Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Varmadælur
Hagkvæmur kostur til
upphitunar
Verð frá aðeins
kr. 145.000 m.vsk
Midea KMB-E09
Max 3,4 kW
2,65 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,85)
f. íbúð ca 40m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Hægt að fá WiFi sendi
svo hægt sé að stjórna
dælunni úr GSM síma
Uppsetningaaðilar og
umboðsmenn um allt
land
Mission Extreme
Umhverfisvænn kælimiðill
Vísast hefur ekki fariðframhjá mörgum að nýj-asta og níunda mynd leik-stjórans Quentin Tarant-
ino hefur nú ratað í kvikmyndahús. Í
nýlegu viðtali sagði Brad Pitt að
Tarantino væri líklega þekktasti
leikstjóri í heimi og jafnvel eini leik-
stjórinn sem fólk þekkti yfir höfuð.
Fyrir konu sem hefur dálæti á bíó-
myndum er erfitt að ímynda sér að
þekkja ekki neina leikstjóra en þetta
er auðvitað rétt hjá Pitt, almenn-
ingur veltir sjaldan fyrir sér hver
leikstýrir myndinni sem hann sér,
nema kannski í tilfelli Tarantinos.
Kvikmyndahöfundar (e. auteur
directors) eru leikstjórar sem hafa
auðþekkjanlegt handbragð, svoköll-
uð höfundareinkenni, sem koma
fram í flestum myndum þeirra. Þeir
eru ólíkir öðrum leikstjórum að því
leyti að þeir skrifa gjarnan handritið
að myndum sínum sjálfir og vasast í
öllum þáttum framleiðslunnar, kvik-
myndatöku, sviðsmynd, klippingu og
tónlistarstjórnun. Auðvitað fer því
fjarri að kvikmyndahöfundar stjórni
öllu sem viðkemur framleiðslunni,
kvikmyndagerð er alltaf samstarfs-
verkefni, en þeir hafa skoðanir á öllu
og fyrir vikið eru myndir kvik-
myndahöfunda oft heildstæðari
listaverk.
Tarantino tilheyrir deyjandi
stofni, sem er Hollywood-kvik-
myndahöfundurinn. Áður fyrr voru
þeir þónokkrir en það hefur verið
sorglega lítil endurnýjun í þeim
hópi, vegna þess að Hollywood er
hætt að taka áhættu. Hollywood-
höfundar eru nokkurn veginn sömu
karlarnir og þeir voru fyrir 20 árum,
Tarantino, Woody Allen, Martin
Scorsese, Coen-bræður o.s.frv. Á
meðan eru mýmargir starfandi kvik-
myndahöfundar í alþjóðlegu sen-
unni. Stundum hefur Hollywood
fengið þetta hæfileikafólk að „láni“
til að leikstýra stórmyndum en þar
fæst oft ekki alveg sama niðurstaða.
Bandarískt bíó er samt ekki dautt úr
öllum æðum, það er nokkur gróska í
bandarísku indísenunni, Greta Ger-
wig, Noah Braumbach o.fl. hafa ver-
ið að gera góða hluti undanfarin ár.
Hins vegar má halda því fram að
draumaverksmiðjan í Hollywood
hafi aldrei nokkurn tímann verið í
jafnmiklum lamasessi, troðandi
marvaðann til að keppa við
streymisveiturnar með því að búa til
gamlar myndir upp á nýtt, aðlaga
bækur og myndasögur og slengja
sama andlausa rjómatertukjaftæð-
inu í andlit áhorfenda æ ofan í æ.
Þrátt fyrir að Hollywood sé duglaust
batterí sem hefur engan áhuga á að
rækta nýja hæfileika má fagna því
að þeir örfáu einstaklingar sem gera
frumlegar myndir leiki þar enn laus-
um hala.
