Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.01.1991, Blaðsíða 22
20
Sveitarsjóðareikningar 1985-1986
ríkissjóði, eru færð í tekjuhlið rekstrarreiknings. Ekki
er reiknað með árlegri afskrift húseigna eða annarra
varanlegra rekstrarfjármuna sveitarsjóðs, heldur er
verðmæti eigna fært í samræmi við mat eins og það er
á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að breyting á matsverði
sé fœrð á endurmatsreikning undir eigið fé í efna-
hagsreikningi.
Úrvinnsla ársreikninga 1985 og 1986. í
bókhaldslykli sveitarfélaga er meðal annars gert ráð
fyrir að útgjöld til málaflokka séu brúttófærð og við
það miðað í reikningseyðublöðum Hagstofu. Fyrstu
árin eftir að bókhaldslykillinn var tekinn upp var þó
algengt að sveitarfélög sendu inn reikninga þar sem
aðeins komu fram nettóútgjöld til rekstrar á málaflokka.
Þetta átti einkum við lítil og meðalstór sveitarfélög.
Ennfremur gætti í byrjun nokkurrar ónákvæmni í
gjaldfærslu og eignfærslu fjárfestinga, þ.e. einhver
tilhneiging var til að eignfæra frekar en gjaldfæra
fjárfestingu eða til að færa á rekstur það sem réttara
hefði verið að færa á gjaldfærða fjárfestingu. Við
úrvinnslu á Hagstofunni hefur verið reynt að leiðrétta
slíkt og samræma eins og kostur var.
Upplýsingar sveitarfélaga hafa farið batnandi ár
frá ári. Þó hefur ekki reynst unnt að greina á milli
gjaldfærðrar og eignfærðrar fjárfestingar eftir mála-
flokkum. Heildartölur þessara liða eru þó sýndar eftir
sveitarfélögum í töflunum, en ætla má að nokkurrar
ónákvæmni gæti í skiptingu milli eignfærðrar og
gjaldfærðrar fjárfestingar. Skekkja vegna þessa skiptir
þó litlu fyrir heildamiðurstöður.
I þessu hefti em sýndar þrjár megintöflur fyrir
sveitarfélögin árin 1985 og 1986. Tafla I (fyrir hvort
ár) sýnir alla úrvinnslu reikninganna eftir kjördæmum,
kaupstöðum, sýslum og hreppum með yfir 400 íbúa.
Varðandi mörk hreppa miðað við 400 íbúa er rétt að
taka fram að hreppar sem einhvem tíma á tímabilinu
hafa 400 eða fleiri íbúa eru teknir með í þessari
sundurliðun. Tafla I hefst á að sýnd er heildarfjárhæð
sameiginlegra tekna og sundurliðun þeirra. Til sam-
eiginlegra tekna sveitarfélaga eru taldar almennar
skatttekjur, þ.e. skattar sem ekki eru markaðir til
ákveðinna verkefna, vaxtatekjur og aörar tekjur sem
ekki eru sérmerktar ákveðnum verkefnum. Þar á eftir
sýnir taflan heildarfjárhæðir rekstrargjalda og
rekstrartekna og sundurliðun þeirra á 16 málaflokka
með nokkurri greiningu á deildir og starfsemisþætti
innan málaflokka. Iþriðja hluta töflunnar kemur fram
heildarskipting gjaldfœrðrar og eignfœrðrar
fjárfestingar ásamt framlögum þar á móti. Þá fylgir
sundurliðun fjárfestingar og framlaga þar á móti á 16
málaflokka og nokkur sundurliðun á deildir og
starfsemisþætti innan málaflokka. Fjórði hluti töflunnar
sýnir fjármagnsyfirlit og greiningu þess eftir uppruna
og ráðstöfun fjármagns. Fimmti hluti töflunnar sýnir
efnahagsreikning og sundurliðun hans í eignaliði,
skuldaliði og mismunandi þætti eigin fjár. Sjötti og
ífða5ft/z/Mft'töflunnarsýnirrekstrargjöld,rekstrartekjur,
eignir og skuldir vatnsveitna, rafveitna, hitaveitna og
hafnarsjóða sveitarfélaga, sem rekin eru sem fyrirtceki
sveitarfélaga með sjálfstœðan efnahag.
Tafla II sýnir fjárhæðir meginstærða í töflu I í
krónum á hvem íbúa eftir sömu skiptingu á kjördæmi,
kaupstaði, sýslur og hreppa og í töflu I. Þessi tafla
einfaldarmjög innbyrðis samanburð milli sveitarfélaga.
Tafla III sýnir sundurliðun í 61 lið á gjöldum,
tekjum, eignum og skuldum sveitarfélaga með færri en
400 íbúa, þ.e. þeirra sveitarfélaga sem ekki eru sýnd
sérstaklega í töflum I og II heldur koma þar aðeins fram
í samtölum.