Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 17
hann einnig frægur flugmaður í Bí-
afra-stríðinu í Afríku. Þorsteinn var
eini Íslendingurinn til að fljúga hjá
„Royal Air Force í heimsstyrjöldinni.
Þorsteinn lést árið 2001, 80 ára að
aldri.
4. Charles Lindberg varð frægur
fyrir að fljúga fyrstur einsamall yfir
Atlantshaf árið 1927. Hann var senni-
lega orðinn veikur þegar ég sendi
honum umslögin, en ég fékk þau end-
ursend án undirskriftar. Lindbergh
sem var af sænskum ættum, hann
lést árið 1974.
Eins og áður kom fram var Neil
Armstrong stjórnandi ferjunnar.
Edwin (Buzz) Aldrin var flugmaður
og fóru þeir tveir saman niður á yf-
irborð tunglsins meðan félagi þeirra
Michael Collins stjórnaði stærri ferj-
unni sem beið þeirra, reiðubúinn til
heimferðar. Armstrong mælti fyrstu
orðin við komuna til tunglsins, en þau
eru einmitt á fyrsta dags umslaginu:
That́s one small step for man, one gi-
ant leap for mankind.
Það má segja að lending Apollo 11
á tunglinu hafi verið lokakaflinn í
geimkapphlaupi Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna í kalda stríðinu. Upp-
haflegu hugmyndina að ferðinni átti
John F. Kennedy Bandaríkjaforseti
árið 1961 í ræðu þar sem hann sagði
m.a.: „áður en þessi áratugur er allur,
skal það verða takmark okkar að
menn komist til tunglsins og til baka
aftur, heilir á húfi“. Ég man eftir
þessum orðum hans, en ég var þá
rúmlega tvítugur að aldri.
Kennedy forseti var boðberi nýrra
hugmynda og breyttra tíma. Hann
var dáður víða um heim, sérstaklega
af ungu fólki, en hann lifði það ekki að
sjá þennan draum sinn rætast. Hann
var myrtur í nóvember 1963 eftir að
hafa verið aðeins rúmlega tvö ár í
embætti. Hann var þá 46 ára að aldri.
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri
Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi
og Skógarmaður KFUM.
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
Í frumstæðum þjóð-
félögum eru til menn
sem kallast töfralækn-
ar eða töframenn. Þeir
skreyta sig oft með
fjöðrum, skeljum og
beinum og öðru þess
háttar og dansa í
kringum varðeld með
fettum og brettum.
Síðan veitast þeir að
höfðingjanum og tjá
honum að mikil ógn sé fram undan ef
ekki verði farið að ráðum þeirra. Þeir
baða jafnvel viðkomandi í dýrablóði
eða bara drullu og segja honum að
það geti komið í veg fyrir bölið og
vilja þá einnig fá ríflega umbun fyrir
þjónustuna. Í nútímaþjóðfélögum
kalla staðgenglar þessara manna sig
sérfræðinga og starfsaðferðir þeirra
hafa lítið breyst. Flestir sérfræð-
ingar gefa sig út fyrir að leysa vanda-
mál en ef vandamál eru ekki fyrir
hendi þarf að gefa út svartar
skýrslur. Síðan er saklausum valda-
mönnum sagt að ef ekki verði gripið
til öfgakenndra aðgerða muni allt
fara til andskotans.
Til að fyrirbyggja að aðrir blandi
sér í málið er sagt að það sé mjög
flókið og ekki á færi annarra en fær-
ustu sérfræðinga að leysa það. Sér-
fræðingar hafa jafnvel fengið stjórn-
málamenn til að setja í lög að þeir
hafi einkarétt á að veita þá þjónustu
sem um er rætt. Þeir hafa komið því
þannig fyrir að ef svo ólíklega vildi til
að aðrir yrðu teknir fram yfir þá hafi
þeir jafnvel skaðabóta-
rétt á hendur valdhafan-
um, sem oftast er ríkið.
