Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkti þann 25. júli sl. að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur, skv. 1. mgr. 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Kaffi Langbrók – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar parhúss, tveggja bílskúra og stækkunar á veitingastaðnum Kaffi Langbrók.
Einars-, Oddgeirs- og Símonarsel – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til þriggja íbúðarhúsalóða sem eru stofnaðar út úr Dalsseli 2. Lóðirnar eru allar um 2,7 ha að stærð og er
heimilt að byggja eitt íbúðarhús, geymslu og gestahús á hverri lóð.
Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og
byggingarfulltrúa frá 14. ágúst 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir
við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 25. september 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu
skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15.
Brids kl. 12. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir innipútt og
18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14.45-
15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunleikfimi með
Rás 1 kl. 9.45. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Spiladagur, frjáls spila-
mennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30.
Miðvikufjör, börn koma og sýna samkvæmisdansa. Salatbar kl. 11.30-
12.15. Opnun á æfingarsvæðinu fyrir aftan félagsmiðstöðina og við
hliðana á púttvellinum kl. 13. Velkomin öll. Gáfumannakaffi kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Postulínsmálun kl. 9. Göngutúr um
hverfið kl. 13. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Hádegismatur frá kl. 11.30
til 12.30 alla daga vikunnar og kaffi frá kl. 14.30 til 15.30 alla virka
daga. Á morgun kl. 10.30 förum við í qigong á Klambratúni. Allir vel-
komnir. Nánari upplýsingar í síma 411-9450.
Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 félagsvist.
Gullsmári Myndlist kl. 9-11.30, postulínsmálun kl. 13, kvennabrids kl.
13.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
og hádegismatur kl. 11.30. Liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl.
13.30 og etirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Gönguhópar kl. 10 í dag, gengið frá Borgum. Félagsvist kl.
13 í dag og hannyrðir og prjón á sama tíma í Borgum. Hádegisverður
11.30, kaffiveitingar kl. 14.30, morgunleikfimi kl. 9.45 alla virka daga.
Brids hefst á ný á föstudaginn í Borgum kl. 12.30.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, viðtals-
tími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 13.30,
Bónusbíllinn kl. 14.40. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Botsía salnum Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum
frá kl. 10.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. Á morgun fimmtu-
dag verður bingó í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir.
Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Grafarvogi Olís Gufunesi
kl. 10. Kaffistaður Olís eftir göngu.
Viðbygging Alþingis
Klæðning
ÚTBOÐ NR. 20970
Ríkiskaup fyrir hönd Alþingis, óska eftir tilboðum
í vinnslu á íslensku bergi til notkun í stein-
klæðningu fyrir nýbyggingu Alþingis, sem fyrir-
hugað er að rísi á horni Vonarstrætis og Tjarnar-
götu. Sjá nánar í útboðsgögnum.
Númer: 20970
Útboðsaðili: Ríkiskaup
Tegund: Verksamningur
Útboðsgögn afhent: 08.08.2019
Fyrirspurnarfrestur: 02.09.2019
Opnun tilboða: 09.09.2019 kl. 11.00
Verkið sem hér er boðið út, felst í vinnslu á
íslensku bergi í steinklæðningu nýbyggingarinnar.
Stefnt er að því að jarðvinna hefjist í nóvember
2019 og að húsið verði fullfrágengið í mars 2023.
Steinklæðningin er gerð úr misháum lögum af
ólíkum bergtegundum. Stærsti hluti framleiðsl-
unnar er 30mm þykkt efni í fjórum mismunandi
hæðum og hlaupandi lengdum. Nokkur stykki eru
bogadregin, önnur þykkari eða sérsniðin t.d. topp-
stykki útveggja og lægri veggja í kringum húsið.
Vinnslan nær jafnframt til 75mm þykkrar
klæðningar, gólfplatna inni 20mm og hellulagnar
úti 40mm, auk skáskurðar á brúnum steinplatna
sem mynda samsett úthorn eða kanta.
Helstu magntölur eru:
20mm þykkt 167 m²
30mm þykkt 2.270 m²
40mm þykkt 230 m²
75mm þykkt 40 m²
Toppstykki 133 stk.
Millistykki (230stk. m.v. meðal
lengd ca 700mm hvert stk.) 161 lm.
Útboðsgögn eru aðgengileg í rafrænu útboðskerfi
Ríkiskaupa, TendSign. Útboðið hefur verið auglýst
á samevrópska útboðsvefnum, Tenders Electronic
Daily (Ted.europa.eu). Ekki verður haldinn hefð-
bundinn opnunarfundur. Tilboðum skal skilað
rafrænt í útboðskerfinu fyrir 09.09.2019.
Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu
útboðskerfi Ríkiskaupa, https://tendsign.is/ (Opn-
ast í nýjum vafraglugga)
Leiðbeiningar: https://www.rikiskaup.is/is/utbodst-
hjonusta/leidbeiningar-fyrir-tendsign
Tilboð/útboð
Aðalfundur A1988 hf. verður haldinn mánudaginn 2.
september nk. að Suðurlandsbraut 30 – 3ju hæð,
Reykjavík, og hefst kl. 8:30.
Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf
skv. 13 gr. samþykkta félagsins.
Reykjavík, 12. ágúst 2019.
Stjórn A1988 hf.
Aðalfundur A1988 hf.
Fundir/Mannfagnaðir
!
"#$ %&'#(
)