Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 19
rúma ár sem ég vann á Vífils-
stöðum unnum við saman að
rannsókn á aðferðum við að
lækna astmaköst og vorum stolt-
ir þegar grein okkar birtist í
virtu erlendu tímariti og um
hana var fjallað í fyrirlestri hjá
einum fremsta sérfræðingi í
astma á þingi bandarísku
lungnalæknasamtakanna í Bost-
on 1990.
Það var alltaf gott á milli okk-
ar Guðbrandar og þótt ég færi til
annarra starfa hittust við reglu-
lega og höfðum gaman af að
ræða um fagið og ýmisleg annað.
Hann var fróður og lífreyndur,
hress og skemmtilegur og kunni
frá mörgu áhugaverðu að segja.
Eftir að Landspítali og Borgar-
spítali sameinuðust flutti lungna-
deildin í Fossvog. Fljótlega eftir
þetta veiktist Guðbrandur og
hætti að mestu störfum. Við hitt-
umst af og til en því miður skildu
leiðir okkar. Í veikindum sínum
naut hann þess að eiga góða
konu, Öldu Gunnarsdóttur,
hjúkrunarfræðing á lungnadeild-
inni. Nú er hann horfinn yfir
móðuna miklu þessi hjartahlýi
öðlingur. Við samstarfsmenn
minnumst hans með hlýhug.
Steinn Jónsson.
Það er liðinn rétt tæpur ald-
arþriðjungur frá því að leiðir
okkar Guðbrandar Kjartansson-
ar læknis lágu fyrst saman á Víf-
ilsstöðum. Þar hafði berklahælið
gegnt sínu hlutverki frá árinu
1910 en öðlast nýtt hlutverk und-
ir forystu Hrafnkels Helgasonar
yfirlæknis og sinnti nú greiningu
og meðferð á fjölþættum lungna-
og ofnæmissjúkdómum. Það
voru mér mikil viðbrigði að koma
á Vífilsstaði frá Háskólasjúkra-
húsinu í Uppsölum, en reyndist
um leið vera gæfuspor. Samvinn-
an á Vífilsstöðum var góð, nóg
pláss, fjöldi daglegra hefða með
föstum „samráðsfundum“. Al-
vörumál krufin til mergjar af
miklum metnaði en glaðværð þó
aldrei langt undan. Það var fyrst
15 árum síðar, þegar lungna-
deildin var flutt á Landspítalann
í Fossvogi, að við skildum hvílík
forréttindi það hefðu verið að fá
að vinna í slíku starfsumhverfi.
Guðbrandur var hornsteinn í
þessu samfélagi. Hann bjó yfir
mikilli reynslu sem læknir og var
einstaklega nákvæmur og sam-
viskusamur. Naut mikillar virð-
ingar bæði samstarfsfólks og
sjúklinga. Hann lagði öllum allt
það lið sem hann best gat. Orðin
„setjum markið hátt“ féllu eitt
sinn í dagsins önn við grátbros-
legar aðstæður, en voru eftir það
síendurtekin á alvörustundum.
Í minni endurminningu var sól
á Vífilsstöðum öll þau 15 ár sem
við Guðbrandur unnum þar sam-
an. Klukkan í anddyrinu gekk
hægt og virðing var borin fyrir
hinni merku sögu staðarins.
Samheldni starfsfólks var ein-
stök og margt rætt annað en
læknisfræði og gantast mikið.
Atburðir og persónur í Íslend-
ingasögum fléttuðust gjarnan
inn í umræðurnar. Samtímis var
lagt allt kapp á að reynast hverj-
um sjúklingi eins vel og kostur
væri og innleiða nýjungar. Í
þessu umhverfi var annar horn-
steinn; Alda Gunnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og deildar-
stjóri lungnadeildar í áratugi.
Guðbrandur og Alda voru lífs-
förunautar í nær fjóra áratugi.
Á Vífilsstöðum var haustið
1987 byrjað að greina og með-
höndla svefnháðar öndunartrufl-
anir, einkum kæfisvefn. Þessu
fylgdi mikil vinna og talsvert
umstang enda var mælitæknin
mjög ófullkomin á þessum tíma.
Guðbrandur sýndi þessu strax
mikinn áhuga og náði mikilli
færni á þessu sviði. Samstarfið
við hann var einstakt og sterk
aðkoma hans skipti höfuðmáli
þegar þessi nýlunda var að kom-
ast á legg. Það var mikill missir
þegar Guðbrandur varð að
leggja niður vinnu vegna veik-
inda stuttu eftir að lungnadeildin
fluttist í Fossvog. Hann sýndi
styrk í veikindum sínum og gafst
ekki upp. Stundaði líkamsrækt
eins og kraftar leyfðu og alltaf
var stutt í glettni og gaman.
