Morgunblaðið - 14.08.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 14.08.2019, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 ✝ Bryndís Stein-þórsdóttir hús- stjórnarkennari fæddist í Reykjavík 1. september 1928. Hún lést á Vífils- stöðum 30. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- rún Ingimarsdóttir kennari, f. 19. nóv- ember 1907, d. 2. september 1992, og Steinþór Jó- hannsson kennari, f. 3. janúar 1890, d. 13. apríl 1964. For- eldrar hennar skildu, en síðari maður Sigrúnar var Hans Jörg- ensson skólastjóri, f. 5. júní 1912, d. 24. október 2001. Systkini Bryndísar voru: 1) Valborg Steinþórsdóttir, f. 2. desember 1929, d. 21. febrúar 1930. 2) Örn Steinþórsson, f. 2. desember 1931, d. 4. september 1980, maki Helga Kristín Magn- úsdóttir, f. 13. nóvember 1929, d. 11 maí 2017. 3) J. Ingimar Hansson, f. 4. apríl 1942, maki Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 4. októ- ber 1936, d. 22. ágúst 2017. 4) Snorri Hansson, f. 26. sept- ember 1944, maki Sigrún Jó- Reykjavík og nokkra grunn- skóla í Reykjavík, Námsflokka Reykjavíkur, Húsmæðrakenn- araskóla Íslands og Fóstruskól- ann. Hún var námsstjóri í heimilis- fræðum fyrir grunnskóla 1978- 1986, deildarstjóri matvælasviðs við Fjölbrautaskólann í Breið- holti 1975-1997 og við Mennta- skólann í Kópavogi 1997-1998. Samhliða kennslu samdi hún og endurskoðaði námsefni í kennslugreinum sínum. Bryndís gaf út bókina „Við matreiðum“ ásamt Önnu Gísladóttur 1976 og sú bók hefur oft verið endur- útgefin, síðast 2018. Bryndís var virk í starfi eldri borgara í Reykjavík og vann þar að mörgum verkefnum. Hún var í stjórn Landssambands eldri borgara og í velferðar- og þjón- ustunefndum árum saman. Hún starfaði í ritnefnd blaðsins „Listin að lifa“ í mörg ár og sá um „Fræðsluhornið“ í 18 ár. Bryndísi var mjög annt um kirkjuna sína. Allt frá upphafi sinnti hún ýmsum störfum í Ás- kirkju. Hún var stofnaðili í sókn- arnefnd kirkjunnar og söng í kirkjukórnum fyrstu 35 árin. Síðar tók hún þátt í starfi Ekkó- kórsins, kórs kennara á eftir- launum. Útför Bryndísar fer fram frá Áskirkju í dag, 14. ágúst 2019, klukkan 13. steinsdóttir, f. 12. júlí 1944. Bryndís var barnlaus en sýndi bræðrabörnum sín- um ást og um- hyggju eins og móðir. Á síðari hluta æviskeiðs var hún í sambúð með Hirti Þórarinssyni, fv. skólastjóra og framkvæmda- stjóra, f. 10. febrúar 1927. Bernskuár Bryndísar voru á Akureyri. Hún fluttist síðar með viðdvöl á Hvanneyri á Akranes þar sem hún tók gagnfræðapróf 1946. Hún lauk húsmæðrakenn- aranámi í Reykjavík 1948 og handavinnukennararámi frá Håndarbejdets Fremme í Kaup- mannahöfn 1953. Hún stundaði framhaldsnám í hússtjórnar- fræðum í Árósum í Danmörku, Svíþjóð og í Noregi. Bryndís starfaði alla tíð við sitt fag. Fyrst sem kennari og síðar skólastjóri við Húsmæðra- skólann á Laugarvatni 1948- 1952. