Vinnumarkaður - 01.06.1995, Blaðsíða 16

Vinnumarkaður - 01.06.1995, Blaðsíða 16
14 Y firlit yfir helstu niðurstöður I. 2 Starfandi Fjöldi starfandi fólks. Mynd 4.7. Tafla 6.1 Starfandi fólki fjölgaði á árinu 1994 frá fyrra ári um 1.100 manns, en fjöldi þess stóð í stað á árunum 1991-1993. Fjölgunin var nær eingöngu meðal kvenna en starfandi konum fjölgaði úr 63.300 í 64.200 milli ára. Starfandi karlar voru 73.500 á árinu á móti 73.300 á árinu 1993. Taka ber fram að fjölgun sem nemur minna en 1.000 manns er varla tölfræðilega marktæk. Atvinnustétt. Mynd 4.16. Töflur 6.7-6.8 Hlutfall launþega af öllum starfandi var svipað 1994 og árið áður, eða um 82%. Athyglisvert er að launþegum meðal karla fækkaði hlutfallslega úr tæplega 76% í tæplega 75% meðan hlutfall launþega meðal kvenna var nær óbreytt á sama tíma, 89-90%. Starfshlutfall. Töflur 6.10-6.12. Mynd 4.15 Verulegur munur er á starfshlutfalli karla og kvenna. Um 90% karla eru í fullu starfi en einungis rúmlega helmingur kvenna. Menntun virðist þó skipta þarna nokkru máli þar sem háskólamenntaðar konur gegna frekar fullu starfi en konur með minni menntun. Þá eru karlar líklegri en konur til að stunda fleiri en eitt starf. Karlmönnum í fullu starfi hélt áfram að fækka hlutfallslega milli áranna 1993 og 1994 eins og reyndin varð milli áranna 1991 og 1993, eða úr um 90% í rúmlega 89%. Vinnustundir. Töflur 6.21-6.41. Myndir 4.13-4.14 Karlar vinna að jafnaði fleiri vinnustundir en konur. Á árinu 1994 unnu 73% kvenna í fullu starfx að jafnaði 35-45 stundir á viku en einungis 33% karla. Tæp 20% karla vinna meira en 61 tíma á viku en innan við 4% kvenna. Launþegar vinna að jafnaði færri vinnustundir en þeir sem vinna sjálfstætt. Fólk í dreifbýli vinnur að jafnaði k igri vinnuviku en fólk á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er teljandi munur á lengd vinnu- viku eftir menntun. Meðalvinnustundafjöldi kvenna f fullu starfi var um 44 klst á viku á árinu 1994 en karla 52,5 klst. Lengsti vinnutíminn virðist vera hjá bændum og sjómönnum. Breytingar á vinnustundafjölda milli áranna 1993 og 1994 eru ekki teljandi. Frá 1991 hefur þó meðalfjöldi vinnustunda lækkað hægt en sígandi. Starf'saldur. Töflur 6.19-6.20 I þessari skýrslu eru í fyrsta sinn birtar töflur um meðal- starfsaldur eftir atvinnustétt, atvinnugrein og starfsstétt. Frá árinu 1992 er ekki um að ræða marktækar breytingar á meðalstarfsaldri en starfsaldur í fyrirtækjum var árið 1994 um 8,3 ár. Munur er á starfsaldri karla og kvenna. Árið 1994 var meðalstarfsaldur karla 9,2 ár en 7,4 ár hjá konum. Meðalstarfsaldur launþega var þá 7,5 ár en sjálfstætt starfandi II, 5 ár. Olaunað skyldulið var með hæstan meðalstarfsaldur árið 1994, eða 14,8 ár. Þessi munur á starfsaldri atvinnustétta endurspeglast þegar starfsaldri er skipt eftir starfsstéttum, þ.e. þær starfsstéttir þar sem sjálfstætt starfandi eru hlutfalls- lega fjölmennastir, s.s. bændur og stjómendur, eru með hæstan meðalstarfsaldur. Meðalstarfsaldur er hæstur í land- búnaði, veitustarfsemi, samgöngum og