Morgunblaðið - 12.08.2019, Síða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019
✝ BaldvinTryggvason
fæddist í Ólafsfirði
12. febrúar 1926.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold í Garðabæ 29.
júlí 2019.
Foreldrar hans
voru Rósa Frið-
finnsdóttir hús-
móðir, f. 26.6. 1897 í
Sauðaneskoti á
Upsaströnd í Svarfaðardal, d.
17.7. 1971, og Tryggvi Marteins-
son, bátaformaður og útgerð-
armaður, f. 17.11. 1889 í Burst-
abrekku í Ólafsfirði, d. 5.4. 1969.
Systir Baldvins var Dýrleif Jón-
ína, f. 5.4. 1929, d. 13.1. 2015.
Baldvin lauk stúdentsprófi frá
MA 1948. Frá táningsaldri var
hann því að mestu búsettur fjarri
heimahögum. Hann flutti til
Reykjavíkur að loknu stúdents-
prófi og hóf nám í lögfræði við HÍ,
sem hann lauk 1953.
Árið 1956 kvæntist hann Júlíu
Sveinbjarnardóttur, kennara og
leiðsögumanni, f. 29.8. 1931. Þau
eignuðust tvo syni, Sveinbjörn
Ingvar rithöfund, f. 27.8. 1957, og
Tryggva Martein tónskáld, f. 4.8.
1965. Júlía lést 21.10. 1984 eftir
áralanga baráttu við krabbamein.
Sveinbjörn er kvæntur Jónu
Finnsdóttur kvikmyndaframleið-
anda og eiga þau þrjú börn; Örnu
Völu, Baldvin Kára og Finn Sig-
urjón. Sambýlismaður Örnu Völu
er Aleksi Jaakkola og þau eiga
dótturina Tuulikki Jónu. Eig-
inmaður Baldvins Kára er Scott
formaður Fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík, formaður
skipulagsnefndar og miðstjórn-
armaður.
Baldvin var framkvæmdastjóri
Almenna bókafélagsins til ársins
1976, er hann tók við starfi spari-
sjóðsstjóra hjá Sparisjóði Reykja-
víkur og nágrennis. Hann lét af
störfum hjá SPRON 1996. Með-
fram störfum sínum hjá AB og
SPRON vann hann að vexti og
framgangi starfsgreinanna með
ýmsum hætti, svo sem á vettvangi
Félags bókaútgefenda og síðar í
Sambandi íslenskra sparisjóða,
norrænna sparisjóða og í stjórn
European Savings Bank Group.
Baldvin var fulltrúi borg-
arstjóra í Leikhúsráði Leikfélags
Reykjavíkur í yfir þrjátíu ár
(1963-1994), formaður fram-
kvæmdanefndar Listahátíðar í
Reykjavík 1973-74 og varafor-
maður 1975-76. Hann sat einnig í
stjórn Hins íslenska fornrita-
félags, Tónlistarfélagsins í
Reykjavík og Listasjóðs.
Baldvin hlotnuðust ýmsar við-
urkenningar fyrir störf sín, svo
sem riddarakross og stórriddara-
kross hinnar íslensku fálkaorðu
og heiðursfélaganafnbót hjá
Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.
Sjálfum var honum líklega kærust
sú viðurkenning er hann hlaut ár-
ið 1993, þegar hann var kjörinn
heiðursfélagi Leikfélags Reykja-
víkur.
Útför Baldvins fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 12. ágúst
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
Pontasch. Sambýlis-
kona Finns Sigurjóns
er Hilda Hrönn Guð-
mundsdóttir.
Tryggvi er kvænt-
ur Vilborgu R. Ein-
arsdóttur kennara
og eiga þau þrjú
börn; Sveinbjörn Júl-
íus, Einar Sverri og
Baldvin Ingvar.
Barnsmóðir Svein-
bjarnar er Halldóra
Kristinsdóttir, en þau eiga soninn
Tryggva Kristin. Sambýliskona
Einars Sverris er Guðrún Þóra
Arnardóttir, sem fyrir á soninn
Hafliða. Eiginkona Baldvins Ingv-
ars er Guðrún Pálsdóttir og eiga
þau nýfædda dóttur.
Árið 1992 kvæntist Baldvin eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Halldóru
J. Rafnar, fv. kennara og mennta-
málafulltrúa. Halldóra á synina
Jónas Fr. Jónsson hrl. og Magnús
Jónsson hdl. Jónas er kvæntur
Lilju Dóru Halldórsdóttur fram-
kvæmdastjóra og eiga þau tvö
börn; Steinunni Dóru og Jónas
Rafnar. Sambýlismaður Stein-
unnar er Simon Kirkeby Wessel.
