Morgunblaðið - 14.08.2019, Side 32
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
Landsins mesta úrval af
settum
FOSSBERG
Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600
Torxtoppasett 1/2”T20-T60
Vörunr. BHS9TORX
Verð áður: 7.819 kr. Verð
nú:
6.647 kr.
Sexkant-toppasett 1/2”
Vörunr. BHS9HEX
Verð áður: 8.349 kr.
Verð nú:
7.097 kr.
16. UMFERÐ
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Enn er líf í baráttunni um Íslands-
meistaratitil karla í fótbolta þetta
árið. HK sá til þess með því að valta
yfir KR í Kórnum og verða þar með
annað liðið í sumar, á eftir Grinda-
vík, til að vinna KR.
Að HK hafi sprengt einhvers kon-
ar „blöðru“ KR með sigrinum verð-
ur að teljast ólíklegt, og kannski
hafði bikarleikurinn í kvöld óæskileg
áhrif á spilamennsku KR-liðsins, en
staðan er að minnsta kosti sú að nú
skilja sjö stig KR og Breiðablik þeg-
ar sex umferðir eru eftir.
Möguleikinn á að Íslands-
meistarabikarinn endi í Kópavogi er
því enn raunhæfur. Breiðablik þarf
meiri hjálp við að éta upp fjögur stig
af forskoti KR fyrir lokaumferðina,
en þá gætu Blikar tryggt sér Ís-
landsmeistaratitilinn með sigri gegn
KR á Meistaravöllum. Leikja-
dagskrá Blika er hins vegar afar
strembin, þar sem liðið á eftir fjóra
leiki við lið úr efri helmingi deildar-
innar, en ekki er úr vegi að skoða
hvaða leiki liðin tvö eiga eftir.
KR: Víkingur R. (h), KA (ú), ÍA
(h), Valur (ú), FH (h), Breiðablik (ú).
Breiðablik: Valur (h), FH (ú),
Fylkir (h), Stjarnan (h), ÍBV (ú), KR
(h).
Önnur lið eiga ekki raunhæfa von
um Íslandsmeistaratitil. FH, HK,
Stjarnan, Valur og Fylkir eru hins
vegar öll með í baráttunni um 3. sæti
sem færir þátttökurétt í Evrópu-
keppni. Öll vonast þessi lið svo til
þess að Víkingur verði ekki bikar-
meistari, því ef eitthvert af efstu
þremur liðunum í deildinni verður
bikarmeistari mun 4. sæti í deildinni
gefa þátttökurétt í Evrópukeppni.
KR, Breiðablik og FH eru einmitt í
efstu þremur sætunum og með Vík-
ingi í undanúrslitum bikarsins í vik-
unni.
HK slær hinum nýliðunum við
HK hleypti nefnilega ekki bara lífi
í titilbaráttuna heldur kom liðið sér
af fullum krafti í baráttuna um Evr-
ópusæti, og fór meðal annars upp
fyrir hina nýliðana í spútnikliði fyrri
hluta sumars, ÍA. HK-ingar eru var-
kárir í yfirlýsingum og hafa hingað
til eflaust frekar horft niður fyrir sig
af ótta við fallhættuna en hún ætti að
vera úr sögunni núna þegar liðið er
með 24 stig í 4. sæti. HK þyrfti að
missa sjö lið upp fyrir sig til að falla,
og slá jafnframt met Víkings Ó. sem
stigahæsta liðið til að falla úr deild-
inni, en Víkingar féllu með 22 stig
fyrir tveimur árum.
Í ljósi sögunnar eru ÍA og Fylkir
ekki hólpin, með sín 22 stig í 7.-8.
sæti, en Grindavík er komin niður í
fallsæti eftir að Víkingur og KA
unnu um helgina. Grindavík hefur
aðeins unnið einn leik síðan í 5. um-
ferð, en gert mörg jafntefli. Aðeins
er tímaspursmál hvenær ÍBV fellur
formlega og það gæti gerst strax í
næstu umferð, eftir ellefu ára sam-
fellda dvöl Eyjamanna í efstu deild.
