Morgunblaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Glimmer og gleði Mikið var um að vera í gleðigöngunni á laugardaginn var þegar fjölmargir fögnuðu fjölbreytileikanum í miðbæ Reykjavíkur. Páll Óskar lét sig að sjálfsögðu ekki vanta í fjörið.
Árni Sæberg
Stjórnmálamenn
sem hampa þeirri mið-
ur göfugu hugsjón að
græða á daginn en
grilla á kvöldin hafa
síðustu misserin eign-
ast nytsama banda-
menn í hugsjónafólki
sem sér aðild Íslands
að ESB sem lang-
tímamarkmið. Það er
fullgild skoðun að vilja
þá aðild þó að ég og stór hluti þjóð-
arinnar hafi aðra skoðun. En það er
sorglegt að sjá ágæta ESB-sinna
sem til þessa hafa hallast að nátt-
úruvernd og mörgum góðum gild-
um verða að nytsömum sakleys-
ingjum þeirra sem eiga græðgina
eina að hugsjón.
Nú kann vel að vera
að áhrif orkupakka-
samþykkis verði minni
en svartsýnustu spár
gera ráð fyrir. En hitt
er enginn vafi að í
þessu leikur þjóðin sér
með fjöregg verð-
mætasköpunar og
sjálfstæðis. Í þjóðsög-
um er sagt frá heimsk-
um tröllum sem léku
sér að því að kasta
milli sín fjöreggi sínu
og fórst sjaldan vel að
sögulokum. Enginn ágreiningur er
um að gríðarleg verðmæti eru fólg-
in í möguleikum Íslendinga til
orkuframleiðslu. Að sama skapi er
mikilvægt að stjórnvöld taki enga
vanhugsaða áhættu þegar kemur að
stjórn og tilhögun þeirra mála.
Það eru einkum sjálfstæðismenn
sem fara fyrir orkupakkamálinu og
hafa gert það án þess þó nokkru
sinni að svara af einlægni og
heiðarleika fyrir þá gagnrýni sem
fram er komin. Þar skiptir þá miklu
vissan um samþykki málsins sem
helgast af því að ekki einungis er
búið að múlbinda stjórnarþing-
menn. Stjórnarandstaðan virðist að
stærstum hluta bundin málinu
vegna ofurtrúar á allt sem lýtur að
Evrópusamvinnu og gleypir
hræðsluáróður um endalok EES ef
ekki verður farið að tillögu
græðgismanna þingsins.
Í Icesave-málinu lágu bæði reiði-
lestur og hótanir ESB á borðinu og
skiljanlega vildu fylgismenn ESB
aðildar ekki þar gegn. En í orku-
pakkamálinu eru heimildir fyrir
ESB-hótunum miklu óljósari. Það
er raunar vafamál að það muni
nokkru breyta fyrir EES-samstarf
Íslendinga þó að orkupakka þrjú
verði frestað eða jafnvel hafnað.
Þar er ekki hægt taka sem fullgild
vitni kostaða eftirlaunaþega frá
Evrópu, jafnt þó háttsettir hafi ver-
ið í eina tíð.
Eftir nýlegt viðtal við forstjóra
Landsvirkjunar þar sem hann hvet-
ur til samþykkis orkupakkans er
engum blöðum um það að fletta
hvað það er sem dregur vagninn í
þessu görótta máli. Þar ræður vilji
einkavæðingargæðinga sem sjá sér
færi á að nota Evrópusamband-
stilskipanir til þess að sópa undir
einkavæðingaráform orkufyrirtæki
sem nú eru í þjóðareigu.
Það er sjaldnast af stjórnmála-
legri hugsjón sem oligarkar og
banksterar heimsins vilja afnema
ríkisrekstur. Drifkraftur þeirrar
baráttu er hið óskemmtilega
græðgiseðli að sölsa undir sig sjálf-
an opinberar eigur. Alla jafna hefur
fótgöngulið Sjálfstæðisflokksins
verið lið hinna nytsömu sakleys-
ingja í þeirri baráttu en nú er
mörgu á haus snúið. Illt er að sjá ef
gamalgrónir vinstrimenn ætla nú að
taka við fyrrnefndu hlutverki berg-
þursanna sem kasta milli sín fjör-
egginu.
