Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 nokkrum útskriftum og mörgum öðrum stórum áföngum í mínu lífi. Á þessum tímapunkti hugsa ég til baka til sælla minninga, en þær eru margar. Að hlusta á hann og besta vin hans spila á gítar og syngja – yfirleitt voru það bítlalög aftur og aftur – og upplifa lífsgleðina og hamingj- una sem því fylgdi. Að fara sam- an sem smágutti á ættarmót, í mígandi rigningu, en það sló þó ekki á gleðina sem var þar við völd. Og að fara stóreygur á vinnustaðinn hans uppi í Ölgerð þar sem hann þurfti að skjótast og laga eitthvað sem var bilað. Þá fékk ég persónulega sýnis- ferð um verksmiðjuna og lýs- ingar á öllum vélunum, sem hann hafði sjálfur smíðað marg- ar hverjar. Ég leit alltaf upp til þessa hlýja manns og elskaði að fara til hans í heimsókn. Alltaf mun ég sakna hans en minningin um hann mun lifa með mér alla ævi. Sigurður Guðmundsson var góð- ur faðir, eiginmaður, traustur vinur og duglegur maður, en alltaf fyrir mér mun hann vera afi Siggi. Ástarkveðjur til þín hvar sem þú ert núna, ég mun bera nafn þitt áfram með stolti. Einnig sendir Zoe Christi- Ann Moulder ástarkveðjur. Jón Sigurður Pétursson. Nú hefur Sigurður Guð- mundsson kvatt þennan heim eftir löng og erfið veikindi. Siggi var góðhjartaður maður með mjög sterka réttlætiskennd, maður sem alltaf var tilbúinn að rétta hjálparhönd, maður sem tók alltaf upp hanskann fyrir þá sem hallaði á. Ég sé Sigga fyrir mér í bláu vélstjórafötunum í góðra vina hópi þar sem hann á sviðið. Glettinn, kátur og lætur gamm- inn geisa, að ræða um menn og málefni, koma með nýja vinkla á hlutina og skapa kröftugar rök- ræður. Siggi eyddi allri starfs- ævinni hjá Ölgerðinni, þar var hann var vélstjóri í rúm 50 ár. Á þeim tíma var Siggi ómissandi hlekkur í starfi Ölgerðarinnar og tók þátt í og stýrði uppsetn- ingum á flestum þeim tækjum og búnaði sem settur var upp á þeim tíma, enda var Siggi af- burðasnjall vélstjóri. Vélstjóri sem alltaf náði að koma vélum og búnaði af stað aftur þótt um mjög flóknar bilanir væri um að ræða. Hann var mjög duglegur að tileinka sér þær tækninýj- ungar sem í boði voru hverju sinni og heimfæra þær á tæki og vélar sem hann var að þjónusta. Ég man vel daginn þegar ég byrjaði að vinna hjá Ölgerðinni, Siggi tók á móti mér og bauð mig velkominn, ég fann strax að þarna væri maður sem mér myndi líka við. Enda náðum við strax mjög vel saman, urðum bæði góðir vinir og vinnufélagar. Hann kenndi mér svo ótalmargt enda hafsjór af þekkingu og reynslu. Síðasti vinnudagur Sigga hjá Ölgerðinni er mér einnig mjög minnisstæður, þá voru veikindi hans komin á það stig að hann gat ekki stundað vinnu lengur. Hann kvaddi með faðmlagi og tár á hvarmi enda var þetta erf- ið ákvörðun. Það var þungbært að sjá þennan höfðingja yfirgefa sviðið í síðasta sinn, þar sem hann hafði tekist á við svo margt og komið svo mörgu í framkvæmd. Ég vil að lokum senda Stínu, dætrum og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Sindri Tryggvason. Þegar okkur bárust fregnir af andláti Sigurðar, eða Lilla eins og við kölluðum hann, vorum við harmi slegin. Hann var hluti af lífi okkar frá því að við vorum börn, enda var hann mágur móður okkar. Það voru ansi margar samverustundirnar sem við áttum og við fylgdumst að við systkinin og Kristín Eva dóttir Stínu og Lilla. Minningar um skemmtilegar sumarbú- staðaferðir, útilegur, gönguferð- ir og heimsóknir, söng og grín lifa með okkur. Hann var góður maður og einnig mikill vinur pabba okkar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Samúðarkveðjur til Kristínar Maríu og Kristínar Evu og ann- arra sem eiga um sárt að binda. Sara Rós, Anna Lísa og Daníel Kavanagh. Kveðja frá