Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.01.1991, Blaðsíða 15
Sveitarsjóðareikningar 1985-1986
13
7. yfirlit. Hlutfallslegur samanburður á tekjum
sveitarfélaga á hvern íbúa 1985 og 1986, %
Landið Höfuð- borgar- svæðið Önnur sveitar- félög með fleiri en 3.000 íbúa Sveitar- félög með 1.000-3.000 íbúa Sveitar- félög með 400-999 íbúa Sveitar- félög með færri en 400 íbúa
Árið 1985
Heildartekjur 100,0 106,9 95,0 106,6 97,1 63,9
Skatttekjur 100.0 104,8 100,9 99,6 98,7 73,6
Beinir skattar 100, c 103,2 104,8 103,3 101,2 69,8
Obeinir skattar 100.0 106,9 95,8 94,9 95,5 78,5
Þjónustutekjur 100,0 122,9 82,6 87,3 76,5 34,0
Framlög til fjárfestingar 100,0 84,3 97,2 186,6 123,3 69,9
Árið 1986
Heildartekjur 100,0 109,1 90,9 100,8 97,6 64,4
Skatttekjur 100,0 104,7 99,3 100,5 96,9 76,0
Beinir skattar 100,0 102,7 103,9 102,1 99,9 75,7
Obeinir skattar 100,0 107,3 93,3 98,4 93,1 76,3
Þjónustutekjur 100,0 126,4 75,1 88,7 66,8 28,5
Framlög til fjárfestingar 100,0 95,4 77,6 126,4 189,5 72,9
7. yfirlit sýnir að tekjuöflun hinna ýmsu flokka
sveitarfélaga breytist með svipuðum hætti árin tvö og
er mjög áþekk þeim innbyrðisbreytingum sem áttu sér
stað hjá þeim á fyrri árum. Bæði breyttust heildartekjur
þeirra með líkum hætti og eins hélst hlutfall hinna
mismunandi tekjustofna af heildartekjum svipað þessi
tvö ár. Árið 1985 reyndust heildartekjur á íbúa hjá
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu 6,9% hærri en
að meðaltali fyrir allt landið, en seinna árið hækkaði
þettahlutfall í9,1 %. Næstuþrjú áráundan voru þessar
tekjur 7,5-9,5% hærri á höfuðborgarsvæðinu en
landsmeðaltalið sýndi. Meðaltekj ur á íbúa hjá minnstu
sveitarfélögunum reyndust talsvert lægri bæði árin eða
aðeins um 64% af meðaltalinu fyrir landið og er það
nánast sama hlutfall og næstu þrjú ár á undan.
Gjöld sveitarfélaga 1985 og 1986. Upplýsingar
um útgjöld sveitarfélaga miðast einkum við skiptingu
á málaflokka. Fram hefur komið að í sumum tilvikum
eru útgjöldin að hluta til endurgreidd af ríkissjóði
vegna þátttöku hans í stofnkostnaði eða hlutdeildar í
rekstrarkostnaði tiltekinna verkefna. Er hér einkurn
um að ræða þátttöku ríkisins í útgjöldum sveitarfélaga
til félags-, heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála.
Verg útgjöld sveitarfélaga 1985 og 1986 til hinna ýmsu
málaflokka eru sýnd í 8. yfirliti.