Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2019
Alan Smith, sparkskýrandi Sky Sports-sjónvarpsstöðvarinnar,
er á því að Arsenal hafi átt mestu láni að fagna í félaga-
skiptaglugga sumarsins, sem lokað var fyrir helgina. Gefur sínu
gamla félagi A+. Það mat kallast á við sýn notenda vefsíðu Sky
Sports sem gefa Arsenal einnig hæstu einkunn. Athygli vekur
að Liverpool leggst þar á botninn enda hafði Rauði herinn afar
hægt um sig á markaðnum í sumar. Smith bendir að vísu á að
liðið sé svo gott að engin ástæða sé til að kaupa bara til að
kaupa. Aston Villa, sem sópaði til sín leikmönnum, fær A hjá
Smith, Manchester City, Sheffield United, Tottenham, Watford
og West Ham A-. Lægstu einkunnina fær Burnley, C. Brighton
C+. Manchester United fær B en Chelsea komst ekki á blað hjá
Smith enda bannað að kaupa. Lesendur settu Chelsea í nítjánda
sæti, fyrir ofan Liverpool, sem sætir tíðindum í ljósi þess að þeir
bláu misstu erkispyrni sinn, Eden Hazard.
Spánverjinn Rodri er kominn til Manchester City.
Gerði Arsenal bestu kaupin?
Harry Maguire gekk til liðs við Manchester United.
AFP
Leiktíðin er hafin í ensku knattspyrnunni
og búið að krækja félagaskiptaglugg-
anum aftur. Hverjir gerðu bestu kaupin?
Nicolas Pépé er dýrasti leikmaður í sögu Arsenal.
Í Morgunblaðinu fyrir réttum
átta áratugum, 11. ágúst 1939,
var greint frá því að Birni Ólafs-
syni hefði boðist einn mesti
heiður, sem íslenskum fiðluleik-
ara hefði hlotnast en það var að
vera ráðinn í eina af frægustu
hljómsveitum heimsins.
„Er Björn hafði lokið prófi á
Tónlistaháskólanum var honum
boðið að leika sem fastráðinn
maður í Wiener Philharm-
oniker hljómsveitinni. Að-
alstjórnandi þessarar hljóm-
sveitar er nú Wilhelm
Furtwangler. En margir af fræg-
ustu hljómsveitarstjórum
heimsins stjórna þessari hljóm-
sveit, eins og t.d. Knapperts-
busch, og fyrir eina tíð var Tosc-
anini stjórnandi hennar. Björn
hefir tekið þessu boði og fer til
Vínarborgar aftur í lok sept-
embermánaðar,“ stóð í frétt
blaðsins.
Fram kom að Björn væri að-
eins 22 ára að aldri en hefði þó
þegar vakið á sér eftirtekt í
hljómlistarheiminum þýska fyrir
leikni sína og kunnáttu. „Getum
við landar hans verið hreyknir af
frammistöðu hans og það mun
síst ofspáð, að hann eigi eftir að
verða landi sínu til sóma.“
GAMLA FRÉTTIN
Landinu
til sóma
Björn Ólafsson var lengi í fremstu röð tónlistarmanna á Íslandi og varð síð-
ar fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Björn lést árið 1984.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Rupert Grint
leikari
Ed Sheeran
tónlistarmaður
Guðmundur Karl Guðmundsson
knattspyrnumaður
TRATTO model 2811
L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 335.000,-
L 207 cm Leður ct. 10 Verð 439.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
MENTORE model 3052
L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 389.000,-
L 201 cm Leður ct. 10 Verð 459.000,-
ESTRO model 3042
L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,-
L 198 cm Leður ct. 10 Verð 365.000,-
STAN model 3035
L 206 cm Áklæði ct. 86 Verð 359.000,-
L 206cm Leður ct. 15 Verð 419.000,-
JEREMY model 2987
L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,-
L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,-