Morgunblaðið - 12.08.2019, Blaðsíða 32
Tónlistarhátíðin New Music for
Strings hófst 9. ágúst og á meðal
þátttakenda eru Grammy- og
Pulitzer-verðlaunahafar ásamt
kennurum og listamönnum úr
þekktum evrópskum og bandarísk-
um háskólum. Í kvöld kl. 21 verða
haldnir tónleikar í Mengi, Óðins-
götu 2, þar sem flutt verður tónlist
fyrir einleiksstrengjahljóðfæri.
Tónlist fyrir einleiks-
strengjahljóðfæri
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 224. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Morten Beck Guldsmed sendi FH-
inga upp í 3. sæti, Evrópusæti, í úr-
valsdeild karla í fótbolta í gær þeg-
ar hann skoraði sigurmarkið í 3:2-
sigri gegn Val á Hlíðarenda. Breiða-
blik minnkaði forskot KR á
toppnum í sjö stig með sigri á ÍA á
sama tíma og KR steinlá gegn HK í
Kórnum, 4:1. Þetta var aðeins ann-
að tap KR í sumar. »26 og 27
FH fór upp fyrir Val og
KR steinlá gegn HK
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Marcus Rashford, Anthony Martial
og nýliðinn Daniel James sáu um að
skora mörkin í 4:0-sigri Manchest-
er United á Chelsea í 1. umferð
ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta
í gær. Rashford skoraði tvö mark-
anna og hann segir að með nýjum
mönnum í vörn liðsins finni hann
meira öryggi en áður. Harry Ma-
guire og Aaron Wan-
Bissaka stóðu sig
báðir vel í frumraun
sinni með United á
Old Trafford. Jó-
hann Berg Guð-
mundsson
skoraði í flott-
um sigri
Burnley. »25
Rauðu djöflarnir fóru
af stað með látum
Margverðlaunaðar
þýskar innréttingar
Verið velkomin í
sýningarsalinn að
Suðurlandsbraut 26
Suðurlandsbraut 26 – S: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga www.alno.is
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Adidas kynnti nýja skó, byggða á
eldri framleiðslu, í Berlín í lok lið-
innar viku. Af því tilefni fékk fyrir-
tækið 11 listamenn til þess að búa
til framtíðarheim eftir eigin höfði
með tilvísun til þess sem liðið er og
var verkið sýnt samfara skókynn-
ingunni. „Þetta var mjög skemmti-
legt og ég er bjartsýn á að fá fleiri
verkefni frá Adidas í nánustu fram-
tíð,“ segir María Guðjohnsen, graf-
ískur hönnuður í Berlín og einn út-
valinna listamanna.
Fyrirtækið valdi 11 listamenn og
fengu þeir viku til þess að sinna
sköpuninni í þar til gerðu og vel út-
búnu húsnæði í Berlín. María segir
að nokkrir í hópnum hafi áður unn-
ið fyrir Adidas en aðrir verið valdir
handahófskennt. „Adidas hafði sam-
band við mig á instagram og spurði
hvort ég vildi vera með,“ segir
María um þátttökuna. Hún hefur
unnið sjálfstætt með þrívíddar-
grafík og sett upp nokkrar listasýn-
ingar í Berlín undanfarin tvö ár.
Konur og tæknigeirinn
Listamennirnir unnu í þremur
hópum, einn í fatahönnun, annar í
tónlist og sá þriðji í myndlist. „Við
höfðum algerlega frjálsar hendur,“
segir María, eini Íslendingurinn í
hópnum. Hún bætir við að allt hafi
verið til alls á staðnum og ímynd-
unaraflið hafi ráðið för. „Yfirskriftin
á listasýningunni var að vinna með
gamla hluti til þess að búa til fram-
tíðina og við áttum að skapa eitt-
hvað sem tengdist framtíðinni.“
María segist hafa unnið út frá því
að líf margra snúist um að vera á
internetinu. Áður hafi einstakling-
urinn verið hann sjálfur í raunveru-
leikanum en einhver annar á netinu
en nú sé hann bara með eitt sjálf.
Hún hafi viljað sýna fram á að það
gæti verið jákvætt að eiga samastað
á netinu, sérstaklega fyrir jaðar-
hópa. „Þar má finna aðra sem eru
tilbúnir að hlusta á mann og þannig
getur netið verið jákvæður öryggis-
heimur.“
Til nánari skýringar segir hún að
konur geti kynnst kvennahópum á
netinu, fengið þar stuðning og jafn-
vel atvinnutækifæri. „Það er sér-
staklega mikilvægt í tæknigeiran-
um, þar sem konur eiga undir högg
að sækja,“ segir hún. „Í framtíðinni
langar mig til þess að sjá breyt-
ingar á þessu sviði, að konur verði
meira áberandi, og það geta þær
orðið með því að nýta sér betur
möguleika sem netið hefur upp á að
bjóða.“
María segir að í raun hafi sýn-
ingin ekki tengst nýju skónum á
nokkurn hátt. Adidas hafi viljað
nota tækifærið til þess að koma
listamönnum í Berlín á framfæri og
hjálpa þeim að sýna fólki hvernig
framtíðin gæti orðið. „Sýningin sýn-
ir framtíðina með okkar augum,“
segir María og bætir við að hún hafi
áhyggjur af loftslagsmálum. „Ef
þau eru sett til hliðar vil ég sjá jafn-
rétti kynjanna, ekki síst í tækni-
geiranum.“
Framtíðarsýn Maríu
með aðstoð Adidas
Listamaður María Guðjohnsen vinnur að framtíðarsýninni. Myndin á skján-
um táknar kvenkyns ímynd sem hefur lagt undir sig tækniheiminn.
Skapaði framtíðarheim með öðrum listamönnum í Berlín
Framtíðarsýn á sýningunni Valdefling sem fæst út úr því að tengjast fólki,
sem er með svipaðan bakgrunn, í sýndarveruleika.