Morgunblaðið - 12.08.2019, Page 18

Morgunblaðið - 12.08.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019 ✝ Guðbjörg Þór-isdóttir fæddist í Reykjavík 25. mars 1952. Hún lést í Reykjavík 2. ágúst 2019. Hún var dóttir hjónanna Þóru Kar- ítasar Árnadóttur og Þóris Más Jóns- sonar og ólst upp í Vesturbæ Reykja- víkur. Eftir útskrift úr Hagaskóla lauk hún almennu kennaraprófi árið 1973 og varð stúdent frá Kennó 1974. Hún lauk B.A. prófi í íslensku frá Há- skóla Íslands árið 1978 og Cand. Mag. prófi í íslenskum bók- menntum árið 1992. Frá átján ára aldri sinnti hún kennslu víða um land og kenndi fólki á öllum aldri á öllum skólastigum, meðal annars við Kvennaskólann í bókmenntir sem tæki til tilfinn- ingalegs uppeldis í kennslu. Börn Guðbjargar og Árna Blandons Einarssonar frá fyrra hjónabandi eru Einar f. 1978, kvæntur Árnýju Ingvarsdóttur, börn þeirra eru Guðrún Dís Jó- hannsdóttir, Álfdís Jóhanns- dóttir, Hildur Karitas og Bjartur, en móðir Bjarts er Eyrún Magn- úsdóttir. Þóra Karítas, f. 1979, unnusti hennar er Sigurður Guð- jónsson, börn þeirra eru Flóki Hrafn, Árni Guðjón og Dagur Kári en móðir Flóka Hrafns er Anna Rún Tryggvadóttir. Guðbjörg greindist sumarið 2014 með sjaldgæfan sjúkdóm, Benson-heilkenni, og lést úr hon- um á Droplaugarstöðum í Reykjavík 2. ágúst 2019. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 12. ágúst 2019, klukkan 16. Reykjavík, Fóstur- skóla Íslands og Framhaldsskólann á Laugum. Þá vann hún eitt ár í Mennta- málaráðuneytinu. Hún vann lengi sem skólastjóri; fyrst í Grunnskólanum að Skógum undir Eyja- fjöllum, svo í Sand- víkurskóla á Selfossi en lengst af í Breiða- gerðisskóla í Reykjavík og var um tíma formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Guðbjörg hafði mik- inn áhuga á skapandi skrifum, skrifaði sögur fyrir börn, gaf út bókina Krakkar, krakkar og kenndi og hvatti nemendur sína til að skrifa. Hún skráði sig í doktorsnám í bókmenntum árið 2013 og lagði upp með að skrifa um hvernig hægt væri að nýta Guðbjörg tengdamóðir mín hef- ur kvatt okkur langt fyrir aldur fram. Áratugur er síðan leiðir lágu saman í gegnum Þóru dóttur hennar. Með mér í fylgd var Flóki Hrafn, fjögurra ára drengurinn minn, sem hún tók svo eftirminni- lega og hlýlega á móti og naut þess að dekra við. Hún gladdist yf- ir að sjá hann verða að ungum manni og sagði honum hvað henni þætti hann flottur í hvert sinn sem þau hittust. Örlæti Guðbjargar var ein- stakt. Hún var opin og næm, lista- kokkur og stemningskona sem vissi ekkert betra en að hafa fólkið sitt í kringum sig. Betri fyrirmynd þegar kemur að lífsviðhorfi er vandfundin. Við bjuggum um skamman tíma saman á Leifsgöt- unni þegar Árni Guðjón, ömmu- barnið hennar, var í móðurkviði og ég fann að sjálfstraust mitt efldist með hverjum degi. Ég áttaði mig fljótt á því að það var vegna þess hve gjöful hún var á hrós og hvatningu en lífsgleði hennar var líka smitandi. Þetta var snemma árs 2015 og þótt sjúkdómurinn hafi verið farinn að herja á hana beit hann ekki á jákvæðnina eða getu hennar til að hvetja aðra. Miðað við grimmd sjúkdómsins er það ótrúlegt að fylgjast með