Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2019 V íða á meginlandi Evrópu taka stjórnmálamenn sumarleyfis- mánuðinn sinn mjög hátíðlega og má nefna Spán og Frakkland sem dæmi. Lengi stóð hefð til þess á Spáni, og gerir kannski enn, að for- sætisráðherra landsins héldi í júlílok mikinn og góðan fund með fjölmiðlum, stundum í beinni útsendingu, og gaf góðan tíma fyrir spurningar um hvað eina. Í lokin kvaddi hann fundarmenn og áheyrendur með orðum í þessa veru: „Kærar þakkir, sjáumst í sept- ember.“ Og það var sagt í fullri alvöru. Forðum tíð var venjan önnur. Ríkisstjórnin hélt undantekningarlítið ríkisstjórnarfund tvisvar í viku nema um hásumartíð þá voru slíkir fundir einu sinni í viku. Vissulega var dagskráin þynnri þá en endra- nær, fundartíminn stuttur og fyrir kom að færri ráð- herrar væru viðstaddir en hefði þótt boðlegt að jafn- aði (ráðherrum er skylt að sækja ríkisstjórnarfundi). Á þessum vikum, þegar kvöldblíðan lognværa kyssti hvern reit, þurfti sjaldan þungavigtarskýringar til að forföll teldust lögmæt. Þótt forystustörf í stjórnmálum kalli oftar á ónot en þökk og allt sé það fjarri því að vera endilega sann- gjarnt þá ætti ekki að vera umdeilt að vinnudagurinn sé iðulega langur og krefjandi. Þeir sem þeim sinna hafa sannarlega ekki minni þörf en aðrir fyrir að „hlaða batteríin“ og oft mátti merkja það á fyrr- nefndum tíma að það skipti miklu. Enn beinast sjónir að Salvini Ítalía, enn eitt stórríki í Suður-Evrópu, sýnist þó ekki ætla sér að taka það rólega í sumar hvað svo sem skikk og sið svæðisins líður. Matteo Salvini, leiðtogi (Norður)-Bandalagsins og einn valdamesti maður landsins, hefur ýtt á að vantraust verði samþykkt á forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar, í þeim tilgangi að knýja fram nýjar kosningar á Ítalíu. Kannanir sýna um þessar mundir að Salvini er langvinsælasti stjórnmálamaður landsins og flokkur hans bætir stöðu sína jafnt og þétt á meðan Fimm- stjörnuhreyfingin, helsti samstarfsflokkurinn í rík- isstjórninni, virðist tapa stuðningi. Þessa hagfelldu stöðu vill Salvini nýta sér til fulls og styrkja áhrif sín á þjóðþinginu. Þessi áform gætu gengið upp, en þau gætu einnig orðið sprengja sem spryngi í andlit Salvinis sjálfs. Til eru mörg dæmi slíks. Hér koma nokkrar kenningar saman. Ein er sú að kannanir á miðju kjörtímabili og kosningar, og jafnvel þær sem skellt er á óvænt séu þrátt fyrir sam- eiginleg einkenni ólíkir hlutir. Hinar kenningarnar snúast um afstöðu almennings til kosninga. Kjósendur eru ekki endilega æstir í að blásið sé til kosninga eftir hentugleikum einstakra flokka, og telja það lélega réttlætingu að valdamaður virðist það augnablikið hafa byr í bakið. Dapurlega dæmið Theresa May er vissulega einhver lánlausasti stjórnmálamaður í nágrenni okkar og samtíma. Fyrst eftir að hún tók óvænt við af Cameron sem forsætisráðherra eftir „já við Brexit“ sýndu kann- anir mikinn velvilja kjósenda í hennar garð. Stjórn- málafræðingar töldu það meira en hveitibrauðsdaga nýs forsætisráðherra. May bjó við tæpan meirihluta í þinginu og þótt hinar hagstæðu væntingar í kosn- ingum væru túlkaðar af varúð sýndu þær að Íhalds- flokkurinn myndi eftir þær hafa tuga þingmanna meirihluta. Í Bretlandi getur forsætisráðherra boðað til kosn- inga með aðeins þriggja vikna fyrirvara (fyrirkomu- laginu var þó aðeins breytt í tilefni af samsteypu- stjórn við Frjálslynda flokkinn). Hér á landi er ekki raunhæft að ætla minna en 8 vikur að kjördegi eftir að boðað er til kosninga. Póli- tíska landslagið getur breyst verulega á það löngum tíma. Á daginn kom að einn af fjölmörgum göllum Theresu