Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Síða 2
Hvað er galop náttúrunnar? Galop náttúrunnar er listaverk sem ég, ásamt tveimur öðrum skapaði. Við hófum hugmyndavinnuna í mars og við fengum styrk frá Reykjavík- urborg til þess að reisa þetta verk. Við byrjuðum að vinna þetta í maí og við erum að gera upp um helgina. Þetta er stytta af tröllskessu sem rís upp úr jörðinni. Þetta er hugsað fyrir krakka og fjölskyldur í Elliðaárdalnum. Það verður opnunarhátíð á laugardeginum klukkan 13.00. Þar erum við búin að undirbúa skemmtun fyrir fjölskyldur og krakka, þar sem við fáum tónlist- aratriði og leikkonan Vigdís Gunnarsdóttir mun segja tröllasögu og segja frá tröllum. Þetta mun vera fögnuður vegna verksins og mikil gleðistund. Hverjir vinna þetta verk með þér? Arngrímur Gunnlaugsson og Bergur Ari Sveinsson sem eru vinir mínir úr menntaskóla. Við Arngrímur erum bæði í Listaháskólanum og Bergur er að læra húsgagnasmíði. Við höfum sett okkar styrkleika saman til að búa til þetta verk. Hvernig varð tröllið til? Við höfðum alltaf haft hugmynd að gera eitthvað fyrir krakka og búa til lista- verk sem krakkar geta leikið sér í. Við vildum hafa eitthvað ævintýralegt á bak við þetta. Við sáum styttu í Póllandi sem var mjög einföld og krakkar gátu farið inn í höfuðið á henni og þá spratt fram hugmynd; þetta væri einfalt form og hægt væri að fara inn í hana. Og þá kom sú hugmynd að tengja þetta við þjóðsögur og úr því varð tröll. Vinnan hefur verið í því að leira og tölvuteikna og svo höfum við verið að smíða þetta í bakgarðinum hjá mér og hjá Arngrími og fluttum þetta svo í Elliðaárdalinn. Svo þetta hefur verið víðs vegar. Hversu lengi mun tröllið verða í Elliðaárdal? Vonandi mjög lengi. Við eigum eftir að fá svar frá Reykjavíkurborg hvort þetta sé komið til að vera þannig að það er í þeirra höndum að ákveða það. Það væri auðvitað yndislegt ef þetta yrði til frambúðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÍÐA KATRÍN BESSADÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Tröll í Elliðaárdal Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2019 Ég hef mikið dálæti á karlmannsnafninu Fjalar enda giftur inn í fjöl-skyldu þar sem allir karlar heita Fjalar, nema þá helst þeir sem heitaEiríkur. Það þótti víst ekki á þá leggjandi. Sjálf eigum við hjónin fjóra syni sem allir heita Fjalar. Þeir fengu að vísu annað nafn að auki til að auðveldara yrði að þekkja þá í sundur. Við féllum sumsé ekki í sömu gryfju og Múr gamli á Músstöðum sem átti sjö syni sem allir hétu Dýrmundur. Og bara Dýrmundur. Hér kann þó ímyndunarafl mitt að renna saman við þjóðlegan fróðleik. Ég á ekki alltaf svo gott með að greina þar á milli. Þið fyrirgefið mér það! Þegar loksins kom stelpa þá spurði kollegi minn hér á blaðinu, sem þykir með afbrigðum kankvís, hvort hún yrði ekki örugglega skírð Fjöl. Það gerð- ist ekki enda þótt nafnið sé alls ekki verra en margt annað sem fólki dett- ur í hug. Sérstaklega ekki svona eft- ir á að hyggja. Engin stúlka í stórfjölskyldunni heitir Fjöl og engin heldur Fjalar. Það hlýtur þó að koma til álita í dag; mega karlar ekki heita Sigríður? Til að mæta þessari mismunun frá hendi foreldra sinna brugðu stúlk- urnar á það ráð að setja á laggirnar Frænkuklúbbinn Fjalar. Starf klúbbsins er í miklum blóma og teygir sig vítt og breitt um heiminn. Alltént. Að því kom að við hjónin fluttum með ómegðina upp á Kjal- arnes – sem okkar nánustu kalla upp frá því vitaskuld aldrei annað en Fjal- arnes. Frægt festival er kennt við okkur, Fjalarnesfestivalið, sem einn Fjal- arinn okkar lanseraði með lúðrablæstri um árið – meðan við hjónin vorum í góðu yfirlæti í útlöndum. Voru gestir víst veiddir upp úr ýmsum görðum í grenndinni þegar líða tók á gleðskapinn en allir komust þó á endanum heilu og höldnu til síns heima. Svo því sé skilmerkilega til haga haldið. Fjal- arnesfestivalinu hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg og fer nú aðallega fram á erlendri grundu. Þegar ég hugsa um það þá þekki ég ofboðslega fáa menn sem heita Fjalar og tengjast mér ekki fjölskylduböndum. Einhverja þó. Einn þeirra er maður skólasystur minnar úr Menntaskólanum á Akureyri og á reglubundnum jú- bílantahátíðum fyrir norðan tökum við jafnan tal saman, þar sem aðeins eitt mál er á dagskrá – karlmannsnafnið Fjalar. Fjalar eys okkur hjónin að von- um alltaf jafnmiklu lofi fyrir þessa smekkvísi í nafngiftum og hvetur okkur til frekari drengeigna. Sem við nennum auðvitað alls ekki, komin á þennan ald- ur. Nóg er víst fyrir hundinum að hafa. Fjalar Pistill Orri Páll Orm- arsson ’Engin stúlka í stór-fjölskyldunni heitirFjöl og engin heldur Fjal-ar. Það hlýtur þó að koma til álita; mega karlar ekki heita Sigríður í dag? Hákon Karlsson Fimm held ég, eitthvað svoleiðis. SPURNING DAGSINS Hvað áttu mörg pör af skóm? Aðalheiður Ragnarsdóttir Ég held ég eigi svona fjögur pör af skóm. Kristófer Þóroddsson Ég á tvö. Ég kaupi hjólabrettaskó, þeir endast endalaust. Valbjörg Ómarsdóttir Á bilinu 15 til 25 pör. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Opnunarhátíð listaverks Fríðu, Galop náttúrunnar, verður haldin í dag, laugardaginn 10. ágúst í Elliðárdal. SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.