Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 20
Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. (Ingibjörg Jónsdóttir) Jón Guðmundur Halldórsson ✝ Jón Guð-mundur Hall- dórsson fæddist 6. júní 1936. Hann lést 31. júlí 2019. Útför Jóns fór fram 8. ágúst 2019. Elsku afi hefur fengið hvíldina og munum við minnast þín með ást, hlýju og umhyggju. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku afi. Máni Örvar, Tindur Örvar og Þuríður Kristín. 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Félagsstarf eldri borgara Árskógum 4 Opin smíðastofa kl. 9-15, opin handavinnustofa kl. 9 - 12, handavinnuhópur kl. 12-16, félagsvist með vinningum kl. 12.45, opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll, hádegismatur kl. 11.40-12.50 kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700 Boðinn Félagsvist kl. 13:00. Dalbraut 18-20 Brids kl.13. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hugmyndabankinn alltaf opinn kl. 9-16. Þátttökulistarnir liggja frammi. Hádegismatur kl. 11.30. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhornið kl. 13-15. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 13.15 Canasta. Gullsmári Handavinnuhópur kl.9:00-11:30. Félagsvist kl.20:00. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 Hádegismatur er kl. 11.30, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir. Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9:45, gönguhóipar kl. 10:00 gengið frá Borgum og Grafarvogskirkju. Hádegisverður kl. 11:30 til 12:30 og kaffiveitingar kl. 14:30 til 15:30. Gleðjums saman og höfum gaman, allir velkomnir í Borgir. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. Dagskrá félags- og tómstundarstarfsins verðu borin í hús nú í vikunni. Kynningarfundur og vöfflukaffi verður í Félagsheimili Seltjarnarness fimmtuaginn 29. september kl. 15. Skráning á námskeiðin í leir, gleri og bókbandi. Einnig er skráning í gangi fyrir leikhúsferð á Brúðkaup Fígarós föstudaginn 20. september. Allar nánari uppl. í s. 8939800. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Smá- og raðauglýsingar Vantar þig fagmann? FINNA.is Elsku amma. Það var gott að fá að hitta þig, að- eins nokkrum dög- um áður en frétt- irnar bárust um að þú værir nú farin. Þetta var okkur svolítið áfall, því þrátt fyrir að vera komin yfir nírætt varst þú hin sprækasta þegar við bönkuðum upp á, gantaðist og varst glöð að fá heimsókn. Krafðist þess reglulega að við fengjum okkur súkkulaðimola því þú vildir vera góður gest- gjafi, en minnið átti til að bregð- ast þér og þú hélst áfram að stinga upp í okkur. Þú hélst lengi í höndina á mér, alnöfnu þinni, og vildir helst ekki sleppa, en varst þó eflaust undrandi á hvað barnabarnið væri ellilegt! Eitt sinn var tekið merkilegt viðtal við þig um hvernig það væri að vera einstæð móðir í Reykjavík. Þetta var langt viðtal og beindi sjónum mínum að því hvernig staða þín var á þessum tíma, löngu vinnudagarnir á lág- um launum til að ná endum saman svo þú gætir séð fyrir börnunum, eftir erfið veikindi og andlát afa okkar. Þú misstir marga nána ástvini og þetta setti allt eflaust mark sitt á þig en þú hafðir í það minnsta ekki hátt um það við mig og systkini mín. Mig grunar að þú hafir borið harm þinn í hljóði og ekki þótt mikið til um afrek þín á erf- iðum tímum. Þú sóttir styrk til trúar þinnar, sem við fjölskyld- an áttum erfitt með að skilja, en mér þótti þú oft leita leiða til að koma til móts við okkur trúleys- ingjana, enda skilur þú eftir þig nokkrar kynslóðir af börnum og barnabörnum (og svo fram- Fjóla Loftsdóttir ✝ Fjóla Lofts-dóttir fæddist 14. júlí 1927. Hún lést 30. júlí 2019. Útförin fór fram 