Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.01.1991, Blaðsíða 21
Sveitarsjóðareikningar 1985-1986
19
13. yfirlit. Vísbendingar um fjármál sveitarfélagaa á hvern íbúa 1985 og 1986
Landið Höfuð- borgar- svæðið Önnur sveitar- félög með fleiri en 3.000 íbúa Sveitar- félög með 1.000-3.000 íbúa Sveitar- félög með 400-999 íbúa Sveitar- félög með færri en 400 fbúa
Árið 1985
Tekjujöfnuður pr. íbúa í krónum -2.038 -735 -3.567 -5.027 -6.296 -225
Tekjur sem % af
Eignum 21,4 15,2 51,0 48,8 48,0 60,7
Skuldum 237,3 387,8 183,3 126,8 117,4 224,9
Eigin fé 23,5 15,8 70,7 79,3 81,1 83,1
Árið 1986
Tekjujöfnuður pr. íbúa í krónum -784 1.021 -4.078 ^4.940 -2.170 656
Tekjur sem % af
Eignum 21,6 16,3 36,9 40,1 48,9 58,2
Skuldum 230,3 350,9 178,5 125,2 123,7 206,0
Eigin fé 23,8 17,1 46,5 58,9 80,9 81,1
2. Úrvinnsla gagna og skýringar við töflur
Processing ofdata and explanatory nots to the tables
Bókhaldslykill Sambands íslenskra sveitar-
félaga. í ársbyrjun 1979 tók Hagstofan upp nýtt og
breytt ársreikningsform sem var sniðið eftir nýjum
bókhaldslykli fyrir sveitarfélög. Var hann saminn af
sérstakri bókhaldsnefnd á v.egum Sambands íslenskra
sveitarfélaga í þeim tilgangi að koma á samræmi í
bókhaldi og reikningsskilagerð hjá sveitarfélögum.
Grundvallarlykill hins samræmda bókhalds hefur
8 sæti. Fyrstu tvö sæti hans sýna málaflokka og bók-
haldseiningar sveitarsjóðs. Þau eru bundin fyrir öll
sveitarfélög. Næstu tvö sæti erunotuð til sundurliðunar
í deildir og starfsemisþætti. Næstu þrjú sæti lykilsins
(5.-7.) eru notuð til sundurliðunar á tegundir útgjalda
og tekna. Loks er síðasta sæti lykilsins notað til flokk-
unar á tekjum og gjöldum á rekstur, gjaldfærða eða
eignfærða fjárfestingu.
Ársreikningsform Hagstofu fylgir bókhalds-
lyklinum en er ekki jafn sundurliðað. Það sýnir fyllstu
sundurliðun á fyrstu tvö sæti lykilsins og hið síðasta.
Hins vegar er ekki beitt fyllstu sundurliðun á 3. og 4.
sæti og formið gerir ekki ráð fyrir tegundasundurliðun
samkvæmt 5.-7. sæti lykilsins. Eftirtöldum megin-
reglum er beitt í uppgjöri Hagstofunnar um færslu
bókhalds og reikningsskil sveitarfélaga.
Allar tekjur og gjöld, sem tilheyra hverju upp-
gjörstímabili,þ.e.almanaksárinu,erufærðáþvítímabili
án tillits til hvenær greiðsla fer fram. Með öðrum
orðum þá er hér um svonefndan rekstrargrunn að ræða.
Þannig eru óinnheimtar tekjur færðar til tekna á
rekstrarreikningi og til eignar í efnahagsreikningi. Á
sama hátt eru ógreidd gjöld færð til gjalda í
rekstrarreikningi og til skuldar í efnahagsreikningi.
Gerður er greinarmunur á rekstri sveitarfélaga,
gjaldfœrðri fjárfestingu þeirra og eignfœrðri
fjárfestingu í einu heildaryfirliti er nefnist rekstrar- og
framkvæmdayfirlit. Á rekstur færast allar tekjur og
gjöld sem varða rekstur sveitarsjóðs. Á gjaldfœrða
fjárfestingu færast útgjöld vegna allra framkvæmda
og eignabreytinga, sem ekki eru eignfærð í efnahags-
reikningi. Þannig teljast liðir eins og götur, holræsi,
leikvellir, skrúðgarðar, innanstokksmunir, vélar, áhöld
ogtækitilgjaldfærðrarfjárfestingar. Itekjuhliðerfærð
bein þátttaka annarra aðila í viðkomandi gjaldfærðri
fjárfestingu, svo sem gatnagerðargjöld. Til eignfœrðrar
fjárfestingar teljast útgjöld til kaupa á fasteignum,
vinnuvélum, bílum og vélasamstæðum. Þessar eignir
erufærðaríeignahliðíefnahagsreikningi. Beinþátttaka
annarra aðila í eignfærðri fjárfestingu, t.d. framlög úr