Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
íbúðar- og atvinnuhúsnæði rísi á
Heklureit. „Staðsetningin er eftir-
sóknarverð og m.a. gert ráð fyrir
að Borgarlína liggi þarna framhjá.
Verði fyrirliggjandi skipulags-
hugmynd að veruleika myndu allt
að 400 íbúðir verða á reitnum.“
Undanfarin ár hefur Eignamiðl-
un komið að sölu nokkurra stórra
byggingarreita miðsvæðis og má
þar nefna Steindórsreit, Voga-
byggð og Héðinsreit. „Það sem að-
skilur Heklureit frá þessum lóðum
er að þar standa nú þegar fast-
eignir sem eru mikils virði og munu
skapa kaupanda leigutekjur á kom-
andi árum. Þá fylgir lóðinni engin
kvöð um að ráðast í framkvæmdir
og gæti kaupandi kosið að gera
engar breytingar á svæðinu.“
Eignamiðlun birti auglýsingu í
Morgunblaðinu á laugardag þar
sem óskað er tilboða í fasteignir
bílaumboðsins Heklu við Laugaveg
168-174. Er um að ræða samtals
12.000 fermetra af atvinnuhúsnæði
á stórri lóð miðsvæðis í Reykjavík.
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fast-
eignasali mun annast söluna og seg-
ir hann að gera megi ráð fyrir að
samhliða sölunni muni bílaumboðið
vilja gera leigusamning til tveggja
eða þriggja ára. „Hekla er á förum
eftir nokkur ár og margir áhuga-
verðir möguleikar eru í sjónmáli
fyrir þessa lóð,“ segir hann.
Unnið hefur verið að nýju deili-
skipulagi fyrir reitinn og í þeirri til-
lögu sem nú er til skoðunar er gert
ráð fyrir að 40.000 fermetrar af
Heklureitur auglýstur til sölu
Enn unnið að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina Hekla flytur á næstu árum
Tölvuteikning/Yrki
Ásýnd Svona gæti mannlífið litið út á Heklureit, skv. tillögu Yrkis.
19. ágúst 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.98 124.58 124.28
Sterlingspund 150.77 151.51 151.14
Kanadadalur 93.22 93.76 93.49
Dönsk króna 18.407 18.515 18.461
Norsk króna 13.764 13.846 13.805
Sænsk króna 12.806 12.882 12.844
Svissn. franki 126.45 127.15 126.8
Japanskt jen 1.1651 1.1719 1.1685
SDR 169.99 171.01 170.5
Evra 137.32 138.08 137.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.3585
Hrávöruverð
Gull 1509.05 ($/únsa)
Ál 1742.0 ($/tonn) LME
Hráolía 58.41 ($/fatið) Brent
● Lawrence Kud-
low, fjármála-
ráðgjafi Banda-
ríkjaforseta,
upplýsti í viðtali á
sunnudag að
samningamenn
Bandaríkjanna og
Kína myndu funda
á komandi dögum
til að ræða tolla-
deilur ríkjanna. Fyrr í mánuðinum
hafði Donald Trump látið að því liggja
að viðræður gengju svo illa að óvíst
væri hvenær framhald yrði gert á
þeim.
Í þættinum Fox News Sunday sagði
Kudlow að gengi allt að óskum gæti
næsti fundur komið viðræðum vel af
stað að nýju. Hann sagði jafnframt að
bandaríska hagkerfið stæði vel að vígi
og gaf lítið fyrir áhyggjur þáttastjórn-
enda af mögulegri niðursveiflu í at-
vinnulífinu. Greindi hann þó frá að
ríkisstjórn Trumps hefði til skoðunar
að grípa til frekari örvunaraðgerða,
s.s. að nota þær tekjur sem ríkis-
sjóður hefði af tollum til að lækka
aðra skatta.