Ég vil votta Öldu og börnum
þeirra beggja samúð mína á
þessari stundu.
Þórarinn Gíslason.
Í dag kveð ég mág minn og
góðan vin, Guðbrand Kjartans-
son. Það hefur ekki farið framhjá
okkur, ættingjum og vinum
Gugga, eins og hann var nefndur
innan fjölskyldunnar, hvað
ásækinn sjúkdómur fór lengi vel
halloka í glímunni við hann. En
að lokum má enginn sköpum
renna.
Fyrir um sautján árum
greindist Guggi með krabba-
mein, sem átti eftir að hafa áhrif
á líf hans uppfrá því. Með Öldu
sér við hlið, æðruleysi og óbug-
andi viljastyrk tókst hann á við
hverja áskorunina eftir aðra og
saman héldu þau ótrauð áfram
veginn. Hann stundaði alla tíð
líkamsrækt og í baráttunni við
sjúkdóminn vann hann mark-
visst að því að efla þolið. Alda
fylgdist grannt með líðan hans
og var fljót að bregðast við þegar
erfiðar aðstæður komu upp á.
Þannig hafa árin liðið og Guggi
löngu búinn að slá öll met hvað
varðar lífslíkur sjúklinga með þá
meinsemd sem hann glímdi við.
Vífilsstaðir hafa allt frá barn-
æsku haft sérstaka merkingu í
hugum okkar systra. Móðir okk-
ar fékk berkla þegar hún var
ung og þurfti oft að dveljast á
Vífilsstöðum. Þegar Alda hafði
lokið hjúkrunarnámi réðst hún
þar til starfa. Á Vífilsstöðum
kynntist hún Guðbrandi lækni.
Hún féll fyrir þessum skemmti-
lega gáfumanni og grallara og
ekki var verra að hann var mikill
hestamaður. Þau hófu búskap á
lóð spítalans, með hestana í tún-
fætinum.
Í ríflega tuttugu ár unnu þau
saman á Vífilsstöðum. Í lok
vinnudags og í fríum varði fjöl-
skyldan flestum stundum saman
við hestamennsku. Sonur Öldu,
Gunnar Örn, var tveggja ára
þegar Alda og Guggi hófu sam-
búð og hefur samband þeirra alla
tíð verið einlægt og traust.
Á þeim 37 árum sem liðin eru
síðan ég kynntist Gugga fyrst
hefur vinátta og væntumþykja
styrkst og mun ég jafnan geyma
minninguna um hann á meðal
endurminninga um bestu vini
mína.
Þegar ég flutti heim til Ís-
lands eftir 12 ára búsetu á Ítalíu,
þá rétt rúmlega þrítug, átti ég þá
ósk heitasta að eignast hest.
Fyrir atbeina Gugga eignaðist
ég „Tralla“, minn fyrsta hest.
Hann leiðbeindi mér og hvatti og
urðu hestamennskan og lang-
ferðirnar á sumrin, samveran í
hesthúsinu á veturna og útreið-
artúrarnir hluti af daglegu lífi
mínu með Gugga og Öldu til
fjölda ára.
Við systur höfum alla tíð verið
mjög nánar og því liðu sjaldan
margir dagar á milli heimsókna
til fjölskyldunnar í Fjallalind.
Umræðuefnin voru fjölbreytt og
var Guggi einstaklega minnugur
á menn og málefni og sagði
skemmtilega frá, oft með glettið
stríðnisblik í augum. Ég sakna
þess mest að hafa ekki tekið upp
brot af þeirri merkilegu ævisögu,
sem hefði orðið ómetanlegur
fjársjóður fyrir afkomendur
hans. Sigurgeir, maðurinn minn,
gaf honum upptökutæki fyrir
mörgum árum en því miður höfð-
aði það ekki til Gugga að sitja og
tala inn á tækið.
Guggi var fróður og víðlesinn,
mikill sagnamaður og skemmti-
legur grallari. Umfram allt var
hann þó góður maður í þess orðs
bestu merkingu. Hann unni öllu
fögru og mat að verðleikum allar
manndyggðir, en ódrengskapur
var langt frá hans hugarheimi.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Hlín.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
✝ Elvar Bjarna-son fæddist í
Reykjavík 8. ágúst
1938. Hann lést á
heimili sínu 31. júlí
2019.
