Morgunblaðið - 12.08.2019, Side 12

Morgunblaðið - 12.08.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019 Norðlingabraut 8 110 Reykjavík S: 530-2005 Bíldshöfði 16 110 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 &530 2000 www.wurth.is Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur Léttur dúnjakki • 90% dúnn/10% fiður, þéttvafið nylon efni • Einstaklega þægilegir, hlýir og léttir, ferðapoki fylgir hverjum dúnjakka • 5 mismunandi litir • Stærðir: XS - 4XL – henta báðum kynjum Vnr: 1899 707 Verð: 13.480 kr. 12. ágúst 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.22 122.8 122.51 Sterlingspund 147.84 148.56 148.2 Kanadadalur 92.37 92.91 92.64 Dönsk króna 18.344 18.452 18.398 Norsk króna 13.717 13.797 13.757 Sænsk króna 12.772 12.846 12.809 Svissn. franki 125.63 126.33 125.98 Japanskt jen 1.1543 1.1611 1.1577 SDR 168.13 169.13 168.63 Evra 136.92 137.68 137.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.3988 Hrávöruverð Gull 1503.5 ($/únsa) Ál 1737.0 ($/tonn) LME Hráolía 57.74 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Heimsmarkaðsverð á gulli hækkaði töluvert í síðustu viku og stökk í nokkur skipti upp fyrir 1.500 dali á únsuna. Kostaði únsan tæplega 1.497 dali við lokun markaða á föstudag og nemur hækkunin um 4% yfir vikuna. Reuters segir gullverðið ekki hafa hækkað svona hratt á einni viku síðan í apríl 2016 og málmurinn ekki verið dýrari í sex ár. Það sem af er þessu ári hefur verð á gulli hækkað um rösklega 24%. Styrking gullsins í síðustu viku hélst í hendur við veikingu helstu hlutabréfa- vísitalna vestanhafs, sem skrifast eink- um á vaxandi spennu í viðskiptadeilum Bandaríkjanna og Kína. ai@mbl.is Órói ýtir gullinu upp Titringur Gullverð leitar oft upp á við þegar horfur eru slæmar. STUTT FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Útlit er fyrir að viðskiptablaðamenn muni hafa um nóg að skrifa næstu mánuðina. Þann 1. september kemur fyrsti skellurinn, með nýjum tollum Bandaríkjastjórnar á innflutning frá Kína. Seðlabanki Evrópu fundar 12. september og allar líkur á að þar verði ákveðið að lækka stýrivexti og grípa til frekari örvunaraðgerða. Markaðsvið- skiptanefnd Seðlabanka Bandaríkj- anna fundar svo tæpri viku síðar, og að auki vomir yfir að bandarískum rík- isstofnunum verði lokað 1. október ef ekki tekst að semja um fjárveitingar. Stóra stundin kemur síðan þann 31. október, og eru sjónvarpsstöðvarnar vísar til að vera með beina útsendingu frá því þegar klukkan á Big Ben slær tólf á miðnætti og Bretland hættir formlega að tilheyra Evrópusamband- inu. Dramatískar fréttir berast úr öllum áttum, og mátti sjá áhrifin skýrt á bandarískum hlutabréfamarkaði í lið- inni viku þar sem stóru vísitölurnar sveifluðust til og frá. Gætu blásið næsta fund af Nú síðast gaf Donald Trump það í skyn að samningaviðræður í tolladeil- um Kína og Bandaríkjanna væru að renna út í sandinn. Sagði hann blaða- mönnum á föstudag að óljóst væri hvort að fyrirhugaður samningafund- ur í september mundi fara fram. Skömmu áður hafði bandaríska fjár- málaráðuneytið tilkynnt að stofnunin flokki Kína núna formlega sem land sem stundar gjaldeyrishagræðingu (e. currency manipulation), í fyrsta skipti síðan 1994. Sá stimpill virðist þó ekki ætla að hafa teljandi áhrif á stöðu ren- minbísins því hvorki Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn né G7 ríkin kipptu sér upp við það þó gjaldmiðli Kína hafi verið leyft að veikjast lítillega og hafa viljað sem minnst segja um þetta útspil Bandaríkjastjórnar. Þeir sem eru með augun á Asíu bíða líka spenntir eftir að sjá hvernig Kína mun ganga að koma í veg fyrir fjármagnsflótta. Ef gengi júansins fær að falla, í takt við þau áhrif