Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2019, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 05.10.2019, Qupperneq 70
Smaronia – Náttúrulegt gel við þurrki í leggöngum Njóttu þess að vera kona! • Byggir upp heilbrigðan vef og dregur úr þynningu slímhúðar • Minnkar kláða, sviða, þurrk og særindi í leggöngum • Náttúruleg innihaldsefni án viðbættra hormóna 15% af sölu fer til LÍF 15% af hverri seldri vöru á tímabilinu 15.09.19 – 15.10.19 renna til styrktar LÍF styrktarfélags Arna Sigrún Haraldsdóttir, skipuleggjandi viðburðar-ins, segist hætt að geta talið hversu oft markaðurinn hefur verið haldinn, þrátt fyrir að þetta hafi farið af stað fyrir aðeins rétt rúmu ári, eða sumarið 2018. „Ég er eiginlega búin að missa töluna á því hvað við höfum haldið þetta oft,“ segir hún og hlær. „Við höfum haldið þetta nokkrum sinnum á ári, einn dag, annaðhvort laugar- dag eða sunnudag. Fyrst vorum við bara sjö versl- anir saman í húsi úti á Granda, svo hefur alltaf bæst aðeins í og við höfum verið víðs vegar, við höfum verið á Kex nokkrum sinnum, á Hótel Sögu og Firði í Hafnarfirði,“ útskýrir Arna. „Þetta er orðið svolítið þéttur hópur sem kemur saman á þessa markaði þó svo að ég skipuleggi það.“ Betri tenging við kaupendur Kveikjan að markaðinum var löngun eigenda netverslana til að tengjast viðskiptavinum í raun- heimum. „Við erum svo mörg sem rekum netverslanir og vantar meiri tengsl við viðskiptavinina. Markmiðið er í rauninni bara að geta veitt viðskiptavinunum betri þjónustu, að við sem erum með netverslanir fáum tækifæri til þess að hitta viðskiptavinina eða viðskiptavinirnir okkur og fái tækifæri til þess að spjalla eða fræðast um vöru eða læra.“ Vörurnar séu þess eðlis að áhugasamir vilji oft sjá þær með eigin augum og ræða við seljendur. „Við erum mörg með vörur sem viðskiptavinir vilja þreifa á eða skoða eða fá ráðleggingar sem er aðeins erfiðara í netverslun, þann- ig að þetta var dálítið til þess að bæta við þessum snertifleti sem vantaði.“ Þá er félagslega hliðin einnig mikilvæg. „Svo náttúrlega sækjum við styrk í það að vera saman, ég myndi ekkert vilja vera með svona markað ein en af því að við erum kannski 10-15 verslanir saman þá er það svona öðruvísi. Svipað þenkjandi samfélag Við eigum bara það allt sam- eiginlegt að vera öll með eitthvað umhverfisvænt,“ segir Arna. „Það er kannski undirliggjandi í öllu sem við gerum, við sem erum að vinna með umhverfisvænar vörur erum að gera það af einhvers konar hugsjón. Ég hafði samband við þær versl- anir sem mér fannst eiga erindi, og svo stofnuðum við Facebook-hóp sem samanstendur af stjórnendum umhverfisvænna netverslana, þar sem við getum skipst á ráðum og spjallað um þessa markaði.“ Þátttakendur markaðarins koma úr ýmsum áttum. „Ég er menntaður fatahönnuður og með MBA-gráðu í viðskiptafræði,“ segir Arna en vörurnar sem hún selur eru svokallaðar túrnærbuxur. „Verandi menntaður fatahönn- uður þá fylgist ég með þróuninni í tísku og textíl þannig að þegar túrbuxur komu á markaðinn var ég með puttann á púlsinum.“ Kærleiksríkt andrúmsloft Arna segir kjarnann í hópnum orðinn náinn og að andrúmsloftið sé vingjarnlegt. „Þetta er alltaf sami hópurinn aftur og aftur, svo bætist í og dettur úr svona eftir atvikum en þetta er orðinn hópur sem þekkist vel.“ Hún er ekki frá því að fólk í þessum pælingum hafi sterka tilhneigingu til þess að vera almennilegt og vanda sig í samskiptum. „Þetta er allt mjög vinalegt og mér sýnist að fólk sem starfar í þessum geira, við eitthvað umhverfisvænt, sé alveg sérstak- lega kurteist og öll samvinna gengur rosalega vel.“ Þegar Arna er spurð hvort þetta séu allt konur svarar hún játandi en tekur fram að hún hafi þó ekki velt því fyrir sér áður. „Allir eig- endur þessara verslana eru konur, það er einn þátttakandi sem hefur verið með en ekki alltaf sem eru þá tvenn hjón, karlar og konur, en annars eru þetta allt konur sem eru að reka þessar verslanir,“ segir hún hugsi. „Svo koma karlarnir alltaf að hjálpa við að bera, stilla upp og ganga frá og svona, en svo fara þeir bara heim að passa börnin á meðan við erum að vinna á markaðinum.“ Vörur netverslana á einum stað Arna Sigrún Haraldsdóttir, skipuleggjandi markaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í dag verður mikið um að vera á Eiðistorgi en þar verður haldinn Umhverfisvæni markaðurinn frá klukkan 11-17. 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 F 3 -8 9 E 0 2 3 F 3 -8 8 A 4 2 3 F 3 -8 7 6 8 2 3 F 3 -8 6 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.