Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Page 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2019 ardrauma í maganum. Hann lék bæði í Óvitum og Óliver Twist í Þjóðleikhúsinu og lék einnig í stuttmyndum sem vinirnir gerðu. „Mér fannst ég aldrei nógu góður leikari og smám saman fór ég að færa mig á bak við kam- eruna og að leikstýra og taka upp. Ég gerði amatör stuttmyndir alveg frá fimmtán til 25 ára aldurs en þá fór ég í kvikmyndaskóla í Prag. Þá fór ég að taka þetta alvarlega.“ Af klósettbotni Grímur segir að unglingsárin með tilheyrandi tilraunum á sviði kvikmyndalistarinnar hafi verið honum dýrmæt reynsla sem nýttist hon- um síðar meir í starfi. „Maður var að fikra sig áfram og gera tilraunir. Ég gerði eina stutt- mynd í MH með Rúnari Rúnarssyni sem vakti athygli. Hún hét Klósettmenning og í henni var fylgst með fólki sem kom inn á salerni en myndin var tekin upp af klósettbotninum,“ segir hann og tekur fram að myndin hafi verið leikin. „Myndin var valin inn á kvikmyndahátíð í Noregi. Við Rúnar fórum út til Bergen átján ára gamlir, langyngstu þátttakend- urnir. Þessi mynd hjálpaði okkur mikið upp á sjálfs- traustið,“ segir hann. Þegar Grímur var búinn að hlaupa af sér hornin hér heima flutti hann til Prag. Þar nam hann fræðin í tvö ár í kvik- myndaskóla og segir það bestu ár lífs síns. „Þarna kynntist ég straumum og stefnum í kvikmyndalist og mörgu fólki sem var að gera það sama og ég,“ segir hann. „Þarna mótaði ég minn persónulega stíl sem ég hef fylgt síðan þá. Ég nota til dæmis mynd- mál mjög mikið en er ekki með mikið af sam- tölum. Ég nota líka ákveðinn tökustíl, hand- ritastíl og leikstíl,“ segir Grímur sem skrifar alltaf sjálfur sín handrit. Útskriftarverkefni Gríms úr kvikmynda- skólanum í Prag fjallaði, líkt og stuttmyndin í MH, um klósett en myndin heitir Slavek the Shit. Blaðamaður spyr í gríni hvort hann sé haldinn klósettblæti. „Það hefur stundum verið gert grín að því. Í Héraðinu er ein sena þar sem aðalpersónan Inga tekur fulla skóflu af kúaskít og hendir á bílrúðu aðstoð- arkaupfélagsstjórans. Þannig að þetta er kannski höfundareinkenni,“ segir Grímur sposkur. Opnaði allar dyr Myndin Hrútar frá 2015 kom Grími á kortið sem kvikmyndagerðarmanni en sú mynd vann til Un Certain Regard-verðlaunanna á Kvik- myndahátíðinni í Cannes. „Mér skilst að það séu stærstu kvikmynda- verðlaun sem íslensk mynd hefur fengið. Það gerði Hrúta að þeirri stóru mynd sem hún varð,“ segir Grímur sem segist alls ekki hafa búist við þessum verðlaunum. „Við vorum bara fegnir að komast inn á Cannes en þetta kom mjög mikið á óvart. Bæði okkur og bransanum en ég var þarna alveg óþekktur leikstjóri. Ég man að þegar ég tók við verðlaununum af Isabellu Rossellini þá stífnaði ég upp. Það var engin Óskarsræða,“ segir hann og brosir. „En þessi verðlaun breyttu lífi mínu og ekki bara mínu heldur margra annarra sem komu að Hrútum,“ segir Grímur en í kjölfarið var honum boðið um allan heim að kynna myndina. „Ég bjó í ferðatösku í eitt ár. Það var mikið ævintýri en ég fékk líka ógeð á ferðalögum.