Morgunblaðið - 12.08.2019, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir Kristrún
í síma 862 0382
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera í
Innri Njarðvík
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Boðinn Bingó kl. 13.
Dalbraut 18-20 Brids kl.13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hvað langar þig að hafa í
félagsstarfinu í vetur? Komdu með hugmyndina og settu í hugmynda-
bankann, sem er opinn kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30. Félagsvist kl.
13. Handavinnuhornið kl. 13-14.30. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790. Allir velkomnir óháð aldri.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Núvitund í handverksstofu kl. 10.30.
Göngutúr um hverfið kl. 13. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Hádegis-
matur kl. 11.30-12.30 alla daga vikunnar, kaffi kl. 14.30-15.30 alla virka
daga. Opin handverksstofa alla virka daga. Verið velkomin á Vitatorg.
Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13.15 kanasta.
Gullsmári Handavinnuhópur kl. 9-11.30. Félagsvist kl. 20.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45.
Hádegismatur er kl. 11.30, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum
með Önnu og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Gengið kl. 10 í dag frá Borgum og frá Grafarvogskirkju,
allir velkomnir. Hádegisverður kl. 11.30-12.30, Opnunartími í Borgum
kl. 10 til 14, opnunartími lengist frá og með morgundeginum 13.
ágúst 2019. Frjáls spilamennska alla daga, gleði og gaman. Minnum
einnig á gönguhópa Korpúlfa, gengið kl. 10 frá Borgum, ganga við
allra hæfi, allir velkomnir. Gengið mánudag, miðvikudag og föstudag
kl. 10 í allt sumar, bætir hressir kætir.
Seltjarnarnes Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Vatnsleikfimi í
sundlauginni kl. 18.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
✝ Sigurgeir Jóns-son fæddist á
Húsavík 20. nóv-
ember 1951. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
1. ágúst 2019.
Foreldrar hans
voru Jón Árnason
bifreiðastjóri frá
Kvíslarhóli á Tjör-
nesi, f. 22. febrúar
1915, d. 21. janúar
2008, og Helga Sigurgeirsdóttir
húsmóðir frá Húsavík, f. 1. októ-
ber 1926, d. 8. desember 2005.
Systkini Sigurgeirs eru:
Björg, f. 11. apríl 1953, maki
Pálmi Pálmason, Guðmundur
Aðalsteinn, f. 24. nóvember 1954,
maki Sigríður Ingvarsdóttir, og
Ásdís, f. 1. júlí 1962,
maki Sigurgeir
Stefánsson.
Sigurgeir kvænt-
ist 20. nóvember
1976 Guðrúnu Sig-
urlaugu Óskars-
dóttur, f. 25. júlí
1951. Foreldrar
hennar eru Óskar
Jónsson húsasmíða-
meistari, f. 19. júlí
1925, og Sigríður
Jónsdóttir húsmóðir, f. 6. nóv-
ember 1927, d. 1. nóvember 2000.
Sigurgeir og Guðrún eign-
uðust tvö börn. Þau eru 1) Óskar,
f. 27. apríl 1977, maki Ragnheið-
ur Þorkelsdóttir. Börn þeirra eru
Harpa, f. 3. febrúar 2005, Emma,
f. 7. október 2007, og Orri, f. 27.
ágúst 2012. 2) Arnar Jón, f. 14.
september 1978, maki Helena
Árnadóttir.
Sigurgeir ólst upp á Húsavík
og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1971. Hann lauk námi í efnafræði
með BS-gráðu frá Háskóla Ís-
lands árið 1974. Hann var í sum-
arvinnu við Kísiliðjuna í Mý-
vatnssveit og vann samhliða
háskólanámi sem stundakennari
í efnafræði fyrir læknanema.
Sigurgeir var kennari við
Menntaskólann við Hamrahlíð
frá 1974 til 2018 þar sem hann
gegndi jafnframt ýmsum trún-
aðarstörfum. Hann var um tíma
deildarstjóri og fagstjóri efna-
fræðideildar auk þess sem hann
átti sæti í skólastjórn og skóla-
nefnd.