Baldvin stundaði ýmis störf
fyrstu árin eftir námslok og var
m.a. framkvæmdastjóri full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík 1956-1960, en það ár
varð hann framkvæmdastjóri Al-
menna bókafélagsins. Baldvin
vann mikið og óeigingjarnt starf
fyrir Sjálfstæðisflokkinn fram eft-
ir ævi og má sem dæmi nefna að
hann var stofnandi Garðars FUS í
Ólafsfirði, formaður Heimdallar,
Í næstum fjörutíu ár hef ég
verið svo lánsöm að geta kallað
Baldvin Tryggvason tengdaföður
minn. Betri mann hef ég ekki
þekkt. Ég hitti hann og Júlíu,
tengdamóður mína, fyrst þegar
þau buðu kærustu Sveinbjarnar
og Völu litlu í mat á Kleifarveg-
inn. Tveggja ára stelpan var
strax sett í að hjálpa húsfreyjunni
við salatgerð í eldhúsinu, en kær-
astan leidd niður í kjallarastofu
þar sem húsbóndinn stóð í hvítri
spariskyrtu og steikti kótelettur
yfir opnum arineldi. Þegar hann
sneri sér við til að heilsa sá ég í
fyrsta sinn þetta bjarta og hlýja
bros, sem mér hefur þótt svo
vænt um síðan. Þessi góðu hjón
tóku okkur mæðgum opnum örm-
um frá fyrsta degi og í þeim eign-
aðist Vala mín bestu afa og ömmu
sem hægt er að hugsa sér. Júlía
lést rúmum tveimur árum síðar
eftir langvinn veikindi og lagðist
sú reynsla sem því fylgdi þungt á
tengdaföður minn um sinn.
Baldvin ólst upp í Ólafsfirði og
það var sérlega gaman að heyra
hann segja frá uppvexti sínum
þar og uppátækjum, sem hann
mundi í ótrúlegum smáatriðum
alveg fram á síðasta dag. Afa-
börnin skemmta sér gjarnan við
að rifja upp prakkarasögur af
Balla Rósu Tryggva. Þegar við
fjölskyldan bjuggum í útlöndum,
fyrir internet og farsíma, bárust
stundum í pósti þykk bréf frá afa
til krakkanna, þar sem hann
sagði þeim sögur af sjálfum sér
litlum. Þetta er fjársjóður sem
þau eiga örugglega eftir að leita í.
Hann átti bjarta og góða æsku,
umvafinn kærleiksríkum foreldr-
um og stórum frændgarði. Hann
var góður námsmaður og fyrstur
Ólafsfirðinga af alþýðustétt til að
fara í menntaskóla.
Þorpslífið og nálægðin við sjó-
inn hafa eflaust mótað lífsafstöðu
Baldvins og aukið skilning hans á
forgengileika tilverunnar. Við
náðum oft saman í því að rifja upp
sögur og atburði sem einkenna ís-
lensk sjávarþorp, því þó að heil
kynslóð skildi okkur að, var
reynsluheimur okkar þaðan ótrú-
lega svipaður í mörgu, hans að
norðan og minn að vestan. Það
var gott og gefandi að spjalla við
tengdaföður minn og ég bar
ómælda virðingu fyrir því hvern-
ig hann nálgaðist umfjöllun um
menn og málefni. Ætíð af alúð,
einstakri víðsýni og algeru for-
dómaleysi.
Baldvini var trúað fyrir marg-
víslegum verkefnum á langri og
gjöfulli æfi og hann var óhræddur
við að taka á sig bæði ábyrgð og
skyldur. Fyrirtæki uxu og döfn-
uðu undir hans stjórn og alls
staðar þar sem hann lagði mál-
efnum lið lét hann gott af sér
leiða. Hann var mikill listunnandi
og naut þess m.a. að kynna
barnabörnum sínum töfraheima
leikhússins. Hann þreyttist ekki
á að láta þau heyra hvað hann var
stoltur af þeim og það var svo
sannarlega gagnkvæmt. Hann
var alla tíð óspar á hól og hvatn-
ingu og á ég honum óendanlega
margt að þakka. Baldvin var svo
gæfusamur að hitta Dóru sína
fyrir rúmum aldarfjórðungi og
duldist engum hversu kærleiks-
ríkt og fallegt samband þeirra
var. Ég kveð þennan öðling með
virðingu og ást. Megi hann hvíla í
friði.
