Morgunblaðið - 12.08.2019, Side 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019
„HORFÐU EKKI SVONA Á MIG. ÞETTA
KALLAST „FRAMÞRÓUN”.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að fá nudd fyrir
þreytta fætur.
VEISTU, GRETTIR, AÐRIR KETTIR
ERU LÍFLEGIR OG GERA FYNDNA
HLUTI!
SKO, VILTU
SKRÍPALÆTI EÐA
EKKI?
GOTT
OG VEL
ÞÚ DIRFIST
EKKI
ÁR HVERT ERUM VIÐ MEÐ
STÆRRA TRÉ EN ÁRIÐ
ÞAR Á UNDAN!
ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI
EINN AF KOSTUM
ÞESS AÐ VERA MEÐ
MOLDARGÓLF!
REIÐI-
STJÓRNUN
„NÚNA TEL ÉG UPP AÐ TÍU Í STAÐ ÞESS
AÐ BRJÁLAST. ÉG PRÓFAÐI AÐ TELJA
UPP AÐ 20 EN ÞÁ FENGU ÞEIR OF
MIKIÐ FORSKOT.”
Fjölskylda
Elsti sonur Ásdísar er 1) Róbert
Andri Grímsson, f. 1997, börn henn-
ar og Garðars Gunnlaugssonar
knattspyrnumanns eru 2) Hektor
Bergmann Garðarsson, f. 2005, og 3)
Viktoría Rán, f. 2007.
Bræður Ásdísar eru 1) Vignir Þór
Gunnarsson, f. 1972, og 2) Gunnþór
Ægir Gunnarsson, f. 1977. Vignir og
Gunnþór Ægir reka saman Vaxt-
arvörur í Hafnarfirði. Sammæðra
Ásdísi er 3) Hrefna Sif, verk-
efnastjóri í upplýsingatæknideild
Icelandair hótela og fyrirsæta í
aukavinnu, f. 1988, og samfeðra Ás-
dísi eru 4) Jónas Reynir Gunn-
arsson, skáld í Reykjavík, f. 1987, og
5) Þórhallur Elí Gunnarsson lækna-
nemi, f. 1977.
Foreldrar eru Ásdísar eru Gunn-
ar Friðgeir Vignisson, útibússtjóri í
Íslandsbanka á Egilsstöðum, f. 1954,
frá Brúarlandi í Fellabæ, og Eygló
Gunnþórsdóttir, f. 1952, myndlist-
arkona í Reykjavík, frá Fáskrúðs-
firði.
Ásdís Rán
Gunnarsdóttir
Þuríður Kristín Indriðadóttir
húsfreyja í Sjólyst og á Sætúni,
frá Vattarnesi við Fáskrúðsfjörð
Guðmundur Jónsson
æðsti templar og útvegsbóndi á Fáskrúðs-
fi rði, var í Sjólyst og síðar á Sætúni,
frá Gestsstöðum í Fáskrúðsfi rði
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja og verkakona, frá
Vattarnesi við Fáskrúðsfjörð
Gunnþór Guðjónsson
stýrimaður og skipstjóri, frá
Gvendarnesi við Fáskrúðsfjörð
Eygló Gunnþórsdóttir
myndlistarkona í
Reykjavík
Arnleif Stefánsdóttir
húsfreyja á Gvendarnesi,
frá Grund í Stöðvarfi rði
Guðjón Ólafsson
útvegsbóndi á Gvendarnesi við Fáskrúðsfjörð
Jónas Reynir
Gunnarsson
skáld
Guðmundur Helgi Þórðarson
læknir í Hafnarfi rði
Vilborg Guðmundsdóttir
húsfreyja í Hvammi á Völlum
Þórður Helgason
bóndi í Hvammi á Völlum
Ásdís Þórðardóttir
húsmóðir á Brúarlandi í Fella-
bæ, frá Hvammi á Völlum
Vignir Brynjólfsson
atvinnurekandi á Brúarlandi í
Fellabæ, frá Ekkjufelli í Fellum
Friðgerður Gunnarsdóttir
húsfreyja og verkakona frá
Hrollaugsstöðum í Hjaltastaða-
þinghá, síðast bús. í Reykjavík
Brynjólfur Sigbjörnsson
bóndi á Ekkjufelli í Fellum
Úr frændgarði Ásdísar Ránar
Gunnar Friðgeir
Vignisson
útibússtjóri Íslands-
banka á Egilsstöðum
Í tímaritinu Dvöl segir frá Frið-birni Björnssyni í Staðartungu
er hann ásamt fleiri Hörgdælum
var á heimleið frá Akureyri. Frið-
björn orti þá um hreppsnefndina í
Kræklingahlíð vísu sem varð fleyg.
Tildrög hennar voru þau að hrepps-
nefndin var að fara inn í fundarhús
hreppsins, sem var nokkuð sér-
kennilegt í laginu, ekki alveg ólíkt
kuðungi á grúfu, og gekk líka undir
því nafni. Á eftir henni rölti rakki
eins og ekki er ótítt í sveit. Þar sem
menn voru saman komnir segir
sagan að þá hafi Guðmundur,
hreppstjóri á Þúfnavöllum, spurt
hverjir þar væru á ferð. Friðbjörn
svaraði:
Þar fer Hlíðar-hreppsnefndin.
Hún er að skríða í kuðunginn.
Ekki er hann fríður flokkurinn,
Mér finnst hann prýða hundurinn.
Um tungutak orti Friðbjörn:
Oft hefur mjúk og mikið brúkuð tunga
tengslum fest við fólskusvip,
falið versta háskagrip.
Friðbjörn orti um hélaðan
glugga:
Litlu hrósi safnar sér
svakafenginn vetur,
þó að rós á gluggagler
grafi enginn betur.
Sigurborg frá Barká, systir Frið-
bjarnar, orti:
Kringum mig var klaki og hjarn,
hvergi yl að finna.
Ég var ekkert óskabarn
átthaganna minna.
Dagbjartur Dagbjartsson segist á
Boðnarmiði hafa rekist á þessa eft-
ir Sverri Stormsker – „Drjúgmikil
lífsviska samankomin“:
Óljós draumur djúpt í hvers manns geði
drífur áfram lífið fært í hlekki.
Vonin eftir varanlegri gleði
er varanleg – en það er gleðin ekki.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
og kallar „heiðursnafnbót“:
Þeir kölluðu Valdemar Valda,
galgopann káta og kalda,
uns seig hann í björg
firna brött og mörg,
þeir kalla hann síðan Sigvalda.
Þessi staka Önnu Soffíu Ósk-
arsdóttur er falleg og vel kveðin:
Enn er margt sem sem öndin byrgir
Ennþá hjartað gleðst og syrgir
Dýpstu sorg, mest ástaryndi
átti ég hjá Búlandstindi
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hér er víða komið við
og hvergi lengi