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur kenndi hún við Gagnfræðaskóla verknámsins í Drottins hjálpfúsa höndin heilög vaki hér yfir. Brostin ástvina böndin blessuð minningin lifir. Ég kvaddi Bryndísi mína hljótt og innilega síðasta kvöldið okkar. Í værum svefni fékk hún hvíld og eilífan frið. Það væri varla hægt að óska ástvinum sín- um betri kveðjustundar. Það er mikil hamingja og blessun að hafa átt svo innilega samleið með Bryndísi á síðdegi ævihlaups okkar. Upphaf þessar- ar ferðar hófst á árshátíð skól- anna á Laugarvatni í desember 1948. En hamingjuferillinn varð slitróttur og fjöreggið brothætt eins og gengur og gerist hjá ungu fólki. Starfsákafi og menntun- arþrá höfðu mikil áhrif á fram- vindu hjúskaparmála. Vinir kvöddust innilega eftir hugljúf samskipti og fóru svo hvor sína leið. Með brennandi áhuga leitaði hún stöðugt framhaldsmenntun- ar samhliða fullu starfi í 50 ár. Frumsamdi kennslubækur, leit- aði nýrra leiða, leiðbeindi og lagði öllum þessum málum mikið lið. Öll þau störf hennar eru mikil að vexti og gæðum. Starfslok okkar bar upp á svip- uðum tíma. Ástvinamissir varð hjá mér. Mín elskulega kona Ólöf kvaddi. Hvað var fram undan? Svarið kom. Hver var sú er hitti ferðamann? Hver var sú er gamlan vin sinn fann? Hver var sú er hlýjast vefinn spann? Og hleypti að nýju lífi og þrótti í hann. Byndís var sú besta vina hans. Bryndís átti hæfni finnandans. Bryndís spann þar kjörvef kærleikans og kveikti að nýju lífsþrótt þessa manns. Hamingjustundir og -dagar okkar á síðdegi ævinnar urðu óteljandi. Hvar sem Bryndís kom vakti hún ástúð og gleði. Allir fögnuðu komu hennar. Fjöl- skylda mín eignaðist þar „ömmu Dísu“. Ekki var hægt að finna einlægari, nærgætnari og elsku- legri fjölskyldusóma en Bryndísi. Bryndís átti þann hæfileika að kunna „listina að lifa“. Í einu er- indi sem hún flutti sagði hún: „Listin að lifa á efri árum er að vera ekki öðrum til byrði, taka þátt í lífinu, vera jákvæður og fylgjast vel með fjölskyldu og vinum. Ennfremur að skipu- leggja tímann sem við höfum daglega, fylgjast með þjóðmál- um, lesa góðar bækur, hvíla okk- ur vel, hreyfa okkur og borða næringarríkan mat. Einnig að ferðast og ekki síst vera í góðum félagsskap með vinum sínum.“ Drottins náðin dásemdin sanna daga og nætur ástvini vefur. Innileg kveðja og þökk. Þinn Hjörtur. Elsku Dísa mín. Ég man fyrst eftir þér þegar þú komst heim rétt fyrir hátíðir til þess að hjálpa móður okkar að þvo, þrífa og matbúa fyrir jól og páska og síð- an að taka þátt í hátíðarhaldinu með okkur. Vegna 14 ára aldurs- munar held ég að ég hafi þá frek- ar litið á þig sem frænku en syst- ur. Það var ekki fyrr en síðar sem ég fór að líta á þig sem systur, sem varð mér kærari eftir því sem árin liðu. Dísa frænka var samt sem áður það sem ég vand- ist við. Börnin mín dáðu þig og dýrkuðu. Það var mikil tilhlökk- un að fara til Dísu frænku. Auk þess var maturinn svo góður. Sama gilti um börnin þeirra. Þetta var, veit ég, alveg eins hjá fjölskyldum bræðra minna og í fleiri stórfjölskyldum tengdum þér. Eftir að þú tókst saman við Hjört Þórarinsson kom það mér á óvart að í þeirri fjölskyldu varst þú kölluð amma. Skynjaði það ekki að þú varst tekin að eldast þannig að það var orðið eðlilegt. Í þessum stórfjölskyldum varst það þú sem varst í sam- bandi við alla. Margir sögðu að þú virkaðir eins og fréttablað. Í gegnum þig fréttist af öllum hin- um. Þú sagðir samt einungis það sem allir máttu heyra. Værir þú beðin um þagmælsku var trún- aðurinn alger. Á þennan hátt varst þú „límið“ sem hélt öllu þessu fólki, börnum sem fullorðn- um, saman. Enginn gleymdist í önnum dagsins. Allir