Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 22
50 ára Þuríður ólst
upp í Vogum á Vatns-
leysuströnd en býr í
Innri-Njarðvík. Hún er
með BA í stjórnmála-
fræði frá HÍ og MA í al-
þjóðasamskiptum frá
HÍ. Hún er fagstjóri
ökunáms og leyfisveitinga hjá Sam-
göngustofu.
Maki: Njáll Pálsson, f. 1976, slökkviliðs-
og sjúkraflutningamaður á höfuðborgar-
svæðinu.
Börn: Ægir Páll, f. 2006, og Edda Björk,
f. 2007.
Foreldrar: Ægir Axelsson, f. 1941, fyrr-
verandi verkamaður, bús. í Vogum, og
Ásta Björk Marteinsdóttir, f. 1948, d.
2006, verslunarmaður.
Þuríður Berglind
Ægisdóttir
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
Veitingar af öllum stærðum,
hvort sem er í sal eða
heimahúsi
Nánar á veislulist.is
Erfidrykkja
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt óvæntir hlutir gerist átt þú að
vera undir þá búinn og geta tekið á þeim
með réttum hætti. Ekki reyna að breyta ár-
farveginum og láttu hlutina þróast.
20. apríl - 20. maí
Naut Það getur verið freistandi að falla fyrir
nýjum hugmyndum. Haltu áfram að vinna
vel því nú munu draumar þínir rætast.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert óvenju kraftmikil/l og þarft
að fá útrás fyrir orkuna. Reyndu að gera
velgengi þína að velgengi fólksins í kringum
þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt að miklu sé að stefna á vinnu-
staðnum máttu ekki fórna framanum öllu
sem þú átt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Viðamikið samstarfsverkefni sem þú
ert nú að taka þátt í krefst mikils af þér.
Vertu rólegur því þú hefur alla burði til að
leysa þetta vel af hendi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Óvænt tækifæri á framabrautinni,
sem hugsanlega er boðið fram af yfirmanni
þínum eða einhverjum háttsettum, gæti
orðið þín blessun í dag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú ert óöruggur um stöðu mála
skaltu gefa þér tíma til að endurskoða þau.
Kynntu öðrum árangur þinn með hógværð;
hún vinnur á.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vinsældir þínar í einkalífi og
starfi eru miklar um þessar mundir og allir
vilja hafa þig með. Nú er komið að því að þú
uppskerir laun erfiðis þíns.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú skiptir öllu máli að finna
réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri.
Kannski felur það í sér að læra meira um
nýja tækni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér sárna ummæli sem falla í
samtali innan fjölskyldunnar. Mundu að öllu
gamni fylgir nokkur alvara og því er betra
að gæta orða sinna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Samstarfsmenn þínir munu
koma auga á hæfileika þína og vilja njóta
þeirra. Líf þitt hefur tekið nýja stefnu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu þér ekki bregða þótt gömul
mál dúkki upp og þú þurfir að eyða tíma í
að koma þeim á hreint. En láttu samt engan
þvinga þig til að gera eitthvað sem þú vilt
ekki.
sprengjuleit og við leitar- og björg-
unarstörf. Viðskiptavinir okkar eru
einnig þjónustufyrirtæki sem skoða
allar neðansjávarbyggingar eins og
olíupípur og olíuborpalla sem og
ýmsar vísinda- og háskólastofnanir
stundum nefndur helsti kafbáta-
sérfræðingur Íslands. „Helstu við-
skipavinir okkar eru ýmsar ríkis-
stjórnir sem nota kafbátana fyrir
sjóherinn og landhelgisgæslu. Sjó-
herinn notar þá fyrst og fremst í
S
tefán Reynisson er fædd-
ur 19. ágúst 1979 í
Reykjavík en ólst upp í
Hafnarfirði. Hann fór í
Öldutúnsskóla í Hafnar-
firði en eftir grunnskóla fór Stefán í
Verzlunarskóla Íslands þar sem
hann útskrifaðist 1999. Eftir stúd-
entspróf fór hann á viðskiptafræði
braut í Háskóla Reykjavíkur. Hann
útskrifaðist þaðan 2002. Meðan Stef-
án var í námi í HR kynntist hann
Sóleyju Eiríksdóttur og hafa þau
verið saman síðan í ársbyrjun 2002.“
Stefán hóf störf hjá Öryggis-
miðstöð Íslands sem innkaupastjóri
og var þar til hann fór aftur í nám
ágúst 2004. Stefán fór í CBS (Copen-
hagen Business School) og lærði þar
M.Sc. í International Marketing and
Management og eftir eitt ár þar
skráði hann sig líka í CEMS MIM
nám sem er alþjóðlegt nám í Inter-
national Management. Þau eign-
uðust Margréti Nótt í Danmörku í
júní 2005. Þau fluttu til Búdapest í
ágúst 2005 þar sem Stefán var í
CEMS-náminu og dvöldu þar eina
önn. Þau fluttu aftur til Kaupmanna-
hafnar, þar sem Stefán kláraði nám
sitt, og þaðan fluttu þau til London,
þar sem hann starfaði sem markaðs-
lærlingur hjá London-skrifstofu Ice-
landair. Stefán útskrifaðist árið 2007
úr báðum námsbrautunum.
