Morgunblaðið - 12.08.2019, Side 6

Morgunblaðið - 12.08.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019 Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Bergen garðhús eru fáanleg í fjórum stærðum. Frá 5 m2 upp í 14,9 m2. Húsin eru vönduð, sterkbyggð og þola vel íslenska veðrið! Frá kr. 299.900Garðhús Bergen *30% stafestingargjald greiðist við pöntun. Ný sending á leiðinni! 40.000 kr. afsláttur ef pantað er fyrir 15. ágúst nk. * Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Það var mjög mikilvægt að setja heilbrigðisstefnu á blað svo við villumst ekki af leið eða brestir komi í kerfið. Markmiðin og leið- irnar þurfa að vera skýrar, þannig að fjármunir nýtist sem best. Fjórða hver króna hins ríkisins fer til heilbrigðismála,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra. Ráðherrann fundar um þess- ar mundir með heilbrigðisstarfs- fólki, sveitarstjórnarmönnum og fleirum og kynnir þar heilbrigð- isstefnu til 2030 sem Alþingi sam- þykkti nýlega með 45 atkvæðum samhljóða. Meginstefin í þessari stefnu eru að auka sveigjanleika í heilbrigðiskerfinu og nota mæli- kvarða til að meta gæði og árang- ur. Horft er til þess að vandamál sjúklinga séu meðhöndluð út frá heildarsýn, en ekki endilega út frá heimsóknum til sérfræðinga eða innlögnum á sjúkrahús. Efling þjónustu við aldraða og gæðaáætlun Til skemmri tíma litið byggir heilbrigðisstefnan svo á aðgerða- áætlun til fimm ára í senn, stefnu- mótandi plaggi sem heilbrigð- isráðherra skal uppfæra árlega. Þar er efst á blaðinu nú efling heilbrigðisþjónustu við aldraðra, ný stefnumörkun í málefnum heilabilaðra, bætt meðferð í þjón- ustu við áfengis- og fíkniefna- sjúkdóma, endurskoðun á skipu- lagi sjúkraflutninga, innleiðing krabbameinsáætlunar, nýtt fjár- mögnunarkerfi fyrir heilbrigð- isþjónustuna, mönnun hennar og gæðaáætlun. „Enginn ein stétt eða hópur getur sagt að þetta sé sín stefna. Þetta var samstarf hundraða fólks þar sem margir komu með inn- legg. En vissulega kannast ég við að til dæmis læknum finnst sem þeir hafi verið afskiptir í þessari vinnu, sem ég tel þó ekki rétt. Inn- an heilbrigðiskerfisins eru sterkar fagstéttir sem koma að málinu út frá ólíkum sjónarhornum og hags- munum og því kemur það ekki á óvart að ekki séu allir fyllilega sammála,“ segir Svandís. Heilsugæslan verði gjaldfrjáls Efling heilsugæslunnar sem fyrsti viðkomustaður fólks sem þarf aðstoð heilbrigðiskerfisins, er meðal áherslumála í hinni nýju stefnu. Þetta segir Svandís mik- ilvægt; oft sé fólk að sækja þjón- ustu á rangan staði svo úr verði á stundum óeðlilega löng bið, tví- verknaður og hugsanlega oflækn- ingar. „Því skiptir miklu máli að stilla fókusinn rétt, þannig að fjár- munum sé ráðstafað skynsamlega. Í svo mörgu tilliti skiptir miklu máli að heilsugæslan sé sterk og þar hafa verið innleidd ný vinnu- brögð, með teymisvinnu ólíkra fagstétta. Þjónustan þar felst í svo miklu meiru en viðtölum við lækni,“ segir ráðherrann. Hún minnir líka á að sjúkdómabyrði sé að breytast sem kalli á nýjar áherslur. Meðalaldur Íslendinga sé að hækka og því fylgi marg- víslegar áskoranir í heilbrigð- isþjónustunni. Þá glími margir við kulnun og þá sé nýgengi áunninna lífsstílssjúkdóma að aukast; svo sem stoðkerfisvandamál, syk- ursýki og fleira slíks. „Heilbrigðisstefnan og rík- isfjármálaáætlun þurfa að haldast í hendur. Í dag er kostnaðarþátt- taka Íslendinga í heilbrigðiskerf- inu um 17,1% samanborðið við 15% á Norðurlöndunum. Fyrir nokkru tókum við komugjöld í heilsugæslunni af öryrkjum og eldri borgurum. Ég tel raunar mjög verðugt markmið að heilsu- gæslan öll verði gjaldfrjáls í ná- inni framtíð.