May, sem þó er ekki kostalaus, var sá að henni leið bölvanlega í kosningum og kjósendur höfðu margir á tilfinningunni að henni væri ekki um það gefið að vera lengur í návist þeirra en hún þyrfti. Kosningarnar fóru því ekki vel. Það má þó ekki hafa það af May að flokkurinn bætti við sig í fylgi. En óheppnin var enn sem fyrr traustur fylginautur forsætisráðherrans, því að skipting at- kvæða á kjördæmi varð til þess að þrátt fyrir at- kvæðaávinning tapaði flokkurinn þingsætum og var kominn í minnihluta á þingi þegar talningu lauk. May varð því að reiða sig á pólitíska sálufélaga á Norður- Írlandi og varð fyrir opnum tjöldum að lofa háum fjárframlögum til þessa landshluta svo að sá flokkur lofaði að verja hana vantrausti og „styðja til góðra verka“. Síðan hefur, eins og verða vill, sneiðst af þeim meirihluta sem þannig var fenginn svo að Johnson hefur enn naumari meirihluta en May studdist við í byrjun. Lygileg launráð við lýðræði Útganga Breta úr ESB virtist ekkert vandamál þeg- ar niðurstaða þjóðarinnar lá fyrir. Allir flokkar sem náðu máli höfðu lofað að sjá um að sú niðurstaða yrði virt. Það er ekki endilega hægt að kenna May einni um það hversu ólánlega þetta þróaðist allt saman. En án hennar í Downingstræti hefði þetta þó aldrei farið svona, svo mikið ætti að vera óhætt að fullyrða. En hvernig þróaðist þetta skrítna spilverk? Meginaðferðin var sú að smám saman tóku menn að stilla því þannig upp að kjósendur hefðu aldrei verið spurðir um það hvort þeir vildu fara úr ESB án útgöngusamnnings. Theresa May lét þá sem héldu utan um hana í ráðuneytinu sem hún átti að stjórna bera það upp í þinginu sem óbindandi tillögu að ekki yrði farið úr ESB án útgöngusamnings. Það var fyrirsjánalegt að svikahrappar í Íhaldsflokknum þóttust ekki að vera að svíkja loforð sitt um útgöngu með því að styðja „óbindandi“ tillögu af því tagi. En um leið og meirihluti þingsins hafði samþykkt þessa tillögu lýsti May yfir í senn, að hún ítrekaði að til- lagan væri ekki bindandi en að hún og ríkisstjórnin myndu þó telja sig bundna af henni! Þar með hafði henni tekist að koma sjálfri sér og þjóð sinni í eilífð- arhnappheldu ESB. Sambandið átti seinasta orðið um hvernig sá samningur yrði. Þótt þetta sé ekki ákvörðun heldur aðeins leiðarvísir um útgöngu í eðli sínu varð reyndin önnur. Afsökun svikahrappanna í Íhaldsflokknum var nú að ekki hefði verið spurt hvort fólk vildi fara úr ESB án útgöngusamnings. Að sjálfsögðu ekki. Það hafði ekki heldur verið spurt um hvort þjóðin vildi fara úr ESB með „útgöngu- samningi“ sem héldi Bretum að mestu leyti áfram í sambandinu! Allt var þetta tal útúrsnúningar af áð- ur óþekktri stærð. Í svokölluðum „útgöngusamn- ingi“ var hnýtt fast að þar sem að ekki hefði fundist „ásættanleg lausn“ á fyrirkomulagi landamæra Norður-Írlands og Lýðveldisins Írlands myndi Bretland vera áfram í tollabandalagi við ESB og vera aðili að innri markaði þess þar til að slík lausn hefði fundist. Æstir ESB sinnar í Íhaldsflokknum telja að þeim hafi tekist svo vel að rugla umræðuna um útgöngusamninginn að þeim sé óhætt að sýna sitt rétta andlit. En sú sjón virðist þjappa flokks- mönnum æ fastar um Boris Johnson. Þeir höfðu í nokkrar vikur meðan á leiðtogakjörinu stóð hlakkandi bent á að þótt nýr forsætisráðherra kæmi í gömlu Tíuna í Whithall þá breyttist veruleiki talnanna í þinginu ekki við það. Þar væri ekki meiri- hluti fyrir því að „fara úr ESB án samnings“ eða hitt að „keyra Bretland fram af hengifluginu og í samn- ingslausan hrylling“. Eitt og annað gerist þótt góð sé tíð Reykjavíkurbréf09.08.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.