Foreldrar hans
voru Bjarni Guð-
mundsson vöru-
bifreiðastjóri, f.
1910, d. 1978, og
Magnea Guðný
Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. 1912, d. 2000. Þau
bjuggu í Reykjavík.
Systkini Elvars eru Jóna, f.
1940, Ester, f. 1945, d. 2007, Sig-
urgeir, f. 1948, og Bjarni Már, f.
1951.
Sandra Björt, f. 1997. 3) Sólrún
Adda Elvarsdóttir, f. 1968. Eig-
inmaður hennar er Sófus Gúst-
avsson, f. 1970. Börn þeirra eru
a) Sara Lovísa, f. 1995, b)
Thelma Sif, f. 2002, c) Sóley
Lilja, f. 2004.
Elvar stundaði nám við Iðn-
skólann í Reykjavík við pípu-
lagnir. Hann öðlaðist meist-
araréttindi og rak pípulagn-
ingafyrirtæki til margra ára
ásamt því að sitja í stjórn Félags
pípulagningameistara. Seinna
vann hann hjá Íslandsbanka, allt
þar til hann settist í helgan
stein. Elvar var einnig virkur fé-
lagi í Kátu fólki og sat þar í
stjórn í mörg ár.
Elvar verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, 14. ágúst
2019, og hefst athöfnin klukkan
11.
Árið 1962 giftist
Elvar Dagnýju Ás-
geirsdóttur, f. 1938.
Þau skildu 1996.
Börn þeirra eru: 1)
Ásgeir Rafn Elv-
arsson, f. 1962.
Sambýliskona hans
er Hanna Jóna
Skúladóttir, f. 1976.
Börn hans eru a)
Elsa Dagný, f. 1991,
b) Þórey, f. 1995, c)
Tinna Sól, f. 1997. 2) Elva Björk
Elvarsdóttir, f. 1965. Sambýlis-
maður hennar er Pétur Ny-
gaard Lúkasson, f. 1962. Börn
þeirra eru a) Anita Ástrós, f.
1994, b) Sylvía Karen, f. 1996, c)
Þetta er of óraunverulegt, að
sitja hér og rita minningarorð
um þig, elsku pabbi!
Við sáum nú allavega fram á
að eiga þó nokkur ár í viðbót
með þér, eins hress og iðinn og
þú varst. Hvern hefði grunað
að geta ekki náð í þig einn dag-
inn. Þú sem alltaf svaraðir sím-
anum eða hringdir allavega
strax til baka.
Þú vildir alltaf heyra fréttir
af okkur og máttir helst ekki
missa af neinu. Grínaðist með
alla hluti og alltaf tilbúinn að
henda bröndurum í allar áttir,
líka við afgreiðslufólkið í búð-
unum sem þú reyndir að plata
reglulega að gefa þér 90% af-
slátt.
Þú varst aldrei verkefnalaus
og alltaf á ferðinni. Hvort sem
var að leggja pípulagnir,
byggja hús, endurbyggja sum-
arbústaðinn í Sléttuhlíð,
ferðast, sækja og skutla fólki í
Leifsstöð sem var ósjaldan og
aðstoða okkur systkinin við hin
ýmsu verkefni á okkar heim-
ilum.
Minningarnar eru endalaus-
ar og þar sem þú varst alltaf
með myndavélina á lofti erum
við endalaust þakklát fyrir
þann fjársjóð sem við eigum í
myndunum þínum, sem spanna
nokkra áratugi. Allt frá unga
aldri fórum við með ykkur
mömmu í ferðalög hingað og
þangað um landið. Tjölduðum á
gullfallegum stöðum sem voru
ósnortnar náttúruperlur. Lærð-
um að meta fegurð landsins,
syngjandi í bílnum á ferðinni
eða hlustandi á tónlist af kass-
ettum. O
kkur þótti líka mjög gaman
að skjótast í bíltúra á veturna
með þér á Bronconum, hvort
sem var að leita að snjósköflum
og fara ótroðnar slóðir eða
keyra út jólapakka á aðfanga-
dag. Þú fórst ófáar ferðirnar í
Hrafnadalinn, hvort sem þú
varst að fara með efni á kerr-
unni að vinna með orlofsnefnd
pípulagningameistara eða við
fjölskyldan að fara á fjöl-
skylduhátíðirnar sem haldnar
voru árlega.
Þeir voru ófáir flugtúrarnir
með þér í Cessnu150 frá Flug-
skóla Helga Jónssonar, þar
sem þú hafðir lært að fljúga.