“ Heilbrigðisstefnan og ríkisfjármálaáætlun þurfa að haldast í hendur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heilbrigðisráðherra Það skiptir miklu máli að heilsugæslan sé sterk og þar hafa verið innleidd ný vinnubrögð, segir Svandís Svavarsdóttir. Brestir komi ekki í heilbrigðiskerfið  Stofnanir heilbrigðisráðuneytisins geri árlega eigin starfs- áætlun sem taki mið af stefnu og áætlunum ráðherra.  Allir landsmenn hafi aðgang að skýrum upplýsingum um hvern- ig og hvert skuli leitað eftir þjónustu.  Byggingarframkvæmdum Landspítala við Hringbraut í Reykja- vík og við Sjúkrahúsið á Akureyri verði lokið.  Landsmenn hafi aðgengi að upplýsingum og þekkingu til að taka upplýstar ákvarðanir um val á heilbrigðisþjónustu. Allir hafi samræmda sjúkraskrá.  Allir geti séð stöðu sína í greiðsluþátttökukerfi.  Landsmenn hafi tæknilega möguleika á heimili sínu til þess að komast í samband við heilbrigðisþjónustu óháð búsetu.  Fjármögnun heilbrigðisþjónustu hvetji til aukinna gæða, betri heilsu notenda, góðs aðgengis að þjónustu og stemma verði stigu við kostnaði.  Kostnaður við skimanir og leit að ónæmum bakteríum og veiru- sjúkdómum sé greiddur úr sameiginlegum sjóðum.  Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í að birta niðurstöður um árangur starfs í heilbrigðiskerfinu.  Hver þáttur heilbrigðiskerfisins verði kostnaðargreindur og fjármagnaður með gagnsæjum hætti.  Heilbrigðisvísindasjóður verði stofnaður. Fjármögnun hvetji til aukinna gæða „Það er stór munur á því hvort allt vatnasvið stórfljóts er friðlýst eða einstaka virkjunarkostir, enda geta þeir í sumum tilvikum fallið vel að náttúrunni,“ segir Vilhjálmur Árna- son, alþingismaður og varaformaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Friðlýsing á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum sem Guðmundur Ingi Guð- brandsson, umhverfisráðherra, und- irritaði síðastliðinn laugardag, vekur spurningar, segir Vilhjámur sem sit- ur í nefnd sem undirbýr stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Stefið í rammaáætlun þeirri sem fyrir liggur er að ákveðnir virkjunarkostir eru á grænu ljósi, sumir í biðflokki en aðrir útilokaðir vegna sjónarmiða um náttúruvernd. „Rammaáætlun og áform um miðhálendisþjóð- garð þarf að ræða í samhengi. Ramminn var til- raun til málamiðlunar í virkjunar- málum og því verður líka að halda til haga að orkunýting og náttúruvernd geta farið vel saman,“ segir Vil- hjálmur sem finnst friðlýsing á Jök- ulsá á Fjöllum nú vera gott mál, enda nái hún til svæða sem hafi mikið nátt- úruverndargildi, svo sem Dettifoss. Menn megi hins vegar ekki fara fram úr sjálfum sér, heldur þurfi að meta hvern einn kost. Vernd gegn virkjunum Með friðlýsingunni