Útför Sigurgeirs fer fram frá
Lindakirkju í dag, 12. ágúst
2019, klukkan 15.
Það er enn hálfóraunverulegt
að hann tengdafaðir minn hafi
nú kvatt þennan heim. Sárt er
að sætta sig við að eftir baráttu
og þrautseigju síðustu mánaða
hafi stríðið tapast. Sigurgeir var
hæglátur maður með afar þægi-
lega nærveru sem skilur eftir
sig stórt skarð í fjölskyldunni.
Við sem eftir sitjum getum þó
yljað okkur við góðar minningar
um samveru í sumarbústaðnum,
á ferðalögum erlendis og í
hversdeginum.
Barnabörnin missa með frá-
falli hans góðan vin, spilafélaga
og leiðbeinanda sem vildi allt
fyrir þau gera. Afa verður
minnst með því að rifja upp
skemmtilegar sögur, skoða
gamlar myndir, elda afakássu og
borða súkkulaðirúsínur.
Mesti missirinn er hennar
Guðrúnar, sem missir nú lífs-
förunaut sinn og besta vin, ein-
mitt þegar þau ætluðu að fara
að njóta lífsins saman að lokinni
starfsævinni. Um leið og við
minnumst þessa mæta manns
með miklu þakklæti reynum við
að styðja hana og hvert annað í
sorginni.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Hvíl í friði. Þín tengdadóttir,
Ragnheiður.
Elsku afi, við munum sakna
þín mjög mikið. Við munum
minnast þín þegar við syngjum
saman lögin sem við sungum
með þér, fáum okkur heitt
súkkulaði uppi í sumarbústað og
spilum á spil. Við munum sakna
allra góðu tímanna með þér.
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða
-draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað
mitt!
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin
-mundu að það er stutt hver stundin
stopult jarðneskt yndið þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað
mitt!
Allt hið liðna er ljúft að geyma,
láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma
-segðu engum manni hitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað
mitt!
(Jóhannes úr Kötlum)
Hvíl í friði, elsku afi.
Harpa, Emma og Orri.
Nú er Geiri bróðir og mágur
fallinn frá. Eftir harða baráttu
við erfið veikindi í rúma fjóra
mánuði varð hann að játa sig
sigraðan. Hvers vegna hann?
Það er fátt um svör.
Sigurgeir fæddist og ólst upp
á Húsavík og var elstur af fjór-
um systkinum, yngri eru Bogga,
Gummi og Dísa. Hann fékk allt
sem gott var í vöggugjöf. Geira
var það í blóð borið að fara vel
með þá hluti sem hann eignaðist
og minnist Gummi þess að hon-
um hafði verið gefinn leður-
fótbolti, sjálfsagt reimaður bolti
upp á þann tíma. Þessi bolti
varð langvinsælasti boltinn hjá
krökkunum vegna þess hve
mjúkur hann var og lyktaði vel,
enda sat Geiri löngum stundum
og bar á boltann leðurfeiti.
Bekkjarsystkini hans úr Barna-
skóla Húsavíkur minntust þess
eitt sinn þegar árgangurinn hitt-
ist að Geiri hefði átt sama strok-
leðrið allan barnaskólann og ef-
laust er það rétt, hvort sem er
að hann fór vel með eða hitt að
hann hafi ekkert þurft að stroka
út. Hann var góður í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur, hvort
sem það voru íþróttir, tónlist,
skák eða námsbækurnar.
Það er mikil eftirsjá að slík-
um manni sem Sigurgeir var því
hann var mörgum kostum bú-
inn. Hann hafði ákaflega nota-
lega og hlýja nærveru og var
einstaklega hógvær maður sem
vildi ekki láta á sér bera. Hann
var heiðarlegur, orðvar, ljúfur
og traustur og gott til hans að
leita.