8. ágúst 2019. vegis), sem öll áttu kærleiksríkt sam- band við þig. Fyrir okkur systkinunum varstu kæra Fjóla amma sem okkur fannst gaman að heim- sækja á Laugarnes- veginum og fá kökusneið og mjólkurglas. En þetta viðtal við þig er mér svo kært því ég áttaði mig enn frekar á hvað þú værir mikil ofurkona. Ég er þakklát og stolt að vita sögu þína, að minnsta kosti þennan hluta hennar, og vil að hún gleymist aldrei. Við systkinin hugsum til þín með hlýju og óskum þér góðrar hvíldar. Fjóla, Kristján og Hulda. Elsku amma. Þín verður sárt saknað en við yljum okkur við allar góðu minningarnar sem við eigum um þig. T.d. jóladagurinn á Laugarnesveginum með allri fjölskyldunni, gómsætum kræs- ingum og heita kakóinu sem maður fékk aldrei nóg af. Aldrei voru spilin heldur langt undan og var mikið hlegið og haft gam- an. Þú tókst alltaf á móti okkur með útbreiddan faðminn, fallega brosinu þínu, gleði og æðruleysi. Þú vildir allt fyrir okkur gera og aldrei fór maður frá þér án þess að vera með fullan maga af kök- um og kandís, hlýju í hjartanu og jafnvel nýja lopasokka eða vettlinga. Nú færðu að hvíla við hlið pabba og erum við viss um að gripið verði í spil og mikið skrafað yfir vænni tertusneið og kaffibolla. Nonnabörn, Halldóra G. Jónsdóttir- Scales, Jóhann Jónsson, Snædís Jónsdóttir. Mig langar að minnast Sillu frænku minnar með fáum orðum. Silla var glæsileg kona, glaðlynd og greind og talaði alltaf af hlýju og virðingu til annarra. Hún var ró- leg og yfirveguð, átti gott með að koma fyrir sig orði og var stál- minnug. Sumarið 1976 var ég svo heppin að fá að dvelja hjá Sillu og Týra manni hennar, að Ásavegi 18 í Vestmannaeyjum, þar sem ég hafði fengið sumarvinnu við fisk- vinnslu þar í bæ. Heimili þeirra var mjög fallegt, það var sveipað hlýju og bar vott um þann mynd- arskap sem einkenndi frænku mína. Ég fékk sérherbergi uppi á lofti og leið svolítið eins og prinsess- unni á bauninni, svo vel hugsaði hún um mig og var mér svo góð. Síðan liðu árin, þar sem sam- skiptin lágu að mestu niðri. Und- anfarin þrjú ár hef ég heimsótt hana af og til inn á Hraunbúðir í Vestmannaeyjum. Ég hef setið með henni og spurt hana meðal annars um gamla tíma, sem hún lýsti ótrúlega vel fyrir mér. Það voru alltaf ánægjustundir að sitja hjá frænku minni og spjalla við hana. Nú, þegar leiðir skilja vil ég þakka fyrir þær stundir, þakka fyrir sumarið sem ég dvaldi hjá þeim hjónum, þakka henni fyrir að koma draum um nafn mitt á fram- færi og vera Guðmóðir mín. Drottinn blessi minningu mætrar konu. Birna Ólafía Jónsdóttir. Í dag kveðjum við fjölskyldan ástkæra tengdamóður mína sem ég kynntist fyrir um 50 árum. Ég man enn hvað mér fannst Silla stórglæsileg kona, með uppsett kolsvart hárið og fatnaðurinn sem hún klæddist stórglæsilegur. Frá fyrsta degi var mér tekið einstak- lega vel af verðandi tengdaforeldr- um, þar sem aldrei hefur borið skugga á öll þessi ár. Við Edda giftum okkur á afmælisdeginum hennar Sillu, hinn 8. apríl 1972, og hélt Silla okkur Eddu stórkostlega brúðkaupsveislu á heimili fjöl- skyldunnar í Grænuhlíð 8. Silla hafði einstaklega gaman af að taka á móti fólki og var afskaplega fær í eldhúsinu. Allar stórhátíðir eru mér eftirminnilegar því þá buðu Silla og Týri alltaf stórfjölskyld- unni í glæsilegar veislur. Þarna Sigríður Björnsdóttir ✝ SigríðurBjörnsdóttir fæddist 8. apríl 1923. Hún lést 30. júlí 2019. Útför Sillu fór fram 10. ágúst 2019. naut Silla sín við að gera fólkinu gott og góða skapið sem ein- kenndi hana alla tíð kom aldrei betur fram en í gleðinni þegar hún var með öllu sínu fólki. Silla hélt alltaf upp á af- mælið sitt og þá komu öll systkini hennar sem voru á eyjunni og