því hve hetjulega hún tókst á við hann. Hún var lausnamiðuð og þrautseig og glasið var alltaf hálf- fullt. Ég gleðst yfir því nú að Guð- björg hafi fengið að njóta þess að sjá drengina okkar Þóru koma í heiminn því hún var ólýsanlega góð amma. Þegar Árni fæddist skein hún af gleði og söng fyrir hann Aravísur og kvæði út í eitt. Hún kenndi okkur að tala stans- laust við ungbörn til að efla með þeim góða máltilfinningu og áhuga á tungumálinu og hún nálg- aðist börn af einstakri gleði og næmni. Með henni og Árna tókst dýrmæt vinátta frá fyrsta degi. Þau náðu að bralla ýmislegt sam- an þegar hún bjó enn á Skúlagötu og Dagur fékk að njóta nærveru hennar fyrsta eina og hálfa árið. Hann varð strax tengdur ömmu sinni og knús frá honum, klapp og bros var eitt af því sem gladdi hana mest er hún gekk síðasta spölinn í veikindunum. Drengirnir okkar hafa verið mikið hjá ömmu sinni síðan þeir fæddust. Eftir að Guðbjörg kvaddi vildi Árni Guðjón heimsækja hana og komast að því hvar hún væri. „Kannski er hún uppi á himnum,“ útskýrði mamma hans fyrir hon- um eftir að umræða hafði átt sér stað um að hún yrði lögð í kistu, fjársjóðskistu vildi Árni Guðjón meina og bætti við kistu þar sem fjársjóðurinn er. „En hvar verður hún þá?“ spurði hann svo og mamma hans svaraði: „Kannski á himnum,“ en hann var ekki viss um það. „Nei, kannski ekki,“ sagði hann. Kannski býr hún bara í hjartanu okkar.“ Og þannig er það, Guðbjörg býr nú í hjarta okk- ar og missirinn er mikill. Hennar skarð verður ekki fyllt. Eftir stendur samt tilfinningin um að það sé skylda okkar að fagna lífinu og lifa því eins vel og hægt er með- an færi gefst. Guðbjörg snerti marga á lífsleið sinni og þar á meðal mig, svo skapandi og skemmtileg. Orðin hennar, örlæti, umvefjandi kær- leikur og hrós er það sem ég vona að ég geti gefið áfram til drengj- anna minna í minningu hennar og samvera með góðu fólki. Hvíl í friði, góða vinkona, með þökk fyrir allt. Sigurður Guðjónsson. Í dag kveðjum við Guðbjörgu Þórisdóttur, tengdamóður mína og kæra vinkonu. Konu með risa- stórt hjarta sem markaði djúp og hlý spor í huga flestra þeirra sem urðu á vegi hennar, hvort sem var í eitt augnablik eða áratugi. Guðbjörg var einstök kona og mér varð strax við fyrstu kynni ljóst að hún og fjölskylda hennar væru í algerum sérflokki. Kær- leikurinn var einhvern veginn svo áþreifanlegur og allsráðandi í gjörðum þeirra og viðhorfum og mér var strax tekið opnum og um- vefjandi örmum. Guðbjörg var bráðgáfuð hugsjónakona, opin og sérlega glaðlynd. Hún bar hag sinna nánustu, sem og annarra samferðarmanna og nemenda, ætíð fyrir brjósti og var með ein- dæmum styðjandi og hvetjandi. Fáa hef ég fyrirhitt um ævina sem hafa búið yfir jafnmikilli jákvæðni og gleði í daglegu lífi. Á þessum tæpu sex samferðarárum okkar heyrði ég hana aldrei kvarta, aldr- ei hallmæla öðrum að ósekju, aldr- ei vorkenna sjálfri sér, heldur tók hún því sem að höndum bar, ávallt með augastað á því góða í aðstæð- unum. Guðbjörg var mikill mannvinur og náði sérlega vel til barna. Hlýj- an sem hún sýndi eldri dætrum mínum frá fyrsta degi var afar dýrmæt og ósvikin og