Sigurgeir var barngóður og
þolinmóður og börn hændust að
honum. Hann var stefnufastur á
sinn hógværa hátt, hafði skýra
sýn á það hvernig hann vildi
hafa hlutina og stefndi ávallt að
því marki að skila fullkomnu
verki.
Í einkalífinu var Sigurgeir
gæfumaður. Hann kynntist
henni Guðrúnu á háskólaárun-
um þar sem þau voru í sama
námi. Það varð okkar lán að þau
skyldu verða hjón enda yfirleitt
nefnd í einu; Guðrún og Geiri,
Geiri og Guðrún. Samband
þeirra var mjög sterkt og þau
voru samhentir förunautar í leik
og starfi. Þau tóku við sumarbú-
stað foreldra Guðrúnar og nutu
þess að eyða sumrunum þar,
ekki síður eftir að barnabörnin
komu til. Þau spiluðu golf sér til
ánægju og Geiri naut þess að
tefla skák við félaga sína og
samkennara.
Þau kenndu við Menntaskól-
ann í Hamrahlíð allan þeirra
starfsaldur. Sigurgeir var góður
kennari, gladdist yfir góðum
nemendum og naut þess að sjá
þegar fyrrverandi nemendum
hans farnaðist vel í lífinu. Hann
hafði fallega rithönd og skrifaði
með eigin hendi útskriftar-
skírteini sinna nemenda.
Okkur þótti svo undurvænt
um Sigurgeir og fáum ekki skil-
ið hvers vegna hann þurfti að
fara. Þau Guðrún höfðu fyrir ári
síðan lokið störfum við MH og
nutu þess að sinna fjölskyldunni
og öðrum hugðarefnum sínum.
Við eigum öll margar góðar
minningar um Geira og þær
munu lifa með okkur um ókomin
ár. Heiðursmaður er fallinn frá.
Við þökkum fyrir þau ár sem við
fengum með honum.
Elsku Guðrún, Óskar og
Ragnheiður, Arnar Jón og Hel-
ena, Harpa, Emma og Orri afa-
strákur. Ykkar missir er mikill,
við biðjum þess að tíminn muni
sefa sorgina og veita ykkur
huggun.
Björg og Pálmi
Guðmundur og Sigríður
Ásdís og Sigurgeir.
Í dag kveðjum við Sigurgeir,
okkar kæra mág og svila.
Kveðjustundin kom allt of fljótt
og við munum sakna hans sárt.
Sigurgeir lést á Landspítalanum
1. ágúst eftir fjögurra mánaða
erfiða sjúkdómsbaráttu.
Þegar við hugsum um Sigur-
geir koma svo mörg orð um
hans góðu eiginleika upp í huga
okkar. Auk þess að vera miklum
gáfum gæddur var hann ein-
stakt ljúfmenni, hlýr, skemmti-
legur, yfirvegaður, traustur,
hjálpsamur og umburðarlyndur
og hafði góða nærveru. Hann
var ekki sá sem hafði hæst og
stærði sig ekki af hlutum en allir
löðuðust að honum því þeir
skynjuðu hvað hann var þægi-
legur og góður maður.
Við minnumst margra góðra
stunda á heimili Sigurgeirs og
Guðrúnar í Vesturbænum og í
sumarbústað þeirra í Þrasta-
skógi. Í sumarbústaðnum var
Sigurgeir hinn stóri grillmeist-
ari og gekk í öll verk. Hann var
handlaginn og vandvirkur og
hélt öllu vel við. Þá var augljóst
hvað Sigurgeir var traustur og
elskulegur eiginmaður og mikill
fjölskyldufaðir og afi. Barna-
börnin þrjú hændust að honum.
Sá yngsti, Orri tæplega sjö ára,
var mikill afastrákur og gaman
var að fylgjast með þegar þeir
léku sér saman að því að leysa
reikningsdæmi sem litli snáðinn
leysti í huganum af mikilli snilld.
