Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 Njóttu þess að hlakka til Tel Aviv, Jerúsalem og Eilat 18. til 29. október 2019 Ferðakynning hjá VITA Kynningarfundur um ferð til Landsins helga þann 15. ágúst kl. 17:30 á skrifstofu VITA, Skógarhlíð 12. Bílastæði og inngangur neðan við húsið. Fararstjóri: sr. Þórhallur Heimisson ÍS L E N S K A / S IA .I S V IT 9 2 3 8 9 0 8 / 19 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Ófullnægjandi fitusprenging olli því að mjólk í nýmjólkurfernum án tappa, sem framleidd var með best- fyrir-dagsetningu 13. ágúst 2019, var í sumum tilfellum súr og kekkjótt þegar viðskiptavinir keyptu fernurn- ar í síðustu viku. Mjólkin er frá Mjólkursamsölunni og segir Sunna Gunnars Marteins- dóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá Mjólkursam- sölunni, að tólf ábendingar hafi bor- ist vegna hennar. „Ástæðan er ófullnægjandi fitu- sprenging þar sem fitan leggst ofan á mjólkina í fernunni með tímanum, eftir að henni er pakkað og hún farin í sölu. Óhætt er að neyta innihalds- ins, það er í raun ekkert að mjólk- inni, en neytendur sem eiga nýmjólk í fernu án tappa með best fyrir 13. ágúst 2019 eru velkomnir með mjólkina til Mjólkursamsölunnar og fá smá glaðning í staðinn fyrir óþæg- indin,“ segir Sunna. Það er ekki algengt að fituspreng- ing í mjólk frá Mjólkursamsölunni sé ófullnægjandi, að sögn Sunnu. „Við pökkum 25 milljónum mjólk- urferna á ári svo þetta er bara brota- brot af okkar fernum. Þetta kom bara fyrir mjög takmarkað magn af mjólk og þetta eru ekki allar fern- urnar sem pakkað var með best-fyr- ir-dagsetningu 13. ágúst. Þetta er bara lítill hluti af þeim,“ segir Sunna. Ófullnægjandi fituspreng- ing í nýmjólkurfernum  Mjólk í einhverjum fernum kekkjótt áður en hún rann út Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýmjólk Einungis lítill hluti var ekki nógu vel fitusprengdur. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er dýr dropi og það er allra hagur að það sé rétt magn í glas- inu,“ segir Bjarni Bentsson, sér- fræðingur hjá Neytendastofu. Neytendastofa tók á síðasta ári til skoðunar nokkra veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu vegna ábend- inga um að notkun vínmála væri ábótavant. Dæmi eru um að fólk telji sig ekki hafa fengið rétt magn afgreitt auk þess sem veitingamenn óskuðu eftir leiðbeiningum stofnun- arinnar. Bjarni segir í samtali við Morg- unblaðið að í gegnum tíðina hafi ver- ið fylgst með því að sjússamælar og annar mælibúnaður við sölu á áfengi væri í lagi. Áður fyrr þurfti löggild- ingu á hvern og einn mæli en í dag er stuðst við Evrópureglur. „Við höfum í sjálfu sér ekkert formlegt eftirlit með þessum málum en höfum verið að fara þegar tími hefur gefist til og fræða þá sem selja þennan varning. Þetta er þannig bransi að það er ekki nóg að fara einu sinni, það er skipt ansi oft um rekstraraðila. Þetta hefur smám saman verið að þokast í þá átt að menn séu með þessa skammtara. Þeir kaupa þau rök að með því að mæla komi þeir í veg fyrir að of mikið fari í glösin.