Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 32
Guðný Einarsdóttir, organisti Há-
teigskirkju, leikur verk eftir Felix
Mendelssohn, Atla Heimi Sveins-
son, Báru Grímsdóttur og Jón Nor-
dal á Alþjóðlegu orgelsumri í Hall-
grímskirkju í dag frá kl. 12 til 12.30.
Guðný hefur komið fram á Íslandi
og erlendis sem einleikari, meðleik-
ari og kórstjóri. Hún gegnir nú
stöðu organista við Háteigskirkju.
Guðný leikur á Al-
þjóðlegu orgelsumri
FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 220. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Breiðablik, Stjarnan og Valur eru í
2.-4. sæti úrvalsdeildar karla í fót-
bolta eftir að hafa öll fagnað sigri í
gær í 15. umferð. Þau eru þó öll
langt á eftir toppliði KR sem er með
tíu stiga forskot á Breiðablik. KA og
Víkingur R. eru eftir sem áður í
harðri fallbaráttu en KA-menn eru í
fallsæti vegna lakari markatölu en
Víkingar. »26 - 27
Skýrari línur farnar að
myndast í deildinni
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Borgarbókasafnið stendur fyrir
kvöldgöngu í kvöld kl. 18 um mið-
borgina sem leidd verður af Soffíu
Auði Birgisdóttur bókmenntafræð-
ingi. Sagt verður frá Guðrúnu
Sveinbjarnardóttur, systur Bene-
dikts Gröndal og komið inn á int-
ersex og trans og lesin verða brot
úr Rásum dægranna eftir Málfríði
Einarsdóttur, Sögu af stúlku e.
Mikael Torfason og Hans Blæ eftir
Eirík Örn Norðdahl. Aðrir sem koma
við sögu eru Halldór
Laxness, Þórberg-
ur Þórðarson og
Þórður Sig-
tryggsson.
Gengið
verður frá
safninu í
Grófinni.
Hinsegin bókmennta-
ganga með Soffíu Auði
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Landið breytist hratt og auðvitað
þurfa líkön að sýna þá þróun. Slík
útbúum við þó ekki nema gerðar séu
ítarlegar mælingar á landinu sem
sýna til dæmis hvernig jöklar hopa,
hvar skriður falla og svo framvegis.
Slíkt gerir allar kortagerð raunar
mjög spennandi,“ segir Sigurður
Halldórsson módelsmiður.
Um árabil hefur Sigurður starf-
rækt fyrirtækið Módelsmíði ehf. og
komið að ýmsum áhugaverðum
verkefnum. Hann er meðal annars
einn höfunda stóra þrívíða Íslands-
líkansins sem gjarnan er uppi í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Einnig upphleyptra líkana sem eru
víða í þjóðgörðum landsins og sýna
umhverfi þeirra.
Handunnið á röngunni
„Fátt sýnir landið betur en upp-
hleypt kort en það er líka talsverð
kúnst að útbúa þau,“ segir Sigurður
sem hefur starfað við módelsmíði í
rúmlega þrjátíu ár. Í upphafi naut
hann leiðsagnar Axels Helgasonar
sem var frumkvöðull í faginu á Ís-
landi. Síðar fór Sigurður til náms í
Svíþjóð. „Ég heillaðist af þessu fagi
því mér finnst gaman að ferðast og
hef áhuga á landinu og náttúru þess.
Það er gaman að skapa sjálft Ísland í
höndunum,“ segir Sigurður.
Módel af landinu eru sum hver
útbúin í tölvu og skorin út í vélum
samkvæmt þrívíðum myndum.
Handunnin eru þau hins vegar oft
skorin út á röngunni sem mót sem
föstu efni er hellt í, svo úr verður
upphleypt mynd til dæmis úr plast-
efnum. Vinnan í slíkri kortagerð er
mikil og felst þá meðal annars í því
að skera út allar hæðarlínur fjalla
sem á líkani eru sýnd t.d. í hlutföll-
unum 1:25.000 enda þótt kvarðinn á
breiddina sé 1:33.000.
Sigurður flutti vinnustofu sína ný-
lega austur að Laugarvatni hvar
hann býr nú með fjölskyldu sinni. Er
þar með ágæta vinnustofu fyrir
módelsmíðina sjálfa í gömlum kenn-
arabústað en aðstöðu fyrir steypu-
vinnu og fleira slíkt við kortin í
gömlu gróðurhúsi niðri við vatnið.
„Umhverfið hér á Laugarvatni
fjölbreytt og myndi njóta sín vel á
upphleyptu korti. Hér stöndum við
niðri við vatn og hér fyrir ofan okkur
eru há fjöll, brattar skriður og miklir
skógar. Svo er ekki langt héðan inn
á jökla eða á Þingvelli; þar sem álf-
urnar aðskiljast í gjám á flekaskilum
jarðarinnar,“ segir Sigurður sem
þessa dagana er að útbúa líkan fyrir
Framkvæmdasýslu ríkisins af svo-
nefndum Stjórnarráðsreit í Reykja-
vík. Af honum hefur verið unnið
deiliskipulag og verður líkanið af
umhverfi þess. Önnur líkön af hug-
myndum arkitekta um byggingar á
reitnum, sem koma inn í samkeppni
sem er í undirbúningi, verða svo
felldar inn í þá sviðsmynd sem Sig-
urður útbýr. Ætti þannig að sjást
hvernig hús sem nú eru á hugmynd-
astigi gætu notið sín fullbyggð.
Frábært sjónarhorn
„Þrívíð upphleypt módel gefa fólki
frábært sjónarhorn á umhverfið,
enda eru þau mikið notuð við skipu-
lagsvinnu og arkitektúr. Einnig eru
þau sett upp víða á ferðamannastöð-
um og í skólum og mörg kort hef ég
útbúið sem farið hafa til björg-
unarsveitanna. Við þurfum enda-
laust að kanna landið okkar og læra
á aðstæður og þar koma líkönin sér
vel,“ segir Sigurður að síðustu.
Morgunblaðið/Hari
Umhverfi Sigurður Halldórsson við upphleypt kort af Eyjafjalla- og Mýrdalsjökli sem breytast hratt þessi árin.
Skapar Ísland í þrívídd
Módelsmiðurinn Sigurður Halldórsson Mótar landið
með höndunum í gömlu gróðurhúsi austur af Laugarvatni