Sigurgeir var líka tengdaföður
sínum mikil stoð og stytta og
var alltaf tilbúinn að aðstoða
hann á allan hátt.
Sigurgeir kynntist Guðrúnu
eiginkonu sinni á námsárunum í
Háskóla Íslands þar sem þau
stunduðu bæði nám í efnafræði.
Þau störfuðu síðan saman sem
kennarar við Menntaskólann við
Hamrahlíð fram að starfslokum
vorið 2018. Frá mörgum höfum
við heyrt að Sigurgeir hafi verið
besti kennari sem þeir hafi
nokkurn tímann haft og að hann
hafi opnað fyrir þeim heim
efnafræðinnar. Guðrún og Sig-
urgeir höfðu fleiri sameiginleg
áhugamál og stunduðu til dæmis
golf í mörg ár. Þau höfðu líka
mikinn áhuga á öðrum íþróttum
og voru sterkur stuðningur fyrir
synina sem spiluðu fótbolta frá
unga aldri. Eitt af aðaláhuga-
málum Sigurgeirs var skák og
tefldi hann við vini sína í hverri
viku.
Það er mikill missir að fráfalli
Sigurgeirs. Mestur er þó missir
Guðrúnar, Óskars, Ragnheiðar,
Hörpu, Emmu, Orra, Arnars
Jóns og Helenu, enda fjölskyld-
an mjög samhent. Guðrún og
Sigurgeir höfðu rétt byrjað nýj-
an kafla í lífinu eftir starfslok
þegar erfiður sjúkdómur breytti
skyndilega öllum þeirra áform-
um. Þau voru einstaklega góðir
vinir og samstíga í svo mörgu.
Það verða því mikil viðbrigði
fyrir Guðrúnu að hafa ekki Sig-
urgeir sér við hlið. Það er okkur
þó huggun að vita af því að hún
á góða að, bæði fjölskyldur og
vini, sem munu veita henni
styrk. Hugur okkar er hjá Guð-
rúnu og öllum börnunum sem
eiga um svo sárt að binda eftir
þennan stóra missi, en þau stóðu
eins og klettur við hlið Sigur-
geirs í hans erfiðu veikindum.
Við kveðjum Sigurgeir með
sorg í hjarta en góðar minningar
um einstakan mann lifa með
okkur. Við þökkum honum sam-
fylgdina og biðjum góðan Guð
að veita Guðrúnu, Óskari,
Arnari Jóni og fjölskyldum
þeirra styrk í sorginni. Guð
blessi minningu Sigurgeirs.
Sólveig og Hilmar,
Gunnar og Dagný,
Fanney og Guðjón.
Hægláti efnafræðikennarinn,
maðurinn hennar Guðrúnar, fé-
lagi við skákborðið og hollráður
vinur – það var í þessari röð sem
flestir okkar uppgötvuðu og
kynntust öðlingnum Sigurgeiri
Jónssyni þar sem leiðir okkar
lágu saman við störf í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Sigur-
geir gerði kennslu að ævistarfi
og átti að baki 44 ára farsælan
kennsluferil í MH þegar hann
lét af störfum á síðastliðnu ári.
Honum var einkar lagið að gera
flókna hluti skiljanlega fyrir
nemendum með þaulhugsaðri og
skýrri framsetningu og þeir eru
ófáir sem lokið hafa lofsorði á
Sigurgeir fyrir natni hans og af-
bragðskennslu. Hann var og for-
ystumaður innan sinnar
kennslugreinar, ritaði kennslu-
efni og mótaði öðrum fremur
þann sess sem efnafræðin skip-
ar innan raungreina í MH og
víst er að mörgum var hann fyr-
irmynd. Þeir sem þekkja til
innra starfs MH vita að spor
Sigurgeirs liggja víða því að sóst
var eftir honum til margvíslegra
trúnaðar- og nefndastarfa innan
skólans. Það þótti nefnilega
ákveðinn gæðastimpill að hafa
Sigurgeir með í starfshópi eða
nefnd og viss forboði um já-
kvæðan framgang málefnis ef
það fékk að njóta glöggskyggni
hans og góðra ráða.