áttu sér nafn og sögu. Þú áttir líka óvenjulega stóran hóp vina. Ég minnist þess sem lít- ill drengur að hafa horft á það í undrun hve margar og skrítnar jólagjafir þú fékkst. Mestan part fannst mér þær algjörlega út í hött enda vildi ég ekkert nema bækur á þeim tíma. Þú virkaðir oft sem kennari og ráðgjafi í stórfjölskyldunum. Sveipaðir hreinlega um þig ráð- um um alla mögulega hluti. Þætti þér ég seinn að hlusta á þau minntir þú mig gjarnan á það að þú hefðir nú alið mig upp. Einu sinni var ég í símtali við þig eitthvað að þusa yfir því hve gleraugu væru dýr. Þá sagðir þú að vantaði mann gleraugu færi maður upp á fimmtu hæð í ákveð- inni byggingu. Þar sem ég hafði, af gildum ástæðum, vanið mig á að hunsa ekki þín ráð fór ég á þennan stað og fékk þar hin eft- irsóttu gleraugu á minna en hálf- virði. Eitt var það ráð sem þú gafst öllum, held ég. Það var að fara í kór. Margir hlógu að þessu. Það var eitt af fáum ráðum þínum sem ég fór ekki eftir, af þeirri ástæðu einni að ég er lítill söng- maður. Vil fremur njóta söngs. Örugglega hefur enginn sem far- ið hefur eftir ráðinu séð eftir því. Flestir þeirra syngja enn í kór. Af öllu ofangreindu er að þér mikill missir sem trauðlega verð- ur bættur en er samt eftirlifenda að bæta úr eftir bestu getu. Ást- vinamissinn er samt erfiðast að bæta. Ingimar. Við krakkarnir í Dalhúsum er- um svo þakklát fyrir að hafa eign- ast elsku ömmu Dísu okkar. Afi nafni kallaði hana alltaf perluna sína og okkur finnst það lýsa henni mjög vel. Amma var ljós yf- irlitum og brosmild, geislaði af væntumþykju og hún var okkur ótrúlega dýrmæt. Amma hafði mikinn áhuga á að fylgjast með öllu því sem við tók- um okkur fyrir hendur, hvort sem það voru íþróttir eða nám, og hún hvatti okkur óspart. Henni tókst alltaf að láta okkur finnast við vera einstaklega dugleg. Þeg- ar eldri bræðurnir, Hjörtur fyrst og svo Ólafur, fóru utan í meist- aranám hélt hún góðu sambandi við þá og þá var stundum „skyp- að“ hér heima þegar hún og afi voru hjá okkur. Við áttum ótal skemmtilegar stundir með ömmu og mikið hlegið því þau afi sáu alltaf jákvæðu hliðina á öllu. Amma kom fram við alla af mikilli virðingu og þakkaði alltaf fallega fyrir allt það litla sem við gerðum fyrir hana. Þegar hún var orðin lasin og Friðrika heim- sótti hana á Landakot vildi hún ólm að Friðrika fengi að hitta starfsfólkið sem annaðist hana. Hún kallaði þau inn eitt af öðru og kynnti þau fyrir henni, sagði hvaðan þau væru og hrósaði þeim svo innilega fyrir hvað þau væru góð við sig. Sú sálarfegurð sem amma okkar bjó yfir er það sem við tökum okkur til fyrirmyndar. Við geymum allar góðu minning- arnar um samverustundirnar í hjörtum okkar. Elsku afi, missir þinn er mikill en við verðum til staðar fyrir þig eins og þið bæði hafið verið fyrir okkur. Hjörtur Geir, Ólafur Hrafn og Friðrika Hanna. Við systkinin eigum margar góðar minningar um Bryndísi föðursystur okkar, samskipti okkar voru náin og hún sýndi okkur ást og umhyggju eins og við værum börnin hennar. Okkur þótti einstaklega vænt um hana og fundum ávallt að þessi mikla væntumþykja var gagnkvæm. Bryndís frænka var hússtjórn- arkennari og hafði á langri ævi hlotið mikla starfsreynslu og bætti sífellt við sig námi í