vinafólk. Þá var kátt enda samband þeirra systkina ein- staklega gott og fallegt. Við Edda stofnuðum verslunina Vöruval í maí 1993. Strax frá upp- hafi tók Silla þá ákvörðun að leggja okkur lið við reksturinn með því að vinna í búðinni einn til tvo daga í viku við pökkun. Hún hafði afskap- lega gaman af þessari vinnu og það að hafa dóttur sína með sér og Sillu og Hörpu í þessari litlu fjölskyldu- búð gaf henni mikla lífsfyllingu, að geta hjálpað til við að koma búðinni yfir fyrsta hjallann. Silla hafði mjög gaman af að ferðast. Hún og Týri fóru í nokkr- ar utanlandsferðir en eftir að Týri féll frá árið 1991 fylgdi hún okkur Eddu í flest ferðalög okkar, bæði innanlands og utan. Betri ferða- félaga er ekki hægt að hugsa sér, alltaf glöð og þakklát. Á ferðalagi árið 1998 á Vesturlandi fékk hún alvarlegt heilablóðfall þar sem hún var flutt til Reykjavíkur og dvaldi á Grensás þar sem hún fékk góða hjálp. Hún missti talsverðan mátt í vinstri hendi og fæti var- anlega og það háði henni talsvert í hreyfingum, en viljinn, dugnaður- inn og gleðin komu bara þeim mun sterkar fram. Árið 1999 byggðum við Edda okkur sumarhús í Vörðufelli í Blá- skógabyggð og nefndum það Grænuhlíð. Grænahlíð hefur verið draumastaðurinn hennar Sillu í 19 ár. Á hverju ári dvaldi hún þar í einn til tvo mánuði á sumrin með Eddu. Þessi sælureitur okkar gaf henni mikið. Hún rölti um landið og snerti trén, tyllti sér á „brúðar- bekkinn“ eða fór upp í hring til að horfa til Skálholtskirkju sem hún hafði svo gaman af að heimsækja. Þegar ég kom um helgar vildi hún skreppa á veitingahús. Oft var skroppið upp í sumarbústað til Soffu og Arnars á Laugarvatni og einn daginn var boðið til systra- kaffis í Grænuhlíð sem aldrei gleymist. Nú í ár var Silla að bíða eftir nýjum Herjólfi til að sigla til fasta- landsins og heimsækja Grænuhlíð en var farin að gera sér grein fyrir að það yrði með síðustu ferðum sínum í sumarbústaðinn. Ég þakka Sillu fyrir góða sam- fylgd í 50 ár og mun sakna hennar og minnast hennar með hlýju í hjarta. Sigmar Georgsson. Besta amma í heimi. Jú, það segja allir að þeir eigi eða hafi átt bestu ömmu í heimi, en amma mín var raunverulega besta amma í heimi. Það var ekkert sem amma lét stoppa sig í að gera. Amma mín fékk lömunarveiki þegar hún var lítil og lamaðist á öðrum helmingi líkamans. Hún lét það ekki stoppa sig. Hún fékk smátt og smátt aftur mátt í líkamann og lærði að beita sér upp á nýtt. Hægri höndin var þó ennþá lömuð og þegar hún komst á vinnualdur gat hún ekki unnið við síldina á Siglufirði eins og margir aðrir. En hún lét það ekki stoppa sig. Hún fór suður í nám, lærði kennarann og hóf störf við kennslu á Siglufirði. Þegar ömmu var sagt að hún myndi aldrei ná í mann eins og afa lét hún það ekki stoppa sig. Hún giftist honum og eignaðist með honum fjögur börn. Amma var kona sem hjálpaði öllum sem hún hjálpað gat. Hún kallaði alla barnabörnin sín af því að henni þótti það vænt um svo marga að þau gætu bara alveg eins verið hennar eigin barnabörn. Mínar bestu minningar með ömmu eru allar þær stundir sem við áttum í berjamó við sumarbú- Valey Jónasdóttir ✝ Valey Jónas-dóttir fæddist 21. nóvember 1931. Hún lést 28. júlí 2019. Útför Valeyjar fór fram 10. ágúst 2019. staðinn okkar inni í Fljótum rétt hjá Sigló. Þá sat amma og tíndi af fullum krafti ofan í dollu svo hún gæti borið berin fram með afaskyri fyrir okkur barna- börnin og aðra gesti. Á meðan sátum við systurnar og tíndum eitt ber í dolluna og tvö upp í okkur og koll af kolli. Við skiluðum því yf- irleitt ekki jafn miklum ágóða úr berjamó eins og amma gerði. Einnig fannst mér hvað skemmtilegast þegar amma kom og gisti hjá okkur í bænum. Þá