Þetta eru að sjálfsögðu
mannréttindabrot á
þeim sem ekki hafa afl-
að sér tilskilinna sér-
fræðiréttinda en eru oft
á tíðum miklu hæfari en
umræddir sérfræð-
ingar. En hvað um það,
Kristján, þar sem við er-
um nú einu sinni félagar
og höfum svipaðar skoð-
anir á frelsinu og ýms-
um öðrum þáttum mannlegra sam-
skipta, að mér skilst, ætla ég að veita
þér ókeypis ráðgjöf um hvernig þú
gætir fengið sannleikann fram með
réttum spurningum. Svörin þurfa
ekki að vera hárnákvæm en þurfa að
vera í tölum.
1. Hver var meðalfjöldi hrogna ís-
lenska þorskstofnsins árlega það
tímabil sem nýliðun hans var að með-
altali 200 milljónir nýliða á ári?
2. Hver var meðalfjöldi hrogna ís-
lenska þorskstofnsins undanfarin 10
ár og hver var meðalnýliðafjöldinn
þau ár?
3. Hversu mikið þarf að auka
hrognaframleiðslu íslenska þorsk-
stofnsins svo nýliðun hans verði nógu
mikil að mati Hafrannsóknastofn-
unar og ICES?
4. Hversu mikla fæðu (orku) þarf
stofn sem hrygnir nógu mörgum
hrognum til að nýliðun íslenska
þorskstofnsins sé nægjanleg að mati
Hafrannsóknastofnunar og ICES?
5. Hver var meðalveiði þau tímabil
sem spurt er um í spurningum 1 ann-
ars vegar og 2 hins vegar?
Ef þú færð heiðarleg svör við ofan-
greindum spurningum, Kristján,
muntu komast að raun um að mest
samræmi er milli afla og nýliðunar og
oftast er öfugt samræmi milli hrogna
og nýliðunar.
Ef tölvur Hafrannsóknastofnunar
ráða ekki við að svara viðkomandi
spurningum innan mánaðar eða svo
hljóta þær að vera bilaðar. Nú er það
svo, Kristján, að ég er ellilífeyrisþegi
og er að verða búinn að vinna upp í
þann launakvóta sem mér er ætlaður
í ár áður en ég þarf að greiða ríkinu
80% vinnulauna minna. Ég verð því
að fara þess á leit við þig að þú umb-
unir mér svart það lítilræði sem þér
finnst ég eiga skilið ef þú vilt fá mig
til að útskýra betur fyrir þér hvernig
töframenn svörtu skýrslnanna höfðu
af þjóðarbúinu u.þ.b. fimm milljóna
tonna þorskafla á aldarfjórðungi og
annað eins eða meira í hliðartegund-
um og loðnu. Ég ætla ekki að reyna
að reikna út verðgildi þessa tjóns því
þá verður hrunið svo lítið í saman-
burði og það kann að valda leiðindum
hjá því fólki sem missti störfin sín á
sjúkrahúsunum og annars staðar
þegar Hafró fór með þorskkvótann
niður fyrir 200 þúsund tonn til að
byggja upp hrygningarstofninn.
Nýlega sá ég eftir þér haft að
hornsteinn fiskveiðistjórnunar á Ís-
landi væri að fara eftir vísindalegri
ráðgjöf. Mér er því ljóst að enn um
sinn verður stiginn dans í kringum
hinn rándýra gullkálf. Hvernig væri
að fjárfesta í strápilsum fyrir Hafró
til að særa ekki blygðunarkennd okk-
ar sem enn nennum að horfa á aðfar-
irnar?
Virðingarfyllst.
Opið bréf til sjávarútvegsráðherra –
töfralæknar nútímans
Eftir Sveinbjörn
Jónsson
Sveinbjörn Jónsson
» Flestir sérfræðingar
gefa sig út fyrir að
leysa vandamál en ef
vandamál eru ekki fyrir
hendi þarf að gefa út
svartar skýrslur.
Höfundur er sjómaður og
ellilífeyrisþegi.
svennij@simnet.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?