Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
✝ Una Ásgeirs-dóttir fæddist
á Siglufirði 1.
ágúst 1935. Hún
lést 29. júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ásgeir
Sigurjónsson, f.
4.2. 1913, d. 18.8.
1995, og María
Benediktsdóttir, f.
1.4. 1912, d. 5.2.
2003. Þau slitu
samvistum. Sambýlismaður
Maríu og fósturfaðir Unu var
Jóhann Kristinn Kristjánsson,
f. 4.9. 1910, d. 23.10. 1991.
Systkini sammæðra eru Sig-
urbjörn Jóhannsson, f. 22.3.
1948, og Jóhanna Björg Jó-
hannsdóttir, f. 13.10. 1950.
Systir samfeðra er Helga
Kristín Ásgeirsdóttir, f. 25.6.
1951.
Una giftist 10.4. 1955 Einari
Einarssyni, f. 21.3. 1934, d. 4.8.
2018.
Börn Einars og Unu eru:
1) María Marta, f. 22.8. 1955,
fyrrverandi maki Hjalti Þór
Björnsson, f. 6.3. 1956. Börn
án Stefánsson, f. 3.8. 1972. 3)
Jón Ásgeir, f. 9.3. 1959, fyrr-
verandi maki Guðrún Helga
Eyþórsdóttir, f. 5.6. 1959. Dæt-
ur þeirra eru: a) Þórey Huld, f.
7.10. 1985, maki Daníel Frið-
riksson, f. 21.7. 1985, b) Vala
Rún, f. 13.11. 1989, sambýlis-
maður Andreas Egede, f. 16.4.
1985. Maki Jóns er Sólveig
Gyða Jónsdóttir, f. 27.3. 1965.
Synir Gyðu eru: a) Ragnar, f.
15.2. 1990, b) Hafsteinn Þor-
berg, f. 23.1. 1995. Barna-
barnabörnin eru orðin 25.
Una ólst upp á Siglufirði.
Eftir gagnfræðapróf flutti hún
til Vestmannaeyja og vann þar
í tæpt ár. Fluttist til Reykjavík-
ur og vann við ýmis störf. Eftir
að hún stofnaði heimili var hún
heimavinnandi fyrstu árin í
uppvexti barna sinna. Una var
mikil hannyrðakona og tók að
sér að sauma föt fyrir fólk.
Þegar hún fór út á vinnumark-
aðinn aftur starfaði hún við
ýmis verslunarstörf. Síðustu 20
árin í starfi vann Una sem mót-
tökuritari á Heilsugæslu Kópa-
vogs. Mannrækt var Unu of-
arlega í huga og var hún
virkur félagi í Alþjóðlegri frí-
múrarareglu karla og kvenna,
Le Droit Humain.
Útför Unu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 14. ágúst
2019, klukkan 13.
þeirra eru: a) Ein-
ar Þór, f. 28.4.
1975, maki Herdís
Rós Grétarsdóttir,
f. 3.9. 1979, b)
Hlynur Þór, f.
16.7. 1980, maki
Hrönn Smára-
dóttir, f. 7.12.
1977, c) Hrafnhild-
ur, f. 1.5. 1984,
sambýlismaður
Magnús Birgisson,
f. 18.10. 1977, d) Harpa Karen,
f. 1.7. 1988, maki Ívar Andri
Ívarsson, f. 28.5. 1986. 2) Krist-
ín, f. 28.7. 1957, fyrrverandi
maki Þorbjörn Helgi Stef-
ánsson, f. 8.1. 1957. Börn
þeirra eru: a) Ólöf Helga, f.
20.10. 1977, sambýlismaður
Kristinn Þröstur Helgason, f.
20.6. 1974, b) Sædís, f. 8.5.
1983, maki Sigurbjörn Þór
Kristinsson, f. 2.2. 1983, c)
Sveinn Óskar, f. 13.3. 1985,
sambýliskona Lilja Guðmunds-
dóttir, f. 1.12. 1990.
Fyrir átti Kristín dótturina
Unu, f. 16.3. 1975, sambýlis-
maður hennar er Eggert Stef-
Elsku amma mín.
Það er erfitt að hugsa til þess
að þú sért farin. Við sátum sam-
an í Glasgow í desember og ég
hlustaði á frásagnir þínar frá því
í gamla daga. Við skemmtum
okkur svo vel. Að þú skyldir
kveðja þennan heim stuttu
seinna var ekki nokkuð sem ég
átti von á.
Þegar ég hugsa um ömmu
koma margar góðar minningar í
hugann. Amma var fædd á Siglu-
firði og fjölskyldan hennar átti
hús í Fljótunum. Það var ekki
hægt að fara í betra frí en í sveit-
ina til afa og ömmu, sem barn og
ekki síður þegar ég var sjálf
komin með fjölskyldu. Amma
faðmaði mann alltaf innilega og
manni leið alltaf svo vel hjá
henni.
