Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Kynnum nýjan farða
Ultra Le Teint Velvet ásamt
haustlitunum 2019.
Gréta Boða verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf
Chanel kynning í
Snyrtivöruversluninni Glæsibæ
14.-16. ágúst
20% afsláttur
af CHANEL vörum
kynningardagana
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Síðustu daga hef ég fengið ótelj-
andi símtöl frá konum hér í
Reykjavík og víða af landinu sem
gráta að við séum að loka versl-
uninni. Hér hafi þær alltaf fengið
fötin sem þær vanti og nú viti þær
ekki hvert þær geti snúið sér,“
segir Erla Sigurðardóttir kaup-
maður.
Starfsemi Verðlistans, einnar
elstu og þekktustu fataverslunar í
Reykjavík, verður hætt eftir dag-
inn í dag. Síðustu daga hefur verið
útsala í búðinni og flest er farið,
enda eru flíkurnar á frábæru
verði. Margar konur hafa svo litið
inn í þeim tilgangi að þakka fyrir
þjónustu í áratugi.
Fyrir fertugar og eldri
Hjónin Kristján Kristjánsson og
Erla Wigelund stofnuðu kvenfata-
verslunina Verðlistann árið 1965.
Vöruúrvalið er gott: buxur, pils,
kjólar, blússur, kápur og svo
mætti áfram telja. Að bjóða upp á
góðan fatnað fyrir konur fertugar
og eldri var jafnan leiðarljós Erlu
og Þorbjargar dóttur hennar,
Bobbu, eins og hún er jafnan köll-
uð, en hún starfaði í Verðlistanum
allt fram á síðasta ár. Mæðgurnar
sóttu mikið vörusýningar í Dan-
mörku og Þýskalandi og fylgdust
vel með straumum og stefnum í
tískuhúsum í útlöndum.
„Erla, amma mín, stóð vaktina
hér í Verðlistanum til 2014 en dró
sig þá í hlé enda orðin þreytt. Eft-
ir það kom ég meira inn í rekst-
urinn með Bobbu móður minni, en
ég hef annars verið viðloðandi
fyrirtækið síðan á unglingsárum.
Árið 2016 fluttum við verslunina
af Laugalæk, þar sem hún hafði
verið frá upphafi, hingað á Suður-
landsbraut 30. Á síðasta ári brast
svo heilsa móður minnar svo hún
átti ekki afturkvæmt til starfa og
þá ákvað ég að prófa að vera
kaupmaður í eitt ár,“ segir Erla
sem með sínu fólki þurfti því að
vega og meta stöðuna og ákveða
hvað gera skyldi.
Búðarkonan áfram kennari
„Já, aðstæður í þessum rekstri
hafa breyst og niðurstaðan varð
því sú að loka og hætta því enginn
kaupandi fannst að búðinni. Mér
finnst vissulega gaman að vera
búðarkona en slíkt er þó bindandi
og afkoman sveiflukennd. Ég
ákvað því að halda áfram sem
grunnskólakennari eins og ég hef
gert síðastliðin tuttugu ár. Að
vera í öruggu starfi og fá föst laun
um hver mánaðamót finnst mér
líka ómetanlegt,“ segir Erla sem
starfar við Varmárskóla í Mos-
fellsbæ og sinnir þar kennslu í
yngstu bekkjunum.
Erla lýsir síðustu dögum í Verð-
listanum sem andlegri rússíbana-
ferð. Tilfinningarnar hellist yfir
sig, en ekki síður viðskiptavini
sem haldið hafi tryggð við versl-
unina í áratugi. Sumir frá því hún
var stofnuð. Þeim vilji eigendur
verslunarinnar þakka samfylgdina.
„Allt hefur sinn tíma,“ segir
Erla, sem lokar Verðlistanum í
síðasta sinn klukkan 17 í dag.