Eftir Bjarna
Harðarson » Það er sjaldnast af
stjórnmálalegri hug-
sjón sem oligarkar og
banksterar heimsins
vilja afnema ríkisrekst-
ur. Drifkraftur þeirrar
baráttu er græðgiseðli.
Bjarni Harðarson
Höfundur er rithöfundur, bóksali og
vinstrimaður.
Hinir nytsömu sakleysingjar í orkupakkamálinu
Í gær urðum við
vitni að dapurlegri
stund í sögunni þegar
við klifum það sem áð-
ur var jökullinn Ok, til
að koma upp minnis-
varða um eyðingu
hans. Reykjavíkurborg
komst í bækur mann-
kynssögunnar árið
1986 þegar Ronald
Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov áttu
þar fund sem olli straum hvörfum og
leiddi til endaloka kalda stríðsins. Við
hvetjum norrænu leiðtogana sem
hittast hér í Reykjavík í dag, auk
Merkel kanslara, til að feta í fótspor
Reagans og Gorbatsjovs og breyta
aftur gangi sögunnar. Fyrir hönd nú-
verandi kynslóða, kynslóðanna sem á
eftir koma og þeirra jökla sem eftir
lifa í heiminum – grípið tækifærið og
lýsið sameiginlega yfir neyðar-
ástandi í loftslagsmálum á Norður-
löndum.
Í dag eru loftslagsbreytingar
raunveruleiki sem mun ekki einungis
hafa áhrif á framtíðina. Líf, innviðir,
lífsviðurværi og atvinnulíf hafa þegar
orðið fyrir áhrifum af síöfgafyllri
veðurtilvikum sem við sjáum hvar-
vetna í veröldinni. Við merkjum þeg-
ar röskun í landbúnaði sem vegur
skelfilega að fæðuöryggi.
Í október í fyrra sagði IPCC (sem
færa má rök fyrir að sé stærsta vís-
indaverkefni í sögu mannkyns) að við
hefðum 12 ár til að láta kolefna-
útblástur ná hámarki og byrja að
draga verulega úr honum árið 2030.
Sá skortur á brýnum viðbrögðum
sem við höfum horft upp á það ár sem
liðið er frá yfirlýsingunni er óviðeig-
andi, og verður enn sorglegri í ljósi
viðbragða barna okkar – ef til vill af
því að þau skilja best að kynslóð
þeirra greiðir gjaldið fyrir skort á
forystu í stjórnmálum og viðskiptalífi
á þessari örlagaríku stund í sögunni.
Það er við hæfi að leiðtogar ríkja á
þessu svæði sýni forystu í ljósi ná-
lægðarinnar við framlínu þessa
neyðarástands, í ljósi sögu framsæk-
inna stjórnmála á svæðinu, og um-
fram allt þess að það eru börn frá
þessum heimshluta sem hafa með
hárri raust og krafti hvatt áfram al-
þjóðlega hreyfingu loftslagsverkfalla
og fengið milljónir ungmenna inn í
hreyfingu sem snýst um loftslags-
réttindi.
Náttúran semur ekki. Við getum
ekki breytt vísindunum; við getum
breytt pólitískum vilja og metnaði.
Við biðjum ykkur um að móta söguna
í þessari viku og vernda framtíð
barnanna okkar.
Dapurleg stund
Eftir Mary
Robinson og
Ólaf Elíasson
» Við hvetjum nor-
rænu leiðtogana
sem hittast hér í
Reykjavík í dag, auk
Merkel kanslara, til að
feta í fótspor Reagans
og Gorbatsjovs og
breyta aftur gangi
sögunnar.
Höfundar eru Mary Robinson,
leiðtogi Öldunganna, og Ólafur
Elíasson listamaður.
Mary Robinson Ólafur Elíasson