Eftir námið fluttu þau aftur heim
til Íslands, Sóley fór í nám í sagn-
fræði við HÍ og Stefán hóf störf sem
innkaupa- og gæðastjóri hjá heild-
versluninni Karl K. Karlsson og
starfaði þar til ársins 2009. Stefán
hóf störf sem innkaupastjóri í októ-
ber 2009 hjá Hafmynd ehf, en fyrir-
tækið breyttist í Teledyne Gavia ehf.
þegar það var selt Teledyne Techn-
ologies í september 2010. Sú fyrir-
tækjasamsteypa á tugi fyrirtækja í
hátækniiðnaði og er með um 11.000
starfsmenn. Eftir tvö ár í starfi tók
Stefán við stöðu rekstrarstjóra hjá
Teledyne Gavia og árið 2014 tók
hann við sem framkvæmdastjóri og
gegnir því starfi enn.
Teledyne Gavia framleiðir djúp-
förin Gavia, sem fer niður á 1.000 m
dýpi, og SeaRaptor, sem getur farið
niður á 6.000 m dýpi, og er Stefán
víða um heim.“ Starfsmenn fyrir-
tækisins eru 20 á Íslandi.
Stefán hefur mikinn áhuga á
íþróttum og hefur verið virkur í
mörgum greinum. Hann spilaði
körfubolta frá 12 ára aldri en hætti
að spila 32 ára gamall eftir þrálát
ökklameiðsl. „Ég ólst upp með
Haukum en spilaði með Stjörnunni í
fyrstu deild og komst með félaginu
upp í úrvalsdeild. Ég spilaði einnig
með Íslendingafélaginu Guðrúnu í
Danmörku fyrsta árið þar og þjálfaði
og spilaði með félaginu seinna árið.
Ég endaði svo ferilinn með Álftanesi.
Ég tek þó enn þátt í körfuboltaferli
stelpnanna minna, sem æfa allar
körfubolta með Breiðablik.“
Eftir körfuboltann tóku við hlaup,
hjólreiðar, Crossfit og þríþraut.
Stefán tók þátt meðal annars í
heimsmeistaramóti í ólympískri þrí-
þraut í London 2013, hljóp heilt
maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu
2014 og kláraði hálfan Járnmann í
Hafnarfirði 2015. Hann æfir nú hjól-
reiðar og tók þátt í Wow Cyclothon
Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia ehf. – 40 ára
Fjölskyldan Elísa Dögun, Sóley, Vilborg Saga, Margrét Nótt og Stefán á heimili þeirra í fyrra.
Stýrir kafbátafyrirtæki
Hjónin Stefán og Sóley að klára Wow Cyclothon í sumar.
60 ára Agnar er Kefl-
víkingur, fæddur þar
og uppalinn. Hann
lauk grunnskólanámi í
Keflavík. Hann var
bæjarstarfsmaður og
sjómaður á Voninni og
Hólmsteini frá Garði.
Hann var formaður Vinstri-grænna á
Suðurnesjum.
Maki: Jórunn Dóra Hlíðberg, f. 1962, ör-
yrki.
Börn: Guðrún Valdís, f. 1982, Kolbrún, f.
1985, og Bjarni Valur, f. 1991. Barnabörn-
in eru orðin fimm.
Foreldrar: Sigurbjörn Pálsson, f. 1933,
fv. verkstjóri hjá Jökli og Miðnesi, bús. í
Njarðvík, og Guðlaug Guðmundsdóttir, f.
1937, d. 1998, húsmóðir.
Agnar Sigurbjörnsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is