Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.01.1991, Blaðsíða 9
Inngangur
Introduction
1. Fjármál sveitarfélaga 1985 og 1986
The development oflocal government finances in 1985 and 1986
Afkoma sveitarfélaga 1985 og 1986. Umfang
sveitarfélaga eins og það kemur fram í þessari skýrslu
er annað en það sem mælt er í þjóðhagsreikningum.
Munurinn skýrist einkum af því að hér eru fjármál
sveitarfélaga sett fram sérstaklega, en í þjóðhags-
reikningum eru þau talin hluti af starfsemi hins opinbera
í heild. Þetta snertir fyrst og fremst innbyrðis viðskipti
ríkissjóðs og sveitarfélaga og þar með hvar útgjöld af
sameiginlegri starfsemi þessara aðila eru talin. I þjóð-
hagsreikningum eru tilfærslur frá ríkissjóði til
sveitarfélaga færðar sem útgjöld hjá ríkissjóði og koma
til frádráttar vergum (brúttó) útgjöldum sveitarfélaga.
I reikningum sveitarfélaga - og þar með í þessari
skýrslu - eru þessar tilfærslur taldar til tekna hjá þeim
Dg koma þannig á móti vergum útgjöldum þeirra. Þá
coma tekjur af seldri þjónustu sveitarfélaga til lækkunar
í útgjöldum þeirra í uppgjöri þjóðhagsreikninga og
eljast í flestum tilvikum til einkaneyslu. Hjá sveitar-
élögum eru þessar tekjur færðar í tekjuhlið rekstrar-
reiknings og eru hluti af ráðstöfunarfé þeirra. Að
síðustu eru öll fjármál Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga talin
hjá sveitarfélögum í þjóðhagsreikningum. I þessari
skýrslu kemur fram hjá sveitarfélögum sá hluti af
fjármálum Jöfnunarsjóðs, sem varðar viðskipti hans
við þau, en fyrirgreiðsla sjóðsins við aðra aðila er ekki
meðtalin.
Vægi sveitarfélaga í opinberum fjármálum hér á
landi er fremur lítið samanborið við grannríki okkar á
Norðurlöndum. A árunum 1985 og 1986 voru sveitar-
félögin 222 að tölu og hafði þeim fækkað um eitt frá
árinu á undan. Eins og fjöldi sveitarfélaga hér á landi
gefur til kynna eru flest þeirra tiltölulega lítil og fámenn.
Af þessum sökum verða þau að sníða sér stakk eftir
vexti og takmarka fjármál sín við að þau séu sem næst
í jafnvægi. I reynd eru það aðeins fáir þéttbýlisstaðir
sem geta eða hafa þörf fyrir að ráðast í stærri fram-
kvæmdir. I l.yfirlitiergefinnokkurmyndaffjármálum
sveitarfélaganna þessi tvö ár.
1. yfirlit. Tekjur og gjöld sveitarfélaga 1985 og 1986
Milljónir króna á verðlagi hvers árs Hlutfall af VLF"
1985 1986 1985 1986
Heildartekjur 10.945 14.370 9,2 9,1
Skatttekjur 6.755 9.152 5,7 5,8
þ.a. beinir skattar 3.775 5.198 3,2 3,3
þ.a. óbeinir skattar 2.980 3.953 2,5 2,5
Þjónustutekjur 2.482 3.184 2,1 2,0
Vaxtatekjur 600 598 0,5 0,4
Framlög til fjárfestingar 902 1.149 0,8 0,7
Ymsar tekjur 207 288 0,2 0,2
Heildargjöld 14.561 9,6 9,2
Rekstrargjöld 7.770 10.452 6,5 6,6
Fjármagnskostnaður 661 763 0,6 0,5
Gjöld til fjárfestingar 3.008 3.346 2,5 2,1
Tekjujöfnuður -493 -191 -0,4 -0,1
Verg landsframleiðsla