Jóna Finnsdóttir.
Elsku afi minn. Það eru ótal
minningar sem koma upp í hug-
ann þegar ég hugsa til baka og
rifja upp gamlar stundir með þér.
Eins og öll þau skipti sem þú last
fyrir mig ævintýri upp úr H.C.-
Andersen bókunum fyrir svefn-
inn, þegar ég gisti hjá ykkur
Dóru. Það var svo gott að hafa þig
við hliðina á mér og sofna við upp-
lesturinn, hlustandi á djúpu og
notalegu röddina þína þar til ég
lognaðist út af.
Einnig spretta upp minningar
frá því þið Dóra fóruð með okkur
krakkana á ýmsar leiksýningar
eins og Ronju ræningjadóttur,
Kardimommubæinn og Litla
Kláus og stóra Kláus. Eftir sýn-
ingu fóruð þið gjarnan með okkur
baksviðs og við fengum að taka í
höndina á leikurunum og ein-
hvern tímann man ég eftir að
hafa fengið að fara upp á svið og
leika mér í ýmsum leynigöngum
og rennibrautum sem voru part-
ur af leikmyndinni. Það var mikið
fjör.
Þá verður að minnast ökuþórs-
ins Afa Häkkinen. Þetta viður-
nefni gaf ég þér þegar ég hvatti
þig til dáða í akstrinum og við
kölluðum á umferðarljósin:
„Grænt, grænt, grænt“ af því í
leiknum mátti bíllinn alls ekki
stöðvast og ég var viss um að við
hefðum æðri mátt yfir ljósunum
og gætum óskað eftir grænu ljósi.
Þú tókst virkan þátt í leiknum og
hrópaðir á umferðarljósin og
byrjaðir að hægja vel á ferðinni ef
það var rautt ljós fram undan Svo
þegar græna ljósið birtist kallaði
ég: „Áfram afi Häkkinen!“
Það sem stendur þó upp úr er
tíminn okkar saman á Strandveg-
inum síðustu ár. Ég kom nánast
vikulega í heimsókn til ykkar
Dóru og fannst fátt betra en að
verja deginum með ykkur og var
oft langt fram á kvöld. Við vorum
gott tríó. Spjölluðum um allt
mögulegt, borðuðum indælis mat
í boði Dóru og horfðum jafnvel á
góða mynd. Þetta eru ógleyman-
legar hversdagsstundir sem ég
mun leita til og rifja upp ef mér
finnst ég þurfa að hlýja mér um
hjartarætur.
Þá fór vel um okkur félaga í
hægindastólunum í sjónvarps-
stofunni með sinn kaffibollann
hvor og jafnvel nokkrar kexkök-
ur við hönd. Þar horfðum við
saman á alla Arsenal-leikina og
fögnuðum mörgum sigrum en
þurftum líka stundum að sætta
okkur við ansi súr úrslit. Eftir
leiki spjölluðum við saman og þú
rifjaðir stundum upp æskuminn-
ingar úr Ólafsfirði eða mennta-
skólaárin á Akureyri. Ég hlustaði
af forvitni og ímyndaði mér
hvernig strákur þú hefðir verið á
þessum aldri. Það var virkilega
gaman að heyra þessar sögur.
Við urðum mjög góðir vinir og
gátum talað hvor við annan á per-
sónulegum nótum. Það þótti mér
afskaplega vænt um. Þú hafðir
ávallt einlægan áhuga á mér og
spurðir frétta, vildir vita hvernig
mér liði og hvernig mér gengi.
Svo kvaddirðu mig gjarnan með
þessum hlýju orðum: „Bless,
elsku fallegi strákurinn minn.“
Ég er heppinn að eiga ótelj-
andi minningar um okkur saman
og er þakklátur fyrir allan tímann
sem ég fékk með þér. Það var svo
gott að vera hjá þér. Notalega
lyktin af rakspíranum þínum,
hlýr og mjúkur faðmur þinn og
einstaklega bjart og fallegt bros
mun lifa með mér alla tíð.
Þinn,
Finnur Sigurjón.