hún elskaði barnabörnin sín af öllu hjarta, bæði þau sem hún fylgdi frá byrj- un og eins þau sem hún græddi á leiðinni. Hún hafði einlægan áhuga á þeim og þeirra hugðar- efnum og hafði gaman af því að segja þeim sögur, fræða þau og syngja og dansa, enda var alltaf stutt í kátínuna, smitandi hlátur- inn – og kennaraelementið. Hún var félagsvera af guðs náð og naut sín best umvafin vinum og vanda- mönnum, jafnt stórum sem smáum. Ég hefði svo gjarnan viljað kynnast Guðbjörgu fyrr á lífsleið- inni því sögurnar sem ég hef heyrt af henni bera vott um stórmerki- lega, sterka og dugmikla konu sem reyndi margt á sinni ævi. Þó verð ég ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman því þrátt fyrir að veikindin tækju æ meiri toll eftir því sem árin liðu tapaði hún aldrei þeim hluta síns karakters sem hvað mestu máli skiptir í lífinu: kærleikanum í garð annarra og óbilandi jákvæðni. Hún var og mun vera okkur öllum, sem eftir standa og muna hana, fyrirmynd í því hvernig hægt er að takast á við marglitar áskoranir lífsins með ást, gleði, umburðar- lyndi og æðruleysi að vopni. Nú kemur það í hlut okkar og stóru krakkanna, þeirra Bjarts, Flóka Hrafns, Guðrúnar Dísar og Álfdísar, að bera ljósið áfram og segja yngstu barnabörnunum, þeim Árna Guðjóni, Hildi Karitas og Degi Kára, sögur af gleðigjaf- anum og kjarnakonunni ömmu Guggu. Blessuð sé minning þín Guð- björg. Við munum sakna þín, muna þig og passa upp á hvert annað. Árný Ingvarsdóttir. Sumir kvíða ellinni á meðan aðrir fá ekki tækifæri til að njóta hennar. Fyrrverandi tengdamóðir mín, Guðbjörg Þórisdóttir, kveið þess alveg ábyggilega ekki að eld- ast en hún fékk því miður ekki tækifæri til að njóta ævikvöldsins. Í staðinn urðu það örlög hennar að hverfa smám saman inn í illvígan sjúkdóm og fá að lokum friðsælt andlát, langt um aldur fram. Eiginlega er erfitt að ímynda sér að nokkur hefði notið þess meira að eldast en Guðbjörg, amma Gugga. Þegar Bjartur, fyrsta barnabarnið, kom í heiminn komst fátt annað að en að vera amma. Henni leið vel í því nýja hlutverki og manni þykir sárt og ósanngjarnt að barnabörnin hafi ekki fengið fleiri ár með henni. En engu ráðum við víst um það. Bjartur er þakklátur fyrir tím- ann sem hann fékk með ömmu Guggu og yljar sér nú við dýrmæt- ar minningar. Amma Gugga tók fræðsluhlutverk sitt alltaf alvar- lega, lagði áherslu á að sýna barnabarninu bækur, kynna hon- um söngva, leyfa honum að tjá sig, mála myndir, skoða náttúruna og rannsaka veröldina. En frjálsræð- ið var líka í hávegum haft. Sigri hrósandi sagðist hann í eitt skiptið hafa fengið tvo íspinna í morgun- mat hjá ömmu Guggu. Það mátti alls konar hjá ömmu og hann var alsæll með það. Svo var það bara verkefni foreldranna að útskýra af hverju þetta væri ekki vaninn alla daga. Mér er minnisstætt þegar eitt sinn átti að fara í Skriðu og Bjart- ur hefur eflaust ekki verið mikið meira en tveggja ára. Ég smurði nesti og Guðbjörg bauðst til að koma með kaffi til að drekka á leiðinni. Svo var stoppað á miðri leið til að borða nesti og drekka kaffi. Guðbjörg dró upp kaffið en hló og afsakaði það að hún ætti nú engan