Once Upon a Time ... in Holly-
wood gerist árið 1969, undir lok þess
tímabils sem hefur verið kallað gull-
öld Hollywood. Í upphafi kynnumst
við aðalhetjunum okkar, leikaranum
Rick Dalton (Leonardo DiCaprio) og
áhættustaðgengli hans, Cliff Booth
(Brad Pitt). Rick er leikari sem var
aðalhetja í nokkrum hasarmyndum
og er frægastur fyrir að leika kúreka
í sjónvarpsþáttunum Bounty Law.
Þegar við kynnumst honum er hann
búinn að fella nýjabrumið, Bounty
Law er ekki lengur á dagskrá og
Rick hættur að fá aðalrullur. Hann
hittir auðkýfinginn Marvin Schwarz
(Al Pacino), sem segir honum að
hann geti haldið áfram að leika
aukahlutverk í Hollywood eða farið
til Ítalíu og verið aðalstjarnan í
spagettívestrum.
Rick finnst þetta þýða að ferill
hans sé farinn í vaskinn. Hið risa-
stóra egó leikarans er mjög sært
vegna þessa og þá þarf hann að
treysta á Cliff til að gera að sár-
unum. Cliff er nefnilega ekki bara
áhættustaðgengill Ricks, hann er
líka bílstjórinn hans, aðstoðar-
maður, húsvörður og besti vinur.
Til hliðar við söguna af þeim Rick
og Cliff er fjallað um leikkonuna
Sharon Tate. Það kemur í ljós að
Rick býr við hliðina á Roman Pol-
anski og Sharon Tate. Þau þekkjast
ekki en Rick dreymir um að hitta
þau og fá hlutverk í Polanski-mynd.
Við fylgjumst með Tate í daglegu
lífi, þar sem hún ekur um stræti Los
Angeles, fer í partí á Playboy-
setrinu og fer í bíó á sína eigin
mynd, The Wrecking Crew.
Fyrir tilviljun fléttast svo Man-
son-fjölskyldan inn í þetta allt sam-
an, þegar Cliff er að útrétta fyrir
skjólstæðing sinn og kemst í kynni
við unga konu sem er hluti af fjöl-
skyldunni. Hann heimsækir þau á
Spahn-búgarðinn, sem var eitt sinn
kvikmyndatökusett en hefur nú ver-
ið yfirtekið af meðlimum sér-
trúarsöfnuðar Charles Manson.
Stígandi myndarinnar er nokkuð
róleg og þótt persónurnar séu marg-
ar og söguþráðurinn teygi sig í ýms-
ar áttir finnst manni myndin í sjálfu
sér ekkert brjálæðislega viðburða-
rík. Allt er þetta samt uppbygging
fyrir ansi brjálæðislegan lokahnykk
sem er ekki hægt að fara í saumana
á án þess að eyðileggja fyrir þeim
sem eiga eftir að sjá myndina. Hér
fylgir Tarantino svipaðri formúlu og
í síðustu mynd sinni, The Hateful
Eight, þar sem spenna var byggð
upp hægt og bítandi og lauk með
miklum látum.
Myndin sver sig í ætt við aðrar
Tarantino-myndir þegar kemur að
sjónræna þættinum. Hún er litrík og
hefur þessa fallegu filmuáferð sem
maður sér sífellt sjaldnar. Búning-
arnir eru hver öðrum betri og sviðs-
myndin er mikið augnakonfekt.
Venju samkvæmt spilar tónlistin
stórt hlutverk og þarna hljómar
hver slagarinn á eftir öðrum. Mynd-
in er hins vegar ólík flestum mynda
hans að því leyti að hún er ekki jafn
stílíseruð og leikræn. Í myndum
hans talar fólk ekki eins og í raun-
veruleikanum, það talar í mjög leik-
rænum og bíómyndalegum stíl.
Þessi mynd er meta-mynd, hún
fjallar um kvikmyndagerð og því eru
gerð skil á milli raunheimsins og
kvikmyndaheimsins. Þegar Rick er
að leika í bíómyndum sjáum við
glitta í þennan ýkta talsmáta en þess
á milli eru samtölin tempraðri þótt
þau séu kannski ekki raunsæ.
