Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.01.1991, Blaðsíða 12
10
Sveitarsjóðareikningar 1985-1986
Hreyfingar á efnahagsliðum sveitarfélaga voru að
mestuíjafnvægiárin 1985 og 1986ogerþvítiltölulega
lítill munur á tekjujöfnuði þeirra og vergri lánsfjárþörf.
Hér á eftir verður fjallað sérstaklega um tekjur, gjöld og
efnahag sveitarfélaga, bæði um heildarumsvif þeirra
og umsvif á hvem íbúa eftir stærð sveitarfélaga á sama
hátt og gert var hér að framan.
Tekjur sveitarfélaga 1985 og 1986. Heildartekjur
sveitarfélaganámuríflega9%afvergrilandsframleiðslu
bæði árin og er það svipað hlutfall og verið hefur á
undanförnum árum. Skatttekjur eru sem áður megin-
uppistaðan í tekj uöflun s veitarfélaganna eða sem nemur
tæpum tveimur þriðju hlutum. Er það nokkru lægra
hlutfall en hjá ríkissjóði. Beinir skattar vega mun
þyngra í tekjuöflun sveitarfélagaen ríkissjóðs. Á ámnum
1985 og 1986 námu beinir skattar sveitarfélaga tæplega
60% af skatttekjum þeirra og hefur það hlutfall verið
mjög stöðugt um árabil. Hlutdeild beinna skatta af
skatttekjum ríkissjóðs hefur verið innan við fimmtung.
S veitarfélög hafa einnig ýmsar eigin tekj ur af starfsemi
sinni sem og framlög frá öðrum bæði til rekstrar og
fjárfestingar, einkum frá ríkissjóði vegna hlutdeildar í
kostnaði af sameiginlegri starfsemi. 4. yfirlit sýnir
tekjur sveitarfélaganna og hvemig þær skiptast.
4. yfirlit. Tekjur sveitarfélaga 1985 og 1986
Milljónir króna á verðlagi hvers árs Hlutfallstölur, %
1985 1986 1985 1986
Heildartekjur 10.945 14.370 100,0 100,0
Skatttekjur 6.755 9.152 61,7 63,7
Beinir skattar 3.775 5.198 34,5 36,2
Útsvör 3.775 5.198 34,5 36,2
Obeinir skattar 2.980 3.953 27,2 27,5
Fasteignaskattar 1.029 1.395 9,4 9,7
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 734 881 6,7 6,1
Aðstöðugjöld 1.159 1.616 10,6 11,2
Aðrir óbeinir skattar 58 61 0,5 0,4
Pjónustutekjur 2.482 3.184 22,7 22,2
Vaxtatekjur 600 598 5,5 4,2
Framlög til fjárfestingar 902 1.149 8,2 8,0
Ýmsar tekjur 207 288 1,9 2,0
Einstakir tekj ustofnar voru tiltölulega stöðugir bæði
árin og séu þeir skoðaðir í samhengi við fyrri skýrslur
Hagstofunnar má sjá að samsetningin hefur lítið brey st.
I 5. yfirliti er sýnd frekari greining á þjónustutekjum
sveitarfélaga og innkomnum framlögum til fjárfestingar
með tilliti til þess hvemig þessar tekjur hafa komið inn
og gengið upp í útgjöld sveitarfélaga til hinna ýmsu
málaflokka.