Mér er orða vant þegar kemur
að því að kveðja afa minn og
nafna. Bæði vegna þess að það er
erfitt að vita hvar maður eigi að
byrja þegar hver minningin
keppir við aðra, og einnig vegna
þess að mér finnst ekkert ósagt á
milli okkar – við höfum átt svo
margar fallegar og innilegar
kveðjustundir á síðustu árum, allt
frá því ég flutti til Bandaríkjanna
fyrir rúmum áratug, enda engin
fullvissa fyrir hendi hvort og hve-
nær við myndum hittast næst.
Enginn veit sína ævina og allt
það.
En minningarnar eru vissu-
lega margar og góðar. Ég man
eftir heimsóknunum í Los Angel-
es þegar ég var rétt að byrja í
skóla. Þá var hver mínúta með
afa svo dýrmæt og eftirsótt, að
þegar hann tók að sér að hlýða
Völu systur yfir svokallaðar
margföldunartöflur sem ég hafði
engan skilning á, þá öfundaði ég
hana systur mína svo af allri at-
hyglinni að ég ákvað að ég þyrfti
fyrir alla muni að læra margföld-
un sömuleiðis. Ég man eftir
heimsóknum í Ofanleitið, þar sem
maður fékk egg og beikon í morg-
unmat alveg eins og krakkarnir í
Ævintýrabókunum. Og allar leik-
húsferðirnar, ekki má gleyma
þeim.
Þegar ég var kominn í menntó
og síðar í Háskólann stofnuðum
við nýja hefð. Þá kom afi niður í
bæ og við fórum á kaffihús sam-
an, bara við tveir. Og þegar hann
var hættur að keyra sjálfur, fór
ég og sótti hann á gamla bláa
Golfinum hennar mömmu og við
lögðum upp í kaffileiðangur sam-
an. Við ræddum daginn og veg-
inn, ég sagði frá því sem ég var að
fást við hverju sinni, og oftar en
ekki deildi afi með mér sögum frá
sínum menntaskóla- og háskóla-
árum.
Alltaf studdi afi mig í hverju
því sem ég tók mér fyrir hendur
og hvatti til dáða. Hann las bæði
ritgerðir frá mér og sögur, sem
við gátum svo rætt á næsta kaffi-
fundi. Og ekki dró úr hvatning-
unni eftir að ég kom út úr skápn-
um og varð virkur í félagsstörfum
hinsegin fólks. Hann hringdi í
mig á hverjum einasta gleði-
göngudegi til að óska mér til
hamingju með daginn, rétt eins
og ég ætti afmæli. Hann skildi
nefnilega hvað þetta var mér
mikilvægt og samgladdist inni-
lega.
Við áttum einnig dýrmætar
minningar hin síðustu ár, þótt
heimsóknum fækkaði vissulega
eftir að ég flutti til útlanda. Síðast
þegar ég heimsótti afa settist ég
við hlið hans og hélt í höndina á
honum eins og svo oft áður. Við
spjölluðum eitthvað og ég hef ef-
laust sagt honum frá því sem á
daga mína hafði drifið frá því við
sáumst síðast. Mig minnir að
sjónvarpið hafi verið í gangi en
við vorum hvorugur svo sem að
fylgjast með því. Aðallega minn-
ist ég þess að hafa setið með hon-
um og fundið hlýjuna í höndunum
á honum. Við þögðum bara sam-
an um stund og nutum nærver-
unnar, þar til afi sagði að ef ég
þyrfti að fara að koma mér þá
skildi hann það mætavel. Ég
sagði sem satt var að mér þætti
gott að vera hjá honum, og við
sátum saman svolítið lengur áður
en ég kvaddi hann loksins.
Gangi þér allt að sólu, kom
svarið.
Baldvin Kári („nafni“).
Með Baldvin Tryggvasyni er
genginn mannkostamaður, mikill
öðlingur og drengur góður. Það
væri trúlega ofsagt að eiginleikar
hans hafi beinlínis verið fágætir.
En hann var búinn þeim í svo rík-
um mæli að hann var einstakur í
huga þeirra sem voru samferða
honum um lengri eða skemmri
veg.
Hann óf svo listilega saman í
einn vef andstæð skaphafnarein-
kenni. Þannig var hann allt í senn
stefnufastur, hafði ljúfa lund og
sýndi jafnan hófsemd í dómum
um menn og málefni. Hann var
hugsjónaríkur en um leið ráð-
snjall og fundvís á praktískar
lausnir. Þrátt fyrir hógværð var
hann hrókur sérhvers mannfund-
ar. Í störfum sínum var hann
hvort tveggja framsækinn og að-
gætinn. Og í ranni fjölskyldunnar
myndugur og mildur.