sem tollastríðið við Bandaríkin hefur á hagkerfi Kína, er víst að margir vilji skipta gjaldmiðlinum fyrir eitthvað stöðugra, sem svo gæti hleypt af stað enn meiri veikingu. Er skemmst að minnast þess þegar Seðlabanki Kína þurfti að ganga mjög á gjaldeyris- forða sinn og reisa alls kyns girðingar árið 2015 þegar renminbíinu var leyft að lækka í einum rykk. WSJ fjallar um hættuna á fjármagnsflótta í grein á sunnudag og bendir þar á tak- markalausa hugvitssemi fólks í Kína sem m.a. þefar uppi glufur í Hong Kong og Makaó og kemur júönunum sínum þannig í verð þrátt fyrir höft og varnir stjórnvalda. Bendir WSJ einn- ig á að veikara gengi geti komið sér illa fyrir skuldsett fyrirtæki í Kína en í mars á þessu ári skulduðu kínversk félög nærri 900 milljarða dala, og hafa skuldir þeirra í bandaríkjadölum þre- faldast á fimm árum. Verksmiðjur lækka verðin Þá boða nýjustu hagtölur frá Kína ekki gott. Lækkaði verksmiðjuverð á kínverskum varningi (e. factory-gate price) um 0,3% á milli mánaða og er það í fyrsta skipti í þrjú ár sem þessi vísitala leitar niður á við. Þykir verk- smiðjuverð gefa góða vísbendingu um eftirspurn iðnfyrirtækja eftir vörum og hráefni og lækkunin því til marks um að hægt hafi töluvert á kínversku atvinnulífi. Á sama tíma fer verð á almennri neysluvöru hækkandi og þrengir að kaupmætti heimilanna í landinu. Benda sérfræðingar á að við þau skil- yrði sem núna ríkja í hagkerfi Kína gætu aðgerðir stjórnvalda til að örva atvinnulífið s.s. með bættu aðgengi að lánsfé, leitað út í vísitölu neysluverðs og kynt undir bólu á fasteignamark- aði. Samkvæmt opinberum tölum var hagvöxtur í Kína á öðrum ársfjórð- ungi 6,2% á ársgrundvelli, og hefur ekki mælst lægri í 27 ár. Frá Bandaríkjunum er síðan að frétta að það sem af er þessu ári hefur orðið mikill kippur í fjárfestingum í skuldabréfasjóðum. Á fyrri helmingi ársins lögðu fjárfestar nærri 500 milljarða dala í þannig sjóði, að sögn FT, borið saman við 148 milljarða á fyrri hluta síðasta árs. Hefur öryggi skuldabrefasjóða ekki höfðað svona sterkt til fjárfesta síðan í fjármála- kreppunni. Vissara að spenna beltin AFP Snúið Frá blýantaverksmiðju í Jíangsú-héraði í Kína. Þar hægir enn á hagkerfinu og góðar lausnir vandfundnar.  Óveðursskýin hrannast upp í alþjóðahagkerfinu og í Bandaríkjunum leita fjárfestar skjóls í skuldabréfum  Kína hefur úr fáum góðum kostum að velja Í fyrsta skipti frá árinu 2012 mælist samdráttur á milli fjórðunga í lands- framleiðslu Bretlands. Wall Street Journal greinir frá þessu en sam- drátturinn nam 0,8% á ársgrundvelli. Er þetta mikill viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi þegar hagvöxtur mældist 2%, reiknað yfir allt árið. Ágætur hagvöxtur fyrstu þrjá mán- uði ársins var þó einkum rakinn til þess að fyrirtæki spýttu mörg í lófana og komu sér upp góðum birgðum af vörum og hráefni til að geta betur ráðið við raskanir vegna fyrirhugaðr- ar útgöngu úr Evrópusambandinu 29. mars síðastliðinn. Er óvissa vegna útgöngu Bretlands úr ESB nefnd sem helsta ástæðan fyrir samdrættinum á öðrum árs- fjórðungi og virðast stjórnendur vilja halda að sér höndum þar til í ljós kem- ur hvað gerist í kjölfar Brexit-dags- ins, 31. október næstkomandi. Þá lit- ast þróunin í Bretlandi einnig af því að á tímabilinu hægði á hagvexti víða í alþjóðahagkerfinu, s.s. í Bandaríkjun- um, Kína, Japan og á evrusvæðinu. Pundið hefur einnig verið á niður- leið, og ekki verið veikara gagnvart evru síðan í október 2009. Gagnvart bandaríkjadal hefur pundið ekki verið veikara síðan 1985. ai@mbl.is AFP Mínus Frá fjármálahverfi Lundúna. Annar ársfjórðungur kom ekki vel út. Hagkerfi Bretlands skreppur saman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.