Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 35

Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Öryggi, þægindi og fegurð í einum pakka Megum við kynna heimsins minnsta snjall lás – breyttu símanum í lykil, þó þú sért víðsfjarri Hleðslu rafhlaða sem hægt er að hlaða margoft, hleðslutæki fylgir. Til þess að tryggja öryggi þá er sami öryggisstaðall og í mörgum netbönkum, 128 bit ssl, aes-ccm. Allir hlutar snerilsins sem snúast eru úr málmi til að tryggja endingu. Margir litir í boði! · Hannað með notagildi og útlit í huga af teymi danska hönnuðarins Bjarne Ingels · Rafmagns snerill fyrir ASSA láshús sem er stýrður með appi gegnum wifi · Mjög auðvelt að fylgjast með umferð og veita öðrum aðgang Virkar bæði fyrir Android og Apple Í ZENICA Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það voru íslensk dægurlög sem hljómuðu í Blikagrænni rútu á þjóð- vegum Bosníu á leið frá bænum Ze- nica og upp í fjöllin sunnan Sarajevó í gærkvöldi. Þar um borð var ástæða til þess að fagna, enda Breiðablik búið að tryggja sér sæti í 32ja liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. Liðið hafði staðist lokaprófið í undanriðlinum og unnið heimalið Sarajevó 3:1. Sigur í öllum þremur leikjunum í Bosníu, markatalan 18:2 og farseð- illinn í næstu umferð keppninnar. Allt samkvæmt þeirri áætlun sem lagt var upp með fyrir ferðina. En það sem var svo einkennandi þegar horft var yfir Blikaliðið eftir sig- urinn í gær er að það vilja allir enn lengra. Það er það sem einkennir gott íþróttalið; það er enginn sadd- ur þegar markmiðum er náð. Hungrið í meira er alltaf til staðar og það á svo sannarlega við um Blikaliðið. Blikar hungraðir í enn meira  Allt fór eftir plani í Bosníu og Breiðablik í 32ja liða úrslit Meistaradeildarinnar  Næsti mótherji kemur í ljós á föstudag  Liðið stefnir á að fara enn lengra Morgunblaðið/Andri Yrkill Sigurvegarar Leikmenn, þjálfarar og fylgdarlið Breiðabliks eftir sigurinn í gær þar sem sætið í 32ja liða úrslitum Meistaradeildarinnar var í höfn. 0:1 Berglind B. Þorvaldsdóttir 18. 0:2 Heiðdís Lillýjardóttir 30. 0:3 Berglind B. Þorvaldsdóttir 81. 1:3 Tamara Bojat 88. I Gul spjöldAmira Spahic (Sarajevo). Breiðablik: (4-3-3) Mark: Sonný Lára Þráinsdóttir. Vörn: Ásta Eir Árnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir Sarajevo – Breiðablik 1:3 (Hildur Þóra Hákonardóttir 84.), Heiðdís Lillýjardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Miðja: Hildur Antonsdóttir (Fjolla Shala 75.), Selma Sól Magnúsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir. Sókn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Berg- þóra Sól Ásmundsdóttir 79.), Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Agla María Albertsdóttir. Dómari: Araksya Saribekyan frá Armeníu. Áhorfendur: Um 100.  Bikarmeistarar FH í handknatt- leik karla hafa sótt markvörð til Þýskalands fyrir átökin á næsta keppnistímabili. Phil Döhler heitir maðurinn og er 24 ára gamall Þjóð- verji. Hann kemur frá 1. deildarlið- inu Magdeburg sem nýlega fékk til sín sænska markvörðinn Tobias Thulin. Fyrir á bás er danski mark- vörðurinn Jannick Green. Þá mun þýski markvörðurinn Dario Quen- stedt einnig yfirgefa Magdeburg og verður samherji Gísla Kristjáns- sonar hjá Kiel. Áhugavert verður að sjá hversu mikið Þjóðverjinn styrkir FH-liðið en sjaldgæft er að Þjóð- verjar komi til Íslands til að leika með íslenskum félagsliðum.  