kaffibrúsa með þéttu loki þannig að hún hefði hellt kaffinu í könnu sem er hugsuð til að standa á borði. Til að koma í veg fyrir að kaffið læki skellti hún bara ullar- sokki yfir könnuna. Það virkaði, þótt sokkurinn hafi verið heldur kaffiblautur. Svo dró hún fram postulínsbolla sem reyndar höfðu fengið ansi slæma útreið skrölt- andi um skottið og eitthvað hafði kvarnast upp úr. En þetta var Guðbjörg Þórisdóttir ✝ Sofie MarieMarkan fædd- ist á Siglufirði 3. maí 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 31. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru Ole Christi- an Andreassen vél- stjóri, f. í Tønsberg í Noregi 1894, d. 1980, og Inga Lovísa Þorláksdóttir húsmóðir, fædd á Ísafirði 1901, d. 1970. Systkini Sofie Marie voru fimm: Sofie fædd og dáin 1923, Erna fædd og dáin 1926, Hugo, f. 1928, d. 1999, Sverre, f. 1930, d. 1938, og Erling, fæddur 1936. Eiginmaður Sofie Marie var Rolf Markan, f. í Noregi 1926, d. 2013. Rolf var málmsteypu- mótari að iðn, tónlistarmaður og garðyrkjumaður. Afkomendur þeirra hjóna eru 1) Anne-Marie Markan, fædd 1952, 2) Ingrid Markan, fædd 1954; dóttir henn- ar og Sigfúsar Grétarssonar er þá iðn- og tónlistarnám í Ósló. Rolf og Sofie gengu í hjónaband á Íslandi 1951. Sofie var heimavinnandi hús- móðir fyrstu hjúskaparárin, en hóf störf sem ritari hjá Íþrótta- sambandi Íslands snemma á 7. áratugnum. Hún starfaði síðar á lögmannsstofu, í Málaskólanum Mími og sem ritari Norræna fé- lagsins. Í framhaldi af því var hún ráðin ritari forstöðumanns Norræna hússins við opnun þess 1968. Þar starfaði hún til ársins 1971, þegar hún var ráðin ritari Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags Íslands. Hún starf- aði þar til ársins 1989. Árið 1966 fengu þau hjón út- hlutað lóð og urðu meðal frum- byggja Stekkjahverfis í Breið- holti. Flutti fjölskyldan inn í nýja húsið árið 1970 og bjuggu Sofie og Rolf þar allt til ársins 2012. Útför Sofie fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 12. ágúst 2019, klukkan 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. María Huld Markan Sigfúsdóttir, fædd 1980; eiginmaður hennar er Kjartan Sveinsson, dóttir þeirra Móey er fædd 2008; 3) Inga Huld Markan, fædd 1957, eiginmaður hennar er Nicholas Jones, synir þeirra Fróði, fæddur 1992, og Tumi Grendel, fæddur 1995. Foreldrar Sofie fluttu með fjölskylduna til Reykjavíkur seint á 3. áratugnum og bjuggu þau á nokkrum stöðum í gömlu Reykjavík en lengst af á Þórs- götu 21. Að loknu gagnfræða- prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1942 starfaði Sossen meðal annars hjá Alliance Fran- caise í Reykjavík og hjá Olíufé- laginu Esso. Árið 1947 hélt hún til Noregs í nám á húsmæðraskóla. Í Noregi hitti hún verðandi eiginmann sinn, Rolf Markan, sem stundaði Við systurnar erum svo lán- samar að hafa notið langra sam- vista við mömmu okkar. Mynd- irnar og minningabrotin eru svo ótal mörg. Sterk nærvera hennar og botnlaus kærleikur, óvænt smitandi hlátursköst ef einhver slysaðist til að kitla hlátur- taugarnar, fróðleiksmolar um venslafólk og reynslusögur og aðrar af atvikum sem hún sjálf taldi ef til vill