Merkum kafla í verslunarsögu
Reykjavíkur sem spannar 54 ár er
að ljúka.
Síðasti dagurinn í Verðlistanum
Sögulok í vinsælli verslun í Reykjavík Starfrækt frá 1965 Buxur, pils, kjólar, blússur og kápur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sögulok Erla Sigurðardóttir og dóttirin Sæunn Erla loka búðinni.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Mæðgur Erla Wigelund og dóttirin Þorbjörg störfuðu saman í áratugi.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Alls höfðu í gær 27 kaupendur
þekkst boð Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni um afslátt af
kaupverði íbúða við Árskóga 1-3 sem
lagt var fram að kvöldi fyrradags.
Með tilboðinu leitar félagið eftir
sáttum við kaupendurna vegna
íbúðakaupanna, en FEB tilkynnti
um verðhækkun á íbúðunum sem
numið gat allt að 11%. Með afslætt-
inum eru íbúðirnar seldar 6,9% yfir
kaupsamningsverðinu. Ekki fengust
um það upplýsingar hvort einhverjir
hefðu hafnað sáttatilboði FEB.
Sigríður Snæbjörnsdóttir, vara-
formaður stjórnar FEB, segir að til-
boðið hafi mælst vel fyrir hjá íbúum.
„Það er aðeins einn sólarhringur
frá því þetta var sett út og rætt var
við einhverja kaupendur í dag. Al-
mennt segja þeir sem komu í viðtal
að andinn hafi batnað og fólk hafi
áttað sig betur á því að það fái íbúð-
irnar á góðu verði,“ segir hún. „Þetta
kom auðvitað illa aftan að fólki og all-
ir fóru í ákveðinn gír. Það er jákvæð-
ari tónn í fólki og sumir hafa komið
aftur til að skrifa undir eftir að hafa
hugsað málið,“ segir Sigríður.
Enn er lagalegur ágreiningur
Í gærmorgun voru teknar fyrir
beiðnir tveggja kaupenda um inn-
setningargerðir til afhendingar lykla
að íbúðum þeirra. Daði Bjarnason,
lögmaður FEB, fékk frest til næsta
miðvikudags til að leggja fram grein-
argerð í málinu. Hann segir það vera
von félagsins að hægt sé að finna
lausn í málinu.
„Þetta sáttatilboð sem lagt var
fram hefur mælst mjög vel fyrir. Fé-
lagið undirbýr sína greinargerð og
mun gera það þangað til fresturinn
er liðinn. Fram að því verður haldið
áfram að leita lausna. Það er stað-
an,“ segir hann, en varnir FEB í
málinu eru m.a. þær að ómöguleiki
sé fyrir afhendingu þar sem félagið
hafi ekki lykla að íbúðunum.
Í samtali við mbl.is í gær sagði
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lög-
maður íbúðarkaupanda, að enginn
ómöguleiki væri til staðar. „Það er
alveg ljóst að Félag eldri borgara
var eigandi, þeir seldu eignina og
það er enginn ómöguleiki að afhenda
slíka eign,“ sagði hún. Sigurður Kári
Kristjánsson, lögmaður hins íbúðar-
kaupandans, sagði FEB ekki eiga
sér neinar varnir. Félagið „kokkaði
upp varnir“ til að drepa málinu á
dreif og gera stöðu þeirra sem ekki
fengju íbúðir sínar afhentar erfiðari.
„Ég veit ekki hvaða hagsmuna fé-
lagið er að gæta með því að reyna að
draga úrlausn þessarar kröfu. Ég
átta mig hreinlega ekki á því hvað fé-
laginu gengur til,“ sagði hann.
27 kaupendur samþykkt
að greiða hærra verð
FEB segir sáttatilboðið mælast vel fyrir Fyrirtaka í gær
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þrætuepli Blokkin sem um ræðir stendur í Seljahverfi í Breiðholti, en búið er að leggja fram tilboð til að ná sáttum.