Af sjálfu leiddi að maður sem
þessum kostum var búinn valdist
til mikilla ábyrgðarstarfa. Þannig
stýrði Baldvin Almenna bóka-
félaginu á blómatíma þess. Þar
naut fagurkerinn og hugsjóna-
maðurinn sín vel. Það var á þeirri
tíð þegar reiptog hugmyndabar-
áttu og stjórnmála átti dýpri ræt-
ur í bókmenntum en nú er.
Síðar veitti hann Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis for-
ystu á tímum umbreytinga og ný-
mæla í fjármálaþjónustu. En
gæfa hans og sparisjóðsins var
kannski fólgin í því öðru fremur
að hann vissi að lögmál pening-
anna hafði smátt sjálfstætt gildi
utan við þau mörk sem mannleg
skynsemi og ábyrgð segja til um.
Í fulla þrjá áratugi sat Baldvin
Tryggvason í leikhúsráði Leik-
félags Reykjavíkur. Leikhúsið
var honum meira en bara verk-
efni. Það var hluti af honum sjálf-
um. Næmni hans og hyggindi á
þeim vettvangi efldu bæði leik-
húsið og hann sjálfan. Þó að hlut-
verk hans hafi einkum verið að
líta til með naumum fjárhag fé-
lagsins held ég að hann hafi lifað
sig inn í heim listamannanna sem
margir hverjir urðu bestu vinir
hans.
Heima var ætíð í Ólafsfirði.
Unglingur stóð hann að stofnun
félags ungra sjálfstæðismanna í
firðinum. Þar hófust farsæl störf
hans fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í
þeim var hann heill og trúr sann-
færingu sinni. Hugsjónir Bald-
vins og Geirs Hallgrímssonar
féllu vel saman. Hann sagði Geir
hafa búið yfir ríkri réttlætis-
kennd og sýnt drengskap um-
fram aðra menn. Það voru viðhorf
af þessu tagi sem réðu því jafnan
hvar Baldvin tók sér stöðu.
Baldvin var frjálslyndur og
víðsýnn maður og alþjóðlegur í
hugsun. Hann taldi að Ísland ætti
að nýta rétt sinn til þátttöku í
efnahags- og varnarsamstarfi
með Evrópu og Norður-Ameríku.
Mér er nær að halda að fölskva-
laus ást á byggðinni milli þröngra
fjalla í firðinum heima hafi eflt þá
sannfæringu hans að með því
móti myndi Ísland verða meira að
afli og áhrifum.
Drjúgur ævivegur var ekki
genginn án mótlætis. Fráfall Júl-
íu eftir löng og ströng veikindi
var Baldvin og sonum þeirra
þraut og þungur harmur.
Síðar varð það auðna mín að
tengjast Baldvin fjölskyldubönd-
um. Það var yndi að sjá hann og
Halldóru heimta hamingjuna og
lífsfyllinguna svo ríkulega saman.
Í dag er svo hinsta ferðin farin.
Ég trúi að minni um hlýtt hjarta-
lag og gæsku Baldvins létti þeim
sporin er næst honum stóðu.
Þorsteinn Pálsson.
Baldvin Tryggvason var ein-
arður liðsmaður menningar og
lista. Það stýrði því góðri lukku
þegar ráðamenn Reykjavíkur-
borgar völdu hann fulltrúa sinn í
leikhúsráð Leikfélags Reykjavík-
ur. Það var á þeim minnisverðu
árum í leiklistarsögu okkar að
nærri aldargamalt rótgróið leik-
félag höfuðstaðarins, sem alla tíð
hafði haft aðsetur sitt í Iðnó við
Tjörnina, var á sjöunda áratugi
síðustu aldar orðið atvinnuleik-
hús og var af miklum metnaði að
leggja drög að byggingu Borgar-
leikhúss. Það gerðist hreint ekki
af sjálfu sér en okkur þykir nú
sjálfsagt að eiga eins og hverja
aðra höfuðstaðarprýði. Lagt var
á ráðin á löngum fundum uppi á
lofti í Iðnó, glaðsinna fólk saman
komið í leikhúsráðinu, með þann
einlæga metnað að reka gott leik-
hús borgarinnar, jafnvígt Þjóð-
leikhúsinu og sem allra fyrst í
nýju leikhúsi, Borgarleikhúsi.
