Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 Verslun Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is Tæki sem lesa sjálf ástand rafgeyma og tryggja að ekki er hægt að tengja rangt. Neistafrí og hættulaus. STARTTÆKI FYRIR ÖLL ÖKUTÆKI ER RAFGEYMIRINN DAUÐUR Eins og Eyþór Arnalds, oddvitisjálfstæðismanna í borg- arstjórn, bendir á hér í blaðinu í gær er aukinn umferðarþungi fram undan í höfuðborg- inni. Skólarnir eru að byrja og þá eykst morgunumferðin.    Hann nefnir að ístærri borgum gangi umferð betur og að í „öllum helstu borgum er ljósum stýrt með nútímatækni“.    Hvernig stendur á því að um-ferðarljósastýring í Reykja- vík er í ólagi?    Eyþór nefnir mörg dæmi umóþarfar tafir og orsakir þeirra í höfuðborginni og spyr: „Af hverju eru þessi mál komin í öngstræti á tækniöld árið 2019? Getur verið að það sé viljandi gert?“    Von er að spurt sé og því miðurvirðist svarið blasa við. Þær aðgerðir sem farið hefur verið út í benda allar til að ætlun borgaryfir- valda sé að tefja umferð og reyna með því að fá fólk til að aka minna.    Líklega er tilgangurinn að komafólki úr einkabílum og inn í strætó, en það hefur mistekist hrapallega.    Einkabílum fækkar ekki þráttfyrir tafirnar, sem sýnir hve almenningur telur þann ferðamáta miklum mun þægilegri en annan sem í boði er. Og notkunin á strætó hefur ekkert breyst.    Umferðartafirnar í Reykjavíkeru allar heimatilbúnar og umferðarhnútana mætti auðveld- lega leysa. Ef vilji stæði til þess. Eyþór Arnalds Óþarfar umferðartafir STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Einar Grétar Svein- björnsson fiðluleikari lést í Trelleborg í Sví- þjóð 6. ágúst síðastlið- inn, 82 ára. Hann fæddist í Reykjavík 22. desember 1936. Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörn Einarsson (1895- 1966), útgerðarmaður frá Sandgerði, af Járngerðarstaðaætt, og Guðmunda Júlía Jónsdóttir (1902-1972) frá Eyrarbakka, af Garðsætt. Einar lauk einleiksprófi í fiðlu- leik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1955 og Diploma frá The Curtis Institute of Music í Filadelfíu í Bandaríkjunum 1959. Hann var fiðluleikari í Sinfóníu- hljómsveit Íslands 1959-64; konsertmeistari í Malmö Symfoni- orkester 1964-1990; konsertmeist- ari við Kungliga Hovkapellet í Stokkhólmi 1988-2000. Hann kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1961-64, var lektor við Musikhögskolan í Stokkhólmi í Malmö 1964-1992 og kennari og prófdómari við Musikhögskolan í Stokkhólmi og Musikaliska Aka- demien frá 1988. Hann hlaut heiðurs- laun Sænsku tón- listarakademíunnar. Einar kom fram sem einleikari á Norður- löndunum, Englandi, Írlandi, Þýskalandi og Kanada. Þá lék hann inn á fjöldann allan af hljómplötum og geisladiskum. Einar kvæntist Hjördísi Vilhjálms- dóttur (1936-1985) íþróttakennara. Börn þeirra: Auður, f. 1958, Margrét, f. 1959, Svein- björn, f. 1961, og Jón Ingi, f. 1969. Einar kvæntist Manúelu Wiesler (1955-2006) flautuleikara en þau skildu. Börn þeirra: María Lind, f. 1986, og David Berg, f. 1987. Einar bjó um hríð með Ingrid Léonie Ribbing sjúkraþjálfara, f. 1947 í Stokkhólmi. Síðasta ára- tuginn átti Einar heima í Trelle- borg, eigi langt frá börnum sín- um. Útför Einars Grétars verður gerð hinn 6. september nk. frá Bara-kirkju í Svíþjóð. Andlát Einar Grétar Sveinbjörnsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Í ljósi umræðna um skort á upplýs- ingagjöf um hugsanlegar afleiðingar meðgöngueitrunar fyrir konur segir landlæknir að upplýsingagjöf til sjúk- linga sé almennt í höndum heilbrigð- isstarfsmanna sem sinna viðkomandi sjúklingi og ekki hægt að svara fyrir slíka upplýsingajöf eða öllu heldur skort á upplýsingum og ráðgjöf heilt yf- ir. „Mikilvægt er að heilbrigðisstarfs- fólk bregðist við umræðunni sem nú er uppi og efli upplýsingagjöf í tengslum við meðgöngueitrun og ráðgjöf varð- andi lífsstílsbreytingar eins og þörf er á í hverju tilviki,“ segir Alma D. Möller landlæknir. Hún mun fara yfir málið með sérfræðingum Landspítala og heilsugæslunnar á næstu mánuðum. Skoðað verður hvort ekki sé ástæða til að taka saman fræðsluefni sem af- hent yrði konum við útskrift. „Helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði vita ekki til þess að í öðrum löndum sé sérstakt langtímaeftirlit með konum sem fengið hafa meðgöngu- eitrun,“ segir Alma og bendir á að félög bandarískra fæðingarlækna og hjarta- lækna hafi tekið fram að háþrýstingur á meðgöngu sé áhættuþáttur fyrir snemmkomnum hjarta- og æða- sjúkdómi en ekki liggi fyrir næg þekk- ing um skimun fyrir sjúkdómnum og hvernig eigi að haga eftirliti. Almenn tilhneiging í skimunum og eftirliti sé að byggja á áhættu og án efa gæti verið ástæða til að skipuleggja eftirlit í vissum tilvikum. Ráðgjöf um heilbrigðan lífsstíl sé mikilvægust og slík ráðgjöf og/eða hugsanlegt eftirlit gæti farið fram í kvennamóttökum sem fyrirhugaðar eru innan heilsugæslunnar og verði vonandi komið á laggirnar von bráðar. Þar eigi einstaklingar með byrjandi heilsufars- vandamál að geta fengið viðeigandi ráð- gjöf og eftirlit. ge@mbl.is Þarf að skoða fræðsluefni við útskrift  Mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk bregðist við umræðu um meðgöngueitrun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.