Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Qupperneq 15
11.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 nútímafólk oft ekki bera nægilega mikla virð- ingu fyrir því gamla. Eins og áður sagði þá hafa árekstrar gamalla íslenskra gilda við nú- tímasamfélagið eða kapítilsmann oft verið mér yrkisefni,“ segir hann og bætir við: „En ég er enginn áróðursmaður og leyfi áhorfandanum að draga sínar eigin ályktanir. Í Héraðinu fær kaupfélagið gott pláss til að koma sínu sjónarmiði til skila. En þar sem Inga er aðalpersónan þá heldur maður alltaf með henni. Hún hefur ákveðna sýn og ákveðna pólitík og það má segja að sjónarhorn mitt sé í gegnum aðalpersónuna. Inga er hugsuð sem persónugervingur nýja Íslands sem var talað um eftir hrun en aldrei varð neitt úr. Hún er að berjast fyrir lýðræði, valddreifingu, frelsi. Hér er einokun á mörgum sviðum, klíkuskapur, þöggun og spilling. Héraðið er bara smækkuð mynd af Íslandi.“ Miklar væntingar Héraðið verður frumsýnd 14. ágúst og segist Grímur spenntur. „Ég á kannski erfitt með að lesa fyrirfram í viðbrögðin. Erfiðara en oft áð- ur,“ segir Grímur og viðurkennir að eftir vel- gengni Hrúta sé búist við miklu af honum. „Ég er ekki búinn að sýna Héraðið neins staðar annars staðar. Þegar Hrútar var sýnd í bíóum á Íslandi var hún búin að vera á Cannes og fá góð viðbrögð. Sýningin hérlendis á Hér- aðinu er frumsýningin,“ segir hann. „Svo er auðvitað ákveðin pressa að koma með mynd eftir Hrúta, sem gekk alveg fáránlega vel. Maður á eftir að lenda í samanburði en mér finnst að fólk eigi að fókusera á Héraðið sem sjálfstætt verk. Þessar myndir eru mjög ólíkar, þótt þær gerist báðar í sveit,“ segir Grímur. „Ég vil heldur ekki vera að gera það sama aftur. Það var ákveðin áskorun að gera mynd um konu fyrir mig sem karlmann. Hrútar er meiri karlamynd. Mér fannst áhugavert að ögra sjálfum mér með því að setja mig inn í hugarheim konu.“ Dreymdi ekki um Hollywood Grímur hefur þegar selt Héraðið víða um heim og er hún að fara á kvikmyndahátíðir í haust. Hann mun þá leggjast í flakk en segist þó ætla að stilla því í hóf þar sem hann eignaðist frum- burð sinn, dótturina Myrru Sigríði, í vor með sambýliskonu sinni Margréti Seema Takyar. Eftir margra ára þrotlausa vinnu við kvik- myndagerð er loks svo komið að Grímur getur lifað af listinni. „Lengi vel var maður í harkinu og ég þurfti oft að taka upp eina og eina giftingu eða ferm- ingarveislu til að framfleyta mér. En síðustu árin hefur það breyst,“ segir hann. Grímur segir The Fence vera næst á dag- skrá en hann stefnir einnig á að gera fljótlega aðra íslenska mynd en gefur ekki mikið upp um efni hennar. Blaðamaður þurfti að ýta á hann að segja frá tækifærinu stóra sem bíður hans í Ameríku. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég segi frá The Fence. Það eru nokkrir þekktir leikarar að lesa handritið,“ segir Grímur dularfullur og segist ekki vilja nefna nein nöfn enn. Ertu að fara að meika það í Hollywood? „Tja, ég veit ekki. Það verða Hollywood- leikarar í myndinni að minnsta kosti, en þetta er evrópsk framleiðsla. Ég losna samt ekki við Hollywood-stimpilinn. Í fullri hreinskilni hefur það aldrei verið draumur hjá mér að komast til Hollywood. Ég er í grunninn evrópskur kvik- myndagerðarmaður en ég fékk þetta tækifæri upp í hendurnar. Ég ákvað að láta á það reyna.“ Morgunblaðið/Ásdís Á tökustað skín einbeitingin af þeim Grími og framleiðandanum Grímari Jónssyni, en myndin er tekin upp á Erpsstöðum í Dölum og á Hvammstanga snemma vors árið 2018. Ljósmynd/Margrét Seema Takyar Arndís Hrönn Egilsdóttir leikur Ingu í Héraðinu en Grímur skrifaði handritið með hana í huga. Hrútar fóru með sigur af hólmi með ellefu Eddur árið 2016 og var meðal annars valin besta mynd- in. Grímur og hans teymi tóku stolt við styttunum. Myndin vann einnig til verðlauna í Cannes. Morgunblaðið/Styrmir Kári Sena úr Héraðinu; Arndís Hrönn, sem leikur Ingu, og Siggi Sigurjóns, sem leikur kaupfélagsstjórann Eyjólf, ræða málin við eldhúsborðið. Myndin verður frumsýnd á miðvikudaginn kemur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.