Allt gekk það eftir og ekki síst
fyrir liðveislu Baldvins, öndveg-
isvinar okkar, sem hafði svo góð
sambönd við rekstrarhöfðingja
borgarinnar. Aðrar listgreinar
þjóðarinnar nutu einnig atorku
hans og liðsinnis. Hann naut mik-
ils trausts meðal listamanna og
var um tíma, fyrir tilstilli mennta-
málaráðherra, formaður stjórnar
listamannalauna.
Baldvin Tryggvason var heils
hugar vinur íslenskrar menning-
ar, farsæll bókaútgefandi um
skeið og síðan á góðum árum
gifturíkur vörslumaður hins ver-
aldlega sem sparisjóðsstjóri í far-
sælum viðskiptabanka. Hann
naut þeirrar lífsgæfu að láta gott
af sér leiða hvar sem hann kom að
verki.
Ég þakka fyrir trausta og gef-
andi vináttu áranna og votta
Halldóru, sonum þeirra og fjöl-
skyldunni allri innilega samúð að
góðum dreng gengnum.
Vigdís Finnbogadóttir.
Baldvin Tryggvason var lykil-
maður í starfi Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík þegar ég hóf þátt-
töku í starfi Heimdallar FUS
haustið 1958. Hann hafði tekið við
starfi framkvæmdastjóra Full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík tveimur árum áður og
gegndi því fram á Viðreisnarárin
þegar hann varð framkvæmda-
stjóri Almenna bókafélagsins
sem í stjórnmálabaráttu þeirra
ára hafði mikla þýðingu.
Það var mikill kraftur í starfi
sjálfstæðisfélaganna í höfuðborg-
inni á þeim árum. Í hvert sinn
sem eitthvað var að gerast í póli-
tíkinni komu sjálfstæðismenn
saman til fundar í Sjálfstæðishús-
inu við Austurvöll þar sem for-
ystumenn flokksins gerðu grein
fyrir gangi mála. Þetta voru eft-
irminnilegir fundir.
Framkvæmdastjóri fulltrúa-
ráðsins hélt utan um þetta starf
allt og sá um að flokkskerfið væri
í lagi og tilbúið til átaka þegar til
kosninga kæmi. Þetta var á þeim
árum þegar kalda stríðið mótaði
allt umhverfi okkar. Við töluðum
mikið saman á þeim árum, ekki
sízt eftir að ég tók við for-
mennsku í Heimdalli, og bárum
saman bækur okkar um þau við-
horf sem uppi voru hverju sinni
meðal flokksmanna. Á hæðinni
fyrir ofan í Valhöll við Suðurgötu
starfaði Gunnar Helgason að
málefnum verkalýðsfélaganna.
Hvað var Sjálfstæðisflokkurinn
að gera á þeim vettvangi?
Okkur lærðist það fljótt þegar
við vorum kallaðir til starfa í
kosningum til stjórna verkalýðs-
félaganna en þar var kalda stríðið
háð ekki síður en annars staðar.
Þetta var eins konar gullöld
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Menningarlífið var einn af víg-
völlum kalda stríðsins á Íslandi,
ekki síður en verkalýðsfélögin.
Þar höfðu kommúnistar sem var
samheiti okkar sem yngri vorum
yfir nánast alla vinstrimenn náð
mjög sterkri vígstöðu með Mál og
menningu í fararbroddi. Almenna
bókafélagið var stofnað til að
jafna þau met.
Eftir rúmlega áratugar starf
hjá fulltrúaráðinu varð Baldvin
framkvæmdastjóri AB. Á þeim
árum skipti pólitísk reynsla máli
við stjórn á bókaútgáfu. And-
stæðingarnir höfðu náð miklum
áhrifum meðal ungra rithöfunda
og raunar annarra listamanna
sem með ýmsum hætti höfðu
áhrif á skoðanamyndun meðal al-
mennra borgara.
Því starfi gegndi Baldvin í
tæpan áratug og hafði þá verið í
tvo áratugi í fremstu víglínu
stjórnmálaátaka þeirra ára.
Menn á borð við Baldvin voru
eins konar grunnstoðir í starfi
Sjálfstæðisflokksins.
En Baldvin kom víðar við.
Hann sat í stjórn Leikfélags
Reykjavíkur í meira en þrjá ára-
tugi. Ég veitti því sérstaka eft-
irtekt af tilfinningalegum ástæð-
um hvað Baldvin var annt um hag
þess félags. Það var vegna þess
Baldvin Tryggvason