Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.01.1991, Blaðsíða 10
Sveitarsjóðareikningar 1985-1986
Umsvif sveitarfélaga, mæld sem hlutfall gjalda og
tekna af vergri landsframleiðslu, voru 9-10% árin 1985
og 1986. Er það svipað umfang og hefur mælst á
undanförnum árum og jafngildir ríflega fjórðungi af
umfangihins opinbera. Arin 1985 og 1986 vorufjármál
sveitarfélaganna sem næst í jöfnuði. Af útgjöldum
sveitarfélaganna renna um þrír fjórðu hlutar til rekstrar-
og fjármagnskostnaðar og um fjórðungur til fjár-
festingar. Þessi hlutföll hafa haldist nokkuð stöðug á
undanförnum árum.
Tekjur sveitarfélaganna eru af þrennum toga, þ.e.
skatttekjur, eigin rekstrartekjur og framlög frá öðrum.
Síðasttaldi tekjustofninn kemur aðallega frá ríkinu og
er vegna greiðslu á hlutdeild þess í sameiginlegum
verkefnum með sveitarfélögum. í þeim yfirlitum, sem
hér eru sýnd, er hugtakið þjónustutekjur notað sem
samheiti fyrir eigin rekstrartekjur sveitarfélaga af veittri
þjónustu auk framlaga frá öðrum til rekstrar, svo sem
vegna kostnaðarhlutdeildar annarra í sameiginlegum
rekstri.
Afkoma sveitarfélaga er afar mismunandi. Þar sem
þau eru mjög breytileg að stærð, legu og íbúafjölda
getur verið erfitt að bera fjármál þeirra saman með
góðu móti. Til að fá vísbendingu um mismunandi
afkomu þeirra eru hér dregnar fram ýmsar upplýsingar
um tekjur og gjöld sveitarfélaga á hvern íbúa þeirra.
Þetta kemur fram í 2. yfirliti en það sýnir þessa flokkun
sveitarfélaga og afkomu þeirra á hvem íbúa árin 1985
og 1986.
2. yfirlit. Afkoma sveitarfélaga á hvern íbúa 1985 og 1986
I krónum á verðlagi hvers árs
Landið Höfuð- borgar- svæðið Önnur sveitar- félög með fleiri en 3.000 íbúa Sveitar- félög með 1.000-3.000 íbúa Sveitar- félög með 400-999 íbúa Sveitar- félög með færri en 400 íbúa
Árið 1985:
Fjöldi sveitarfélaga 222 9 7 20 26 160
Fjöldi íbúa 1. desember 242.089 132.510 40.310 29.661 15.460 24.148
% af íbúafjölda landsins 100,0 54,7 16,7 12,3 6,4 10,0
Heildartekjur 45.212 48.353 42.951 48.210 43.902 28.909
Heildargjöld -A7.250 ^49.088 ^16.518 -53.237 -50.198 -29.134
Tekjujöfnuður -2.038 -735 -3.567 -5.027 -6.296 -225
Árið 1986:
Fjöldi sveitarfélaga 222 9 7 20 26 160
Fjöldi íbúa 1. desember 244.009 134.773 40.322 29.616 15.503 23.795
% af íbúafjölda landsins 100,0 55,2 16,5 12,1 6,4 9,8
Heildartekjur 58.891 64.249 53.558 59.351 57.484 37.937
Heildargjöld -59.675 -63.228 -57.636 -64.291 -59.654 -37.281
Tekjujöfnuður -784 1.021 -4.078 -4.940 -2.170 656
Breyting 1984-1985, %: Heildartekjur 30,0 27,0 31,4 33,7 40,5 30,4
Heildargjöld 46,4 44,2 44,1 43,6 47,0 34,6
Breyting 1985-1986, %: Heildartekjur 30,3 32,9 24,7 23,1 30,9 31,2
Heildargjöld 26,3 28,8 23,9 20,8 18,8 28,0