er Jökulsá á Fjöllum vernduð gegn orkuvinnslu sem tillögur voru um með Arnardals- virkjun og Helmingsvirkjun. Svæðið sem fellur undir friðlýsinguna af- markast af vatnasviði ofan áður fyr- irhugaðra stíflna um meginfarveg og næsta nágrennis. sbs@mbl.is Friðlýsing vekur spurningar  Vatnasvið Jökulsár á Fjöllum friðlýst  Orka og náttúruvernd geta farið saman Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dettifoss Hrikalegur og aflmikill. Vilhjálmur Árnason Þrír hafa látist í umferðarslys- um það sem af er þessu ári og fara þarf aftur til ársins 2013 til þess að finna sömu tölu lát- inna og er ná- kvæmlega nú, 12. ágúst. Þenn- an sama dag í fyrra voru látnir í umferðinni á líðandi ári alls 12, 8 árið 2017 og 2016 og árið 2015 var talan komin í níu alls. Í apríl lést maður sem velti bíl sínum í Langadal, annar lést þegar veghefill lenti utan vegar á Ing- gjaldssandsvegi í júní. Í sama mán- uði fórst maður í vélhjólaslysi við Hólmavík. sbs@mbl.is Banaslysin eru færri Svínahraun Slysa- skilti vekur athygli. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Ég hef talað úti á landi en aldrei svona í kippu. Það hefur verið kvart- að yfir því, réttilega, að ekki sé fundað nægjanlega mikið með fólki á landsbyggðinni. Ég hef verið hvattur til þess að fara í svona ferð en því miður hefur ekki gefist tími fyrr vegna anna,“ segir Már Guðmunds- son seðlabankastjóri um funda- herferð sem hefst í dag á Ísafirði. Þar kynnir Már þróun, stöðu, og áskor- anir í peninga- og efnahagsmálum við lok 10 ára skipunartíma hans. Már fer ásamt bílstjóra og upplýs- ingafulltrúa í ferðina en auk Ísafjarð- ar verður fundað á Akureyri, Nes- kaupstað og Árborg en sá fundur fer fram á síðasta starfsdegi Más 19. ágúst. ,,Í skýrslu um endurskoðun pen- ingastefnu Íslands var talað um að Seðlabankinn eigi að eyða meiri kröftum í það að útskýra á sem víð- tækustum vettvangi hvað hann sé að gera, af hverju og hvernig hlutirnir virka. Þetta var eitt af þeim sjón- armiðum sem við tókum undir,“ segir Már og bendir á að seðlabankastjór- ar, Bretlands, Bandaríkjanna, Sví- þjóðar, Noregs og fleiri ríkja fari reglulega til fundar við almenning. Már vonast til þess að nýir stjórn- endur í Seðlabankanum hafi tök á að gera hið sama og upplýsi almenning með margvíslegum hætti um hlut- verk og starf bankans. Fundastjórar verða þrír fyrrverandi ráðherrar, Einar Kristinn Guðfinnsson, Val- gerður Sverrisdóttir og Guðni Ágústsson. Smári Geirsson mun stýra fundi á Neskaupstað en hann er fyrrverandi formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Már seg- ist kunnugur öllu þessu fólki og hann hafi valið einstaklinga með mikla reynslu. Seðlabanka- stjóri í hringferð  Bílstjóri og blaðafulltrúi með í för Morgunblaðið/Árni Sæberg Seðlabankastjóri Már Guðmunds- son lætur af störfum 20. ágúst. Fundaherferð » Fundað á Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað og Árborg. » Algengt erlendis að seðla- bankastjórar fundi með al- menningi » Fundarherferðin í samræmi við endurskoðun pen- ingastefnu Íslands » Þrír fyrrverandi ráðherrar fundarstjórar Úr heilbrigðisáætlun til ársins 2030

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.