikið með varaliðum Villarreal og Sporting Gijon en verið í spænsku C- og D-deildunum und- anfarin ár.  Danijel Dejan Djuric skoraði sitt ell- efta mark fyrir yngri landslið Íslands í knattspyrnu þegar U17 ára liðið mætti Finnum á Norðurlandamótinu í Dan- mörku í gær. Það dugði þó skammt því Finnar unnu leikinn 5:1. Danijel er 16 ára og uppalinn í Breiðabliki en leikur nú með unglingaliði Midtjylland í Dan- mörku.  Danny Welbeck, fyrrverandi leik- maður Arsenal og Manchester United, gekk í gær til liðs við enska knatt- spyrnufélagið Watford og samdi við það til þriggja ára. Samningur hans við Arsenal rann út í sumar. Welbeck hef- ur misst mikið úr vegna meiðsla und- anfarin ár og lék aðeins átta deilda- leiki með Arsenal síðasta vetur og skoraði eitt mark. Hann er 28 ára. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.