Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hlakka alltaf til þess þegar skólastarfið hefst að hausti. Þetta eru annasamir dagar og sjá þarf til þess að allir finni sig í leik og starfi. Skemmtilegasti tíminn er svo þegar komið er fram í september, en þá er skólastarfið komið vel í gang með öllum þeim uppgötvunum og nýju þekkingu sem nemendur öðlast,“ segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, skólastjóri Breiðholtsskóla í Reykjavík. Vetrarstarf grunnskóla landsins er að hefjast. Í Reykavík verða skólarnir settir nú á fimmtudaginn, 22. ágúst, það er alls 36 borgar- og einkareknir skólar með um 15 þúsund nem- endum. Í hverjum og einum þeirra er sjálfstæður bragur og menning, enda þó allir starfi þeir eftir sömu námsskrá og Mennta- stefnu Reykjavíkur sem sam- þykkt var fyrr á þessu ári. Stefn- an nær til ársins 2030 og byggir á gildum Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna um að menntun barns beinost að því að rækta persónuleika þess, hæfileika og almennt atgervi svo viðkomandi geti átt gott líf í frjálsu sam- félagi. Frábært veganesti „Menntastefnan er frábært veganesti. Tillögurnar eru marg- ar og meðal þess sem við horfum sérstaklega til í þessum skóla er að styrka félagsfærni og sjálfs- efla nemendur. Annars verður að segjast að krakkar í dag eru mun sterkari og öflugri einstaklingar en almennt var þegar ég var í grunnskóla fyrir 35-40 árum eða svo. Börn í dag hafa almennt gott sjálfstraust, taka hlutunum ekki þegjandi og hljóðalaust og vilja röksemdir fyrir ákvörðunum sem að þeim snúa,“ segir Ásta Bjarn- ey, sem víkur að miklu breyt- ingum sem orðið hafi á skóla- starfi á síðustu árum. Beinharður staðreyndalærdómur hafi vikið fyrir símati kennara á árangri og hæfni nemenda í samskiptum, hvernig þeir meðtaki og skilji námsefnið og svo mætti áfram telja. Stóra málið sé að búa nem- endur sem best fyrir framtíð í veröld sem breytist hratt. Séu læs á falsfréttir „Auðvitað veit enginn hvern- ig lífið og samfélagið verða árið 2050, þó við höfum vísbendingar um hvert stefni. Að geta aflað sér upplýsinga og lagt á þær mat er þar lykilatriði, til dæmis að vera læs á falsfréttir sem eru svo áberandi í dag. Mestu skiptir samt að nemendur geti haft góð tök á eigin lífi; séu læsir á tilfinn- ingar sínar og líðan, nærist skyn- samlega, hreyfi sig reglulega og svo framvegis. Líf í nútíma- samfélagi er oft flókið og slíkt krefst þekkingar, sem skólarnir eiga að veita börnunum,“ segir Ásta Bjarney og heldur áfram: „Núna tökum við skólafólk eftir því börnin kalla eftir svör- um og fræðslu í umhverfismálum; hvernig megi endurnýta, sporna gegn hlýnun andrúmsloftsins og fleira slíkt. Hvað verður um fisk- inn í plastmenguðum sjónum og hvernig má draga úr sóun? Þetta sýnir að krakkarnir eru ábyrg í umhverfismálum. Gerð námsefnis um þau er að verulegu leyti í höndum kennara sjálfra, sem afla upplýsinga á samfélagsmiðlum, í dagblöðunum og víðar. Þróunin er hröð og allar upplýsingar þurfa að vera nýjar. Að því leyti úreldast námsbækur í samfélags- greinum fljótt. Stundum tekur því varla að gefa bækurnar út.“ Frábær viðbót Í vetur verða alls um 420 nemendur í Breiðholtsskóla, sem þjónar hverfi þar sem fólk af er- lendum uppruna áberandi. Börn af þeim rótum eru um þriðjungur nemenda skólans. Mörg þeirra eru reyndar fædd hér á landi, hafa íslensku vel á valdi sínu og blómstra sem virkir þátttakendur í samfélaginu. „Öðrum krökkum þurfum við að hjálpa og efla þátttöku þeirra í íþróttum, skátastarfi og tónlist svo ég nefni nú eitthvað. Almennt get ég þó sagt að fólk erlendis frá sem skapað hefur sína framtíð hér er frábær viðbót við mannlífið hér, duglegt fólk sem leggur mikið til samfélagsins sem gæti ekki virkað án þáttöku þess. Seiglan er áberandi í fari þess.“ Grunnskólanemar kalla eftir svörum um umhverfisbreytingar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skólastjóri Seiglan er áberandi í fari innflytjenda á Íslandi, segir Ásta Bjarney Elíasdóttir í Breiðholtsskóla. Nútímalífið er flókið  Ásta Bjarney Elíasdóttir er fædd árið 1972. Hún er með B.Ed. í grunnskólakennara- fræðum og M.Ed-gráðu í upp- eldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana.  