löngu gleymd. Mamma var segull og lím fjöl- skyldunnar. Hún hafði einstakt og ómeðvitað lag á að tengja stór- fjölskylduna saman. Ættingjarnir sem eru dreifðir um heiminn virt- ust allir leita til hennar, hvort sem það var til að forvitnast um ættir og uppruna eða af þörf fyrir kaffi- sopa og móðurlega hlýju og faðm- lag. Mamma var vinur vina sinna. Hún átti sér sterkan og ending- argóðan hóp vinkvenna frá Kvennaskólaárunum og hús- mæðraskólanum í Noregi. Þær héldu hópinn alla tíð og voru hver annarri styrkur og félagsskapur. Skólagöngu mömmu lauk eftir út- skrift úr Kvennaskólanum, en hún hætti aldrei að læra í skóla lífs og starfa. Hún átti einkar auð- velt með nám og hlaut á skóla- göngunni iðulega hrós hjá kenn- urum sínum, og þá sérstaklega í íslensku og öðrum tungumálum og fyrir forkunnarfagra rithönd. Hún var afar listræn og fjölhæf og eftir hana liggja mörg falleg málverk og glerlistaverk. Hún lagði snemma fyrir sig skrautrit- un og náði mikilli færni sem nýtt- ist við mörg tækifæri. Kom listin að góðum notum á meðan hún starfaði hjá Læknafélögunum þar sem henni var falið að skrautrita heiðursskjöl lækna. Mamma þurfti snemma á æv- inni að axla mikla ábyrgð. Hún var elst þeirra fjögurra systkina sem lifðu og hægri hönd móður sinnar sem var heilsuveil. Ellefu ára aldursmunur var á henni og yngsta bróðurnum og var hún fyrir bragðið kölluð „litla mamma“. Faðir hennar starfaði sem vélstjóri og var í millilandasiglingum. Ein fyrsta minning hennar eru úr risinu í Mjóstræti 3 þar sem hún stendur við gluggann og horfir út á haf að bíða eftir að pabbi kæmi heim af sjónum. Önnur sterk minning er frá Hesteyri á síldarárunum þar sem foreldrar hennar störfuðu sumarlangt í síldarvinnslunni. Lífið og tilveran á Hesteyri var spennandi fyrir 13 ára yngismey og mamma naut lífsins. En þá knúði sorgin dyra við óvænt and- lát Sverre litla bróður hennar sem var átta ára í sveit á Barða- strönd. Má kannski rekja djúpa ábyrgðartilfinningu mömmu alla tíð til þessa árs andstæðra tilfinn- inga. Styrkur hennar lá í seiglu og hæfilegum skammti af þrjósku. Hún var bjartsýn og jákvæð í við- horfi til lífsins og ágerðist já- kvæðnin með aldrinum. Hún var hjartahrein og leitaði þess góða í öllu og öllum. Við getum seint fullþakkað henni, hún studdi okk- ur í einu og öllu og hvatti okkur til náms eins og hugur okkar stóð til. Blessuð sé minning elsku mömmu. Við söknum hennar sárt. Anne Marie (Mallý), Ingrid og Inga Huld. Amma Sossen var hamingju- sömust þegar hún hafði alla fjöl- skylduna í kringum sig. Hvenær sem við heimsóttum ömmu og afa beið hún spennt eftir okkur í eld- húsinu í Geitastekk og með út- breiddan faðminn. Hún vildi heyra allt um skólann okkar í Cambridge, vinina og áhugamál- in, alltaf tilbúin að hlusta, njóta samverunnar – og dekra við okk- ur. Hjartahlýja, glatt geð og ör- læti ömmu gerði tengslin við Ís- land órjúfanleg og heimsóknirnar tilhlökkunarefni. Minningin um sumarið með ömmu og afa þegar Fróði var fimm ára verður honum alltaf kær. Hann var ekki hár í loftinu og ekki laust við að hann kviði fyr- ir að vera svona lengi í burtu frá pabba og