“ Það flækir hins vegar málin eilítið að veitingamönnum er frjálst að hafa það magn sem þeir vilja í hverjum drykk. Aðeins er gerð krafa um að viðskiptavinum sé gerð grein fyrir því hvað þeir séu að kaupa. Og á því virðist oft verða misbrestur. Þannig er gamli íslenski sjússinn 3 cl en víða erlendis er miðað við 2 cl í sjússnum. Það getur því verið nokkur munur á styrkleika drykks- ins eftir því hvað miðað er við. Sama gildir um léttvín og bjór. Léttvíns- glasið getur innihaldið allt frá 15 og upp í 18 cl hverju sinni. Nær algilt var að stór bjór væri 500 ml en nú er hann víða seldur í 400 ml glösum. „Við höfum fengið margar at- hugasemdir út af þessu. Það hefur sérstaklega aukist með léttvínið eft- ir að „happy hour“ fór að njóta vin- sælda. Það má segja neytendum til hróss að þeir eru duglegir að láta í sér heyra ef þeir eru ósáttir,“ segir Bjarni „Við leggjum á það áherslu þegar við höfum samband við veitinga- menn vegna þessa að þeir upplýsi neytendur. Það er frjáls álagning en það er æskilegt að menn geti séð hvað þeir eru að kaupa. Það er allur gangur á því hvernig veitingamenn standa sig. Sumir eru með þetta til fyrirmyndar en þetta er lélegt hjá öðrum. Og allt þar á milli.“ Kvartað yfir léttvíni á „happy hour“  Neytendastofa fær margar athugasemdir vegna magns í glösum  Víða skortur á upplýsingum Morgunblaðið/Eggert Skálað Neytendur eru vel á verði og kvarta ef ekki er nóg í glösunum. Maðurinn sem leitað hefur verið að á og við Þingvallavatn með hléum frá því á laugardag heitir Bjorn Debecker, er 41 árs gamall og frá Belgíu. Greint er frá þessu í belgíska fréttamiðlinum HLN, en þar segir einnig að skilríki Bjorns, sem er verk- fræðingur að mennt og tveggja barna faðir, hafi fundist í bakpoka hans. Fjölskylda mannsins hefur ekki heyrt í honum síðan á laugardag. Hlé var í fyrradag gert á leit björg- unarmanna að ferðamanninum og ekki var leitað í gær. Til stendur að hefja leit aftur í dag. Lögreglan segir „yfirgnæfandli líkur“ vera á því að maðurinn hafi farið á báti sínum út á vatnið og fallið útbyrðis. Strekkings- vindur var á svæðinu þennan dag og aðstæður því erfiðar. HLN segir Bjorn mikinn heims- hornaflakkara og er hann sagður hafa heimsótt um 50 lönd víðsvegar um heim. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leit Bátur mannsins fannst á reki á Þingvallavatni sl. laugardag. Leit haldið áfram í dag  Skilríki fundust í bakpokanum Ný íslensk kvikmynd, Héraðið, var frumsýnd í gærkvöldi í Háskólabíói. Myndin er eftir Grím Hákonarson, kvikmyndaleikstjóra, sem flestum íslenskum kvikmyndaáhugamönnum ætti að vera kunnur, en fá ár eru frá því hann leikstýrði verðlaunamyndinni Hrútum. Líkt og Hrútar segir Héraðið sögu úr íslenskri sveit, en aðalsöguhetjan er kúabóndinn Inga sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum og reynir að fá aðra bændur í lið með sér. Það reyn- ist erfitt þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Auk Arndísar Hrannar Egilsdóttur, sem leikur kúabóndann Ingu, fara með aðal- hlutverk þau Hannes Óli Ágústsson, Sigurður Sigurjónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hinrik Ólafsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Frumsýningin á Íslandi var heimsfrumsýning, en í framhaldinu verður kvikmyndin sýnd á kvikmyndahátíðum og sýnd í kvikmyndahúsum í um þrjátíu löndum. Héraðið, ný íslensk kvikmynd, frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi Ánægð Auður Stefánsdóttir og Sigurður Guðmundsson stöldruðu við í anddyri kvikmyndahússins er þau mættu ljósmyndara Morgunblaðsins. Kát Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Gunnar Örn Sigvaldason, eig- inmaður hennar, létu sig ekki vanta á frumsýninguna í gærkvöldi. Saga kúabóndans Ingu frumsýnd Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Frumsýning Grímar Jónsson framleiðandi, Arndís Hrönn Egilsdóttir aðalleikkona og Grímur Hákonarson leikstjóri, voru kát í bragði á frumsýningarkvöldinu í Háskólabíói.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.