Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Síða 11
11.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
rústa þessum kynjamúrum algjörlega.
Dragkarakterar eru orðnir óháðir því sem þú
ert með í klofinu, hvort sem þú ert dragkóngur
eða dragdrottning er þetta alltaf ákveðinn
gjörningur, þetta er list. Það er verið að leika
sér með kynhlutverk og kyngervi og brjóta
niður þær væntingar sem maður hefur gagn-
vart því sem er kvenlegt eða karlmannlegt.“
Þótt drag sé fyrst og fremst hugsað sem
skemmtun segir Sigurður drag alltaf vera póli-
tískt. „Drag er alltaf ákveðin samfélagsleg
ádeila. Mikið af atriðum og því sem verið er að
fjalla um í dragi er það sem er að gerast í sam-
félaginu. Sérstaklega hinsegin málefni og fem-
ínísk málefni. Það er mikilvægt að halda þeim
á yfirborðinu, þótt það þurfi ekki alltaf að vera
á rosalega alvarlegum nótum.“
Vill ekki vera mónópólíkall
Sigurður er meira en bara draglistamaður, en
hann er einnig framleiðandi og fram-
kvæmdastjóri Drag-Súgs og skipuleggjandi
fjölda dragsýninga á ári hverju.
„Ég held að enginn fari út í drag því hann sé
búinn að eiga fullkomið líf. Við erum öll ein-
hvern veginn vængbrotin, við erum búin að
upplifa okkur sem öðruvísi og við viljum öll
koma einhverju til skila út af einhverju sem við
höfum lent í eða upplifað. Við erum öll inni við
beinið viðkvæmir listamenn,“ segir Sigurður.
„Það verður oft til þess að þegar þú hendir
mörgu dragfólki saman inn í herbergi má ekki
pota í neinn án þess að það verði drama. Þann-
ig að það er eitthvað sem maður þarf að enda-
laust að takast á við sem skipuleggjandi.“
Hann segist spenntur fyrir þeirri fjölbreytni
sem hefur mótast í ís-
lenskri dragsenu og að
hann vilji sjá meira drag
úti um land allt.
„Ég vill ekki að vera
einhver mónopólíkall
sem á allt drag á Ís-
landi. Ég vil sjá meira
drag alls staðar en það
er bölvað bras að láta
það virka. Mér finnst al-
veg magnað að þetta sé hægt.“
Drag hefur aukist mikið í vinsældum á síð-
ustu árum og Sigurður segir drag vera orðið
samþykktara listform en það hefur áður verið.
„Ég myndi algjörlega segja að drag væri jað-
arlist og ætti í rauninni að vera á jaðrinum, en
ef þú gerir eitthvað rétt verður það aldrei á
jaðrinum lengi vegna þess að þú ert að ýta
jaðrinum lengra.“
Sigurður segir sína eigin draglist, bæði sem
Gógó Starr og sem skipuleggjandi Drag-Súgs,
vera mjög aðgengilega útgáfu af dragi.
„Ég hef alveg verið svolítið gagnrýndur fyr-
ir að það sem ég geri sem Gógó, og það sem ég
geri með Drag-Súg sé of „mainstream“ og að
ég sé að gera þetta of aðgengilegt fyrir hvern
sem er. Sumum finnst að draglistamenn eigi
að vera meira að kveikja í fánum og brenna
brjóstahaldara, en mér finnst ég vera búinn
með það skeið fyrir mig og það var samþykkt.“
Hann segir Gógó ekki
endilega hafa orðið að-
gengilegri heldur hafi
viðhorf gagnvart dragi
breyst. Þegar ég var að
byrja í dragi á Akureyri
var ég dragdrottningin,
ég var fríkið, ég var
fagginn í skólanum. Ég
fann fyrir þessum
stimpli, þessum brenn-
andi augum og öllum fordómunum. Ég hef ver-
ið barinn fyrir að vera í dragi, það hefur verið
hrækt framan í mig á Laugaveginum fyrir að
vera í dragi. Það sem ég er að gera hefur ekki
breyst mikið, en í dag get ég verið fjallkonan í
dragi og ég get verið á forsíðu fjölmiðla án
þess að það sé brjálaður skandall. Það er al-
mennt samþykkt,“ segir Sigurður.
Hann segir einnig drag vera að fá við-
urkenningu sem alvörulistform. Árið 2017 af-
henti Gógó Starr verðlaun á Grímunni, og hún
var einnig send sem fulltrúi Listahátíðar
Reykjavíkur á listahátíð í Bergen í Noregi.
„Drag er að pota sér inn á nýja staði og upp-
götva sig sem listform,“ segir Sigurður.
Ástæða til að vera sýnilegur
Sigurður segir viðurkenningu drags vera
mikilvægt skref í viðurkenningu hinsegin
samfélagsins á Íslandi. „Dragdrottningar
eru tákngervingur um mjög ýktan hinsegin
lífsstíl. Að drag sé samþykkt gerir það auð-
veldara fyrir aðra að vera samþykktir. Það
er ótrúlega mikil ástæða til að vera sýni-
legur.
Ég er ótrúlega stoltur af því sem ég hef gert
og mínu verki er engan veginn lokið. Mig lang-
ar endalaust að halda áfram og það mikilvæg-
asta sem ég er að gera er að leggja grunn fyrir
aðra til að byggja á.
Það koma alltaf tímabil þar sem ég efast um
allt sem ég er að gera en á sama tíma finnst
mér þetta svo ótrúlega skemmtilegt. Það er
búið að kveikja eld inni í mér,“ segir Sigurður.
Í síðasta mánuði skemmti Sigurður á
listahátíðinni LungA á Seyðisfirði. Hann seg-
ir að þar hafi verið margt ungt fólk sem hafi
skemmt sér vel. „Drag er almennt ekki
krakkaskemmtun, en það sem ég geri getur
algjörlega verið það. Mér þykir ótrúlega
gaman að skemmta ungu fólki og sjá andlitin
á því vegna þess að hefði ég séð svona lagað
sem krakki og séð að þetta væri viðurkennt
og samþykkt hefði ég getað hent svo mörgum
efasemdum um sjálfan mig út um gluggann.
Þess vegna líður mér eins og ég sé að gera
rétt.“
Þegar Sigurður Starr Guð-
jónsson flutti til Reykjavík-
ur þótti honum skemmt-
analífið litlaust, svo hann
tók málin í eigin hendur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’ Ég var sérstaklegahræddur við það sem varkvenlegt við mig. Það var eitt-hvað sem mér hafði verið
kennt að fela og bæla niður
því kvenleiki var eitthvað sem
karlmenn eiga ekki að sýna.