mömmu og litla bróður. En í lok sumarsins átti hann erfitt með að skilja við ömmu og afa. Ást þeirra og umhyggja – og of- urljúffengar „afakökurnar“ henn- ar ömmu – eru meðal bernsku- minninga sem aldrei gleymast. Heimsóknirnar til ömmu og afa tengjast gleði jólanna og áhyggjulausum sumarfríum, og skemmtilegum og dýrmætum samverustundum með fjölskyld- unni. Við hlökkuðum alltaf til að sjá ömmu Sossen og afa Roffa. Hvunndagur skóladagsins gufaði upp um leið og við stigum inn fyr- ir dyr í Geitastekk. Þar mættu okkur amma, sífellt á þönum og baukandi í eldhúsinu með góðan mat og gúmmulaði handa okkur, og afi í sínum heimi, hummandi Schubert eða Wagner yfir hráum hvítlauk og gulrót í morgunmat. Amma var svo góður kokkur að við sögðum aldrei nei takk, hvort sem við vorum svangir eða ekki. Gæska og rausn ömmu stendur upp úr í minningunni. En hún hafði gaman af að gantast og gerði oft grín af sjálfri sér. Amma var óeigingjörn og lét aðra sífellt ganga fyrir – eiginleiki sem var oftast aðlaðandi en stundum dá- lítið pirrandi. Styrkur hennar var styrkur fjölskyldunnar á erfiðum tímum og gleðistundirnar enn bjartari í návist hennar. Hvíl í friði elsku amma, við munum sakna þín. Fróði og Tumi, Cambridge, Englandi. Nú hefur hún elsku amma Sos- sen kvatt okkur. Fíngerða konan með hreina hjartað. Amma mín sem hrósaði fólki óspart, talaði aldrei illa um einn né neinn og sí- fellt lét í ljós væntumþykju sína í orðum og gjörðum. Alltaf hefur verið hægt að ganga að hlýjunni hennar ömmu vísri líkt og höfuð- áttunum. Ég varð þeirra forréttinda að- njótandi að fá að alast upp að miklu leyti í ömmu- og afahúsi. Amma fór fyrr á eftirlaun til að geta sinnt ömmuhlutverkinu að fullu. Ég gerði mér ekki grein fyrir því á þeim tíma að þetta væru for- réttindi, en er nú full þakklætis – að koma heim úr skólanum í heit- an grjónagraut með kanilsykri og smjöri og hlusta á Rás 1 í róleg- heitunum – að fá tíma og and- rými, óhefta hlustun og skilyrð- islausa nánd – fá að læra undirstöðuatriði í skrautskrift, krosssauma, baka kleinur – fá að heyra sögur ömmu frá ungmeyjarárunum í hersetinni Reykjavík, sögur af norsku ömmu hennar, ómetanlega tengingu inní tíma og gildi sem nú eru horfin. Amma Sossen átti sérstakan stað í hjarta fólks, það heyrði ég og fann fram á síðasta dag frá vin- um, kunningjum, umönnunarfólki og líka bláókunnugu fólki. Hún gerði sér far um að gefa af sér og sýna hlýju alveg óumbeðin og án skilyrða. Það er langt frá því sjálf- sagt eftir langt lífshlaup sem síð- ur en svo var dans á rósum að standa uppi með fegurðina að leiðarljósi. Elsku amma – ég man eitt sinn þegar ég sat heima í borðkrókn- um eftir skóla, borðaði hádegis- mat og hlustaði á dánarfregnir að ég spurði þig í kjölfarið í barns- legri einlægni hvar þess Kyrrþey væri sem svo margir kysu að jarð- syngja sig í. Ég ímyndaði mér fal- lega, litla, græna, friðsæla eyju þangað sem fólk reri á bátum með þá látnu. Mig langar að ímynda mér að þú sért þar núna. Góða ferð, elsku amma, og takk fyrir allt. María Huld Markan Sigfúsdóttir. Sofie Marie Markan Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.