Ölgerðinni Sigurður Guðmundsson hóf störf hjá Ölgerðinni árið 1965 og starfaði þar óslitið í rúm 50 ár, fyrstu árin í skólafríum en fékk fastráðningu sem vélstjóri árið 1970. Siggi vélstjóri var einstak- ur – hrjúfur á yfirborðinu en ljúfur og hjálpsamur undir niðri. Vélarnar léku í höndunum á honum – hvort sem þær voru gamlar eða af nýjustu tegund. Ekkert verk var honum ofviða og alltaf fann hann lausnir, jafn- vel þegar aðrir voru búnir að segja að verkefnið væri óleysan- legt. Hann var ómissandi hlekk- ur í starfsemi fyrirtækisins og kom að og stýrði uppsetningum á flestum þeim tækjum og fram- leiðslulínum sem vörur Ölgerð- arinnar eru framleiddar á. Sam- starfsfólk Sigga er þakklátt fyrir samfylgdina og minnist hans með hlýju og gleði í hjarta. Kímnin var aldrei langt undan og það var mikið hlegið í kring- um Sigga. Andri Þór Guðmundsson. þökk sé vandvirkni hans. Hafðu alúðarþakkir fyrir kærleika og greiðasemi alla tíð. Magga verð- ur sárt saknað en minningin um góðan mann mun lifa. Við fjölskyldan vottum Dísu, Sissa, Halldóru og börnum okk- ar innilegustu samúð. Þorsteinn. Það voru slæmar fréttir þeg- ar við fréttum að Magnús vinur okkar hefði greinst með slæman sjúkdóm fyrir þremur mánuð- um. Vinskapur okkar Magnúsar og Dísu hefur varað mjög lengi, eða frá árinu 1976 þegar við stofnuðum veitingahúsið Gafl- Inn á Reykjavíkurvegi 68, en í því sama húsi var Trésmiðja Björns Ólasonar þar sem Magn- ús vann. Alla tíð þegar vantaði hjálp við hitt og þetta var leitað til Magga Fúsa og hann kom eins og skot og reddaði málunum. Svona hefur þetta gengið í 40 ár. Við höfum ferðast mikið sam- an, Maggi og Dísa, ásamt vinum okkar, Eyrúnu og Jóni, til Te- nerife til margra ára. Voru þessar ferðir mjög eft- irminnilegar og skemtilegar. Danmerkurferðin með Magga og Dísu var sérstaklega vel heppnuð ferð. Þau voru ekki fá handtökin hjá Magga þegar hann hjálpaði okkur í sumarbústaðnum okkar. Sérstaklega minnumst við þess þegar gróðurhúsið okkar eyði- lagðist í miklu óveðri og Magnús kom með okkur austur til að rífa niður. Allt var ónýtt og varð að koma öllu draslinu á haugana. Stuttu síðar reistum við Magnús nýtt hús sem stendur eins og klettur. Magnús vann alla tíð hjá BYKO eftir að trésmiðjan hætti. Magnús lifði mjög heilbrigðu lífi, gekk á hverjum degi í hvaða veðri sem var um Hafnarfjörð og um strendur Tenerife þegar hann var þar. Við kveðjum þennan góða vin okkar með söknuði og vottum elsku Dísu, Sigfúsi, Halldóru og afabörnum samúð okkar. Jón Pálsson, Pálmey Ottósdóttir og fjölskylda. Í dag kveðjum við vin okkar Magnús Sigfússon, eða Magga Fúsa, eins og hann var alltaf kallaður, hann lést 5. ágúst. Maggi og Dísa hafa verið vinir okkar og nágrannar undanfarna áratugi. Þau voru samhent og oftar en ekki nefnd í sömu andrá. Tíminn sem við höfum átt með þeim hjónum er okkur dýrmætur. Maggi var Gaflari og stoltur af því, jafnaðarmaður af gamla skólanum – Hafnarfjarðarkrati. Hann komst oft á flug þegar rætt var um menn og málefni sem tengdust Hafnarfirði og sögunni. Oftar en ekki leitaði hann þá aðstoðar Dísu ef hann var ekki með á hraðbergi það sem vantaði, nöfn samferðar- manna. Hann hafði séð bæinn vaxa og breytast á síðastliðnum áratugum. Þau hjónin voru frumbyggjar í Kvíholtinu og höfðu byggt húsið á númer 10 ásamt bróður Magga, Sverri, og fjölskyldu. Maggi var smiður og vann við þá iðn alla sína tíð. Þau eru ófá handtökin sem hann hefur unn- ið fyrir okkur á þessum árum og var Maggi einstaklega greið- vikinn og alltaf tilbúinn að að- stoða. Hann hafði einstakan húmor sem engan meiddi. Eftir að Maggi lagðist inn á sjúkra- hús í vor hélt hann húmornum, þó að minnið væri að gefa sig. Börn hændust að Magga og