Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 8
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Matfugl áformar að reisa fjögur 100
metra löng hús á Hurðarbaki í Hval-
fjarðarsveit þar sem fyrirtækið rek-
ur kjúklingabú, til viðbótar við tvö
hús sem fyrir eru.
Í þessu felst fjölgun eldisrýma
búsins í allt að 192 þúsund rými, en
fyrir eru þau 80 þúsund. Gert er ráð
fyrir 28 þúsund eldisrýmum í hverju
húsi sem skiptist í tvær eldisdeildir.
Kjúklingum frá kjúklingabúinu er
slátrað í sláturhúsi Matfugls í Mos-
fellsbæ. Eitt eldisrými í búinu jafn-
gildir því að einn kjúklingur sé rækt-
aður þar, en eldistíminn mun vera
um 35 dagar. Framleiðsluhringurinn
er um 42-49 dagar að meðtalinni
tæmingu húsanna, hreinsun og sótt-
hreinsun.
Skipulagsstofnun gaf út álit um
mat á umhverfisáhrifum 14. ágúst
síðastliðinn, en þar kemur fram sú
afstaða stofnunarinnar að neikvæð-
ustu áhrif stækkaðs kjúklingabús
verði vegna ólyktar. Fyrirhuguð
framleiðsluaukning sé meira en tvö-
földun og því sé óhjákvæmilegt að
eldishúsin verði miklum mun meiri
lyktaruppspretta en verið hafi.
Leggja til stækkun í áföngum
„Við mat á umhverfisáhrifum hafa
ekki komið fram ábendingar um
mögulegar beinar mótvægisaðgerðir
til að draga úr lykt frá eldishúsun-
um. En talsverð óvissa ríkir um það
hversu mikil óþægindi nágrannar
Hurðarbaks munu upplifa í kjölfar
stækkunar,“ segir í álitinu, en Skipu-
lagsstofnun telur af þessum sökum
óráð að ráðast í fulla stækkun búsins
í einum áfanga og leggur til að einn
áfangi verði kláraður, búið rekið í
nokkurn tíma og síðan lagt mat á það
hvort frekari stækkun sé heimil.
Vilja stækka kjúklingabú til muna
Fjögur 100 metra hús Lögð til stækkun í áföngum vegna ólyktar
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Á föstudag var á vef Alþingis birtsvar forsætisráðherra við svo-
hljóðandi fyrirspurn Ólafs Ísleifs-
sonar alþingismanns: „Hyggst ráð-
herra beita sér fyrir því að
almannatenglum
verði gert skylt að
skrá hagsmuni sína,
þar á meðal vinnu-
veitanda og verk-
kaupa, með það fyr-
ir augum að tryggja
gagnsæi þegar slíkir
aðilar taka þátt í
umræðum um þjóð-
mál á opinberum
vettvangi? Telur
ráðherra þörf á að
lögfesta slíka
skyldu?“
Í svari forsætisráð-herra kom fram að unnið væri
að undirbúningi lagasetningar um
efnið í ráðuneytinu og að höfð yrði
hliðsjón af erlendum fyrirmyndum.
Athyglisvert verður að sjá þessalagasetningu í ljósi þess hve
víða almannatenglar og „áhrifa-
valdar“ fara og ýmist tjá sig opin-
berlega eða beita sér svo lítið beri á
innan stjórnmálaflokka og stjórn-
kerfis. Segja má í því ljósi að full
þörf sé á að settar séu reglur sem
tryggi að hvers kyns lobbýistar geti
ekki siglt undir fölsku flaggi.
Þetta á ekki síst við um mikilvægmál sem snerta ríka hagsmuni
þjóðarinnar og stórra fyrirtækja,
jafnvel stórra erlendra fyrirtækja
eða auðmanna.
Þar má til dæmis horfa til mála áborð við orkupakkamálið en er-
lendir aðilar með innlenda almanna-
tengla á sínum snærum eiga þar
ríka hagsmuni. Getur verið að al-
mannatenglarnir hafi látið undir
höfuð leggjast að upplýsa almenn-
ing um þau tengsl?
Upplýsa tenglarnir
almenning?
STAKSTEINAR
Katrín
Jakobsdóttir
Ólafur
Ísleifsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Eymundur Matthías-
son lést 16. ágúst síðast
liðinn eftir langvinn
veikindi. Eymundur
stofnaði hljóðfæra-
verslunina Sangitamiya
á Klapparstíg árið
2005, en þar eru seld
hljóðfæri frá öllum
heimshornum.
Eymundur fæddist í
Reykjavík 1961. Hann
lauk stúdentsprófi frá
MA 1980 og BS-gráðu í
stærðfræði og eðlis-
fræði frá Washington
& Lee University í
Virginíu 1983.
Eymundur lagði stund á píanó-
nám í Manchester 1983-1986 og nam
einnig tónsmíðar og fiðluleik. Ey-
mundur vann um langt skeið hjá
Talnakönnun og kenndi á árunum
1986 til 1990 við Menntaskólann í
Reykjavík.
Eymundur var einn
af forsvarsmönnum Sri
Chinmoy-miðstöðvar-
innar, en hún byggir
starf sitt á kenningum
indverska andlega
meistarans og frið-
arfrömuðarins Sri
Chinmoy. Eymundur
stóð áratugum saman
fyrir ókeypis nám-
skeiðum í jóga og hug-
leiðslu hér á landi. Þá
var hann einn af stofn-
endum Friðarhlaups
Sri Chinmoy hér á
landi, en það er al-
þjóðlegt kyndilhlaup sem hlaupið
hefur verið allar götur síðan 1987.
Eymundur var öflugur hlaupari
og vann m.a. fyrsta Jökulsárhlaupið
árið 2004. Heimildarmyndin Seeker
um Eymund og sönghóp sem hann
stofnaði var sýnd á RIFF síðastliðið
haust.
Andlát
Eymundur Matthíasson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?