Smári - 01.10.1929, Page 3

Smári - 01.10.1929, Page 3
S M Á R I 35 Frá íþróttalífinu. Sumri hallar. Dagarnir styttast, en næturnar lengjast. „Blóm eru fölnuð í brekkunum öll“ og. „söngvarar sumarsins" eru „svifnir af ströndum'\ Vetur konungur er að ná völdum í norðurheimi og mun nú ætla að byggja klaka- borgir og hjúpa land vort hvítum fannafeldi. Ei skal sumars sakna, þótt inndælt væri, heldur vetri fagna eftir föngum, því, þrátt fyrir alt, á hann margt gott í skauti til handa íslenskum börnum: fsinn á tjörnum og flóum, mjúku mjallarbreiðuna í brekkum og á grundum, stjörnu- og norðurljósa- dýrð, rýmri tíma til að iðka leiki, skóla- og fjelagsstörf o. s. frv. Iðkan íþrótta er hreystilind æskunnar. Víða notar æskulýðutinn sjer þær lindir vel, en ekki allstaðar. Hvatningar er þörf. Og dæmi Norðmanna ætti að vera okkur brýning: Þar æfa unglingarnir sig hver heima hjá sjer í fýrstu, t. d. í skfðahlaupum. Svo er haldið kappmót innansveitar. Og svo senda bygðar- lögin þá bestu til að keppa á landsmótum. — Myndin hjer ofan við er norsk. Hún er frá skíðakapphiaupi veturinn 1928. Skeiðið var 50 km.! Á þeirri leið nema keppendurnir staðar einstöku sinnum, til að fá sjer hress- ingu, sem íþróttavinir hafa þeim tilbúna. Eru það svaladrykkir, mjólk eða ávextir. En víns og tóbaks neytir enginn sannur íþróttamaður, sem marki cetíar sjer fyrstur að ná. Ef „Srnári" mætti segja börnum og unglingum fyrir störfum í vetur, þá yrði það á þessa Ieið: Stundaðu skólanámið af kappi. Vertu á skautum eða skíðum nokkra stund daglega, þegar fœri gefst. Helgaðu barnastúk- unni eða fjelaginu þínu dálitla stund daglega. Iðkaðu tafl og lestu íslend- ingasögurnar, Og umfram alt: Vertu foreldrum þínum og kennurum hug- Ijúfur — og þá mun guð blessa þig, ungur lesandi! S-t’un3a3/w ohólanámid -íux'ppsamtcyal

x

Smári

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.