Að sögn Wall Street Journal hafa
mótmælin í Hong Kong flækt samn-
ingaviðræður þjóðanna. Óttast margir
að kínversk stjórnvöld sendi herlið eða
harðsvíraða lögreglumenn inn í Hong
Kong til að kveða mótmælin niður af
hörku, en Bandaríkjastjórn hefur gert
það ljóst að slík inngrip yrðu ekki vel
séð. „Við viljum ekki ofbeldi og
Bandaríkin vilja að mannúðleg lausn
verði fundin. Ef það gerist þá gæti
það rennt styrkari stoðum undir við-
skiptasamning,“ sagði Kudlow.
ai@mbl.is
Segir nýja samninga-
lotu fram undan
Lawrence Kudlow
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Lokið hefur verið við sameiningu A4
og InnX og 6. ágúst síðastliðinn
færðist öll starfsemi InnX í nýjan
húsgagnasýning-
arsal A4 í Skeif-
unni 17.
Sigrún Ásta
Einarsdóttir,
framkvæmda-
stjóri markaðs-
og þróunarsviðs
A4, segir InnX
hafa verið í sölu-
ferli um nokkurt
skeið og reyndist
falla vel að A4:
„Undanfarin ár hefur tekist að
skerpa betur á starfsemi InnX og
aukin áhersla verið lögð á að þjón-
usta fyrirtækjamarkaðinn. Þar
liggja styrkleikar InnX, þökk sé
gæðamerkjum á borð við Steelcase,
Abstracta, Bolia, Orangebox og
Cube Design,“ segir hún.
Sigrún bætir því við að InnX búi
að mjög góðu orðspori og hafi þess
verið gætt við samrunann að halda í
mannauð InnX svo að þjónusta verði
í höndum sama fólks og viðskiptavin-
ir InnX þekkja.
A4 steig af fullum þunga inn á hús-
gagnamarkaðinn fyrir þremur árum
með alhliða húsgagnalausnum fyrir
vinnustaði og segir Sigrún að þessi
vöruflokkur fyrirtækisins hafi
stækkað mikið síðan þá. Hún segir
markaðinn fyrir skrifstofuhúsgögn á
góðri siglingu og fyrirtæki upp til
hópa vel meðvituð um mikilvægi
þess að velja gæðavöru þegar kemur
að því að innrétta vinnurýmið.
„Þægilegir og stillanlegir stólar og
rafknúin skrifborð eru fjárfesting í
heilsu og vellíðan starfsfólksins og
húsgögnin móta líka ásýnd fyrir-
tækisins bæði inn á við og út á við.“
Sjá möguleika í kubbunum
Er þetta í annað sinn á skömmum
tíma sem A4 tekur rekstur annars
fyrirtækis yfir, en fyrir um ári eign-
aðist A4 LEGO-umboðið og sam-
nefnda verslun í Smáralind. Fyrir
rekur fyrirtækið samtals sjö A4-
verslanir og föndurbúðina Panduro í
Smáralind. Spurð hvernig sala leik-
fanga falli að vöruúrvali og áherslum
A4 segir Sigrún að sú deild versl-
ananna sem selji gæðaleikföng og
skapandi vörur hafi vaxið hratt. „Við
viljum bjóða upp á gæðaleikföng sem
þroska börnin í gegnum skapandi og
uppbyggilegan leik. Þar er LEGO
góður valkostur enda sterkt vöru-
merki sem leggur ríka áherslu á
vöruþróun.“
A4 bætir við húsgögnum
Morgunblaðið/Eggert
Úrval Nemendur í bóka- og ritfangaleit í verslun A4. Húsgagnamerki InnX renna nýrri stoð undir reksturinn.
Eignaðist LEGO-umboðið fyrir ári og styrkir stöðu sína á húsgagnamarkaði
með kaupum á InnX Vönduð skrifstofuhúsgögn fjárfesting í heilsu og vellíðan
Sigrún Ásta
Einarsdóttir
STUTT