heim- ilisfræðum og skyldum greinum. Eftir hana liggur fjöldinn allur af matreiðslubókum og fræðslurit- um. Hún gaf okkur öllum bókina Við matreiðum en hún var annar af tveimur höfundum hennar og við, eins og svo margir aðrir, not- um þá bók mikið. Þá hafði hún skrifað nokkrar línur innan á bókarkápuna með sinni fallegu rithönd. Gegnum starf sitt sem kennari og störf í menntamálaráðuneyt- inu öðlaðist hún mikla þekkingu á skólamálum yfirleitt, einkum þó verknámsgreinum og sér í lagi hússtjórnargreinum, og hafði mikinn áhuga á að taka þátt í þró- un þeirra. Okkur systkinunum fannst Bryndís frænka vera eins konar gangandi alfræðiorðabók og leit- uðum oft til hennar. Hún fylgdist vel með okkur og viðburðum í lífi okkar, hvort sem um var að ræða fermingar, skírnir eða annað. Hún sá um skipulagningu, veit- ingar o.fl. í fermingarveislum sem við héldum og við mörg önn- ur tækifæri. Þá var einstaklega gaman að vinna með henni því hún hafði svo góða yfirsýn yfir allt sem þurfti að gera fyrir veisl- urnar. Allt vannst svo vel og hún kenndi okkur í leiðinni. Hún var alltaf svo glöð og jákvæð og hafði einstakt lag á að leiðbeina okkur. Hún naut sín í því sem hún var að gera og hafði svo góða nærveru, laumaði gjarnan stuttum brönd- urum inn á milli og við litum öll upp til hennar með virðingu. Bryndís frænka var okkur allt í senn, vinur, ráðgjafi og bakhjarl þegar mest á reyndi eins og var raunin í veikindum föður okkar. Hann var veikur í mörg ár á átt- unda áratug síðustu aldar og lést langt um aldur fram. Þá var hún eins og oft áður vakin og sofin yf- ir velferð okkar, heilsu og mennt- un. Hún mátti aldrei til þess vita að einhver okkar ætti í vandræð- um eða stæði uppi með óleyst mál t.d. varðandi starf eða nám. Þá kom hún strax með tillögur sem oft á tíðum sýndu sig að vera góð- ar tillögur og árangursríkar. Hún fylgdi því eftir næstu dagana, hringdi til okkar til að fá fréttir, hvetja og ráðleggja enn frekar. Bryndís var að eðlisfari mjög sjálfstæð kona og hafði ákveðnar skoðanir á flestum hlutum og var líka óhrædd að segja sínar skoð- anir t.d. í skólamálum varðandi námsleiðir fyrir ungt fólk og rétt- indi. Hún var líka víðlesin og ferð- aðist mikið, einkum til Norður- landanna, þá oft í tengslum við ýmis námskeið sem hún tók þátt í. Síðustu u.þ.b. 20 ár ævinnar ferðaðist hún þó enn meira og þá með æskuvini sínum Hirti Þór- arinssyni, en við erum svo þakk- lát fyrir að hann kom inn í líf hennar og varð hennar tryggi lífsförunautur. Bryndís mín, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allar góðu samverustundirnar. Við munum minnast þín með söknuði og hlýhug. Ásdís, Sigrún Ingibjörg, Erna og Magnús Arnarbörn. Bryndís frænka hefur kvatt okkur í hinsta sinn og verður hennar sárt saknað. Bryndís var systir afa Arnar sem því miður kvaddi okkur ung- ur. Hún hélt alla tíð fallega utan um stórfjölskylduna. Eftir því sem við uxum úr grasi gerðum við okkur betur grein fyrir því hve dýrmætt það hefur reynst fjölskyldunni. Það var alltaf nota- legt að heimsækja Bryndísi frænku. Minning kemur strax upp í hugann um móttökur henn- ar á ganginum. Þegar við stigum úr lyftunni mátti heyra hlýlega rödd hennar bjóða okkur velkom- in. Bryndís var einstök í eldhús- inu og alltaf