Amma var mikill fagurkeri,
það var alltaf svo fínt heima hjá
henni og hún glæsileg til fara.
Amma sat aldrei auðum höndum.
Hún var með græna fingur og
var alltaf að kaupa sér plöntur og
gróðursetja. Hún saumaði og
prjónaði og gaf fallegar heima-
gerðar gjafir. Hún gerði líka
bestu sulturnar. Hún hafði lítið
fyrir því að gera góðan mat og
það skipti aldrei máli hversu
margir voru í heimsókn. Hún
ferðaðist mikið og það var alltaf
nóg að gera hjá henni í félagslíf-
inu.
Ég hitti ömmu mína síðast í
Fljótunum í sumar, hún hafði
gætt strákanna minna með
mömmu. Það var svo fallegt veð-
ur í sveitinni þegar ég sótti þá og
við áttum dýrmæta stund saman.
Strákunum leið svo vel og minn-
ast þessarar viku með bros á vör.
Þú lifðir góðu og skemmtilegu
lífi amma, varst sátt við að fara
enda fólkið þitt á góðum stað og
þú búin að skila þínu.
Ég kveð þig, elsku amma, með
allar góðu minningarnar og
þakka fyrir allt.
Þín
Hrafnhildur.
Nú er komið að þeim tímamót-
um að margt samferðafólk mitt
hefur kvatt þetta líf á skömmum
tíma, seinast mín kæra vinkona,
Una Ásgeirsdóttir. Rétt ár er
síðan Einar maður hennar lést
og hálft ár síðan Björn, eigin-
maður minn og frændi Einars,
féll frá. Kynni okkar Unu hófust
þegar við giftumst inn í sömu
fjölskylduna, eiginmenn okkar
voru bræðrasynir og nánir vinir.
Mikill og góður vinskapur skap-
aðist. Síðar eignuðumst við sam-
eiginlegt áhugamál í Alþjóðlegri
frímúrarareglu karla og kvenna,
Le Droit Humain, og störfuðum
þar saman í áratugi.
Una var einstök kona og allt
lék í höndum hennar. Hún eldaði
góðan mat, var mikil handa-
vinnukona og naut þess að rækta
garðinn sinn, sérstaklega við
sumarbústaðinn Birkilund í
Fljótunum. Þar átti hún sín
æskusumur og leitaði þangað
alla tíð.
Við nutum þess að ferðast
saman, bæði innanlands og utan.
Við vinkonurnar vorum ósjaldan
með í för þegar eiginmenn okkar
fóru til veiða. Ferðir á hálendið,
á skíði eða til sólarlanda eru
ógleymanlegar. Alltaf þótti mér
ljúft að heimsækja Unu í Fljótin
og er afar þakklát fyrir að hafa
náð að sækja hana heim þangað í
lok júlí síðastliðins og fengið
tækifæri til að kveðja hana og
þakka henni samfylgdina í gegn-
um lífið.
Hittumst við í landinu
þangað sem fuglasöngurinn fer
þegar hann hljóðnar.
(Jökull Jakobsson)
Ég og dætur mínar, Halldóra
og Kristín, sendum börnum Unu,
þeim Maríu Mörtu, Kristínu,
Jóni Ásgeiri, og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Sigríður Kjartansdóttir.
Við andlát vinar okkar og
systur leita á hugann minningar
liðinna áratuga. Þegar við hjónin
vígðumst í Alþjóðlega frímúrara-
reglu karla og kvenna, Le Droit
Humain, haustið 1991 mætti
okkur breiður faðmur systra og
bræðra. Þar í var Una Ásgeirs-
dóttir. Frá fyrstu tíð lét hún sér
annt um velferð okkar og var
okkur leiðbeinandi. Formföst og
ákveðin þegar við átti en alltaf
kærleiksrík og gefandi. Nokkr-
um árum síðar bað hún okkur að
taka þátt í stofnun nýrrar stúku
sem starfa skyldi að franskri fyr-
irmynd. Úr varð stúkan Ljósfari
nr. 1676. Undirbúningsferlið er
okkur einkar minnisstætt en þá
komu allir bestu eiginleikar Unu
í ljós. Hún gætti þess að taka öll
þau systkin sem þátt tóku í
stofnun stúkunnar sér til sam-
ráðs, vitandi að engin bygging
sem lengi skal standa rís án þess
að vel sé vandað til þess hvar og
hvernig hornsteinn hennar er
lagður. Undirbúningsfundirnir
voru margir og minnisstæðir
þegar hist var yfir kaffi og kök-
um á heimili hennar á Mar-
bakkabraut í Kópavogi. Að leið-
arlokum þökkum við
samfylgdina og samveruna með
systur okkar og þökkum henni
vinskap hennar og velvild í gegn-
um árin. Þeim Maríu, Kristínu
og Jóni sem og öllum öðrum af-
komendum, vinum og vanda-
mönnum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Elín og Magnús.