Svo var það skákin sem við
skemmtum okkur reglulega við,
bæði á vinnustaðnum og á hin-
um afslöppuðu og vikulegu hrað-
skákkvöldum yfir vetrartímann.
Þau héldum við til skiptis á
heimilum okkar í nafnlausa og
óformlega skákklúbbnum þar
sem ekki einu sinni úrslitin voru
skráð. Skólamál og önnur þjóð-
þrifamál rædd inn á milli víga-
ferlanna á taflborðinu. Geðs-
hræringar óverulegar, engin
eftirmál en alltaf jafn gaman,
svo gaman að við áttum það
jafnvel til að endurtaka sumar
vitleysurnar næst þegar sest var
að tafli.
Enginn sá fyrir það endatafl
Sigurgeirs sem raunin varð og
nú er góðs vinar og félaga til
áratuga sárt saknað. Við skák-
klúbbsmenn sendum Guðrúnu
og þeirra nánustu innilegar
samúðarkveðjur.
Jón Ingi Hannesson,
Lárus H. Bjarnason,
Sigurkarl Stefánsson,
Valdimar Valdimarsson og
Þórarinn Árni Eiríksson.
Fallinn er frá góður félagi,
vinur og fyrrverandi samstarfs-
maður, Sigurgeir Jónsson. Við
sem störfuðum með Sigurgeiri í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
minnumst hans sem góðs félaga,
trausts vinar og samstarfs-
manns. Hann starfaði við skól-
ann í 44 ár og lét af störfum vor-
ið 2018 eftir farsælan og
eftirtektarverðan starfsferil.
Eiginkona Sigurgeirs, Guðrún
S. Óskarsdóttir, starfaði nær
alla tímann samhliða honum í
MH og voru þau ákaflega sam-
rýnd. Ef Sigurgeir birtist var
Guðrún aldrei langt undan. Í
huga margra nemenda og ekki
síður samstarfsmanna var Sig-
urgeir faðir efnafræðinnar í
MH. Sigurgeir samdi námsbæk-
ur í efnafræði sem hafa verið
notaðar í fjöldamörg ár. Efna-
fræðin var hans hjartans mál og
mikill metnaður einkenndi
kennsluna hjá honum. Hann
lagði mikla áherslu á verklega
kennslu og tilraunir sem vöktu
áhuga nemenda á efninu. Hann
var tilbúinn að fara óhefðbundn-
ar leiðir sem vöktu ætíð athygli
og gleði nemenda. Margir fv.
nemendur eiga góðar minningar
um plexiglertímann. Hann var
afskaplega vel liðinn af nemend-
um og tók alltaf vel á móti þeim.
Hann þótti ljúfur í samskiptum
og alltaf glaður, yfirvegaður og
einlægur. Að starfa við kennslu í
rúma fjóra áratugi segir sitt
hvað um Sigurgeir og honum
tókst að smita marga nemendur
af sínum einlæga áhuga á efna-
fræðinni. Sigurgeir var dugleg-
ur að heimsækja skólann eftir
að hann lét af störfum og hafði
áfram sama áhuga á skólanum
og kennslunni. Hann hafði mik-
inn metnað fyrir hönd MH og í
huga okkar er hann efnafræði-
kennarinn í MH.
Við munum sakna Sigurgeirs
og sendum Guðrúnu og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðj-
ur.
Fyrir hönd MH þökkum við
Sigurgeiri fyrir innilegt og far-
sælt samstarf.
Helga Jóhannsdóttir,
Pálmi Magnússon og
Steinn Jóhannsson.
Sigurgeir Jónsson
Fleiri minningargreinar
um Sigurgeir Jónsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.