Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Hundruð þúsunda þyrptust út á göt-
ur Hong Kong í gær í þeim tilgangi
að sýna leiðtogum borgarinnar að
hreyfing þeirra njóti enn víðtæks
stuðnings þrátt fyrir stigvaxandi of-
beldi gegn mótmælendum og
vægðarlausar viðvaranir frá Peking,
höfuðborg Kína.
Mótmælendurnir virtu að vettugi
fyrirmæli lögregluyfirvalda um að
halda ekki af stað frá almennings-
garði sem þeir söfnuðust saman fyrir
mótmælin.
Mótmæli hafa staðið yfir reglu-
lega síðan snemma í júní og hafa
mótmælendur kvartað yfir mikilli
hörku í garð mótmælenda, sem hafa
að mestu mótmælt friðsamlega.
Stjórnvöld í Kína hafa krafist þess að
stjórnvöld í Hong Kong, sem er sjálf-
stjórnarsvæði innan Kína, bregðist
harkalega við mótmælunum. Hong
Kong hefur farið eftir þeim kröfum
og hefur lögreglan beitt táragasi,
kylfum og gúmmíkúlum gegn mót-
mælendum.
Búnir gasgrímum og hjálmum
„Lögreglan er að gera ýmislegt
sem er óviðunandi,“ sagði mótmæl-
andinn Yim, sem vildi ekki geta
seinna nafns, við fréttastofu AFP í
gær. „Lögreglan er ekki hér í þeim
tilgangi að verja mótmælendur held-
ur er hún hér til þess að valda þeim
skaða,“ bætti Yim við.
Mótmælendur mættu tilbúnir í
slaginn á mótmælin í gær og voru
margir hverjir með bakpoka fulla af
gasgrímum, sundgleraugum og
hjálmum til að verjast mögulegum
árásum lögreglu.
Þynnast fór í hópi mótmælenda
rétt fyrir miðnætti á sunnudags-
kvöld en nokkur þúsund grímu-
klæddra mótmælenda héldu þó að
höfuðstöðum ríkisstjórnarinnar
seint um kvöldið og hrópuðu:
„Endurheimtum Hong Kong, bylt-
ingu okkar tíma.“
Hin fordæmalausa pólitíska
kreppa sem stendur yfir í Hong
Kong kviknaði vegna andstöðu við
framsalsfrumvarp sem ríkisstjóri
Hong Kong, Carrie Lam, hugðist
leggja fram. Sé það samþykkt mun
frumvarpið heimila Hong Kong að
framselja afbrotamenn til megin-
lands Kína.
Hersveitir Kína nálgast
Borgarar Hong Kong eru að
mörgu leyti frjálsari en landar þeirra
á meginlandinu. Þótti frumvarpið
bera merki þess að Kína væri að
herða tökin á sjálfstjórnarhéraðinu.
Framlagningu frumvarpsins hefur
verið frestað en mótmælendur vilja
að það sé tekið af dagskrá. Auk
þeirrar kröfu hafa mótmælin undið
upp á sig og orðið að almennu ákalli
um lýðræðisleg réttindi íbúa í Hong
Kong.
Þolinmæði Kínverja fyrir mót-
mælunum virðist vera á þrotum, en
stjórnvöld á meginlandinu færa her-
sveitir sínar sífellt nær mörkum
Hong Kong. Nokkur hundruð kín-
verskra sérveitarmanna hafa verið
við æfingar í kínversku borginni
Shenzhen, nágrannaborg Hong
Kong, undanfarið. Sérfræðingar
telja að ef til inngrips kínverskra ör-
yggissveita komi verði það til þess að
efnahagur og orðspor Kína bíði
hnekki.
Vestrænir leiðtogar hafa reynt að
grípa inn í, meðal annars Donald
Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur
kallað eftir stillingu og boðist til að
ræða við Xi Jinping, forseta Kína,
um málefni Hong Kong. Trump telur
að Jinping hafi getu til að leysa deil-
una fljótt og mannúðlega.
Hundruð þúsunda virtu
ekki fyrirmæli lögreglu
Mótmælendur í Hong Kong halda uppteknum hætti
AFP
Regnhlífar Mikið rigndi á mótmælendur, sem létu það ekki á sig fá.
Sýrlenskir flóttamenn sem fara í frí
til heimahaganna gætu misst stöðu
sína sem flóttamenn í Þýskalandi,
sagði Horst Seehofer, innanríkis-
ráðherra Þýskalands, í viðtali sem
birtist í gær í þýska dagblaðinu Bild.
„Ef sýrlenskur flóttamaður fer
reglulega í frí til Sýrlands getur hann
ekki sagt á sama tíma að hann sé of-
sóttur í Sýrlandi,“ sagði Seehofer.
„Við þyrftum að svipta hann stöðu
flóttamanns,“ bætti Seehofer við.
Um leið og þýskir embættismenn
heyra af slíkum ferðum munu þeir
hefja rannsókn á stöðu flótta-
mannsins, að sögn Seehofer. Hann
gat ekki sagt til um hversu margir
flóttamenn yrðu fyrir áhrifum af
þessari stefnu.
Þýskir embættismenn mega eins
og sakir standa ekki vísa flóttafólki
til Sýrlands, þar sem aðstæður í
landinu eru taldar hættulegar.
Bannið á að falla úr gildi í lok árs en
mögulegt er að framlengja það.
„Þegar aðstæður leyfa munum við
hefja brottvísanir,“ sagði Seehofer,
sem hefur ítrekað lent í árekstrum
við Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands, vegna stefnu hennar í mál-
efnum flóttamanna, sem hann telur
of frjálslynda.
Frí gætu valdið
brottvísunum
Hyggjast vísa Sýrlendingum burt
AFP
Seehofer 780.000 Sýrlendingar
hafa flutt til Þýskalands síðan 2011.
Matar-, lyfja- og
eldsneytis-
skortur gæti
verið yfirvof-
andi í Bretlandi
gangi Bretar úr
Evrópusam-
bandinu án
samnings.
Þetta kemur
fram í skjölum
frá bresku ríkis-
stjórninni sem lekið var til breska
dagblaðsins The Sunday Times.
Ríkisstjórnin telur einnig lík-
legt að setja þurfi upp hörð landa-
mæri á milli Norður-Írlands og Ír-
lands.
Gert er ráð fyrir að Bretland
gangi úr sambandinu 31. október
næstkomandi, með samningi eða
án hans.
Kwasi Kwarteng, orkumála-
ráðherra Bretlands, hefur vísað
því á bug að skorturinn sé yfirvof-
andi. Hann segir að skjölin sýni
ekki fram á það sem er líklegast
að gerist heldur eitthvað sem
gæti gerst og auðvitað þurfi ríkis-
stjórnin að vera undir allt búin.
ÚTGANGA ÚR ESB ÁN SAMNINGS
Kwasi
Kwarteng
Mögulegur nauðsynjaskortur í Bretlandi