Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Verslun Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is
Tæki sem lesa sjálf ástand rafgeyma og
tryggja að ekki er hægt að tengja rangt.
Neistafrí og hættulaus.
STARTTÆKI
FYRIR ÖLL ÖKUTÆKI
ER RAFGEYMIRINN DAUÐUR
VIÐTAL
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Hópurinn Sálufélagar, sem stofnaður
var af Nínu Hjálmarsdóttur og Selmu
Reynisdóttur árið 2015, setur upp
verkið Independent Party People í
Tjarnarbíói. Fyrir ári sýndu þær sam-
nefnda sýningu sem verk í vinnslu í
Mengi. Í kjölfar þess hlutu þær styrki
til þess að halda áfram með verkefnið
og fengu þá til liðs við sig leikarana
Jónmund Grétarsson og Davíð Þór
Katrínarson til þess að setja upp sýn-
ingu í fullri stærð í Tjarnarbíói.
„Sálufélagar hafa verið að sviðsetja
sjálfið og við fórum að skoða sjálfs-
mynd Íslendinga,“ segir Selma og
Nína bætir við: „Þetta byrjaði allt
fyrir nokkrum árum þegar við fórum
að hugsa um hvernig við upplifum að
útlendingar hugsi um okkur Íslend-
inga sem einhvers konar náttúru-
börn, að hér ríki fullkomið jafnrétti
og hér sé engin spilling. Við fórum að
skoða skrif mannfræðingsins Krist-
ínar Loftsdóttur, sem hefur mikið
verið að skoða hugmyndina um Ís-
land sem hið exótíska norður.
Svo gaf forsætisráðuneytið út
skýrslu árið 2008 sem var grunnurinn
að ímyndarsköpun um hið nýja Ís-
land, hugmynd sem var seld með
Inspired by Iceland og fleiri herferð-
um og var ákveðið grunnstef í öllum
auglýsingum um Ísland. Þetta varð til
þess að ferðaþjónusta varð ein mikil-
vægasta atvinnugrein Íslands.
Skýrslan átti ekki bara að fjölga
ferðamönnum heldur áttum við Ís-
lendingar að fá einhverja ímynd og
það virkaði vel.“
Skýrslan útilokar marga
Nína segir lýsandi fyrir skýrsluna
að hún hefjist á orðunum: „Í þjóðinni
býr náttúrulegur kraftur sem mótast
hefur í sambúð við náttúruna.“ „Við
tengjum ekki við þessa ímynd sem
sett er fram í skýrslunni og hún er
rosalega útilokandi fyrir marga sem
ættu að eiga heima innan hennar,“
segir hún.
„Við tengjum ekki við þessa ímynd
en henni er varpað á okkur,“ bætir
Selma við og lýsir því sem margir Ís-
lendingar kannast við, að mæta hug-
myndum um þjóðina í útlöndum, t.d.
þeirri hugmynd að við trúum öll á
álfa. „Hugmyndin um Ísland hefur
verið að við séum einhvers konar hið
rétta „annað“, eitthvað annað eða
öðruvísi en fólk upplifir heima hjá
sér. Það er mjög huggulegt að koma
hingað til Íslands og geta skoðað eitt-
hvað sem er öðruvísi, laus við sam-
viskubit en á sama tíma er það svo
öruggt af því það hafa það allir svo
gott hérna.“ Hún lýsir því að hingað
til lands geti fólk komið og fundið
eitthvað sem það telur vera exótískt,
æskilegt og upprunalegt án þess að
verða fyrir neinum óþægindum.
„Hins vegar er t.d. litið á flóttamenn
sem óæskilega „aðra“.“
Hvítt landslag og fantasía
Selma bendir einnig á hugmyndir
um Ísland sem hvítt rými, um að allir
Íslendingar séu hvítir. „Kristín Lofts-
dóttir hefur bent á að þú þarft ekki
annað en að sjá mynd af landslaginu,
það þarf ekki að vera manneskja á
henni, til þess að þú skynjir að þetta
sé hvítt landslag,“ segir hún.
„Norðrið er svo tengt hugmyndinni
um hvítleika. Ég verð reiðust yfir því
að við séum að styðja við einhverja
hvíta fantasíu. Því það er akkúrat öf-
ugt við það sem við segjumst vilja
vera. Við viljum vera þessi jafnréttis-
paradís; við viljum vera fyrirmynd,“
segir Nína. „Að sjálfsögðu er margt í
þessari skýrslu sem margir Íslend-
ingar telja að sé satt. En þessi ímynd
getur verið svo svakalega heftandi
þegar hún er gerð að kapítalískri
söluvöru sem við eigum að ganga inn
í. Við erum dæmd til að leika ákveðið
hlutverk.“
Selma bendir á að á bak við þessa
ímynd um Ísland sé heil markaðs-
deild og erlendir markaðssérfræð-
ingar. „Ég held að fáir átti sig á því
hvað þetta var strategískt,“ segir
hún. „Þessi skýrsla forsætisráðuneyt-
isins var nýtt í Inspired by Iceland-
herferðinni, sem er ein áhrifamesta
herferð fyrr og síðar. Það muna allir
eftir henni,“ segir Davíð. „Og við féll-
um öll fyrir henni,“ bendir Jónmund-
ur á.
Hvers konar Ísland viljum við?