“ Fleira fylgdi frægðinni en Grímur er nú með umboðsmenn bæði í London og Los Angeles. „Þetta opnaði allar dyr og ég fékk alls konar tilboð. Mörg fyrirtæki höfðu samband og vildu framleiða mynd eftir mig á ensku. Ég var ekki með neinar aðrar hugmyndir á þeim tíma en Héraðið sem átti að vera íslensk mynd, þannig að ég ákvað að kokka upp hugmynd fyrir mynd á ensku. Hún heitir The Fence og ég hef verið þrjú ár að þróa handritið með handrits- höfundinum Shanes Danielsen. Hún gerist í Bandaríkjunum og segir sögu tveggja fjöl- skyldna sem búa hlið við hlið í úthverfi. Í öðru hús- inu búa ung vinstrisinnuð hjón og í hinu eldri íhalds- söm hjón. Þessum fjöl- skyldum lendir saman þeg- ar eldri hjónin taka upp á því að reisa gríðarstóra girðingu í kringum húsið sitt. Þessi mynd er um ástandið í Bandaríkjunum í dag; um óttann og pól- ariséringuna. Ég er núna að leita að amerísk- um leikurum en það er írskt fyrirtæki sem heitir Element Pictures sem framleiðir hana. Það fyrirtæki gerði meðal annars The Favou- rite og Room sem báðar voru tilnefndar til Óskarsverðlauna. Þetta fyrirtæki framleiðir listrænar kvikmyndir eins og ég hef verið að gera,“ segir Grímur sem er að vonum spenntur fyrir framhaldinu. „Þarna eru fleiri kokkar í eldhúsinu en ég er vanur; hérna heima er ég minn eigin herra og fæ að ráða öllu sjálfur. Það eru listrænar mála- miðlanir þarna. En þetta gæti orðið mín næsta mynd á eftir Héraðinu.“ Brotist úr karllægum veruleika Í myndum Gríms má gjarnan sjá venjulegt ís- lenskt fólk sem lendir í aðstæðum sem ógna tilveru þess. Grímur segist nota ákveðinn stíl í öllum sínum verkum. „Ég er oft með fáa karaktera og það ríkir ákveðin einfaldleiki í mínum myndum. Þá verður hver karakter stærri og fær að njóta sín betur. Það er gegnumgangandi leiðarstef í mínum myndum að þarna eru karakterar sem eru fulltrúar ákveðinna gilda eða viðhorfa. Eins og sauðfjárbóndinn sem er fulltrúi gamla bændasamfélagsins sem er ógnað af nútíman- um; vísindamönnum að sunnan,“ segir hann og segir einhvern pólitískan undirtón í öllum hans myndum. „Þó mismikill en ég myndi segja að í Hér- aðinu væri hann mikill,“ segir hann og lýsir at- burðarásinni. „Héraðið er um fjölskyldu sem fjárfestir í róbóta-fjósi og lendir í miklum skuldum. Það er kaupfélag þarna í héraðinu sem bjargar þeim frá gjaldþroti en það kostar það að þau verða háð því.“ Grímur segist alltaf hafa haft áhuga á Fram- sóknarflokknum, kaupfélögunum og landbún- aðarpólitík enda sem fyrr segir alinn upp í því umhverfi. „Handritið er að hluta til byggt á sönnum sögum úr Skagafirði þar sem er öflugt kaupfélag. Ég dvaldi í Skagafirðinum um tíma og spjallaði við heimfólk. Þarna er blómleg byggð, viss velmegun og atvinnuöryggi og fólk virðist hafa það nokkuð gott. Ef bændur lenda í vanda getur kaupfélagið hlaupið undir bagga en á móti kemur að eggin eru öll í sömu körf- unni. Það er til dæmis ekki auðvelt fyrir bænd- ur að gagnrýna kaupfélagið opinberlega. Í kjölfarið á þessu kom upp hugmynd hjá mér að gera kvikmynd um einstakling sem byrjar að spyrja gagnrýninna spurninga; einhver sem vildi