Systir okkar og einn af mátt-
arstólpum Íslandssambands Al-
þjóðlegrar frímúrarareglu karla
og kvenna, Le Droit Humain,
Una Ásgeirsdóttir, hefur horfið
til hins eilífa austurs. Hún vígðist
inn í Stúkuna Ými 11. apríl 1972,
færði sig yfir í Stúkuna Ósíris
1975-1985 og 1997 leiddi hún
stofnun Stúkunnar Ljósfara.
Fljótlega kom í ljós að Una var
einkar hæf systir og tilbúin að
sinna öllum þeim embættum og
skyldustörfum í fjölbreyttu og
kerfjandi störfum frímúrara sem
á hennar herðar voru lögð. Öllu
sinnti hún af einskærri trú-
mennsku, samviskusemi og
þekkingu og var hafin upp til 33.
og síðasta stigs reglunnar hinn
22.9. 2002. Una tók við stjórn-
artaumum Íslandssambandsins
2005 og stýrði því með mikilli
reisn til ársins 2010. Um leið tók
hún sæti í Hinu háa ráði í París,
æðstu stjórn hinnar alþjóðlegu
reglu okkar, og var fulltrúi ráðs-
ins hér á landi. Þessi ár voru
mikil umbrota- og framfaraár í
lífi Íslandssambandsins. Hús-
næði reglunnar var orðið of lítið
og óhentugt til þess að mæta því
aukna og fjölbreytta starfi sem
þróast hafði hér á landi eftir
stofnun sjálfstæðs sambands á
árinu 1985. Bæði hafði stúkum
og systkinum fjölgað auk þess
sem fleiri stig voru unnin. Tekin
var ákvörðun um að flytja starf-
semi reglunnar að Kirkjubraut í
Reykjavík. Þar voru á skömmum
tíma skapaðar þær aðstæður
sem hentuðu vaxandi og blóm-
legu starfi. Í því ferli komu skýrt
í ljós þeir eiginleikar og hæfi-
leikar sem gerðu Unu að góðum
stjórnanda. Hún kunni þá list að
hlusta og deila ábyrgð án þess að
missa sjónar á nauðsyn þess að
taka ákvarðanir og fylgja þeim
eftir. Þetta gerði hún af ein-
skærri ljúfmennsku en jafnframt
mikilli ósérhlífni. Jafnframt því
að stjórna starfi reglunnar hér
syðra tók Una virkan þátt í upp-
byggingu hennar á Akureyri og
á Egilsstöðum og studdi með
ráðum og dáð framgang reglunn-
ar og þróttmikið starf á þeim
stöðum. Þegar litið er til baka yf-
ir langan og farsælan feril Unu
Ásgeirsdóttur sem frímúrara er
ekki annað hægt en að spyrja sig
þess hvernig manneskja í fullu
starfi, eins og hún var lengst af,
þriggja barna móðir og eigin-
kona komst yfir að sinna og
standa undir þeirri ábyrgð sem á
hana var lögð. Engum vafa er
undirorpið að í gegnum þetta allt
þroskaði hún meðfædda og fjöl-
breytta hæfileika sína og naut
þess jafnframt að hún og eig-
inmaður hennar og ævilangur
förunautur, Einar Einarsson,
deildu áhuga á hugsjónum og
störfum frímúra, en hann var
virkur meðlimur Frímúrararegl-
unnar á Íslandi.
Með miklum söknuði og djúpri
virðingu og þakklæti kveðjum
við systur okkar Unu Ásgeirs-
dóttur. Sannarlega er skarð fyrir
skildi en nærvera hennar frá
þeim stað er stjarnan skín skær-
ast fylgir störfum okkar. Við
vottum fjölskyldu Unu, ættingj-
um og vandamönnum innilega
samúð okkar, full þakklætis fyrir
að hafa fengið að njóta starfs-
krafta hennar, vináttu og velvild-
ar. Blessuð sé minning Unu Ás-
geirsdóttur.
F.h. Íslandssambandsins,
Magnús M. Norðdahl.
Una
Ásgeirsdóttir
Einstakur mað-
ur er fallinn frá.
Það var upp úr
1980 sem leiðir
okkar Baldvins lágu saman.
Undir heilladrjúgri stjórn
Baldvins hafði Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis
eflst mikið og þegar Baldvin
vantaði starfsmann með þekk-
ingu á lánasviði var ég svo lán-
samur að hann fékk augastað
á mér, en ég hafði til þessa
unnið í Landsbankanum.