„Við erum svolítið að pota í það að
12-15% af íslensku þjóðinni eru af er-
lendum uppruna en eiga samt engan
stað í ímyndinni,“ segir Davíð og
Nína bætir við: „Þetta eru hug-
myndir sem við ættum að vera að
ræða núna af því að við lifum á tímum
þar sem munu verða svo miklar
breytingar. Eftir einhverja áratugi
verður það ekki spurningum um
hvort við ætlum að taka á móti fleiri
flóttamönnum heldur hvort við ætl-
um að taka á móti 20.000 eða 200.000.
Þessar hugmyndir sem eru svo inn-
grónar í okkur, að Ísland sé eitthvað
ákveðið, að við séum hvít, náttúru-
börn og bændur, eru svo rosalega
takmarkandi. Við þurfum að byrja að
takast á við þær. Þetta snýst um það
hvers konar Ísland við, sem erum að
taka við taumunum, viljum og hvern-
ig framtíð við viljum skapa.“
„Við viljum sjá ímynd sem er nær
raunveruleikanum og er aðgengileg
fyrir alla,“ segir Davíð. Jónmundur
nefnir þó að markmið hópsins sé ekki
að finna svör heldur séu þau „fyrst og
fremst að spyrja spurninga til þess að
vekja fólk til umhugsunar“.
„Við erum nánast farin að trúa
þessum hugmyndum um að Ísland sé
svo hreint og tært en að sama skapi
erum við t.d. ótrúlega aftarlega þegar
kemur að plastnotkun,“ segir Selma.
„Við erum ein þeirra þjóða sem nota
hvað mest plast í heiminum.“
Nína bendir á að það hafi einmitt
verið innblásturinn að sviðsmynd
verksins sem Katerina Blahutová
hannaði. „Hún er öll búin til úr plasti
en endurspeglar íslenska náttúru.
Hún er líka hvít, sem endurspeglar
þessa hugmynd um að norðrið sé
ósjálfrátt hvítt.“ Selma skýrir frá því
að Katerina hafi notað heybaggaplast
til þess að gera sviðsmyndina og hafi
verið í samstarfi við fyrirtækið Pure
North, sem endurvinnur plast úr
landbúnaði.
Titill verksins, Independent Party
People, vísar m.a. í Sjálfstætt fólk eft-
ir Halldór Laxness. „Í skýrslunni
segir „Það býr enn þá Bjartur í
Sumarhúsum í hverjum manni“ og ég
held að hugmyndin að titlinum hafi
komið þaðan,“ segir Nína. Titilinn
vísar einnig til Sjálfstæðisflokksins
og hugmyndarinnar um „Party
People“ sem hópnum finnst eiga vel
við sína kynslóð. „Við reynum að
leysa vandamál með því að halda
partí fyrir ýmsa jaðarsetta hópa,“
segir Selma.
Vinna í samsköpunarferli
Allar þessar vangaveltur um
ímynd Íslands urðu innblásturinn að
verkinu sem Sálufélagar hafa unnið
með svokölluðu samsköpunarferli.
„Það þýðir að við erum í rauninni ekki
með neitt í höndunum þegar við byrj-
um annað en ákveðið þema, hug-
myndir um það sem við viljum koma
á framfæri og okkar eigið sjálf. Við
vinnum í spuna, lesum, tölum saman
og skrifum saman. Svo enduðum við
með rosalega mikið efni sem þarf svo
að setja saman. Það er í rauninni
mesta áskorunin að finna hvaða heim
við viljum skapa saman,“ skýrir Nína.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
Davíð gerum svona samsköpunar-
verk. Þetta er ekki týpískt leikhús
eins og við erum vanir að gera. Við
erum vanir að fá handrit en við erum
algjörlega búin að búa þetta verk til
saman frá grunni, sem er ótrúlega
skemmtilegt og áhugavert ferli,“
segir Jónmundur.
Hópurinn leggur mikið upp úr því
að skoða eigið ferli og skoða efnið út
frá sjálfum sér. „Við skoðum hvaða
vandamál það skapar að vera að tala
um svona pólitísk efni, hvaða vanda-
mál við sem hópur höfum rekist á,
hvernig orðræðan okkar endur-
speglar orðræðuna í samfélaginu,“
segir Selma en Davíð bætir við að
hann telji að margir muni „tengja við
þetta verk þrátt fyrir að þetta sé okk-
ar ferli og okkar uppgötvanir,“ og
Selma tekur undir: „Þetta er sam-
mannlegt málefni árið 2019.“
Sýningin Independent Party
People verður frumsýnd á miðviku-
dag, 21. ágúst, í Tjarnarbíói. Miðasala
fer fram á vefnum tix.is.
Sviðsetja ímynd þjóðar
Sviðslistahópurinn Sálufélagar setur upp verkið Independent Party People í Tjarnarbíói Skoða
ímynd íslensku þjóðarinnar og hugmyndir um hana „Þetta er sammannlegt málefni árið 2019“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sálufélagar Nína Hjálmardóttir, Jónmundur Grétarsson, Davíð Þór Katrínarson og Selma Reynisdóttir hafa unnið í samsköpunarferli með það að mark-
miði að skapa verk um ímynd íslensku þjóðarinnar. Afrakstur samvinnunnar verður frumsýndur á miðvikudagskvöld í Tjarnarbíói.