Morgunblaðið - 14.08.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 14.08.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Vegna þess að 50 ár eru nú liðin frá því að Neil Armstrong geimfari, varð fyrstur til að ganga á tunglinu (20. júlí 1969), og vegna þess að flugsaga Ís- lands er 100 ára, langar mig að draga fram í dagsljósið nokkur fyrsta dags umslög. Hinn 3. september 1969 voru gefin út frímerki vegna 50 ára flugs á Ís- landi, en þannig var að Flugfélag Ís- lands var stofnað 22. mars 1919. Það keypti fyrstu flugvélina til Íslands af gerðinni Avro 504K. Hún var smíðuð í Bretlandi en keypt frá Danmörku. Fyrsta flugið var úr Vatnsmýrinni 3. september sama ár, og voru fyrsta dags umslögin miðuð við þá dagsetn- ingu. Flugmaðurinn var danskur, Cecil Faber að nafni. Flugfélag Ís- lands, númer tvö í röðinni, var stofnað 1. maí 1928 og fyrsta farþegaflug á vegum þess var farið frá Reykjavík til Akureyrar með viðkomu á Ísafirði og Siglufirði 4. júní sama ár. Ég keypti nokkur fyrsta dags um- slög og sendi hluta af þeim til fjög- urra frægra flugkappa; tveggja ís- lenskra og tveggja bandarískra. Þetta voru þeir Sigurður Jónsson (Siggi flug), Þorsteinn E. Jónsson, Charles Lindbergh og Neil Arm- strong, sem nýlega hafði orðið fyrstur manna til að ganga á tunglinu. 1. Neil Armstrong geimfari varð fyrstur manna til að snerta tunglið; þ.e. 20. júlí 1969. Armstrong mun hafa gefið mikið af eiginhandarárit- unum, en hann hætti því fljótlega. Líklega hefur hann gefið mér áritan- irnar vegna þess að hann bar ávallt hlýjan hug til Íslands eftir veru sína hér á landi, áður en hann fór í ferðina frægu með Apollo 11. Einnig sá hann tilefnið og tengingu við flug á Íslandi. Ef til vill hafði hann ekki heldur séð fyrsta dags umslög fyrr (first day issue). Neil Armstrong lést árið 2012, 82 ára að aldri. 2. Sigurður Jónsson (Siggi flug # 1) var fyrsti íslenski flugmaðurinn og handhafi flugskírteinis nr. 1. Hann lærði flug í Þýskalandi og kom síðan til starfa hjá Flugfélagi Íslands hf. (nr. 2) árið 1930. Þá um vorið voru keyptar tvær Junkers-flugvélar (F-13 og W-33); önnur vélin bar nafn- ið Veiðibjallan en hin Súlan. Meðal dýrgripa á Flugsafni Íslands er flug- skírteini Sigurðar. Sigurður lést árið 1986, 76 ára að aldri. 3. Þorsteinn E. Jónsson (Tony Jonsson) var orrustuflugmaður og flughetja sem skaut niður nokkrar óvinaflugvélar í heimsstyrjöldinni síðari; sumir segja að hann hafi skotið niður fimm vélar, aðrir segja átta. Við það varð hann eini Íslendingurinn sem hlaut nafnbótina „flying ace“ í styrjöldinni. Hann flaug bæði Hurri- cane-vélum sem og Spitfire, en þær tegundir ollu straumhvörfum í styrj- öldinni um Bretland. Hann gaf út minningar sínar árið 1994 undir heit- inu „Dancing in the Skies“. Síðar varð Eftir Ásmund Ólafsson » Flugsaga Íslands er hundrað ára um þessar mundir. Bréfið Ásmundur Ólafsson með afrit af bréfinu til Neils Armstrong. Fyrsta dags frímerki Hinn 3. september 1969 voru gefin út frímerki vegna 50 ára flugs á Íslandi, en þannig var að Flugfélag Íslands var stofnað 22. mars 1919. Tímamót í flugsögunni Ríkisstjórnin hefur sett fram metnaðar- fulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til árs- ins 2030. Einn hluti hennar er orkuskipti við samgöngur. Þar er þó einn hængur á. Fyrr í sumar kom út ný kerfisáætlun Landsnets 2019-2028, en samhliða kynningu hennar sagði forstjóri Landsnets að raforkukerfið væri of veikt fyrir orkuskipti. Það held ég að séu orð að sönnu. Flestar af byggðalínunum sem flytja rafmagn milli landshluta í dag eru fulllest- aðar enda komnar til ára