bauð hún upp á góð- ar veitingar. Hún gaf út matreiðslubók ásamt samstarfs- konu sinni sem við fengum öll að gjöf. Við höfum leitað mikið í bók- ina, bæði eftir uppskriftum og ýmsum upplýsingum. Mat- reiðslubókin er aðeins eitt dæmi um það hve mikinn metnað Bryn- dís frænka lagði í það sem hún tók sér fyrir hendur. Kortin sem við fengum frá Bryndísi við hin ýmsu tækifæri bera þess einnig merki, bæði var rithöndin ein- staklega falleg og kveðjurnar hlýjar. Það fylgdi því alltaf til- hlökkun að fá bréf frá Bryndísi frænku. Bryndís var með sér- staklega létta lund. Það var henni eðlislægt að koma vel fyrir og það var gaman að spjalla við hana. Hún var einstaklega orðheppin, var með fallegan hlátur og kom öðrum auðveldlega til að hlæja. Hún var alltaf snyrtilega tilhöfð og það má segja að hárið hafi aldrei verið á röngum staðan, jafnvel þótt ekkert sérstakt stæði til. Bryndís frænka sýndi okkur systkinunum alltaf mikinn stuðn- ing og hafði einlægan áhuga á lífi okkar, hvort sem það varðaði nám, vinnu eða félagslíf. Hún spurði reglulega hvort hún gæti gert eitthvað fyrir okkur og var ætíð tilbúin að hlusta. Umhyggja hennar var ekki minni í garð barnanna okkar og erum við mjög þakklát fyrir það. Þannig var Bryndís frænka, alltaf til staðar og allir ávallt velkomnir. Bryndís hafði lag á því að kveðja sína nánustu einstaklega fallega og það er einmitt það sem við vilj- um gera í dag. Um leið og við rit- um þessi orð sjáum við hana fyrir okkur, standa glaðlega við gluggann í Dalbrautinni og veifa okkur í kveðjuskyni. Takk fyrir yndislegar stundir frænka og takk fyrir að vera þú. Elsku Hjörtur, missir þinn er mikill. Við erum afskaplega þakklát fyrir að þú hafir komið inn í líf Bryndísar frænku og okk- ar allra. Það var fallegt að fylgj- ast með samskiptum ykkar og þeirri virðingu sem þið báruð hvort fyrir öðru. Helga Kristín, Ingvar Örn, Steinþór, Bryndís og fjöl- skyldur. Bryndís frænka var engri lík. Jákvæð að eðlisfari, áhugasöm um fólkið sitt og kletturinn sem var alltaf til staðar fyrir sína nán- ustu. Hún var dugleg að kalla fjölskylduna saman og bjóða í mat og enginn vildi missa af þess- um glæsilegu boðum þar sem borðin svignuðu undan veiting- unum og maturinn var ekki bara bragðgóður, heldur líka fallega borinn fram. Í matarboðunum naut hún sín virkilega vel, þar var hún innan um fólkið sitt og miðl- aði af þekkingu sinni og reynslu til yngri kynslóða. Eitt af árlegu boðunum hennar Bryndísar og föstu punktunum í tilverunni var fjölskylduboð á annan í jólum og þangað mættum við alltaf með borðspilið sem hún hafði gefið okkur í jólagjöf í það skiptið. Hún aðstoðaði okkur einnig með veit- ingarnar fyrir stórafmæli og fermingar og gaf ekkert eftir í þeim efnum, komin vel á níræð- isaldur. Dísa frænka var óhrædd við að tjá skoðanir sínar, var gagnrýnin, en á uppbygglegan hátt. Hún var alltaf hvetjandi, sparaði ekki hrósið, talaði aldrei illa um nokk- urn mann og var frábær fyrir- mynd fyrir okkur sem umgeng- umst hana. Enda var hún vinmörg og mikill gestagangur hjá henni allt fram á síðasta dag. Henni var mikið í mun að allir fyndu sinn stað í lífinu, starf við hæfi sem veitti hamingju og ör- yggi. Hún fylgdist vel með bæði okkur og börnunum okkar, bæði í leik