Betur fór en á horfðist hjá Arnóri Sigurðssyni, landsliðsmanni í knatt- spyrnu, er hann meiddist í leik með CSKA Moskvu gegn Sochi í Rúss- landi á sunnudaginn. Arnór meiddist eftir harkalegt návígi og kvaddi völl- inn tárvotur, á 28. mínútu leiksins. Um ökklameiðsli er að ræða og ótt- ast var að þau væru alvarleg. Sig- urður Sigursteinsson, faðir Arnórs, segir hins vegar frá því við netmið- ilinn Fótbolta.net að meiðslin séu ekki mjög alvarleg. Arnór sé búinn í myndatöku og það skýrist bet- ur í vikunni hve lengi hann verði frá keppni, en það ætti ekki að verða mjög langur tími. Eitt ogannað Bolvíkingurinn Jón Guðni Fjóluson og samherjar í rússneska liðinu Krasnodar eru einni rimmu frá sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evr- ópu í knattspyrnu eftir glæsilegan en afar óvæntan 3:2-útisigur á Porto frá Portúgal í síðari leik lið- anna í 3. umferð. Porto vann fyrri leikinn á úti- velli, 1:0, og bjuggust því líklega flestir við að liðið kæmist auðveld- lega áfram en Porto hefur tvívegis unnið keppnina: 1987 og 2004. Krasnodar byrjaði með miklum lát- um í gær og var komið í 3:0 eftir að- eins 34 mínútur. Porto minnkaði muninn í seinni hálfleik en eftir æsi- spennandi lokamínútur gátu Jón Guðni og liðsfélagar hans fagnað. Jón byrjaði á bekknum hjá Kras- nodar og kom inn á sem varamaður á 65. mínútu í stöðunni 3:1. Geysi- lega óvænt úrslit en portúgölsku stórliðin eru þekkt fyrir að vera sterk á heimavelli. Krasnodar mæt- ir gríska liðinu Olympiacos í síðustu umferðinni áður en að riðlakeppn- inni kemur. Krasnodar hefur áður leikið í riðlakeppni Evrópudeild- arinnar en ekki Meistaradeild- arinnar. Sverrir Ingi Ingason og sam- herjar hans hjá gríska liðinu PAOK eru hins vegar úr leik í baráttunni um sæti í riðlakeppninni. PAOK varð að sætta sig við 2:3-tap fyrir Ajax á útivelli, en Ajax fór í undan- úrslit keppninnar á síðustu leiktíð. Fyrri leikurinn fór 2:2 og fer Ajax því áfram samanlagt 5:4. Sverrir var allan tímann á vara- mannabekk PAOK. Þá eru Noregsmeistarar Rosen- borgar komnir áfram eftir 3:1- heimasigur á Maribor frá Slóveníu. Maribor sló Val úr leik í 1. umferð. Fyrri leikurinn fór einnig 3:1 fyrir Rosenborg. kris@mbl.is Krasnodar sló út stórlið FC Porto Ljósmynd/Krasnodar Miðvörðurinn Jón Guðni gæti verið á leið í Meistaradeildina. Mótherjinn í gær var sá sterkasti af þeim þremur sem Blikar mættu í Bosníu og í raun í fyrsta sinn sem liðið fékk einhverja mótspyrnu að ráði. En það var samt svo til enginn sóknarþungi sem Blikarnir þurftu að glíma við og eftir að Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta markið var ljóst að feilspor yrði ekki stigið í Bosníu. Heiðdís Lillýj- ardóttir átti heiðurinn af öðru markinu þegar markvörður Saraj- evó missti boltann með tilþrifum í netið, áður en Berglind skoraði þriðja markið eftir hlé. Sárabótamark heimaliðsins undir lokin skipti engu máli, en það var ljóst á öllum vígstöðum að leikmenn Sarajevó voru skrefinu á eftir Ís- lendingunum. Alveg sama hvort horft er til styrks, hraða, tækni, út- halds eða áræðni og svo mætti lengi telja. Það var aldrei hætta á því að Blikar myndu snúa sárir heim úr þessari Bosníuferð. Stórlið eða þægilegri mótherji? Blikar geta tekið fullt af jákvæð- um punktum frá þessari ferð. Til að mynda fengu allir 19 leikmenn í hópnum að spila í Bosníu og þá tókst liðið vel á við mótlæti þegar andstæðingar hugsuðu frekar um að meiða en að spila fótbolta. Leik- menn koma vel stemmdir aftur heim fyrir lokaátökin á Íslands- mótinu og vita að það bíður þeirra önnur Evrópuferð í næsta mánuði. Það kemur í ljós á föstudag hvert verður haldið í 32ja liða úrslitunum. Bæði geta Blikar fengið stórlið á borð við Evrópumeistara Lyon, eða andstæðing sem ætti að vera þægi- legri sem gæti gefið möguleika að komast enn lengra í keppninni. Hvað sem verður þá geta Blikar farið að hlakka til næstu vikna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.