sinna, byggðar á árunum 1972-1984. Árið 2017 var raforkunotkun skv. opinberum tölum 19.239 GWh – langstærstur hluti hennar fer til stórnotenda, s.s. stóriðju og gagna- vera. Í raforkuspá 2018-2050 er gert ráð fyrir að raforku- notkun árið 2030 verði 22.576 GWh. Hlutfalls- leg aukningin er kannski ekki mikil þegar á heildina er litið en hins vegar er um- talsverð aukning á hinni almennu notkun. Árið 2017 var hún 3.519 GWh en áætlað að hún verði 4.770 GWh árið 2030. Þetta er 35% aukning á al- mennri notkun næstu 10 árin og vega orku- skipti samgangna þar langmest. Því spyr ég: Er flutningskerfi raf- orku tilbúið fyrir þessa aukningu? Ef skoðuð eru kort á vef Landsnets af flutningskerfi raforku má sjá að langöflugasta kerfið er að finna frá vatnsaflsvirkjunum til stórnotenda. Víðast hvar annars staðar getur kerfið ekki flutt eins mikið rafmagn milli staða – það gildir mjög víða um hinar dreifðu byggðir. Þessi aukning á almennri notkun kallar líka á aukna raforkufram- leiðslu og þar horfa nokkrir aðilar til framleiðslu rafmagns með vind- orku. Í Dalabyggð eru tvö slík verk- efni í skoðun og eitt þannig verkefni í Reykhólahreppi. Öll þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera valinn staður nálægt núverandi byggðal- ínu. Hins vegar er mjög líklegt að ekkert þessara verkefna verði að veruleika nema með uppfærslu á byggðalínu svo hægt sé að flytja orkuna til notenda á öðrum land- svæðum. Ég tel stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna nægjanlega vel um hvaðan orka vegna aukinnar al- mennar notkunar eigi að koma og hvernig eigi að flytja hana til not- enda. Skiptar skoðanir eru um nýt- ingu vinds á Íslandi, en í stjórnar- sáttmálanum segir: „Setja þarf lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfis- veitingar.“ Afskaplega lítið fer fyrir þessari vinnu af hálfu ríkisins, en í Dalabyggð var í vor kynnt skipu- lagslýsing til breytingar á aðal- skipulagi fyrir vindorkuverkefnin tvö sem eru þar á teikniborðinu. Við vinnu kerfisáætlunar Lands- nets 2019-2028 hafa verið gerðar nokkrar sviðsmyndagreiningar vegna vindorku. Í samantekt áætl- unarinnar þar sem fjallað er um þróun meginflutningskerfis næstu 10 ár segir: „Þróun vindorkuverk- efna í nánustu framtíð getur því haft áhrif á forgangsröðun verk- efna. Sem dæmi má nefna að hröð uppbygging vindlunda á Vest- urlandi gæti orðið til þess að flýta styrkingu flutningskerfisins á Vest- urlandi, til dæmis með bættri teng- ingu Hrútatungu við Hvalfjörð og Blöndu.“ Ekki er rætt um styrkingu byggðalínu í Dalabyggð næstu 10 árin. Það er ekki hlaupið að því að breyta svona áætlunum til lengri tíma. Þar höfum við raforkulög nr. 65/2003 og breytingar á þeim í lög- um nr. 26/2015. Eins höfum við lög um opinber fjármál nr. 123/2015 þar sem kveðið er á um fjármálaáætlun. Þessir lagabálkar stjórna miklu um gerð áætlana, framkvæmdahraða og ekki síst það fjármagn sem áætlað er til uppbyggingar af hálfu stjórn- valda. Því spyr ég: Eiga orkuskipti kannski bara að „reddast“ eins og viðkvæðið er oft gagnvart krefjandi verkefnum á Íslandi eða eru þau einungis hugsuð fyrir höfuðborgar- svæðið þar sem þorri þjóðarinnar býr? Hafa stjórnvöld raunverulegan metnað til að endurnýja raforku- flutningskerfi Íslands svo það upp- fylli þarfir 21. aldarinnar? Eftir Eyjólf Ingva Bjarnason »Eiga orkuskipti kannski bara að „reddast“ eins og við- kvæðið er oft gagnvart krefjandi verkefnum á Íslandi? Eyjólfur Ingvi Bjarnason Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. Þetta reddast – eða hvað?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.