Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 4
Áhyggjum af eyðingu Oks lýst í Morgunblaðinu árið 1960 „Og enn minnkar Okið,“ segir í forsíðufrétt Morgunblaðsins frá níunda október 1960. Þar er því lýst hvernig jöklar landsins hafa hraðminnkað. Í fréttinni kemur fram að á korti Þorvalds Thoroddsen sem gert var um 1890 hafi Ok jökull verið 35 ferkílómetrar að stærð. Vert er að minnast á að kort Þor- valds er talið ónákvæmt. Í frétt- inni kemur einnig fram að árið 1910 hafi jökullinn minnkað niður í 15 ferkílómetra, samkvæmt her- foringjaráðskorti, og svo farið niður í sjö ferkílómetra árið 1945. Í lokaritgerð Maríu Jónu Helgadóttur frá jarðvísindadeild Háskóla Íslands um breytilega stærð Oks í sambandi við sumar- hitastig á Íslandi kemur fram að jökullinn hafi verið 34 ferkíló- metrar árið 1956, 29 árið 1975 og 26 árið 1978 en svo hafi hann Ok Myndin sýndi á sínum tíma vel hvernig komið var fyrir jöklinum. „Jökull- inn hefur eyðst svo mjög að gígurinn er orðinn auður nema í botninum“. stækkað í 28 ferkílómetra árið 1985. Síðan þá hefur jökullinn farið minnkandi og var hann ein- ungis þrír ferkílómetrar árið 2013. Af tölunum að dæma flökti stærð Oks mjög á síðustu öld og hann stækkaði um 27 ferkíló- metra á milli 1945 og 1956. Í ritgerð Maríu segir að greini- leg tengsl séu á milli meðalhita sumars og flatarmálsbreytinga Oks, Okið minnkar hraðar eftir því sem hitastig hækkar. Morgunblaðið/RAX Dauðís Fyrrverandi jökullinn Ok myndaður 15. ágúst síðastliðinn. „Ef það myndi kólna á ný og fara að snjóa duglega er ekkert óhugsandi að Ok snúi aftur en það myndi kannski taka ein- hverja áratugi,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur. Ólíklegt sé þó að núlifandi íbú- ar jarðarinnar muni sjá það gerast. „Það stefnir allt til aukinna hlýinda.“ Þorsteinn telur að Ok hafi aldrei áður horfið þó að hann hafi oft komist nálægt því og verið úrskurð- aður „hreyfingarlaus dauðís“ af jarðfræðingi árið 2014. „Á þeim tíma var Ok jökull orð- inn svo lítill og búinn að brotna nið- ur jafnvel í smærri einingar og al- veg hættur að flæða undan eigin fargi eins og jöklar gera. Þá var tími til kominn að veita honum dán- arvottorð,“ segir Þorsteinn. Minni við landnám en nú Aðspurður segir Þorsteinn að engin dæmi séu um að jöklar hafi horfið og snúið aftur hérlendis á síðustu 200 árum. „Hins vegar vitum við að jöklar voru sennilega minni á landnáms- öld en þeir eru núna. Síðan stækk- uðu þeir þegar kólnaði eftir 1300. Almennt voru þeir nokkuð stórir þá og minnkuðu aftur eftir 1900. Á tímabilinu 1965 til 1995 var kaldara, þá gengu allmargir jöklar fram á Íslandi en eftir 1995 er alveg stöðug hörfun og rýrnun allra jökla á landinu.“ ragnhildur@mbl.is Ok hefur aldrei áð- ur horfið  Ekki útilokað að hann komi aftur Þorsteinn Þorsteinsson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Frá kr. 129.995 Madeira Fallega blómaeyjan 15.apríl 8 nætur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á Oki eru spádómar vísindamanna um afleiðingarnar af hlýnun jarðar að ganga eftir. Haldi fram sem horfir hverfa fleiri jöklar á næstu árum og áratugum. Því lít ég svo á að þessi stund hér í dag sé atburður sem er táknrænn fyrir Ísland og raunar heiminn allan,“ segir Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra. Að stað jökulsins horfna Í gær var efnt til fjölmennrar at- hafnar á Langahrygg við Kaldadals- veg í tilefni af því að komið var fyrir minningarskildi við staðinn þar sem jökullinn Ok var en hann er nú horf- inn. Meðal annarra var fjöldi er- lendra blaða- og fréttamanna á staðn- um en uppsetning skjaldarins, sem var að frumkvæði mannfræðinga við háskóla í Texas í Bandaríkjunum, hefur vakið athygli á heimsvísu. Eftir athöfnina gengu flestir svo af Langa- hrygg upp til fjalla og að staðnum þar sem jökullinn horfni var. Fimm ár eru nú síðan gefið var út að Ok væri ekki lengur til sem slíkur, það er fönn féll ekki lengur undan eigin fargi. Ok var þegar best lét um aldamótin 1900 um 15 km² að flatar- máli, var 0,7 km² í árið 2012 og hefur minnkað verulega síðan. Þessa þróun setja vísindamenn í samhengi við loftslagsbreytingar og benda á að fleiri íslenskir jöklar hopi nú hratt. Þróunin sé öll á einn veg. Um þetta sagði forsætisráðherra, stödd á Kaldadal í gær, að afleiðingar ham- farahlýnunar, sem hún kallaði svo, blöstu nú við um veröld víða. Heims- byggðin yrði því að grípa til róttækra aðgerða. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, kemur til Íslands í dag og fund- ar Katrín Jakobsdóttir með henni á Þingvöllum síðdegis. Þetta er upp- taktur að árlegum sumarfundi nor- rænu forsætisráðherranna sem verður í Reykjavík á morgun. Lofts- lagsmál verða ofarlega á baugi á þessum vettvangi. Kapphlaup við tímann „Hlýnun andrúmsloftsins snýst ekki bara um umhverfismál, heldur snýr þetta einnig að til dæmis efna- hags- og félagskerfum ríkja. Þá eru æ fleiri að átta sig á því að þegar talað er um neyðarástand í loftslagsmálum er raunin sú í löndum þar sem yfir ganga hitabylgjur, flóð og þurrkar,“ segir Katrín Jakobsdóttir og bætir við: „Fyrir fundi forsætisráðherranna liggur tillaga um að setja loftslagsmál í öndvegi í þeirri vinnu sem nú er framundan á sameiginlegum vett- vangi Norðurlandanna. Þar skiptir mestu að horfast í augum við stöðuna og grípa til aðgerða í samræmi við sí- fellt nýjar aðstæður samanber að að- gerðaáætlun okkar Íslendinga í þess- um málum er í stöðugri endurskoðun. Við erum í þessum efnum í stöðugu kapphlaupi við tímann.“ Táknrænt fyrir allan heiminn  Spádómar rætast á Oki, segir forsætisráðherra  Afleiðingar hamfarahlýnunar blasa við  Loftslagsmál í deiglu á Reykjavíkurfundi Merkel og norrænna leiðtoga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jökull Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlustar á Mary Robinson, fv. forseta Írlands, sem flutti ávarp við Ok í gær. Milli þeirra er Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, sem hefur verið framarlega í hópi ungs fólks sem krefst aðgerða í loftslagsmálum. Oddur Sigurðsson jöklafræðingur lengst til hægri. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjallaferð Hópur garpa gengur af stað frá Langahrygg að Oki í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.