Þróttarinn naut sín gegn KR
Arnþór Ari Atlason var besti
leikmaður 16. umferðar að mati
Morgunblaðsins. Arnþór Ari hefur
látið frekar lítið fyrir sér fara á leik-
tíðinni en fékk 2 M fyrir frammi-
stöðu sína í 4:1-sigrinum góða á KR.
Arnþór skoraði fyrsta mark leiksins
og það var jafnframt fyrsta mark
hans fyrir HK eftir komuna frá hinu
Kópavogsliðinu, Breiðabliki, í vetur.
Arnþór er 25 ára gamall, uppalinn
Þróttari. Hann þreytti frumraun
sína í meistaraflokki með Þrótti
sumarið 2010, þá aðeins 16 ára, og
lék með liðinu í 1. deild út leiktíðina
2013. Arnþór var svo einn þeirra
ungu leikmanna sem fengu eldskírn
undir stjórn Bjarna Guðjónssonar
hjá Fram sumarið 2014 og skoraði
þrjú mörk fyrsta tímabilið sitt í úr-
valsdeild. Árið eftir fór hann til
Breiðabliks, þar sem hann lék 82
deildarleiki og skoraði 12 mörk, áður
en þessi sóknarsinnaði miðjumaður
skipti yfir til HK. Hann á að baki
einn leik fyrir U21-landslið Íslands
og tvo fyrir U19-landsliðið.
Blikar aftur á sigurbraut
eftir heimkomu Alfons
Breiðablik hefur unnið fyrstu
tvo leiki sína eftir heimkomu Alfons
Sampsted sem er besti ungi leik-
maður umferðarinnar hjá Morgun-
blaðinu. Blikar áttu í vandræðum
eftir að Jonathan Hendrickx var
seldur í sumar og höfðu ekki unnið
leik síðan í júní þar til Alfons kom í
hægri bakvarðarstöðuna, hversu
mikil áhrif sem koma hans hefur ná-
kvæmlega haft.
Alfons er 21 árs gamall og hefur
verið fastamaður í U21-landsliði Ís-
lands, kominn með 21 leik fyrir liðið
og alls 46 leiki fyrir yngri landslið Ís-
lands. Hann bíður hins vegar fyrsta
tækifæris síns með A-landsliðinu.
Alfons er að láni hjá Breiðabliki frá
sænska úrvalsdeildarfélaginu Norr-
köping en hann hefur lítið sem ekk-
ert fengið að spreyta sig í úrvals-
deildinni eftir að hann fór til
Norrköping frá Breiðabliki í árs-
byrjun 2017. Hann var að láni hjá
Landskrona í sænsku 1. deildinni í
fyrrasumar og lék þar 12 leiki. Alf-
ons lék 17 leiki með Breiðabliki sum-
arið 2016, fyrsta tímabil sitt í efstu
deild, en hafði sumarið áður verið á
láni hjá Þór á Akureyri og spilað í 1.
deild.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK 14
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 13
Óskar Örn Hauksson, KR 13
Kristinn Jónsson, KR 12
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 11
Sölvi Geir Ottesen, Víkingi R. 11
Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 11
Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 10
Kolbeinn Birgir Finnsson, Fylki 10
Aron Bjarnason, Breiðabliki 9
Ásgeir Marteinsson, HK 9
Birkir Valur Jónsson, HK 9
Elias Tamburini, Grindavík 9
Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 9
Leifur Andri Leifsson, HK 9
Marcus Johansson, ÍA 9
Ólafur Karl Finsen, Val 9
Andri Adolphsson, Val 8
Björn Berg Bryde, HK 8
Brandur Olsen, FH 8
Damir Muminovic, Breiðabliki 8
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 10
Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 9
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 8
Steven Lennon, FH 7
Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 7
Markahæstir
KR 89
HK 88
Breiðablik 77
Stjarnan 76
Valur 75
Víkingur 73
Fylkir 72
ÍA 72
FH 69
KA 69
Grindavík 62
ÍBV 45
Lið:
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
16. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019
3-4-3
Árni Snær Ólafsson
ÍA
Daði Ólafsson
Fylki
Birnir Snær Ingason
HK
Davíð Þór
Viðarsson
FH
Kwame Quee
Víkingi R.