dundaði hún sér heima á meðan heimilisfólkið var í skóla og vinnu. Það var alltaf mikil tilhlökkun að koma heim, fá sér einn kaffibolla með ömmu og bæði slúðra og fræðast um lífssögu hennar. Við áttum í sérstöku sambandi þessi síðustu ár áður en hún kvaddi okkur. Eftir að afi dó hringdi ég reglulega í ömmu. Við spjölluðum yfirleitt saman minnst einu sinni í viku um allt á milli himins og jarðar. Þá voru samtölin lengri á þeim dögum sem henni leið sem best og voru það samtöl sem gátu lífgað upp á daginn minn eftir erfiðan dag. Í mörgum af þessum samtölum spurði hún mig hvort ég væri trúlofuð og passaði hún sig að minna mig reglulega á hvað það væri nú gott að eiga „vin“ og að íbúðin mín væri svo sannarlega nógu stór fyrir tvo. Ég var svo heppin að fá að kynna „vin minn“ fyrir henni rétt áður en hún kvaddi okkur og hann fékk að kynnast léttilega þeirri einstöku og hjartahlýju manneskju sem hún amma mín var. Takk fyrir að vera besta amma í heimi, elsku amma mín. Þín verð- ur sárt saknað. Eir Arnbjarnardóttir. Við systurnar eigum svo frá- bærar minningar með ömmu. Allt frá æsku og fram á fullorðinsárin. Amma fylgdi alltaf reglunum og gaf okkur aldrei nammi nema á laugardögum og þá var það yfir- leitt eitthvað óspennandi eins og suðusúkkulaði og extra tyggjó. En öll kvöld sem við gistum hjá ömmu og afa var boðið uppá kvöldsnarl og urðu appelsínur skornar í báta yfirleitt fyrir valinu. Þær voru einhvern veginn alltaf bestar þegar maður fékk þær hjá ömmu. Amma var kennari í skólanum á Siglufirði og fengum við stund- um að koma til Siglufjarðar á skólaönn og sitja í tíma hjá ömmu og svo hjálpaði hún okkur með öll verkefni og lærdóm sem þurfti að leysa. Hún var alveg frábær kenn- ari og man ég svo vel þegar ég var að læra að lesa hvað það var gott að lesa með ömmu. Amma var rosalega klár í eld- húsinu bæði í eldamennsku og bakstri. En fiskibollurnar hennar fannst mér alveg hræðilegar. Auð- vitað borðaði ég þær alltaf og sagði ekki neitt enda vildi ég ekki særa ömmu. Þegar við vorum átta ára kom amma til Reykjavíkur að passa okkur systur. Við fórum út að leika og þegar við komum inn sagði amma okkur að hún hefði bakað hátt upp í 100 fiskibollur sem hún ætlaði að frysta svo við gætum átt þegar hún væri farin. Amma var að fara heim eftir tvo daga og yrðu fiskibollur í matinn einn daginn og pizza hinn daginn og við fengum að velja hvað við fengjum fyrst. Ég sagði að ég vildi fiskibollur fyrst og missti svo út úr mér „illu er best aflokið“. Ömmu brá svolítið og ég þurfti auðvitað að segja henni sannleik- ann. Hún sem betur fer tók þetta ekkert inn á sig eins og ég hefði haldið öll þessi ár heldur hló hún sig máttlausa og hefur aldrei hætt að segja frá þessari fyndnu sögu síðan. Á fullorðinsárum okkar systra hefur amma alltaf verið svo þægi- leg og skemmtileg að tala við. Hún og Eir spjölluðu svo oft í símann um allt og ekkert. Þær töl- uðu um allt frá æsku, námi, um stráka ofl. Amma var alltaf forvit- in hvort að Eir væri komin með kærasta eða kærustu. Hún vildi alltaf það besta fyrir okkur og vildi bara sjá okkur hamingjusam- ar. Ekki fyrir svo löngu fékk hún svo að hitta frábæra kærastann sem Eir hafði nælt sér í. Amma var alltaf svo góð við alla og kallaði alla barnabörnin sín. Allir voru velkomnir í heimsókn og öllum var velkomið að kalla hana ömmu. Elsku amma mín, ég mun sakna þess innilega að fá að hringja í þig og koma í heimsókn og kyssa þig og knúsa og heyra allar æskusögurnar þínar. Ég mun halda minningum um þig lifandi enda höfum við systur alltaf hvor aðra til að rifja upp gamlar sögur. Ég elska þig, elsku amma mín. Elfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.