Þú elskaðir allt sem viðkom
flugi.
Hafandi alist upp í Skerja-
firðinum frá unga aldri, fylgd-
ust þið æskuvinur þinn Hörður
spenntir með flugvélunum taka
á loft og lenda og fá að fara í
flugtúra. Vinskapur ykkar og
ástríða á flugi entist til ævi-
loka, þar sem þetta var síðasta
árið ykkar beggja í þessum
heimi. Saman eruð þið komnir
á flug á ný.
Elsku pabbi, við getum rifjað
upp endalausar minningar og
munum gera það með okkar
fjölskyldum um ókomin ár í tali
og myndum. Söknuðurinn er
mikill. Hvíldu í friði.
Ásgeir, Elva, Sólrún
og fjölskyldur.
Nú fyrir örfáum dögum átt-
um við Elvar samtal um orku-
pakka þrjú og að nú gæti fólk
ákveðið hvort það vildi vera
karl eða kona og héti Sigurður
eða Sigríður, auðvitað sáum við
þetta fyrir okkur á spaugsaman
hátt án þess að fara nánar út í
það. Fréttin að Elvar væri dá-
inn kom því aldeilis fyrirvara-
laust.
Við sem erum búnir að vera
vinir og félagar í 75 ár ásamt
Sigþóri og Herði sem eru ný-
fallnir frá og nú er undirritaður
orðinn einn eftir.
Æskuárin, unglingsárin,
stofnun heimilis, að eignast
fjölskyldu, eignast fyrstu bíl-
ana, koma upp íbúð, allt þetta
gengum við í gegnum á sama
tíma.
Elvar var líkur pabba sínum
að mörgu leyti, bóngóður,
greiðvikinn, að sjá björtu hlið-
arnar á tilverunni og að hafa
gaman af því að vera til.
Því viljum við þakka fyrir
vináttu og kærleika öll þessi ár
og eigum í minningunni margt
góðra og skemmtilegra stunda
saman.
Það á eftir að ylja manni er
maður lítur í sjóð minninganna.
Við sendum okkur innileg-
ustu samúðarkveðjur til barna,
fjölskyldna þeirra og vina.
Gíslína og Guðjón.
Við vorum líklegast orðin
töluvert stálpuð systkinin þeg-
ar við uppgötvuðum að Elvar
var ekki náinn ættingi heldur
„bara“ fjölskylduvinur. Pabbi
okkar, Hörður Sigurgestsson,
og Elvar voru jafnaldrar og
bestu vinir frá tveggja ára
aldri. Þeir bjuggu í sama hús-
inu í litla Skerjó í nágrenni við
flugvöll stríðsáranna og svæðið
þar var þeirra leikvöllur. Þeir
fengu strax mikinn áhuga á
flugmálum, áhugamál sem
fylgdi þeim alla tíð. Fyrsta ut-
anlandsferð þeirra beggja var
þegar þeir voru á 12. ári. Þá
höfðu þeir verið gripnir í snún-
inga á annasömum vordögum
og fengu að launum helgarferð
til Kaupmannahafnar með
Flugfélagi Íslands. Þetta var
heilmikið ævintýri en þegar
þetta var rifjað upp var alltaf
bætt við að Tívolí hefði því mið-
ur verið lokað þessa helgi.
Síðar fóru þeir tveir saman
nokkrar ferðir til Evrópu og
Bandaríkjanna. Í þessum ferð-
um óku þeir langar vegalengdir
og leituðu uppi flugvéla- og
bílasöfn.
Fjölskyldur okkar ferðuðust
líka saman. Ævintýralegar
tjaldútilegur eigum við frum-
kvæði Elvars að þakka. Og
reglulega leituðu þeir pabbi
uppi línuvegi og var akstur með
þeim ásetningi að reyna á þol-
mörk mismunandi jeppa. Skófl-
ur voru nauðsynlegur staðal-
búnaður í þeim leiðöngrum
sumar jafnt sem vetur.
Þótt Elvar væri fyrst og
fremst vinur pabba var hann
vinur okkar allra. Hann var
hrókur alls fagnaðar þegar
hann kom í heimsókn, öll vild-
um við hlusta á sögurnar hans
og heyra brandarana. Það hló
enginn eins hátt og innilega og
Elvar.
Við kepptumst við að finna
handa honum sykur í kaffið og
dáðumst að því að hann kæmist
upp með að tína rúsínurnar úr
jólakökunni.