Arnþór Ari
Atlason
HK
Óttar Magnús
Karlsson
Víkingi R.
Pétur Viðarsson
FH
Alexander Freyr
Sindrason
HK
Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA
Viktor Örn
Margeirsson
Breiðabliki
Einar Logi Einarsson, ÍA 8
Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 8
Guðmundur Kristjánsson, FH 8
Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 8
Helgi Valur Daníelsson, Fylki 8
Marc McAusland, Grindavík 8
Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 8
Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 8
Víðir Þorvarðarson, ÍBV 8
2
2
Blikar þurfa frekari hjálp
Enn líf í titilbaráttunni eftir frækinn sigur HK-inga Fimm lið í baráttu um
1-2 Evrópusæti og halda ekki með Víkingi á morgun Arnþór og Alfons bestir
Morgunblaðið/Ómar
Bestur Arnþór Ari Atlason skaraði
fram úr í 16. umferð deildarinnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Besti ungi Alfons Sampsted hefur
komið vel inn í lið Breiðabliks.
KNATTSPYRNA
Inkasso-deild kvenna
Fjölnir – Tindastóll ................................. 0:1
Murielle Tiernan 80.
Afturelding – Haukar ............................. 2:3
Hafrún Halldórsdóttir 63., Darian Powell
90. – Sierra Lelii 44.,66., Vienna Behnke 82.
ÍA – ÍR ....................................................... 1:0
Bryndís Rún Þórólfsdóttir 55.
FH – Grindavík ........................................ 3:0
Birta Georgsdóttir 40., Valgerður Ósk
Valsdóttir 79., Aldís Kara Lúðvíksdóttir 90.
Augnablik – Þróttur R. ........................... 1:7
Ásta Árnadóttir 63. – Andrea Rut Bjarna-
dóttir 1., 29., Margrét Sveinsdóttir 24., 45.,
Jelena Tinna Kujundzic 33., Linda Líf
Boama 82., Katrín Rut Kvaran 83.
Staðan:
Þróttur R. 13 11 0 2 56:10 33
FH 13 10 2 1 41:15 32
Tindastóll 13 7 1 5 32:31 22
Haukar 13 7 0 6 19:15 21
Afturelding 13 6 2 5 25:17 20
ÍA 13 4 4 5 15:16 16
Grindavík 13 3 5 5 18:24 14
Augnablik 13 4 2 7 10:20 14
Fjölnir 13 3 3 7 16:30 12
ÍR 13 0 1 12 3:57 1
4. deild karla C
Stokkseyri – GG ....................................... 1:2
Fenrir – Berserkir ................................... 0:4
Meistaradeild kvenna
Undanriðill í Sarajevo:
Sarajevo – Breiðablik ...............................1:3
Dragon – ASA Tel Aviv ............................0:7
Staðan:
Breiðablik 3 3 0 0 18:2 9
Sarajevo 3 2 0 1 7:3 6
ASA Tel Aviv 3 1 0 2 8:5 3
Dragon 3 0 0 3 0:23 0
Meistaradeild karla
3. umferð, seinni leikur:
Ajax – PAOK ............................................ 3:2
Sverrir Ingi Ingason sat á varamanna-
bekk PAOK.
Ajax áfram, 5:4 samanlagt.
Porto – Krasnodar................................... 2:3
Jón Guðni Fjóluson kom inn á hjá Kras-
nodar á 65. mínútu.
Krasnodar áfram á fleiri mörkum skor-
uðum á útivelli.
England
Deildabikar, 1. umferð:
WBA – Millwall ........................................ 1:2
Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn
með Millwall.
Brentford – Cambridge .......................... 1:1
Patrik Sigurður Gunnarsson var vara-
markvörður Brentford sem tapaði í víta-
spyrnukeppni.
Wycombe – Reading................................ 1:1
Jökull Andrésson var ekki í leikmanna-
hópi Reading sem vann í vítaspyrnukeppni.
Frakkland
Deildabikar, 1. umferð:
Grenoble – Rodez .................................... 1:1
Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í
leikmannahópi Grenoble sem vann í víta-
spyrnukeppni.