Morgunblaðið - 14.08.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 14.08.2019, Síða 1
LENGI UNNIÐ MEÐ QUENTIN TARANTINO VILJA SÆKJA AUKIÐ FJÁRMAGN ÁRATUGA LANGRI SÖGU VERÐ- LISTANS AÐ LJÚKA VIÐSKIPTAMOGGINN OPNAÐUR ÁRIÐ 1965 11HEBA ÞÓRISDÓTTIR 36 Stofnað 1913  189. tölublað  107. árgangur  M I Ð V I K U D A G U R 1 4. Á G Ú S T 2 0 1 9 Jón Birgir Eiríksson Ómar Friðriksson Í ungri atvinnugrein á borð við ferðaþjónustuna má gera ráð fyrir að tíma geti tekið fyrir þá sem ný- byrjaðir eru í starfsemi að átta sig á reglum, meðferð kjarasamninga og öðru slíku. Þetta segir Jóhann- es Þór Skúlason, framkvæmda- stjóri Samtaka aðila í ferðaþjón- ustu, inntur eftir viðbrögðum við nýrri skýrslu ASÍ um umfang brota á vinnumarkaði. Drífa Snæ- dal, forseti ASÍ, segir slík brot snerta þúsundir, en í skýrslunni kemur fram að helmingur launa- krafna komi úr hótel-, veitinga og ferðaþjónustu. Jóhannes segir gott að sjá töl- urnar settar fram með þessum hætti. „Við hefðum kannski viljað sjá líka [...] hve mikið af þessum launakröfum er greitt á endanum eða lýkur með öðrum hætti laun- þeganum í hag,“ segir hann. „Það er leitt að það skuli vera svo mikið um brot, en þetta eru heldur lægri prósentur en forseti ASÍ hefur sagt að ferðaþjónustan standi að og verkalýðshreyfingin er að sýsla með,“ segir Jóhannes. „Þegar um okkar félagsmenn er að ræða, þá er gjarnan um heiðarleg mistök að ræða eða menn átta sig ekki á því hvernig reglurnar standa. Við höfum lagt áherslu á að koma réttum skilaboðum til við- komandi aðila um að afla sér þekk- ingar um hvernig eigi að gera hlutina og laga það sem laga þarf,“ segir hann. Brot oft vegna mistaka  Tíma getur tekið fyrir unga atvinnugrein að átta sig á reglum og kjarasamn- ingum  Helmingur launakrafnanna er í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu M„Brotin snerta þúsundir“ »10 „Markaðurinn er örugglega örlítið minni og er hugsanlega líka aðeins að færast til. Við erum að vaxa í hverjum mánuði,“ segir Pétur Inga- son, framkvæmdastjóri Steinsteyp- unnar, sem hóf starfsemi í október á síðasta ári. Steinsteypan hefur aukið framleiðslu sína um 30% síðastliðna fjóra mánuði að sögn Péturs og svo virðist sem fyrirtækið sé að ná að hrista aðeins upp í samkeppninni á markaðnum. Gert er ráð fyrir samdrætti í framleiðslu í ár miðað við í fyrra, hjá stærri fyrrirtækjum á markaði, BM Vallá og Steypustöðinni. Hið fyrr- nefnda gerir ráð fyrir að samdráttur á milli ára verði 20-25% hið minnsta. Steypustöðin gerir ráð fyrir 10-20% samdrætti í framleiðslu. „Árið í fyrra var mjög gott og síðustu þrjú ár hafa verið góð. Þetta verður lík- lega eitthvað lakara. En við bjugg- umst við samdrætti,“ segir Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður BM Vallár. „Þessi bransi er í nánu sambandi við efnahagslífið almennt og við fundum fyrir því strax í fyrra að það fór að verða erfiðara fyrir menn að fjármagna ný verkefni,“ segir Björn Ingi Victorsson, for- stjóri Steypustöðvarinnar. »ViðskiptaMogginn Harka á steypu- markaði Morgunblaðið/Eggert Steypa Útlit fyrir samdrátt í ár.  10-25% samdráttur í steypuframleiðslu Þeir höfðu eitt besta útsýni sem Akranes hefur upp á að bjóða, piltarnir þrír sem nutu sín í baðstaðnum Guðlaugu á Langasandi sem slegið hefur í gegn að undanförnu. Fáeina metra frá er fagur sandurinn og Atlantshafið í öllu sínu veldi, en í fjarska glittir í höfuðborgina og Reykjanesið. Nutu náttúru úr faðmi Guðlaugar Morgunblaðið/RAX  „Við höfum fengið margar athugasemdir út af þessu. Það hefur sérstak- lega aukist með léttvínið eftir að „happy hour“ fór að njóta vin- sælda. Það má segja neytendum til hróss að þeir eru duglegir að láta í sér heyra ef þeir eru ósáttir,“ segir Bjarni Bentsson, sérfræðingur hjá Neyt- endastofu, en stofnunin hefur feng- ið ábendingar um að notkun vín- mála sé ábótavant á stöðum. »2 Mismikið í glösum Fjör Tilboðstími á börum er vinsæll.  Tíu íslenskar grágæsir bera tæki sem senda staðsetningu þeirra í rauntíma með SMS. Þá eru 20-30 heiðagæsir úr íslenska stofninum með slíka senda. Dr. Arnór Þórir Sigfússon, dýra- vistfræðingur hjá Verkís, heldur utan um grágæsaverkefnið. Hann hóf að fylgjast með varpárangri gæsa árið 1993 en hætti því í fyrra því hann fékk ekki lengur styrki í verkefnið. „Síðan er í raun ekkert vitað um ungaframleiðsluna,“ sagði Arnór. Síðasta áratug 20. aldar fækkaði grágæs og hún lenti á vá- lista. „Þá var ungahlutfallið í veið- inni um 40% að meðaltali. Eftir aldamótin fór grágæsastofninn að styrkjast þegar ungahlutfallið fór yfir 45% að meðaltali. Það virðist eins og ungahlutfallið þurfi að vera nokkuð yfir 40% til þess að stofninn standi undir veiðiálaginu.“ »4 Fylgst með ferðum tuga íslenskra gæsa Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Rannsókn Arnór Þ. Sigfússon með grágæs með senditæki.  „Sömu viðmið ættu að vera í námi og notuð eru vegna vaxtarkúrfu ungbarna. Þar þykir eðlilegt að börn geti bæði verið undir henni og yfir, en það eina sem skiptir máli er að vaxtarlína barnsins sé samfelld og ef svo er ekki er gripið til ráð- stafana,“ segir Kristrún Lind Birg- isdóttir, framkvæmdastjóri Tröppu á Akureyri, sem veitir sérfræði- þjónustu í skólamálum til starfs- fólks, kennara, skólastjóra og sveit- arstjórnarmanna auk þess að sinna fjarkennslu til þriggja fámennra skóla á landsbyggðinni. Starfsemi Tröppu í Reykjavík snýr að fjarþjálfun í gegnum netið fyrir börn og fullorðna. Tinna Sig- urðardóttir, framkvæmdastjóri í Reykjavík, segir að til þess sé not- aður fjarfundabúnaðurinn „Kara connect“ sem vottaður sé af land- lækni. »14 Nám ætti að vera líkara vaxtarlínu barns Morgunblaðið/Eggert Skóli Nemendur ættu að hafa tækifæri til að læra á fjölbreyttari hátt en áður fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.