og starfi, og var alla tíð vel með á nótunum með námið, skák- ina, handboltann og fimleikana hjá börnunum rétt eins og allt annað sem fjölskyldan tók sér fyrir hendur. Þegar við heimsótt- um Bryndísi fengum við jafnan fréttir af stórfjölskyldunni. Hún lagði sig jafnan fram við að finna það jákvæða í öllu. Gott dæmi um það er þegar við hjónin vorum að kynnast og hún hitti okkur saman í fyrsta skiptið. Eft- ir að hafa spurst fyrir um fram- tíðaáætlanir okkar hafði hún orð á því að við yrðum sennilega ágætispar þar sem hún taldi að verkfræði og stjórnmálafræði væru greinar sem færu vel sam- an. Við fjölskyldan vorum svo heppin að kynnast Hirti í gegn- um Bryndísi, en þau nutu svo sannarlega samvistanna hvort við annað, voru höfðingjar heim að sækja og allt sem þau tóku sér fyrir hendur gerðu þau einstak- lega vel. Dísa frænka var til dæmis þekkt fyrir glæsilega rit- hönd og Hjörtur yrkir ljóð við minnstu tilefni, einfalt afmæl- iskort gat þannig orðið listaverk í höndunum á þeim. Eftir að fjöl- skyldan flutti heim frá Svíþjóð myndaðist sú skemmtilega hefð að Bryndís og Hjörtur komu við hjá okkur á aðfangadag og snæddu með okkur hádegisverð. Þarna áttum við með þeim skemmtilegar gæðastundir þar sem málin voru rædd í rólegheit- um og farið yfir árið. Þessar stundir voru okkur alltaf mikils virði og við munum minnast þeirra með hlýhug. Fyrir hönd fjölskyldunnar Klukkurima 10, Magnús Þór Arnarson og Margrét Cela. Við kveðjum Dísu frænku með söknuði og þakklæti. Hún var einstök manneskja og stór hluti af lífi okkar. Hún var „frænkan“ eins og best og hlýjast er hægt að hugsa sér nokkra frænku. Dísa var einlæglega áhugasöm um okkar hag og alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á. Hún vildi að öllum liði vel og hafði áhyggjur ef hún hélt að svo væri ekki og lagði sig fram um að bæta úr því. Hún hvatti okkur til að fara í nám við hæfi, finna okkur starf sem okkur líkaði vel og velja okkur skemmtileg áhugamál. Hún færði okkur fréttir af ættingjum og sá til þess að við værum upp- lýst um allt það helsta sem gerð- ist í stórfjölskyldunni. Dísa var kennari af lífi og sál og tók virkan þátt í kórstarfi og fundum við vel hvað hún hafði mikla ástríðu fyrir því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hvatti okkur til að syngja í kór, enda fannst henni fátt meira gefandi. Hún benti okkur á það sem henni fannst við gera vel og var óspör á hrósið. Margar góðar stundir koma upp þegar hugsað er til Dísu frænku, en sterkust er þó sú til- finning að hún hafi alltaf verið til staðar og tilbúin til að aðstoða ef á þurfti að halda. Nokkur minn- ingabrot um samveru koma upp í hugann. Lengi vel safnaðist fjölskyldan saman í Skálanum, stórum bú- stað við Þingvallavatn. Það þótti okkur mikið ævintýri og þar leið okkur eins og á herragarði. Á leið í Skálann fengum við stundum að sitja í VW-bjöllu Dísu, sem var mikil upphefð. Dísa var á heima- velli í eldhúsinu og stóð þar fyrir stórborðhaldi oft á dag. Hún var ekkert sérlega áhugasöm um fiskveiðar en sá um að matreiða aflann okkar og þar fór ekkert til spillis. Úr afgöngunum bjó hún m.a. til silung í hlaupi, sem lík- lega er ekki algengur matur í Bryndís Steinþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.