flutningum og í fjár- málaþjónustu. Hann er hins vegar langlægstur í hótel- og veitingahúsarekstri eða einungis 2,8 ár á árinu 1994. Frá 1993 til 1994 lækkaði meðalstarfsaldur mjög í landbúnaði eða frá 19,1 ári í 16,6 ár. Á árinu 1994 var meðalaldur starfandi fólks 39,8 ár. Hæstur var meðalaldurinn hj á sj álfstætt starfandi og ólaunuðu skylduliði eða rúmlega 44 ár. Þá var meðalaldurinn hæstur í landbúnaði, veitustarfsemi, samgöngum og flutningum, opinberri stjómsýslu og í fræðslustarfsemi eða 42,2^13,8 ár. Af starfsstéttum var hæsti meðalaldurinn meðal stjómenda og embættismanna eða 43,4 ár á árinu 1994. Meðalaldur var hins vegar lægstur í hótel- og veitingastarfsemi eða 29,3 ár. Atvinnugreinar. Töflur 6.13-6.15 Hlutfallslega flestir starfa í iðnaði eða 18% starfandi fólks. Þar vegur fiskiðnaðurinn þyngst eða 7%. Samtals vinnur 12% starfandi fólks við fiskveiðar og fiskvinnslu, 13% starfa við verslun og viðgerðarþjónustu og 15% starfa við heilbrigðis- og félagsþjónustu. Nokkur munur er á atvinnu- greinaskiptingu karla og kvenna. Þeir sem stunda fiskveiðar, vinnavið veitustarfsemieðamannvirkjagerðerunæreingöngu karlar en konur eru fjölmennari en karlar í heilbrigðis- og félagsþjónustu svo og í fræðslustarfsemi og annarri samfélags- legri þjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu eru störf í þjónustu- greinum hlutfallslega fleiri en annars staðar á landinu en störf í framleiðslugreinum hlutfallslega fleiri utan þess. Háskóla- menntað fólk vinnur flest í þjónustugreinum s.s. fræðslu- og heilbrigðisgreinum, viðskiptum og opinberri þjónustu. Fólk eingöngu með gmnnmenntun starfar einkum í iðnaði, verslun og viðgerðarþjónustu. Helsta breyting á fjölda starfandi eftir atvinnugreinum frá 1993 er sú að störfum í iðnaði fjölgaði um 1.100 en fækkaði í verslun og viðgerðarstarfsemi um 2.500 manns. Þá fjölgaði í heilbrigðisgreinum og annarri samfélagslegri þjónustu um samtals 3.200 manns. Starfsstéttir. Töflur 6.16-6.18 Ákveðinn munur virðist vera á því í hvaða starfsstéttir karlar og konur raðast. Konur vinna helst við þjónustu, verslunar- og skrifstofustörf en karlar eru meira í sérhæfðum störfunx í iðnaði og véla-/vélgæslustörfum. Bændurog fiskimenn em að miklum meirihluta karlar. Fleiri karlar en konur em í störfum stjómenda og embættismanna. Nokkuð jöfn skipting er milli kynja í störfum sérfræðinga. Konur eru fjölmennastar í flokki ósérhæfðs starfsfólks. Flest störf í flokki stjómenda, sérfræðinga og sérmenntaðs starfsfólks em á höfuðborgar- svæðinu. Utan þess eru vega líkamleg störf mest. Breytingar á fjölda starfandi fólks eftir starfsstéttum milli áranna 1993 og 1994 eru ekki teljandi. Vinnulitlir. Töflur 6.42-6.43 Hlutfall þeirra sem telja sig í of lítilli vinnu breyttist lítið milli á árinu 1994. Alls vom 8,8% af öllum starfandi að leita sér að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Vinnumarkaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnumarkaður
https://timarit.is/publication/1382

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.