átti hann gott með að spjalla við þau og urðu þau vinir hans. Eft- ir að Maggi veiktist spurði hann um syni okkar og fjölskyldur, þó að hann væri ekki alltaf átt- aður á stað og stund. Maggi var mikill fjölskyldu- maður og stoltur af sínu fólki og höfðu þau hjónin í samvinnu við Sissa og fjölskyldu byggt sumarbústað í Grímsnesi sem er þeirra sælureitur og ber merki um handbragð smiðsins þar sem vandað hefur verið til allra verka. Þau hjónin ferðuðust yfirleitt á hverju ári í sólina, þar sem þeim leið vel. Maggi sagði þau ekki stunda sólböð eða flat- maga á ströndinni, en nota tím- ann til að ganga um og njóta dvalarinnar. Eftir að Maggi hætti að vinna samkvæmt aldurstalinu var hann oftar en ekki kallaður til vinnu á sinn gamla vinnustað í BYKO og hafði hann ánægju af því. Hægt var að stilla klukkuna eftir því þegar Maggi kom heim úr morgungöngunni um Hafnarfjörð. Nú á vormánuðum varð breyting á, fækka fór gönguferðum og í ljós kom að mein hafði búið um sig er ekki varð við ráðið. Síðustu vikur hafa verið erf- iðar fjölskyldunni þar sem sjúkdómurinn sótti hart fram og eirði engu. Við vottum innilega samúð Dísu, Sissa, Halldóru, Ísak, Gígju, Ásbirni og ástvinum Magga. Við þökkum Magga vináttu og samfylgd á liðnum áratugum. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himninum á er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Blessuð sé minning Magn- úsar Sigfússonar. Sigurlín og Egill. ✝ GuðmundurKristinsson fæddist í Fljótum í Skagafirði 12. maí 1960. Hann lést á St. Franciskusspít- ala í Stykkishólmi 6. ágúst 2019. Faðir Guðmund- ar var Kristinn Jónasson, f. 17. ágúst 1914, d. 24. ágúst 1996. Móðir Guðmundar var Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir, f. 28. sept- ember 1926, d. 6. janúar 2015. Systir Guðmundar er Sig- urlína Kristín. Eiginkona Guð- mundar er Birna Sævarsdóttir, f. 7. ágúst 1962. Börn þeirra eru Guðmundur Sævar Guðmundsson, Gunnar Björn Guðmundsson, Kristinn Einar Guðmundsson, Linda Bergmann og barnabörn Guðmundar og Birnu eru fjög- ur. Útförin fer fram frá Stykk- ishólmskirkju í dag, 14. ágúst 2019, klukkan 13. Hann er dáinn. Þessi sáru orð, sem enginn vill heyra. Það er kyrrlátt síðsumarkvöld, ég horfi út á Stífluvatnið slétt og þögult, minningarnar brjótast fram í hugann; þarna lékum við okkur sem börn. Fleyttum kerlingar á sumrin, renndum okkur fótskrið á ísn- um á veturna. Það var lítið um félagsskap annarra barna, eng- inn bíll, ekkert sjónvarp, bara langbylgjuútvarp sem heyrðist í á einum stað í húsinu. Bróðir minn var rúmum tveimur árum yngri en ég, með svart hár og brún augu sem lýstu af góðlegri glettni. Hann var undurljúfur krakki en ég skvettan sem valtaði yfir hann í krafti aldurs og þegar ég stríddi honum sem mest söng hann bara fyrir mig. Ég sá ekki fyrr en löngu síðar hversu sterkur sá mótleikur var. Við fluttum til Akureyrar á unglingsárum og urðum fullorð- in þar. Guðmundur lærði stáls- míði og gerði allt vel, enda handlaginn og útsjónarsamur svo af bar. Ég minnist hans í skemmunni á Deplum að gera við Zetorinn og slípa öxul í sláttuvélina. Hann var líka frændinn sem bauð dætrum mínum í bíltúr, kenndi þeim að borða Bugles og lék við þær þegar enginn annar mátti vera að því. Svo var hann grallarinn sem kom yfir Lágheiði á húslausri bíldruslu og mamma stundi ... Ekki síst var hann lausnamið- aði bróðirinn sem kom með full- an bíl af græjum til að sjóða járn og beygja ál haustið 2017, þegar leysa þurfti vandamál á Lundi. Svona var Guðmundur Kristinsson – klár og traustur, hvers manns hugljúfi. Ég hrekk upp, það er farið að húma, komið kul, vatnið orð- ið gárað. Það kviknar á útvarp- inu og Rúnar Júl. syngur: „Njótum lífsins meðan kostur er / Ég syng bara um lífið, og syngdu með mér.