Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 40
Reynir Lyngdal verður leikstjóri Ára- mótaskaupsins í ár og höfundar þess auk Reynis verða Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmunds- son, Dóra Jóhannsdóttir, Sævar Sig- urgeirsson, Jakob Birgisson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson. Tónlistin í Skaupinu verður í umsjá Árna plús eins úr FM Belfast og Prins Pólós. Dóra mun leiða handritsvinnuna, eins og hún gerði fyrir Skaupið 2017. Reynir leikstýrir Áramótaskaupinu MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 226. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Þetta var frábær byrjun hjá okkur og það er alltaf ákveðin spenna í manni þegar nýtt tímabil hefst,“ segir Jóhann Berg Guð- mundsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag. Jóhann skoraði fyrir Burnley í 3:0 sigri á South- ampton í 1. umferð ensku úrvals- deildarinnar á laugardaginn. »33 ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Breiðablik er komið áfram í 32ja liða úrslit Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Sarajevó í gær, 3:1, í lokaleik sínum í und- anriðlinum sem leikinn var í Bosníu. Blikar unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum og markatala liðsins var 18:2. Berglind Björg Þor- valdsdóttir skoraði tvíveg- is fyrir Blika í gær og Heiðdís Lillýj- ardóttir einu sinni. »35 Breiðablik vann alla leikina í Bosníu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hreiðar Grímsson, bóndi á Gríms- stöðum í Kjós, hefur verið hringjari með hléum í Reynivallakirkju í nær 50 ár. „Ég hef verið stöðugt í þessu starfi í rúm fjörutíu ár,“ áréttar hann. „Það vill enginn taka við á meðan ég er til, það er bara þannig, en ég lifi ekki endalaust.“ Reynivellir eru forn kirkjustaður. Nafn kirkjunnar er í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Núverandi kirkja var byggð 1859 og miklar endurbætur voru gerðar á henni fyrir um 20 árum. Í turninum eru tvær stórar og hljómmiklar klukkur, önnur frá 1728 og hin frá 1795, og voru þær áður í annarri kirkju á svæðinu. „Eins og þið sjáið eru þetta stórar og þykkar kopar- klukkur sem þola ýmislegt,“ segir Hreiðar um leið og hann togar af afli í kaðlana og áður en hvellur hljómur- inn yfirgnæfir allt annað. Fæddist á næsta bæ Hreiðar fæddist á Valdastöðum og áður en hann var orðinn eins árs flutti hann með foreldrum sínum á næsta bæ, Grímsstaði, þar sem hann hefur búið síðan, en hann tók við búinu af foreldrum sínum 1966. Eiginkona hans er Ásta Sigrún Einarsdóttir úr Þingvallasveit. „Ég stundaði vinnu hér og þar á mínum yngri árum, bæði til sjós og lands, eins og gerðist til sveita, en annars hef ég alltaf verið hérna og þetta hefur alla tíð verið lög- heimili mitt.“ Til að byrja með voru hjónin með kýr og sauðfé en síðan förguðu þau kúnum og fóru út í ali- fuglarækt og eggjaframleiðslu. „Við vorum með um 5.000 hænur, en nú er- um við hætt framleiðslunni en leigjum húsin. Ég leysi bara af í hænsnahús- inu og er í eftirliti. Við eigum enn nokkrar kindur en erum farin að draga saman.“ Heyskapurinn gekk vel í sumar, en Hreiðar segir að alltaf sé nóg að gera. „Það þarf að halda húsakostinum við,“ segir hann og dásamar veðrið. „Þetta er annað en það var fyrir norðan um helgina, þar var varla hundi út sigandi vegna rign- ingar.“ Kirkjan togaði snemma í Hreiðar og hún hefur verið stór hluti af nær 83 ára lífi hans. „Ég hef verið kirkjusæk- inn í gegnum tíðina, byrjaði snemma að starfa með afa mínum, Steina Guð- mundssyni á Valdastöðum, og fleirum í kirkjunni og eitt leiddi af öðru,“ seg- ir hann um hringjarastarfið. Steini var meðhjálpari og formaður sókn- arnefndar um árabil og þegar hringj- ara vantaði eftir að Eiríkur Sigur- jónsson í Sogni flutti í burtu voru hæg heimatökin. „Þegar ég var meðhjálp- ari var annar fenginn sem hringjari, en ég hringdi samt alltaf af og til í af- leysingum og hef því verið viðloðandi starfið í nær hálfa öld.“ Samfara fólksfækkun í sveitinni hefur messum fækkað og ná þær ekki að vera mánaðarlega, að sögn Hreið- ars. Hann er alltaf til taks, en allir nema presturinn og orgelleikarinn vinna launalaust í kirkjunni. „Ég held að ég hafi bara sleppt einni messu á síðasta ári og tel ekki eftir mér að grípa í klukkurnar þegar á þarf að halda,“ segir hann um gönguna upp í turninn, þar sem hann lætur klukk- urnar hringja þrisvar fyrir og eftir messu. Hann er léttur á fæti og hirðir ekki um að vera með heyrnartól. „Nei, blessaður vertu. Ég er hvort eð er orðinn heyrnarlaus.“ Hringjari í hálfa öld Reynivallakirkja Hreiðar Grímsson hringjari í kirkjuturninum.  Hreiðar Grímsson hefur búið á Grímsstöðum í Kjós í um 82 ár  Hringjarinn hefur unnið fyrir Reynivallakirkju frá barnsaldri Morgunblaðið/RAX Kraftur Einn, tveir og toga með báðum, hugsar Hreiðar hringjari. ... stærsti uppskriftarvefur landsins! Stórmótin hafa setið í Jóhanni yfir veturinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.