breyta samfélaginu og koma af stað ein- hvers konar byltingu. Þá fékk ég hugmyndina að Ingu,“ segir Grímur og nefnir að í dag séu konur í sveitum landsins að verða meira áber- andi en á árum áður. „Þær eru að brjótast út úr þessum karllæga veruleika. Nú ganga konur í öll störf í sveit- unum og reka sín bú sjálfar. Þannig varð Inga til, þessi sterka nútíma bóndakona, en hún er að hluta til byggð á Heiðu fjalldalabónda. Inga á í útistöðum við karla þannig að það er ákveð- inn femínískur tónn í myndinni.“ Kálfurinn skírður Grímur Kvenhetjan Inga er leikin af Arndísi Hrönn Egilsdóttur og segist Grímur hafa samið hand- ritið með hana í huga. „Ég hef lengi verið hrifinn af henni sem leik- konu, sérstaklega sem kvikmyndaleikkonu. Ég hef fylgst með henni lengi á sviði og mér finnst hún hafa þá eiginleika sem þarf til að verða trúverðug bóndakona. Ég var ekki með neinar prufur fyrir þetta hlutverk; ég ákvað strax að hún myndi leika Ingu,“ segir hann. „Hún er 101-bóhem og hefur aldrei verið í sveit þannig að ég þurfti að pína hana aðeins; ég sendi hana á tvo bæi og svo hitti hún Heiðu fjalldalabónda og lærði af henni. Hún lagði mikið á sig fyrir hlutverkið.“ Grímur segir myndina vera drama en inni á milli glittir í grínið. „Ég myndi segja að myndin væri pólitískt drama en húmor hefur alltaf fylgt mér sem höfundi. Það er ekki meðvitað heldur kemur það náttúrulega. Húmorinn felst í aðstæð- unum frekar en hnyttnum samræðum.“ Myndin er að mestu tekin upp á bóndabæn- um Erpsstöðum í Dölum þar sem er nútíma- kúabú og á Hvammstanga. Í Hrútum voru kindur í sviðsljósinu en í Héraðinu eru það kýrnar. „Það er meiri fókus á dýr í Hrútum en í Hér- aðinu. En það var ein sena í Héraðinu sem var mjög erfið; kálfburður. Það þurfti að taka það „live“, eins og í heimildamynd. Við þurftum að taka það tvisvar sinnum. Fyrri kálfurinn sem fæddist var skírður Grímur og sá síðari Arn- dís. Þeir eru orðnir stórir í dag og ég vona að þeir fari ekki alveg strax í sláturhúsið,“ segir Grímur og brosir. Smækkuð mynd af Íslandi Hverju viltu miðla til fólks með þínum mynd- um? „Ég er sósíalisti og hef samúð með lít- ilmagnanum. Myndirnar mínar fjalla yfirleitt um jaðarpersónur sem eru beittar óréttlæti eða ógnað af valdamiklu fólki. Eins og Inga í Héraðinu. Mér er líka umhugað um ákveðin gildi í samfélaginu og er gömul sál. Mér finnst „Ég er sósíallisti og hef samúð með lítilmagn- anum. Myndirnar mínar fjalla yfirleitt um jað- arpersónur sem eru beittar óréttlæti eða ógn- að af valdamiklu fólki. Eins og Inga í Héraðinu. Mér er líka umhugað um ákveðin gildi í sam- félaginu og er gömul sál,“ segir Grímur. ’ Svo er auðvitað ákveð- in pressa að koma með mynd eftir Hrúta, sem gekk alveg fáránlega vel. Maður á eftir að lenda í sam- anburði en mér finnst að fólk eigi að fókusera á Hér- aðið sem sjálfstætt verk. Aðalleikarar Hrúta, Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson stilltu sér upp með leikstjóranum á frumsýningu myndarinnar. Siggi Sigurjóns leikur einnig í nýju mynd Gríms, Héraðinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.