“ Tárin læðast fram, skyldi Guðmundur vera að syngja fyrir mig? Elsku bróðir minn. Sumt er sárara en tárum taki. Þú sagðir stundum þegar þú kvaddir mig í símanum: „Við verðum í spotta.“ Sá spotti slitnar aldrei. Takk fyrir allt. Sigurlína Kristinsdóttir. Vinur í raun: hér hvílir þú svo hljótt, en hjarta nær ómar þitt líf sem lýsi gegnum nótt einn logi skær. Traust var þín hönd og trú við hlut- verk sitt, en tónsins djúp var góða hjartað þitt. Þökk sé þér vin: Við lifum lítil börn og líðum burt. Vor tónn er sár, við eigum enga vörn – um allt er spurt. Líf þitt er svar: á bak við skúr og skin við skynjum þig, hinn liðna trygga vin. (Jóhannes úr Kötlum) Við sendum ástvinum Guð- mundar frænda okkar innileg- ustu samúðarkveðjur – elsku Binna, Sævar, Gunni, Tinni og Linda og aðrir sem nú sakna, syrgja og minnast þessa ljúfa og trygga manns sem hvarf okkur öllum allt of fljótt. Við varðveitum minningu hans, lær- um af hans góðu verkum og finnum sorginni farveg hvert á okkar hátt. Hvíl í ró og friði, elsku frændi, takk fyrir allt. Sigríður Ásta, Kristrún Heiða og Hugrún Lilja Hauksdætur. Í dag verður borinn til graf- ar góður félagi okkar í Lions- klúbbi Stykkishólms, Guðmund- ur Kristinsson, stálsmíðameistari og slökkvi- liðsstjóri. Við leiðarlok er okkur efst í huga virðing og þökk fyrir að hafa notið starfa og vináttu Guðmundar. Guðmundur og fjölskylda hans fluttu til Stykkishólms á 9. áratugnum og hóf hann störf í Skipasmíðastöðinni Skipavík. Hann hafði ekki búið hér lengi þegar hann gekk til liðs við Lionsklúbbinn og kom fljótt í ljós að þar hafði klúbburinn fengið góðan liðsmann og traustan. Guðmundur var ekki einn þeirra sem trana sér fram en var alltaf tilbúinn að taka að sér verkefni fyrir klúbbinn. Hann hafði ákveðnar skoðanir, var ófeiminn að viðra þær í hópnum og gerði það jafnan á sinn hógværa og gamansama hátt, gjarnan með hnyttinni stöku til að leggja áherslu á mál sitt. Hann var frá upphafi starf- samur Lionsfélagi og voru hon- um falin mörg ábyrgðarstörf innan klúbbsins sem hann sinnti af kostgæfni. Hann sat í stjórn margoft og þá oftast sem formaður. Þá var hann svæðisstjóri oftar en einu sinni. Minnisstæð eru okkur þau verkefni klúbbsins sem hann hafði forystu um og hefðu aldr- ei orðið að veruleika nema fyrir völundarsmíði hans og verk- stjórn. Þar ber e.t.v. hæst smíði og uppsetningu á handriðum, stig- um og öðrum hjálpartækjum fyrir hreyfihamlaða og aldraða í nýrri sundlaug Stykkishólms- bæjar. Þegar við Lionsfélagar og makar vorum í skemmtiferð í Póllandi fyrir tæpum tveimur árum kom í ljós að Guðmundur gekk ekki heill til skógar og greindist hann með krabbamein skömmu eftir heimkomuna. Var það að vonum áfall en hann tókst á við erfiðar aðgerðir og lyfjameðferð í tvö ár af ein- stöku æðruleysi og hugrekki og naut í því stuðnings Birnu eig- inkonu sinnar og sona. Hann mætti á fundi og verkefni í Lions þegar hann gat. Við minnumst allir fundarins sl. haust þar sem Guðmundur og tveir aðrir félagar, sem allir þekktu af eigin raun baráttu við illvíga sjúkdóma, lýstu fyrir okkur hinum hver væru raun- verulegu verðmætin í lífinu, hvernig hægt er að mæta erf- iðleikum með bros á vör og mikilvægi þess að njóta lífsins meðan tök eru á. Á þessari sorgarstundu er hugur okkar hjá Birnu, eigin- konu hans, sonum hans og öll- um aðstandendum. Við biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Það eru forréttindi okkar að hafa átt Guðmund Kristinsson að samverkamanni. Minning hans lifir og er okk- ur kær. Fyrir hönd félaga í Lions- klúbbi Stykkishólms, Eyþór Benediktsson. Guðmundur Kristinsson Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.