Var lengi umsjónarkennari í grunnskóla, aðstoðarskóla- stjóri í Víkurskóla í Reykjavík 2005-2012, skólastjóri Húsa- skóla frá 2012 til 2018, en tók þá við stjórn Breiðholtsskóla. Hver er hún? Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verk- fræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Er hún byggð á skoðun á 14 þúsund slysum á tíu ára tímabili frá 2008-2017. Fram kemur að af þeim slysum sem rekja megi til mannlegra mistaka megi greina or- sakavaldana í þrennt. 22% slysanna eru vegna þess að of stutt bil er milli bifreiða, 19% vegna ökumanns sem veldur slysi og 12% vegna þess að ógætilega er skipt um akrein. 25,5% umferðarslysa verða vegna umhverfis en 62% slysa sem rekja má til umhverfis verða vegna slæmrar færðar. 2,9% allra umferðarslysa má rekja til bifreiðarinnar og 3,4% til annarra orsaka, að því er fram kemur í rann- sóknarskýrslunni. Samkvæmt rannsókninni hefur slysum fjölgað frá árinu 2008 en fjölg- unin er ekki stöðug á tímabilinu. Sér- leg aukning er á árinu 2009 en stökk- ið frá 2008 til 2009 var 49%. Frá árinu 2012 hefur fjölgunin verið nokkuð stöðug. Fjölgun slysa frá 2008 til 2017 er 60%. Fram kemur að fleiri slys eigi sér almennt stað á vetrarmánuðum en öðrum mánuðum á stofnbrautum höf- uðborgarsvæðisins. Flest slys áttu sér stað í febrúar eða 1.428 og nánast jafn mörg í janúar eða 1.427. 6,4%- 7,8% slysa urðu yfir vor- og sumar- mánuðina í apríl til ágúst en 8,7%- 9,9% um haust og vetur. Hlutfall þeirra slysa sem urðu í myrkri var 24%, í rökkri 10% en 65% í dagsbirtu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að ungt fólk og karlar eru líklegri til að lenda í slysum en aðrir. Hlutfall kynjanna hjá þeim sem lenda í slysum er u.þ.b. 40/60 konur og karlar, sama hvort horft er á or- sakavalda, ökumenn eða alla sem koma að slysinu. Þeir sem hafa ný- verið komist á aldur til þess að keyra eru líklegastir til að lenda í og valda slysum en flestir eru í kringum tví- tugsaldurinn. rosa@mbl.is 87,8% vegna mannlegra mistaka  Flestir sem lenda í og valda umferðarslysum í kringum tvítugsaldurinn Morgunblaðið/Ómar Umferðarslys 25,5% umferðarslysa verða vegna umhverfisþátta. Mest ávöxtun af útleigu þriggja herbergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er einstaklingur er á Vestfjörðum, þar sem hún er 11,1% og næstmest er hún á Austurlandi þar sem hún er 10,5%. Þá er slík ávöxtun 10,1% á Norður- landi án Akureyrar og 8,6 % í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á ársyfirliti sem birt er á vef Þjóðskrár Íslands. Minnst er ávöxtunin í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Sel- tjarnarnesi, en þar er hún 6%. Ef litið er til útleigu þriggja her- bergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er fyrirtæki er ávöxtunin einnig mest á Vestfjörðum þar sem hún nemur 15,9% og næstmest er ávöxtunin í slíkum tilfellum á Norðurlandi án Akureyrar þar sem hún er 12,4%. Þá er hún 8,2% í Vestmannaeyjum, 8,1% á Suður- landi án Selfoss og 8% í Breiðholti. Minnsta ávöxtun þriggja herbergja íbúðar í eigu fyrirtækja er á Akra- nesi þar sem hún nemur 5,7%. Ársávöxtun leiguhúsnæðis er reiknuð sem hlutfall af ársleigu, fengið úr þinglýstum samningum og fasteignamati íbúðar fyrir árið 2020, að því er segir á vef Þjóð- skrár. Úrvinnsla stofnunarinnar byggist á 5.381 samningi sem þing- lýstur var á tímabilinu 1. júlí 2018 til og með 31. júní 2019 og fast- eignamati 2020. gso@mbl.is Mest ávöxtun á Vestfjörðum  Ólík arðsemi útleigu milli landshluta Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ávöxtun Talsverður munur er á ávöxtun leiguíbúða milli landshluta. Einhver munur er á niðurstöðum sambærilegrar rannsóknar í Danmörku og Mannvit gerði hér, en samkvæmt henni eiga fæst slys sér stað í janúar og febrúar. Á Íslandi verða þó flest um- ferðarslys á fyrstu mánuðum ársins. Flest slys í Danmörku verða hins vegar í maí og ágúst. 20% slysa í Danmörku eiga sér stað í myrkri, 5% í rökkri og 75% í dagsljósi. Fleiri slys verða í myrkri á Íslandi, eða 24%, en 10% slysa á Íslandi verða í rökkri og 65% í dagsbirtu. Ólíkar tölur á milli landa SAMANBURÐUR SLYSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.