Leonardo DiCaprio og Brad Pitt
sýna báðir mikla stjörnutakta í
myndinni. Það er mikil unun að sjá
þessa tvö pörupilta saman á hvíta
tjaldinu og þeir eiga frábæran sam-
leik. DiCaprio er óviðjafnanlegur
sem Rick Dalton, sem er gríðarlega
vel byggð persóna, breysk, harm-
ræn og sprenghlægileg. Pitt er sjúk-
lega kúl og sexí sem Cliff Booth en
það verður að viðurkennast að sú
persóna er ekki jafn vel unnin. Það
er vissulega reynt að dýpka karakt-
erinn, sýna að hann sé einmana og
bældur undir öllum töffaraskapnum
auk þess sem gefið er í skyn að hann
hafi komist upp með að myrða kon-
una sína. Sú baksaga segir í raun
ekki neitt og þjónar þeim eina til-
gangi að gefa vísbendingu um að
hann sé fær um að beita miklu of-
beldi.
Í kynningarefni fyrir myndina
hefur Tarantino lagt mikla áherslu á
að hann hafi ráðist í gríðarlega rann-
sóknarvinnu þegar hann var að
skapa persónu Sharon Tate og
kynnt sér ævisögu hennar í þaula.
Þessi meinta rannsóknarvinna skilar
sér alls ekki. Sharon Tate er svo
ótrúlega ómerkilegur og tvívíður
karakter í þessari mynd að það ligg-
ur við að betur hefði farið á því að
klippa hana út úr sögunni. Auðvitað
eru þetta mikil vonbrigði, þar sem
Tarantino hefur sýnt að hann hefur
bæði vilja og hæfileika til að skapa
góða kvenkaraktera, eins og Beatrix
Kiddo í Kill Bill, Shosanna Dreyfus í
Inglorious Basterds og Jackie
Brown í samnefndri mynd.
Quentin Tarantino er einhver
magnaðasti kvikmyndagerðarmaður
okkar tíma. Hann er gríðarlega
póstmódernískur, hann klippir og
límir hluti úr kvikmyndasögunni inn
í myndir sínar og er innblásinn af
öllu frá Alfred Hitchcock til verstu
braskmynda (e. exploitation film).
Hann gerist þó ekki sekur um að
gera myndir sem eru hreinræktað
„pastiche“ og nostalgía, þær eru
ekki bara eftiröpun á öllu þessu
gamla og góða, hann hefur alltaf ein-
hverju við að bæta og þess vegna er
hann listamaður.
Það er hægt að dæma Once Upon
a Time ... in Hollywood á tvo vegu, í
samanburði við höfundarverk
Quentin Tarantino eða í samanburði
við aðrar myndir sem eru að koma
út um þessar mundir. Þetta er ekki
besta mynd Tarantinos, handritið
hefur nokkra annmarka, persónu-
sköpun er klunnaleg á köflum og
myndin er svakalega karllæg. Í
samanburði við allar aðrar myndir
er hún frábær og ábyggilega með
betri kvikmyndum ársins.
Stjörnuþrenna Brad Pitt, Leonardo DiCaprio og Al Pacino í Once Upon a Time ... in Hollywood.
Krísa í Hollywood
Sambíóin, Smárabíó, Laugarás-
bíó og Háskólabíó
Once Upon a Time ... in Hollywood
bbbbn
Handrit og leikstjórn: Quentin Tarant-
ino. Kvikmyndataka: Robert Richard-
son. Klipping: Fred Raskin. Aðal-
hlutverk: Leonardo DiCaprio, Brad Pitt,
Margot Robbie, Al Pacino, Timothy
Olyphant, Austin Butler, Dakota Fann-
ing, Bruce Dern. 161 mín. Bandaríkin,
2019.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Tvívíð Margot Robbie í hlutverki Sharon Tate. Rýni þykir persónan tvívíð.