Þessi vistaskipti voru mikið
gæfuspor fyrir mig, enda var
Baldvin einstaklega góður yf-
irmaður, með mikla þekkingu
og næmni, bæði á mönnum og
málefnum, og naut ómældrar
virðingar bæði samstarfs-
manna og viðskiptavina. Sam-
starf okkar var afar farsælt og
svo fór að hann réð mig og
Ólaf Haraldsson sem aðstoð-
arsparisjóðsstjóra fáum árum
eftir að ég byrjaði hjá Spari-
sjóðnum. Á þessum árum
fjölgaði starfsstöðvum spari-
sjóðsins frá því að vera ein-
göngu á Skólavörðustígnum
upp í sex afgreiðslustaði.
Baldvin
Tryggvason
✝ BaldvinTryggvason
fæddist 12. febrúar
1926. Hann lést 29.
júlí 2019.
Útför Baldvins
fór fram 12. ágúst
2019.
Vegna þessa hvíldi
mikil vinna á herð-
um Baldvins og
við bættust ótelj-
andi vinnustundir,
sem hann vann af
ósérhlífni og kost-
gæfni í þágu Sam-
bands sparisjóða
sem hann veitti
formennsku. Sam-
ræming á fram-
setningu spari-
sjóðanna í markaðslegu tilliti
skipti miklu máli og sparaði
mikla fjármuni. Í framhaldi af
þessu mikla samstarfi sem
Baldvin var höfundur að ásamt
Sigurði Hafstein, fram-
kvæmdastjóra Sambands
sparisjóða, var stofnaður
Sparisjóðabankinn, sem gerði
öllum sparisjóðum kleift að
koma fram sem ein heild í við-
skiptum við Seðlabanka Ís-
lands, þeim til heilla. Því mið-
ur auðnaðist þeim sem tóku
við keflinu af Baldvini ekki að
halda áfram á sömu braut og
því fór sem fór fyrir sparisjóð-
unum.
Ég þakka fyrir að hafa átt
samleið og samstarf með jafn
góðum og gegnheilum manni
sem Baldvin var og mun ávallt
minnast hans með virðingu og
mikilli hlýju. Innilegar sam-
úðarkveðjur færi ég Halldóru,
Sveinbirni, Tryggva og fjöl-
skyldum.
Benedikt Geirsson.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og
útfarar okkar ástkæru
MARGRÉTAR FRIÐRIKSDÓTTUR
áður Eyravegi 14, Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima á
Selfossi fyrir góða umönnun.
Sesselja Sólveig Bjarnad. Jón Sveinbergsson
Sigurður Bjarnason Sigríður Sveinsdóttir
Harpa Bjarnadóttir Valur Helgason
Friðrik Bjarnason Guðrún Helga Ívarsdóttir
Kristín Hanna Bjarnadóttir
og fjölskyldur
Okkar ástkæra
HRÖNN STEINGRÍMSDÓTTIR
leikkona,
lést á Landspítalanum 27. júlí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu.
Sigurður Kristinsson
Steinunn Fjóla Jónsdóttir
Sesselia, Vilborg Hrönn og Eva María
Pétur Hrafn Sigurðsson og Sigrún Jónsdóttir
Guðmundur Ragnar Sigurðsson Kemp og
Gróa María Einarsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og fyrrverandi eiginmaður,
BJÖRN HALLDÓRSSON
sjómaður,
Ólafsfirði,
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn
8. ágúst.
Útför hans fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 16. ágúst
klukkan 14.
Ragnar Þór Björnsson Kamilla Ragnarsdóttir
Bergur Rúnar Björnsson
Kristín R. Trampe
afa- og langafabörn
Elskulegur sonur okkar, bróðir, barnabarn,
mágur og frændi,
ERLINGUR PÁLL BERGÞÓRSSON
Háabarði 15,
lést 29. júlí.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju
fimmtudaginn 15. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar eru
vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á
styrktarreikning „Karla í skúrum“ svo þeir geti haldið áfram sínu
flotta og þarfa verkefni: 327-26-016809, kt. 680878-0139.
Þökkum auðsýnda samúð.
Karitas Erlingsdóttir Bergþór Bergþórsson
Valgeir Helgi Bergþórsson
Hildur Jóna Bergþórsdóttir Hákon Ingi Jörundsson
Jörundur Þór og Sverrir Þór
Anna Halldórsdóttir
Páll Erlingsson
Ástkær dóttir okkar og systir,
SÓLVEIG ELÍSABET SEGLER
GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
lést 8. ágúst.
Útförin fer fram frá Bessastaðakirkju
föstudaginn 16. ágúst klukkan 13.
Guðbjörn Guðbjörnsson
Johanna Segler
Anna-Lena, Lilja, Helena, Marís Freyr, Jakob og Emil