Hjálpsemi Elvars var engu
lík í smáu og stóru. Við gátum
alltaf treyst á að hann myndi
mæta, hress og kátur, hvort
sem um væri að ræða bilaðan
ofn, brotinn krana eða snún-
inga sem kölluðu á kerru.
Vinnusemi og ósérhlífni ein-
kenndi Elvar alla tíð.
Í veikindum pabba síðustu ár
var ómetanlegt að eiga Elvar
að. Hann beið aldrei eftir boði
heldur mætti til að veita pabba
félagsskap allt til hans síðasta
dags. Elvar var ákveðinn í að
taka þátt í veikindum pabba til
enda með okkur.
Aldrei bar minnsta skugga á
vináttu Elvars og pabba.
Traustið og tryggðin voru alltaf
til staðar, sönn vinátta þeirra
var okkur systkinunum hin
besta fyrirmynd.
Skyndilegt fráfall Elvars er
mikið áfall og erfitt að hugsa til
þess að hlátur hans muni ekki
heyrast oftar.
Við vottum Ásgeiri, Elvu
Björk, Sólrúnu og öðrum að-
standendum okkar dýpstu sam-
úð. Guð blessi minningu Elvars.
Inga og Jóhann Pétur.
Elvar Bjarnason
Við Jóhann vor-
um bræðrabörn,
bæði fyrstu börn
foreldra okkar og
ég aðeins níu mán-
uðum eldri en hann. Mikill
samgangur var á milli fjöl-
skyldnanna bæði í kringum
hestamennskuna, sem tengdi
bræðurna sterkum böndum, og
svo héldu amma og afi í Skeið-
arvoginum vel utan um sína
þrjá drengi, tengdadætur og
ellefu barnabörn.
Við Jóhann áttum það sam-
eiginlegt að okkar fyrsta heim-
ili var hjá ömmu og afa í Skeiðó
og sköpuðust þá þegar sterk
tengsl við föðurforeldra okkar.
Jóhann bjó síðan hjá ömmu og
afa meðan hann var í fram-
haldsnámi í Reykjavík, áttum
við þá oft gott spjall því ég var
þar heimagangur á mínum
námsárum enda skólinn í bak-
garðinum.
Við tvö vorum mikið saman
hjá ömmu og afa okkar fyrstu
ár, fórum í ísbíltúra með afa á
Volvo og spiluðum við ömmu.
Þegar við fórum að hafa aldur
til fengum við að fara með for-
eldrum okkar upp í hesthús og
fara á bak, Jóhann á Tvist og
ég á Frosta.
Þegar fleiri barnabörn bætt-
ust í hópinn var oft mikið fjör á
Skeiðarvoginum og allt húsið
lagt undir, frá kjallara upp í
ris. Jóhann var leiðtogi í hópn-
um á sinn hljóðláta hátt sem
Jóhann
Sigurðsson
✝ Jóhann Sig-urðsson fædd-
ist 25. júní 1965.
Hann lést 26. júlí
2019. Útför Jó-
hanns fór fram 7.
ágúst 2019.
krakkaskarinn bar
virðingu fyrir.
Hann var hug-
myndaríkur, fékk
hópinn til að leika
sér saman sem
einn mann, oft í
frumsömdum leikj-
um þar sem notast
var við það sem
var til staðar. Voru
það skemmtileg-
ustu stundirnar.
Jóhann var alltaf ljúfur,
brosmildur og skemmtilegur fé-
lagi, maður sem hægt var að
treysta á. Það er stórt skarð
komið í bræðrabarnahópinn,
hans er sárt saknað. Hvíl þú í
friði, kæri frændi.
Samúðarkveðjur til ykkar
allra.
Guðný Benediktsdóttir.
Það er með sorg í hjarta sem
ég sendi Jóhanni Sigurðssyni
hinstu kveðju.
Yfirburðamaður á svo mörg-
um sviðum sem var tekinn frá
ástvinum sínum alltof snemma
eftir erfið veikindi. Jóa man ég
ekki öðruvísi en brosandi.
Sama hvert verkefnið var; að-
stoð við heimanám, elda-
mennska eða framkvæmdir
heima við.
Öll verkefni leyst af þekk-
ingu með bros á vör enda fátt
sem Jói ekki gat. Ég veit að
minningar um einstakan eigin-
mann, pabba og afa munu lifa
um ókomna tíð.
Elsku Rós, Þórhildur,
Guðný, Siggi og fjölskyldur.
Innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd æskuvinkvenna
Þórhildar,
Stella Rún Steinþórsdóttir.